Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 47 Minning: Ólöf R. Jóhanns- dóttir - Krossanesi Fædd 20. mars 1908 Dáin 3. apríl 1991 Alltaf virðumst við óviðbúin þeg- ar dauðinn kveður dyra. Jafnvel þótt allhár aldur og sjúkdómar séu til staðar kemur hann okkur í opna skjöldu. Svo' fór mér nú við lát minnar kæru nágrannakonu, Ólafar Jóhannsdóttur í Krossanesi. Við töluðum saman í síma um sexleytið en fyrir miðnætti var lífinu lokið. Það er svo snöggt, svo óskiljanlegt og sárt. Hingað að Löngumýri kom ég ásamt vinkonu minni Hólmfríði 1967. Hún tók þá við skólastjórn Husmæðraskólans á Löngumýri af Ingibjörgu Jóhannsdóttur, systur Ólafar. Hér á Löngumýri voru því Ólafar bernsku- og æskuspor og sjálf bjó hún hér ætíð á næsta bæ, Krossanesi, ásamt manni sínum, Sigurði Óskarssyni. Þau hjón tóku okkur, þessum nýju stjórnendum Húsmæðraskólans, af einstakri vel- vild og ljúfmennsku. Þau fræddu okkur um marga hluti sem gott var að vita um fortíð og um fólk og nágrenni hér. Aldrei hafa gróið götur milli Löngumýrar og Krossaness. Hús- móðirin í Krossanesi var veitandi af sínu góða hjarta, vináttu sem aldrei bar skugga á og svo þá miklu rausn sem einkenndi hana svo sterklega. Gestrisnari konu hef ég aldrei kynnst. Ekkert var of gott handa gestum hennar og aldrei neyttu þeir svo mikils að henni þætti nóg að gert. Ólöf naut ekki langrar skólagöngu en var mjög vel að sér um alla hluti, stálgreind, minnug og hafði svo fagra rithönd að af bar. En hæst ber í minningunni þessa hógværu og hjartahlýju konu sem ávallt var gefandi, bæði sínum nán- ustu og hveijum sem kom í ná- munda við hana. Nú er skarð fyrir skildi í Krossanesi sem ekki verður fyllt. En ég bið þess að minningin um ástríkan lífsförunaut, móður og ömmu geymist aðstandendum sem dýrmæt perla. Á hana fellur aldrei skuggi en hún verður æ skærari sem tíminn líður. Páll postuli segir oft í bréfum sínum: „Ég þakka Guði mínum í hvert skipti er ég hugsa til yðar.“ Þannig mún ég og margir með mér ávallt þakka fyrir Ólöfu í Krossa- nesi. Blessuð sé minning hennar. Margrét á Löngumýri Þegar vorið er rétt að festa ræt- ur og fæða af sér líf er hinu jarðn- eska lífi sumra þreyttra ferðalanga að ljúka. Ólöf amma var í þeim hópi. Að kvöldi 3. apríl lést hún eftir langæ veikindi. Það er erfitt að veijast söknuðinum og sorginni þrátt fyrir þá vissu að nú hafi hún öðlast hvíld og eilífa sælu. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanijóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) I minningunni um ömmu sé ég fyrir mér gamia, hjartahlýja og góðlega konu sem sjúkdómsþrautir höfðu sett mark sitt á. Amma var mjög fórnfús og afskaplega umhug- að um að gera öðrum gott. Örlæti hennar var einstakt og virtist það engu skipta hvernig á stóð. Jafn- framt var hún ákaflega gestrisin og er mér það sérstaklega minnis- stætt að þegar gesti bar að garði var öllu tjaldað af fínasta kaffi- brauði sem til var. Enginn skyldi fara svangur frá Krossanesi. En þrátt fyrir að borðið væri hlaðið kræsingum var hún alltaf að afsaka meðlætið, það var aldrei nógu fínt eða gott þó það væri hvergi betra. Aðdáunarvert var hve annt henni var um garðinn sinn. Á sumrin var ekki að sjá að sjúklingur eins 'og hún var orðin sæi um að rækta hann. Samt sem áður þótti henni aldrei nóg að gert. Því var ekki óalgeng sjón að sjá ömmu sitja þar við að reyta arfa eða annað sem gera þurfti þótt heilsan leyfði varla að hún kæmist út fyrir hússins dyr. Hún lagði á sig ómældan tíma og eyddi öllum sínum kröftum í garðinn sem var mjög fallegur þó erfítt gæti verið að sannfæra hana um það. Sama var að segja um huggulegt heimilið sem henni þótti svo vænt um. Við amma vorum nánar og góðar vinkonur og það var gott að tala við hana um hvaðeina sem mér bjó í bijósti. í raun gátum við rætt um allt milli himins og jarðar. Hún var viðkvæm sál og auðsærð þannig að oft þurfti að sýna henni nærgætni og aðgát. Við ræddum m.a. ósjaldan um hesta en hún hafði alla tíð gam- an af hestum og sagði mér oft frá Skjóna sínum sem hún átti sem barn og var svo mikill fjörhestur að enginn annar gat setið hann en hún. Mér þótti því mjög gaman hvað amma naut þess að virða fyr- ir sér gæðingana á hestamanna- mótinu fram á Vindheimamelum í sumar sem leið þann stutta tíma sem hún staldraði þar við. Það kunni hún svo sannarlega að meta. Það er ekki laust við að vera sárt að missa svo friðelskandi konu sem engan vildi styggja. Hún tók ekkert í veröldinni eins nærri sér og sundurlyndi fólks. Yrði okkur systkinunum eitthvað sundurorða svo hún heyrði eða vissi til varð hún eins og vængbrotinn fugl. Mér reyndist hins vegar erfitt að skilja það. Amma var víðlesin og vel gefin kona. Auk þess var hún músíkölsk og var sjaldan sælli en þegar hún heyrði fallegan tenórsöng. Hún miðlaði mér af fróðleik sínum og lífsviðhorfum og fæ ég henni aldrei fullþakkaðar allar þær samveru- stundir sem hún gaf mér og þær gjafir sem hún færði mér. Amma hafði mikla guðstrú og kenndi mér að trúa á mátt bænarinnar. Minn- ingin um þessa góðu konu sem mér þótti svo vænt um er mér sem fjár- sjóður og vona að hún eigi eftir að verða mér vegvísir í lífinu. