Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991 Hvanneyri: Námstefna um atvinnu- tækifæri í sveitum Þátttakendur námstefnunnar. Hvanneyri. FRAMLEIÐNISJÓÐUR landbún- aðarins bauð til námstefnu á Hvanneyri laugardaginn 23. mars. Hún var undirbúin í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri, Sam- tök sveitarfélaga í Vesturlands- umdæmi og Samstarfsnefnd um atvinnu í sveitum. Þetta var fyrsta námstefnan af þessu tagi og var sótt af milli 60 og 70 manns af Vesturlandi. Jóhannes Torfason stjórnarfor- maður Framleiðnisjóðs setti nám- stefnuna og fagnaði að hún skyldi vera haldin á Hvanneyri, elsta há- skóla utan Reykjavíkur. Hann rakti verkefni sjóðsins, sem er aðstoð með búháttabreytingum og taldi bædur geta gert meira í þeim efnum en þeir gerðu. Guðmundur Sigurðsson ráðunaut- ur Borgfirðinga sagðist í sínu erindi óttast að samdráttur í sauðfjárrækt gæti orðið allt að 20% á Vesturlandi og augljóst væri að talsvert þyrfti að koma til, ef ekki ætti að koma til rheiriháttar flótta úr sveitum. Hann rakti að hverju væri verið að vinna og kom inn á aukna byggð sumarbústaða. Sem dæmi um mið- stýringu nefndi hann, að í nefnd sem samþykkir skipulag sumarbústaða- lóða situr hafnamálastjóri. Nýr starfsmaður hjá búnaðarsamtökun- um, Arnaldur Bjarnason atvinnu- málafulltrúi, skýrði starfsvettvang sinn. Hann mun hjálpa mönnum að meta hugmyndir að nýjum atvinnu- tækifærum á landsbyggðinni. Hann sagði að nú væru flest svið úrvinnslu landbúnaðarvara unnin af milliliðum, sem áður voru alfarið í höndum bænda og bað menn að athuga, hvort • ekki mætti snúa þeirri þróun til baka að einhveiju marki. í Vestur-Húnavatnssýslu starfar Karl Sigurgeirsson sem átaksverk- efnastjóri. Hann sagði frá árangri þar í héraði að auka atvinnutæki- færi. Mikill vilji kom fram á fundi til að hafa áhrif á atvinnustefnu heima í héraði. Hann sýndi fundar- mönnum ullarsýni úr úrvals ullar- bandi sem nú er byrjað að vinna á Hvammstanga, allt ólituð og 100% íslensk ull. Guðjón Ingi Stefánsson fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi skýrði frá hlutverkum sveitarfélaganna og iðnráðgjafa til að stuðla' að auknum atvinnutækifærum og rakti hvað áunnist hefði í þeim efnum að undan- förnu. Hjá Framleiðnisjóði eru vissir möguleikar á framlögum og lánum með ákveðnum skilyrðum, sagði Jón Guðbjörnsson, fulltrúi hjá sjóðnum. Hann rakti hlutverk sjóðsins með til- liti til breyttra viðhorfa í dag. Deildarstjóri framleiðslu og tækni- sviðs Iðntæknistofnunar, Ingvar Kristinsson, fjallaði um þá mögu- leika, hvar hægt væri að finna upp- lýsingar um tækniþekkingu. Hann taldi tölvuvæðinguna opna ótrúlega möguleika í þeim efnum, bæði innan- lands og utan. Ráðlagði hann mönn- um að reyna að afla sér sem mestrar vitneskju um það sem m,nn eru að fást við og leita til Iðntæknistofnun- ar. Fituminna frómas Lengi var „frómas“ (fro- mage) aðal hátíðará- bætisréttur okkar ís- lendinga, en með komu ísskápa fóru húsmæðurnar að búa til ís til hátíðarbrigða, og síðar var hægt að kaupa tilbúinn ís. Og nú er svo komið að svo mikið er til af honum að okkur finnst hann ekki lengur hátíðarréttur. Það er svo með frómasið og ísinn, að mikil fita er í þessu, tjómi og líka annars konar fita í tilbúna isnum. Að vísu er hægt að fá jóg- úrtís, en hann er ekki mjög al- gengur — því miður. En við eigum mikið af sýrð- um mjólkurvörum, sem hægt er að búa til frómas úr, að vísu er gott að setja örlítinn ijóma í það, en það er miklu minna en í hinu hefð- bundna fómasi. Hægt er að fá tilbúið ávaxta- hlaupsduft, sem ekki þarf annað en leysa upp í vatni. Það er gott að setja út í súrmjólkina, skyrið eða jógúrtina. Við getum svo brytjað ávexti út í það, ef okkur sýnist svo — þó ekki ferskan kíví eða ferskan ananas. Ferskir eru þessir tveir ávextir með efnakljúfum, sem valda því að matarlím hleypur ekki, en eftir suðu eru efnakljúfarnir óvirkir. Hér birtast uppskriftir af þrenns konar frómasi úr sýrðum mjólkurafurðum — með skyri, súrmjólk og jógúrt. Ekki eru mörg ár síðan farið var að flytja inn kíví, enda engin furða þótt sá ávöxtur hafi ekki sést hér meðan hann var eingöngu ræktaður hinum megin á hnettinum. Hann er upprunninn í Kína og var kallaður kínverskt kirsuber, en svo fluttu Nýsjálendingar hann heim til sín og hófu að rækta hann í stórum stíl og þar var hann nefndur kíví eftir þjóðarfugli Nýsjálendinga — kívifuglinum. Vafalaust er það vegna þess að þessi ávöxtur lí- kist kívífuglinum. Kívífuglinn er lítill með fíngerðar fjaðrir og svipaður á litinn og ávöxturinn, hann er vængja- og stéllaus og með veiðihár. Hann hefur sterka fætur og er duglegur að hlaupa, en auðvitað getur hann ekki flogið þar sem væng- ina vantar. Nú er kívi ræktað víða í Evr- ópu, t.d. í Þýskalandi og á Spáni. Ég sá einu sinni í þýsku blaði, hvernig rækta má hann í potti í stofuglugganum. Iílippti þetta úr blaðinu, en finn það nú ekki. Þetta er efalaust vel geymt einhvers staðar í plöggum mínum. