Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. AfRÍL, 199,1 íslandi. Einnig er þarna gamall danskur silfurpeningur, þar sem nafnið ísland er fyrst letrað á mynt. Sumir þessarra peninga eru listavel gerðir og slegnir, svo sem Land- grunnspeningurinn. Ég er viss um að það má nota hann í brúnni á tog- ara til að toga eftir, svo greinilegar eru dýptarlínurnar. Segja má að sýn- ingin á landakortum, þau elstu eru frá 16. öld og á öll þeirra hefir ís- land verið teiknað, tengist minnis- peningunum með íslandsmyndinni. Er þarna einstakt mótivsafn minnis- peninga, sem svo landakortin undir- strika. Ég bendi öllum lesendum blaðsins á þessa merku sýningu í hjarta bæj- arins. Látið hana ekki fram hjá ykk- ur fara. Hún er ekki stór, en mikil að gæðum. Hafi Seðlabankinn bestu þakkir fyrir. Gersemar Seðlabank- ans líta dagsins ljós Forslátta nýju myntarinnar 1981 — með ártalinu 1980. Mynt Ragnar Borg Seðlabankinn hefir, í tilefni af 30 ára afmæli sínu, opnað sýningu á munum úr safni bankans. Sýningin er í Seðlabankahúsinu við Arnarhól og er opin virka daga milli klukkan 9.15 og 16.00 og laugardaga og sunnudaga klukkan 13.00 og 18.00. Einfaldast væri að kalla þetta mynt-, seðla- og landakortasýningu, en það segir ekki alla söguna, því það mætti allt eins kalla þetta listsýningu. Þarna eru nefnilega sýnd meistara- verk margra þekktustu listamanna þjóðarinnar á þessari öld. Listamenn- irnir: Baldvin Björnsson, Tryggvi Magnússon, Einar Jónsson, Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, Hring- ur Jóhannesson, Þröstur Magnússon, Kristín Þorkelsdóttir, Jörundur Páls- son, Stefán Jónsson. Jón Þorleifsson, Halldór Pétursson, Ólafur Hvanndal og Ásgeir Ásgeirsson eiga þama verk sín. Að vísu þannig, að þeir hafa teiknað mynt, minnispeninga, seðla að hluta eða alveg eða prent- mót seðla. Enn einn listamaðurinn kemur svo við sögu, Steinþór Sig- urðsson, listmálari, sem kemur sýn- ingarmunum svo smekklega fyrir, í litlum sal við anddyri, að hrifningu hlýtur að vekja. Hann hefir jafnvel hlaðið listaverk sjálfur, úr gifsfyrir- myndum nokkurra peninga, og sett það fyrir framan dyrnar að sýningar- salnum. Frumlegt og fallegt. Ég þóttist sjálfur vera orðinn nokkuð vel verseraður í myntsögu íslands, en þarna rakst ég á marga gripi, sem ég hefi ekki áður séð enda eru margir sýningarmunir nú sýndir almenningi í fyrsta sinn. Sýningunni er ætlað að gefa heildarmynd af seðl- um og mynt, sem gengið hefir á ís- landi. Ef við förum aftur í tímann eru sýndir peningar, sem Jón Aðils, sagnfræðingur, nefnir í verslunar- sögu sinni svo sem Jóakims dalir, Karolusar silfurstykki og annað því- umlíkt. Hið einstaka safn Seðlabank- ans af íslenskum vöruávísunum frá því um síðustu aldamót er þarna allt. Þetta safn er einstakt að því leyti, að þessa seðla er hvergi annars stað- ar að finna í heiminum. Vöru- og brauðpeningarnir eru þama allir, en þeir elstu eru frá miðri 19. öld og til seinustu aldamóta. Svo er þama mynt, sem aldrei varð mynt, af því það fórst fyrir að löggilda hana. Þetta eru auðvitað Alþingishátíðar- peningarnir frá 1930. Éinar Jónsson, myndhöggvari gerði aðra hlið 10 krónu peningsins í þessari seríu, Konungurinn í Thule heitir myndin, sem af mörgum fremstu myntfræð- ingum er álitinn fegursti peningur, sem sleginn var á fyrri hluta þessar- ar aldar í heiminum. Þarna er ég rétt að minna á örlítið brotabrot gersemanna á sýningunni, en kem inn á fleiri í næsta þætti. Auðvitað er öll íslenska myntin sýnd og einnig hvemig hún hefír orðið til, allt frá frumteikningu til lokasláttu. Unikum köllum við myntfræðingar pening, sem aðeins finnst í einu eintaki, en ég hefi ekki orð yfir pening, sem ekki er til, en er samt sýndur þarna Yfirlitsmynd af sýningarsalnum. í tveim eintökum. Þarna