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hveijum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Elsku afi, Guð styrki þig í sorg- inni. Ragnheiður Mig langar tii þess að minnast ömmu minnar, Ólafar Ragnheiðar Jóhannsdóttur, sem andaðist á heimili sínu 3. apríl sl. Hún fæddist 20. mars 1908, dóttir hjónanna Jóhanns Sigurðssonar og Sigur- laugar Ólafsdóttur sem bjuggu á Löngumýri. Þar ólst amma upp á stóru og mannmörgu heimili. Systur hennar eru Steinunn og Ingibjörg sem nú eru búsettar í Reykjavík. Árið 1934 giftist amma eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Óskars- syni, og hófu þau búskap í Krossa- nesi. Þau eignuðust þijár dætur og eru afkomendur þeirra nú orðnir átján, með barna- og barnabörnum. Þó ég viti að dauðinn sé óumflýj- anlegur þá er það þannig að maður á erfitt með að sætta sig við hann. Þannig er það með mig. Það tóma- rúm sem amma skilur eftir sig verð- ur erfitt að fylla. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég dvaldist fyrst hjá ömmu og afa í Krossanesi. Það má segja að ég hafi dvalist þar öll vor, sumur og haust fyrstu 20 ár ævi minnar. Ég fékk gott veganesti út í lífið þótt ekki sé meira sagt. Þær voru ófáar sögurnar, ófáar bænirnar og ófáar vísurnar sem amma kenndi mér og las fyrir mig sem barn. í dag sem fullorðinn maður er ég sannfærður um að þetta var og er betra vega- nesti en það sem flest börn fá í dag á tímum hraða, spennu og lífsgæða- kapphlaups. Ég veit að sá tími sem amma mín gaf mér alla tíð verður aldrei fullþakkaður. Sú lífssýn sem í orðum og athöfn- um hennar fólust er hinn heilbrigði veruleiki, heimur einfaldleikans, ástar á lifinu og þeim sem lifa því. Engu ofgert, heldur nægjusemi í sinni sönnustu mynd. Ég þakka ömmu alla þá tryggð sem hún sýndi mér og minni fjöl- skyldu. Ég veit að það gladdi hana fátt meira en að fá góðar fréttir „að sunnan“. Það var erfitt að vita af henni haldandi heimili sárlasna. Ég veit hvernig henni leið. Gestrisn- in var með eindæmum, hvernig sem líðanin var, þá gengu gestirnir fyr- ir. Flesta daga voru gestir í Krossa- nesi, enda gott þangað að koma. Aldrei undi hún sér hvíldar ef eitt- hvað var ógert. Hvort sem það var innan eða utan dyra. Það voru ekki margir sem vissu hve vel hún spilaði á munnhörpu. Ofþ gladdi hún mig með þessu litla hljóðfæri. Munnharpan var yfirleitt falin í kommóðunni. Eitt vissu samt allir, þ.e. hversu víðlesin hún var, hve vandvirk og hve falleg rithönd- in var. Amma var hógvær en það sem ég hef hér skrifað er ekkert of eða van. í veikindum hennar voru hennar áhyggjur mínar. Ömmubörnin og langömmubörn- in sakna ömmu. Við söknum hennar öll. Elku afi, guð gefi þér styrk í sorg þinni. Sigurður Þorsteinsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrii-vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. AÐALFUNDUR Aöalfundur Olíufélagsins h.f. verður haldinn þriðjudaginn 16. aprfl 1991 á Hótel Sögu, Súlnasal og hefst fundurinn kl. 14.00. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillögur um breytingar á 4., 5. og 16 gr. samþykkta félagsins. 4. Önnur mál, löglega upp borin. 1. 2. 3. Dagskrá, endanlegar tíllögur og reikningar félagsins munu liggja framml á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnls, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18,4. hæð, frá og með 11. apríl, fram að hádegi fundardag. Stjórn Olíufélagsins h.f. Olíufélagið hf jjj | á heilsárs sumarhúsi næstu daga og helgar frá kl. 13-18 í Skútahrauni 9, Hafnarfirði. Hamraverk hf. býður nú til sölu nokkrar stærðir af þessum glæsilegu sumarhúsum af FÍFA- gerð á ýmsum byggingarstigum. Við getum boðið sumarhús á einstaklega góðu verði og greiðslukjör mjög hagstæð. Skoðið fullbúið sýningarhús okkar, sem sýnt er með öllum innréttingum, tækjum og húsgögnum og fáið frekari upplýsingar._ .... .. yiocoiicyL hús á eins ÍT* amraverk h/f Skútahrauni 9, 220 Hafnarfirði, r nn—-rmnmran ttttt rraiiwamiiiiiiíi n sími 53755 wiiafrf^gfiiwiiwwrtiim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.