Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 26
MÖ'áblMjíIAÐIÐ 1 LAlÍGAáÐÁÖUR W. aMl' Vð9f: KOSNINGAR — EVRÓP^UBANDALAGIÐ Evrópubandalagið og EFTA: Séð fyrir endann á þriggja ára samningsferli um evrópskt efnahagssvæði Eftir Guðmund Sv. Hermaimsson í byrjun ársins 1993 verða innri landamæri hinna 12 aðild- arlanda Evrópubandalagsins (EB) opnuð og þessi lönd sam- einast í einn heimamarkað. A sama tíma er stefnt að því að stofna evrópskt efnahagssvæði (EES) Evrópubandalagsins, EFTA-þjóðanna sex, þar með talið ísland; og Liechtenstein, þar sem svipaðar efnahagslegar reglur gilda og í Evrópubanda- laginu, þó á nokkuð öðrum for- sendum. Afstaða til Evrópu- þróunar 09 EB ALÞÝÐUFLOKm Styður EES-samninga. Utilokar ekki aðild að EB en ítrekar óskoruð yfirróð Islarids yfir fiskimiðum og orkulindum. Hvetur til aðlögunar að efnahagslegum samruna Evrópu en hafnar aðild að EB. Vill nóna samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en hafrtar aðild að EB. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Styður EES-samninga að því tilskildu að OTmmrajar takist um hindrunarlaus viðskipti með sjóvarafurðir. Otilokar ekki fyrirfram hugsanlega aðild að EB. Styðja sa og vinsai en telja a greina rópuríki mskipti við EB cki koma til mmmummm Hafna aðild að EB og erlendri íhlutun. KVENNALISTI Telur tvíhliða samninga við EB betri en þótttöku í samningum um EES. Hafnar aðild að EB. GRÆNT FRAMBOÐ Hafnar aðild að EB. ÞJÓÐARFLOKKUR /FLOKKUR MANNSINS Hvort sem sótter um aðild að EB eða ekki verður Island að vera sterkt á viðslciptasviðinu og samkeppnishæft við önnur lönd Evrópu. Fkki lengust tipplýsingor m steftw VeikmanmMb Isbeds og 5mtaka ölgminnadm jafnoloimonno i þessiim elnum. Aðalástæða þess að afnema á innri landamæri og markaðshindr- anir milli Evrópubandalagsland- anna, er sú að með því telja lönd- in sig betur í stakk búin að mæta alþjóðlegri viðskiptasamkeppni. Um leið sparist mikið fé og fyrir- höfn sem komi fram í auknum hagvexti og landsframleiðslu og bættum lífskjörum. Tilgangurinn með efnahags- svæðinu er af hálfu Evrópubanda- lagsins að styrkja stöðu Evrópu sem markaðssvæðis enn frekar. Einnig vilja sumir halda því fram að EB líti á samningaviðræðumar og síðan efnahagssvæðið sem und- irbúning fyrir aðild EFTA-þjóð- anna að EB. Af hálfu EFTA-ríkjanna er yfir- lýst markmið með stofnun evr- ópsks efnahagssvæðis að tryggja þegnum sínum hlutdeild í þeim hagsbótum sem fylgja samræmd- um markaði með þeim réttindum og skyldum sem af honum leiða, en gæta þess jafnframt að grund- vallarhagsmunum verði ekki fóm- að. Þetta þýðir í raun að EFTA- löndin vilja fá hlutdeild í lífskjara- batanum sem væntanlega fylgir heimamarkaði EB, án þess að gangast að fullu undir þær kvaðir sem fylgja aðild að Evrópubanda- laginu, svo sem afsali sjálfs- ákvörðunarréttar í mörgum mál- um og afnámi innri landamæra. En því er einnig haldið fram, að sumar EFTA-þjóðirnar líti á samn- inga um efnahagssvæðið sem áfanga að leið í EB, enda stefna nokkrar þeirra að aðild. Ræða Delors upphafið Umræður um samstarf EB og EFTA eiga sér nokkuð langa sögu, en upphaf yfirstandandi viðræðna bandalaganna er venjulega rakið til ræðu sem Jaques Delors, for- seti framkvæmdastjómar EB, flutti í Ósló í janúar T989. Þar stakk hann upp á að þessi banda- lög tækju upp nánara samstarf en áður hafði verið rætt um, og það gert virkt með sameiginlegum