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Arnaldur Björnsson, í ræðustól og Bjarni Guðnnindsson fundarstjóri. Runólfur Sveinsson endurmennt- unarstjóri á Hvanneyri fletti upp ótal mörgum möguleikum á aukinni menntun á Vesturlandi, m.a. í 2 há- skóladeildum, á Bifröst og Hvann- eyri. Hann sagði að nú væri hætta á því að margt tiltölulega lítið skóla- gengið fólk, en með mikla starfs- reynslu, kæmi á vinnumarkaðinn. Sýndi hann fram á möguleika þess að sækja aukna menntun heima í héraði. Nýr iðnráðgjafi á Vesturlandi, Jón Pálsson í Borgarnesi, nefndi erindi sitt Nýsköpunravinnubrögð og stofn- og rekstraráætlanir. Útskýrði hann á myndrænan hátt flókinn feril vöru- tegundar á markaðnum og benti á hvaða þætti þyrfti að leggja áherslu á og hvað beri að varast. Sérstaklega lagði hann áherslu á að arðsemi fjár- festingar sé nauðsynleg forsenda fyrir stofnun fyrirtækis eða reksturs. í erindi sínu varaði Ingibjörg Berg- þórsdóttir, Fljótstungu, við of mikilli fjárfestingu í ferðaþjónustu. Hún taldi ferðaþjónustuna skemmtilega en krefjandi vinnu, sem stendur enn sem komið er allt of stuttan tíma á árinu. Hún hvatti til að bindast sam- tökum innan félagsskparins um ferðaþjónustu. Jóhanna Pálmadóttir kennari í valgrein um ullariðnað við Bænda- skólann á Hvanneyri skýrði hug- myndir sínar hvernig mætti standa að vinnslu ullar í heimahúsum eða í litlum áhugamannahópum. Nauðsyn- legt væri að gera áætlun og undirbúa framleiðslu og markaðssetningu í ein þijú ár. A vegum Byggðastofnunar vinnur nú Þorsteinn Geirharðsson arkitekt og iðnhönnuður. Hann er ráðinn þar tímabundið við að aðstoða fólk við að hanna minjagripi fyrst og fremst. Hann taldi erfltt að kanna hve mikl- ir möguleikar væru á framleiðslu og sölu heimagerðra minjagripa en taldi þar um lítt plægðan akur að ræða. Talsverðar fyrirspurnir voru til frumniælenda og er enginn vafi á því að menn fóru fróðari og bjart- sýnni heim að námstefnu lokinni. Fréttamaður hitti m.a. einn úr fjöl- mennum hópi Dalamanna. Hann taldi bændur vera sérstaklega svart- sýna þar um slóðir enda er sauðfjár- búskapur meginuppistaða í búskap þein-a og verður hinn samþykkti samdráttur tilfmnanlegur í Dala- sýslu. - D.J. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Jarðarbeijasksyrfrómas 5 msk. jarðarbeijahlaup (Toro) 1 dl sjóðandi vatn 1 lítil dós járðarbeijaskyr Vi lítil dós skyr án bragðefna 1 egg 1 dl ijómi 1. Latið vatnið sjóða, setjið hlaup- duftið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir, hrærið í og látið leysast vel upp. Setjið síðan í kæliskáp og látið kólna án þess að hlaupa. 2. Setjið jarðarbeijaskyr og hreint skyr í skál, setjið egg út í og hrærið saman. 3. Setjið íjómann í hristiglas og hristið þar til hann er þeyttur. Auðvitað má þeyta íjómann á hefðbundinn hátt. 4. Blandið saman skyr/eggja- hræru, köldu uppleystu hlaup- inu og þeyttum ijómanum. Hellið í skál. Setjið í kæliskáp og látið hlaupa. Þetta hleypur fljótt, en betra er að það standi minnst 3 klst. í kæliskápnum. Kívijógúrtfrómas 5 msk. kívíhlaup (Toro) 1 dl sjóðandi vatn 1 lítil dós léttjógurt með kíví og perum 1 egg 1 dl íjómi 1 kívíávöxtur Notið sömu aðferð og í upp- skrift af jafðarbeijaskyrfrómas- inn hér á undan. Afhýðið kívíávöxtinn, skerið í sneiðar og leggið ofan á, þegar þið berið þetta fram. Appelsínusúrmjólkurfrómas 6 msk. appelsínuhlaup (Toro) 1 dl sjóðandi vatn \ 'h ferna súrmjólk með blönduðum ávöxtum, 2'h dl 1 egg 1 dós sýrður rjómi 1 appelsína 1. Afhýðið appelsínuna með hnífi, svo að hvíta himnan fari af. Skerið síðan í litla bita, notið sem minnst af himnunni, sem er utan um rifin. 2. Farið eins að og í uppskrift af jarðarberjaskyrfrómasinu. Notið sýrðan rjóma í stað venj- ulegs rjóma. 3. Setjið appelsínuna og safann út í — safann sem myndast þegar appelsínan er skorin í sundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.