á ég við prufusláttu myntarinnar, sem sett var í umferð árið 1981. Myntin, sem ég á við ber ártalið 1980, en það ár var einungis gamla myntin gefin út á íslandi. Prufuslátta er vanalega aðeins til í einu eintaki. íslenskir seðlar komu fyrst í um- ferð árið 1886, er _ Landsbanki ís- lands tók til starfa. Á sýningunni eru sýnishorn af öllum jslenskum seðlum, sem Landssjóður, íslandsbanki, Rík- issjóður, Landsbanki og Seðlabanki hafa látið prenta frá 1886 til dagsins í dag. Er þarna nútíma uppsetning, en þó á klassískan máta. Fer seðla- safn þetta einstaklega vel á vegg og skýringar einfaldar um útgáfuár og gildistíma. Miklu meira má skrifa um seðla á sýningunni og kemur það í annarri grein. I einu púltanna eru sýndir minnispeningar með mynd af tomriMtnáö Umsjónarmaður Gísli Jónsson 584. þáttur Mikill og góður er áhugi manna á nýyrðum. Nú um stundir glíma menn við að finna betra orð en „umhverfisvænn“ fyrir umweltsfreundlich eða miljövenlig, sbr. bréf Sverris Páls í næstsíðasta þætti. Þá var vitnað til 566. þáttar og að gefnu nýju tilefni rifja ég upp að í þeim þætti var gott bréf Sigurð- ar Jónssonar á Patreksfirði. Hann stakk þar upp á orðinu „vistkær" með andheitinu „vist- fár“ og vitnaði í orðin kærleikur og fáleikar. Þessi uppástunga Sigurðar Jónssonar fékk dræm- ar undirtektir umsjónarmanns, en því er þessa getið nú að Sunn- lendingur, sem kýs að dylja nafn sitt fyrir Iesendum, skrifar mér og hefur verið að velta fyrir sér samsetningum af vist, sbr. hið ágæta orð vistfræði (fyrir öko- logi), en vistfræði hygg ég smíð Halldórs Halldórssonar meistara míns. Upp í huga Sunnlendings hafði skotið orðinu „vistrænn", en það hafði Sigurður Jónsson líka látið sér detta í hug, en hafnaði. Þá datt Sunnlendingi og í hug „vistlægur", „sem e.t.v. þætti þjálla í máli, en það mun þurfa á lipurð málsins að halda í öllu því orðaflóði töluðu og rit- uðu, sem á eftir að steypast yfir land og lýð, áður en 20. öldin er öll, í sambandi við umhverfis- mál. I málinu höfum við sam- setningar lýsingarorða eins og huglægur, hlutlægur, miðlæg- ur ... því þá ekki einnig orðið vistlægur?" spyr Sunnlending- ur. En bréfi sínu lýkur hann svo: „Áður en ég póstlagði þetta bréf, sat ég hádegisfund, þar sem ágætur, ungur ræðumaður talaði um íþróttir og nauðsyn þess að efla félagstengsl milli foreldra og barna. Óskaði hann þess að byggðin hans yrði fjöl- skylduvænn bær. Ég hafði ekki heyrt þetta nýyrði, en roskinn fræðslustjóri, sem ég sat hjá, kannaðist við það. Nú þarf ég til að forðast misskilning að taka það skýrt fram, að með þessari viðbót er ég ekki að mæla með orðinu vistrænn!" Ég óf mév voð úr myrkri í áníngarstað vonin úng i hjarta mínu himinninn blár yfir höfði mínu myrkrið svo þúngt á bijósti mínu (Þorsteinn [Jónsson] frá Hamri, f. 1938) ★ „Óláfr [III. Haraldsson kyrri] var maðr mikill á allan vöxt og vel vaxinn. Þat er allra manna sögn, at engi maðr hafi sét fegra mann eða tíguligra sýnum. Hann hafði gult hár sem silki ok fór afar vel, bjartan líkam, eygðr manna bezt, limaðr vel, fámál- ugr optast ok ekki talaðr á þing- um, glaðr við öl, drykkjumaðr mikill, málrætinn ok blíðmæltr, friðsamr, meðan hans ríki stóð.“ (Snorri Sturluson: Óláfs saga kyrra.) ^ Broddi Broddason fær stig fyrir að tala um að renna sér (á skíðum) á páskadagsmorgun í útvarpinu. Því miður verður uppi sögnin að skíða um þessar mundir. Hún þykir mér bera vott um málfátækt. Skiljanlegt má það vera, því að sögnin að skríða hefur nú einangrast svo í merkingunni að „mjaka sér áfram Iiggjandi“, að hún er ekki lengur nothæf um hraðferðir eins og áður var sbr. skrið, skriður o.s.frv. I gömlum bókum segir að Finnar skriðu. Þeir renndu sér á skíðum og voru nefndir Skrið- Finnar. Ætli skriffinnur („sá sem skrifar