sto/nunum og ákvörðunum. í kjölfar þessa var stofnuð stjómamefnd embættismanna beggja bandalaga til að kanna möguleika á samkomulagi. Nefnd- in skilaði áliti í október 1989 og komst að þeirri niðurstöðu, að grundvöllur virtist vera fyrir sam- komulagi milli EB og EFTA um sameiginlegt efnahagssvæði þar sem lögð yrði áhersla á pólitískan þátt á sviði efnahagsmála, félags- mála, fjármála og menningarmála, eða í flestum málaflokkum öðrum en öryggismálum og stjómmálum. Þó yrði sameiginleg Iandbúnaðar- og sjávarútvegsstefna EB utan samningsins. Byggt á fjórfrelsinu Gengið var út frá því að á efna- hagssvæðinu myndu leikreglur Evrópubandalagsins ráða að mestu. í því fælist, að fjórfrelsið svonefnda réði þar ríkjum, en að auki yrði samið um ýmis jaðármál sem þessu tengjast, svo sem menntamál, rannsóknir og þróun og umhverfismál. Fjórfrelsið felst í: * Óhindruðum vöruviðskiptum. * Óhindruðum flutningum á fjármagni. * Öhindruðum þjónustuvið- skiptum. * Óhindruðum atvinnu- og bú- seturétti. í þessu fólst jafnframt að lög og samþykktir EB yrðu laga- grundvöllur svæðisins, með þeim undantekningum og öryggisá- kvæðum sem fallist yrði á. Jafn- framt yrði samið um hvemig stjóm efnahagssvæðisins yrði háttað. Þetta þýðir að EFTA-þjóðimar gangast undir um 70-80% af sam- þykktum og lögum EB, verði efna- hagssvæðið að veruleika. Þess má geta að Alþingi hefur þegar sam- þykkt nokkur lagafrumvörp, m.a. um fjárfestingar útlendinga, sem miða að aðlögun að Evrópuþróun- inni. Krafa um fríverslun með fisk Eiginlegar samningaviðræður hófust 20. júní á síðasta ári og hafa staðið yfír síðan. Það mál sem íslendingar hafa lagt mesta áherslu á, er að fá fram fríverslun með fisk á efnahagssvæðinu, á sama hátt og fríverslun er með iðnaðarvörur. í því sambandi hefur verið bent á hvað ísland sé háð sjávarafurðum og njóti annars ekki sömu stöðu og aðrar EFTA- þjóðir sem byggja á iðnaði. Jafn- framt hafa Islendingar hafnað því að útlendingar fái að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um og fyrirtækjum tengdum nátt- úruauðlindum, þrátt fyrir frelsi í fjármagnsflutningum. Á móti hefur Evrópubandalagið lagt fram langan lista yfír land- búnaðarvörur sem það vill fá greiðari aðgang fyrir á markaði EFTA-landanna. Þá hefur banda- lagið haldið fast við þá kröfu, að í staðinn fyrir tollfrjálsan aðgang að EB-mörkuðum fyrir sjávaraf- urðir verði að koma veiðiheimildir í lögsögu EFTA-ríkja. Stefnt að samningi í júní Nú er stefnt að því að ljúka samningaviðræðunum um EES í júní eða júlí þannig að hægt verði að undirrita samningana í haust, að fengnu samþykki þjóðþinga EFTA-ríkjanna, Ymsir hafa þó dregið í efa að þessi tímaáætlun standist. í stórum dráttum er staðan í samningaviðræðunum þannig, að þótt samkomulag sé í sjónmáli í mörgum málum, er talsvert í land hvað varðar sjávarútvegsmál og yfirstjóm efnahagssvæðisins. Eiginlegar viðræður um frí- verslun með fisk hafa enn ekki farið fram. Fréttir hafa borist af tilboðsuppkasti EB, þar sem boðin er lækkun á ytri tollum á ýmsum sjávarafurðum gegn því m.a. að EB fengi veiðiheimildir í lögsögu EFTA-ríkja, í Atlantshafi og Eystrasalti. I þessu efni er mikill þrýstingur frá sumum löndum EB, aðallega Spáni og Portúgal, en þar er litið á aðgang að fískimiðum EP’TA-ríkja sem hluta af framlagi þeirra til jöfnunar lífskjara ein- stakra svæða í Evrópu, ásamt betri aðgangi fyrir suðrænar land- búnaðarvörur að markaði EFTA- ríkjanna og greiðslu í þróunarsjóði fýrir þessi svæði. íslendingar og raunar EFTA- ríkin öll tóku þessum hugmyndum illa, en samt er nú búist við, að endanlegt tilboð EB verði svipað uppkastinu. Þetta mál verður á Ganqur viðræðna EB og EFTA um evrópskt efnahagssvæði Janúar1989. Jaques Debrs flytor ræðuí Ósb þarsem hann stingur upp á nqnára samstaríi EFTA- ' ríkjanna og EB, en áSur hafóí verið talfó koma til greil^j. Mars 1989. V LeiStogafundur EFTA tekur undir hugmyndir Delors. Fellst á kröfu ísbnds um fríverslun meS fisk iflájan bandabgsins frá 1. júlí 1990. Steingrímur Hermannson forsætisráSherra lýsir pví yfir á fundinum aS íslendingar geti /-f ekki sætt sig viS aS lúta yfirríkjastofnunum. Apríl 1989. Starfshópur háttsettra embættismanna bandalaganna hefur undirbúningsvfóræSur um möguleiktrá stofnun evrópsks efnahagssvæSis. . f Júlí „8, f íslendingar taka vfó forystu í EFTA og halda henni næstu sex mánuSi. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráSherra verSur formaSur EFTA-ráSsins og Steingrímur Hermannsson forsætisráSherra verSur formaSur ráSherraráSsins. Október 1989. Starfshópur EFA og EB skilar jákvæSri niSurstöðu úr könnunarviSræSum. Desember 1989. RáSherrar EFTA og EB ákveSa aS formlegar samningavfóræSur um EES skuli hefjast. Janúar-mars 1990. Undirbúningur hefst fyrir eiginlegar samningavfóræSur. Júní 1990. RáSherraráS EB samþykkir samningsumboS og samningavfóræSur hefjast. Desember 1990. RáSherrar EFTA-ríkja staSfesta árangur í EES- vfóræSum og gefa samningamönnum * * f fyrirmæli U(n aS herSa vfóræSumar. * , JÉabrúar 1991. > Uppkast af sjávarútvegstilboSi EB sent a'iildarlöndum bandalagsins. EFTA-ríkin taka N* ilia í tilboSshugmyndimar. Mars 1991. Jón Baldvin Hannibalsson segir á blaSamannafundi aS samningum um aS mestu lokfó, þótt enn væri veruk pólitískur ágreiningur um sjávarúl stjómkerfi efnahagssvæSisins. smálog Júim,1991 ? Stefnt aSþvlöðtjúka samningavfóræSum um EES og undirritun samninganna í haust. dagskrá fundar utanríkisráðherra EB næsta mánudag. Stjórnmálamenn í EB hafa gef- ið í skyn að hægt yrði að ná fram sérlausn í sjávarútvegi fyrir ís- lendinga, en það hafa Norðmenn ekki sætt sig við og bent á að sjáv- arútvegur sé ekki síður mikilvæg- ur á vissum svæðum í Noregi og á íslandi. Stjórnunarvandamál Annað það mál, sem helst hefur vafíst fyrir samningamönnum, ér stjórnun efnahagssvæðisins. Evr- ópubandalagið hefur lagt áherslu á að sú stjórnun verði sem líkust stjórn Evrópubandalagsins sjálfs, og uppbygging stjórnunarstofn- ana svipuð. Samkomulag virðist nú liggja fyrir um fyrirkomulag eftirlitskerfís, hlutverk sérstaks dómstóls EES, undirbúning ákvarðana, verkaskiptingu stjórn- arnefndar og sameiginlegt ráð sem taki pólitískar ákvarðanir. í EB gilda meirihlutaákvarðanir um nýjar reglur sem hafa bein réttaráhrif í aðildamkjunum. Inn- an EFTA þarf samhljóða sam- þykki að liggja að baki ákvörðun- um og EFTA-ríkin vilja að sama gildi á efnahagssvæðinu og ákvarðanir fái ekki bein réttar- áhrif nema þjóðþing einstakra EFTA-ríkja lögfesti þær. Hins vegar er óljóst hvort í raun yrði mögulegt fyrir eitt EFTA-ríki að hafna, og þar með stöðva, ákvörð- un sem tekin yrði í stjórnarstofn- unum evrópska efnahagssvæðis- ins, en það gæti væntanlega grip- ið til öryggisákvæða, telji það ver- ulega á sig hallað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.