mikið“) sé ekki gam- ansöm eftirlíking þess. Svo segir Iíka í Völundarkviðu, að „aust- ur skreið Egill að Ölrúnu“. Hann fór á skíðum. En sem sagt: sögnin að skríða er ekki lengur nothæf um að fara (renna sér) á skíðum. Ég skil því vel til- hneiginguna að nota -eitt orð (skíða), enda gera menn fleira á skíðum en renna sér. En samt. Menn ríða á hesti, en *hesta ekki. Menn aka eða keyra bíl, en *bíla ekki. Menn borða eða éta (eta) mat, en „mata“ ekki í þeirri merkingu. Menn sitja í stól, en *stóla ekki. Menn sigla bátum sínum og skipum, en *báta ekki né „skipa“ í þeirri merkingu. Þess vegna skulum við reyna að ganga á skiðum og renna okkur á skíðum frem- ur en „skíða“. Af sömu ástæðum skulum við gjalda varhuga við sögnunum að skauta (um skautaíþróttir) og funda um það að finnast, halda fund, hittast að máli. ★ Árið 1703 kom fyrir kvenheit- ið Lukka hér á landi. Einfaldast er að hugsa sér að þar sé komið þýsk-danska tökuorðið lukka = gæfa og hafi verið gert að skírnarheiti hérlendis, en víst er það ekki. Ekki finnst slíkt nafn í bókum Dana eða Þjóðveija. Hvorki tíðkaðist það í Noregi né á íslandi fyrir 1500, skv. hinu mikla riti Svíans E.H. Linds. En 1703 heita sex íslenskar konur þessu nafni, fjórar í Suður-Múla- sýslu og tvær í Skaftafellssýslu, á aldrinum 25-64 ára, frá sveita- rómaga og upp í hreppstjórafrú. Lukka er í miðlágþýsku (ge)líicke og þýðir hlutskipti, örlög, hamingja. Talið er það skylt Ijúka, gotnesku galukan, og hafi upphaflega táknað endi, farnað, góð endalok. Kvenmannsnafnið Lukka var lengi einskorðað við Suðaustur- land. Átta voru á öllu landinu 1801 (7 í S.-Múl., ein í Skaft.) og svipað var þetta alla 19. öld. Árið 1910 voru Lukkur á ís- landi 12 og hafa víst ekki orðið fleiri í einu, tíu þeirra fæddar í Suður-Múlasýslu. Nú er nafnið orðið fágætt. ★ Hlymrekur handan kvað: Þó ásýnd sé sléttsmurð og flennifín, þá fer ekki hjá því að kenni sín hann Flóvent hjá KALA, er menn fara að taia um framhjáhald, skattsvik og brennivín. E.s. Meira um „umhverfis- vænn“ í næsta þætti. 21150-21370 LARUS P. VALDIWIARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Á góðu verði - hagkvæm skipti Góð 5 herb. íb. á efstu hæð 103,6 fm nt. í 3ja hæða blokk v/Hrafn- hóla. Góður sjónvskáli, 4 svefnh., þvottaaðst. í íb. Ágæt sameign. Mikið útsýni. Skipti mögul. á raðh. m/5 svefnh. í Seljahv., Mosbæ eða Kóp. í þríbýlishúsi við Stigahlíð neðri hæð 121 fm nt. 3 svefnh. auk forstherb. Góð geymsla í kj. Allt sér (-inng.-, -hiti og -þvottah.). Góður bílsk. m/upphitun. Eignask. mögul. A vinsælum stað í Vogunum einbhús ein hæð uml 165 fm auk bílsk. 4 svefnherb. Stór lóð - skrúð- garður. Eignaskipti möguleg. Stór og góð á góðu verði suðurib. 3ja herb. á 2. hæð v/Hraunbæ. Nýmál. Ný teppal. Kjherb. m/snyrtingu. Nýl. teppi á stigagangi. Verð aðeins kr. 5,9 millj. Glæsileg suðuríbúð - tilboð óskast 3ja herb. íb. á 2. hæð 89,9 fm v/Dalsel. Rúmg. sólsvalir. Ágæt sam- eign. Nýtt og vandað bílhýsi. Laus 1. júní nk. Á fögrum stað í Mosfellsbæ tvíbhús í byggingu m/tveimur 5 herb. sérhæðum 122 fm hvor. Allt sér. Bílsk. um 30 fm fylgir hvorri hæð. Eignaskipti mögul. Skammt frá sundlaugunum í Laugardal Jarðh./kj. í fjórbhúsi nánar tiltekið 3ja herb. stór og góð íb. Sérinng. og sérhiti. Töluv. endurn. Skipti mögul. á stærri íb. í nágr. sem má þarfnast endurbóta. Fjársterkir kaupendur óska eftir: Einbhúsum, raðhúsum, sérhæðum, 2ja-6 herb. íb. einkum nýlegum. Sérstaklega óskast einbhús á einni hæð, sérhæðir í miðborginni eða nágr. og rúmg. einbhús á Nesinu. Margs konar eignask. mögul. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. • • • Opið í dag kl. 10.00-16.00. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12.júlí 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.