Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Hámark hræsninnar Alþýðubandalagið hefur kynnt sérstaka kosningaáætlun um bætt kjör láglaunafólks í gegnum skattakerfíð. Hækka skal skattleysismörk og bama- bætur og húsaleigustyrkir greiddir. Formaður flokksins, Olafur Ragnar Grímsson, er sér- stakur boðberi áætlunarinnar og kynnti hana á forsíðu Þjóðviljans sl. miðvikudag. Hann segir þar, að útreikningar hans sýni, að til láglaunafólksins sé hægt að flytja allt að 2 þúsund milljónir króna með sérstökum 10% hátekju- skatti. Sérstakur skattur á fjár- magnstekjur (sparifé) geti gefið þijá til fjóra milljarða og loks séu hugmyndir um aðrar álögur, sem geti gefíð fjóra til sex milljarða. Fjármálaráðherrann er hér að kynna áætlun um allt að 12 millj- arða króna nýja skattheimtu fái hann til þess áframhaldandi völd. Hafa þarf í huga, að Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur tekið undir nauðsyn skatta- hækkana vegna gífurlegs halla ríkissjóðs. Miðstýring og útþensla ríkisins hefur verið þungamiðjan í efna- hagsstefnu Alþýðubandalagsins og foringja þess. Þeir virðast telja hlutverk sitt að keyra alla lands- menn niður að fátækramörkum í stað þess að lyfta láglaunafólk- inu upp til velsældar. Forysta Alþýðubandalagsins hefur ekkert lært af hruni kommúnismans í Austur-Evrópu og skilur ekki ástæður efnahagslegs skipbrots miðstjómarvaldsins. Forystu- mennirnir stefna enn að miðstýr- ingunni og ríkisafskiptunum, sem hneppt hafa íbúa' Austur-Evrópu í fjötra ófrelsis og kæft framtaks- vilja einstaklinganna. Kosningaáætlun Alþýðu- bandalagsins sýnir, að foringjar þess halda að leiðin til bættra kjara láglaunafólks sé aukin skattheimta. Þeir vilja hækka laun þess með uppbótum teknum af launum þeirra sem betur eru settir. Þeir skilja ekki, að eina raunhæfa leiðin til bættra kjara er aukinn hagvöxtur og niður- skurður ríkisútgjalda. Það þarf að stækka þjóðarkökuna svo meira sé til skiptanna, t.d. með stóriðju, en það mega Alþýðu- bandalagsmenn ekki heyra nefnt. Ólafur Ragnar Grímsson virð- ist ekki skilja, að hann útdeilir úr ríkissjóði fé, sem er afrakstur vinnu og strits launþega. í hvert sinn, sem hann eykur útgjöldin, verða launþegar að leggja á sig meiri vinnu eða minnka neyzluna. Alþýðubandalagið boðar enn einu sinni sérstakan skatt á spari- fé. Kannanir sýna þó, að eigend- ur stærsta hluta sparifjárins eru ungmenni, sem eru að safna sér fyrir íbúð, og gamalt fólk, sem hefur lagt fyrir til elliáranna. Ríkissjóður er í gífurlegri þörf fyrir lánsfé. Áætlað er, að hann þurfi á þessu ári sjö krónur af hveijum tíu af nýjum spamaði í landinu. Aukinn sparnaður lands- manna er brýn nauðsyn til að íjármagna lánsfjárþörf opinberra aðila, fyrirtækja og einstaklinga. Skattlagning vaxtatekna af al- mennu sparifé fælir fólk frá því að spara. Það þýðir, að eftirspurn eftir lánsfé þrýstir upp vöxtunum og auknar erlendar lántökur auka verðbólguna. Skattlagning vaxtatekna af almennu sparifé er því fráleit stefna við núverandi aðstæður. Áætlun Alþýðubandalagsins um húsaleigustyrki mun hafa í för með sér nýtt ríkisbákn og sóun verðmæta, sem betur væri varið til að lyfta láglaunafólki upp til bættra lífskjara með öðrum hætti, auk þess sem það er niður- lægjandi fyrir vinnandi fólk að verða styrkþegar með þessum hætti. Jón Baldvin Hannibalsson, fv. fjármálaráðherra^ hefur nýlega upplýst, að Ólafur Ragnar Grímsson hafi rýrt kjör launþega verulega með því að ákvarða skattleysismörk 57 þúsund krón- ur í stað 65 þúsund, sem þau ættu að vera, ef fylgt hefði verið verðlagshækkunum eins og ákveðið var, þegar staðgreiðslan var tekin upp. Þetta er framlag formanns Alþýðubandalagsins til bættra kjara láglaunafólks, sem hann þykist bera fyrir bijósti. Fjármálaráðherrann hefur haft í hendi sér að hækka skattleysis- mörkin, en nú, fáum dögum áður en hann lætur af embætti, kynn- ir hann sérstaka áætlun sína þess efnis. Það er hámark hræsninnar. Fj árm ál aráðherrann hefur ekki talið ríkissjóð aflögufæran til að bæta kjör láglaunafólks. Peningar hafa þó ekki verið vandamál, þegar ráðherrar Al- þýðubandalagsins vilja skreyta sig með kosningafjöðrum. Stutt er síðan fjármálaráðherra fékk lánsfjárheimildir upp á nær 27 milljarða, landbúnaðarráðherr- ann hefur undirritað 30-40 millj- arða búvörusamning, samgöngu- ráðherrann áætlar að byggja jarðgöng fyrir tíu milljarða, grunnskólalög menntamálaráð- herra kosta 8 milljarða. Alþýðu- bandalagsráðherrarnir undirrita verksamninga daglega . sem skuldbinda ríkissjóð til framtíðar upp á nokkra milljarða. Nýkeypt sláturhús SS mun endurbætt kosta 730 milljónir. íjóðarbók- hlaðan er þó hálfbyggð. Ráðherrar Alþýðubandalags- ins ausa fé á báðar hendur úr opinberum sjóðum, en það er fjárskortur, þegar bæta skal kjör láglaunafólksins. Kosningaáætl- un Alþýðubandalagsins er ætlað að fela þá staðreynd. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 31 Morgunblaðið/KGA Ragnar Björnsson flytur erindi fyrir hönd Blindravinafélagsins. Aðrir á myndinni frá vinstri eru Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar, Ragnheiður Davíðsdóttir, táknmálstúlkur, og Arnór Helgason. Ráðstefna um fjölmiðla og fatlaða; Blindir vilja dagblöðin sín í tölvutæku formi RÁÐSTEFNA um fjölmiðla og fatlaða var haldin í menningarmiðstöð- inni í Gerðubergi í gær í boði landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Islands. Markmið ráðstefnunnar var að vekja at- hygli fjölmiðlafólks á rétti fatlaðra til að fylgjast með frétta- og menningarefni í fjölmiðlum en gestafyrirlesarar voru ritstjórar, fjöl- miðlamenn og aðrir er tengjast málinu. Að sögn Ástu B. Þorsteinsdóttur, formanns Þroskahjálpar, var meg- inþema ráðstefnunnar á hvern hátt fjölmiðlarnir gætu mætt þörfum þessa fólks. Ásta sagði að miklu skipti að mál í dagblöðum væri sett fram á aðgengilegan hátt, að letur væri skýrt og stórt og myndmál tengt texta. Þetta myndi gagnast andlega þroskaheftum, sjónskertum og öldr- uðu fólki. „Við viljum ná samstarfí við fjölmiðla um að leysa þessi mál og að dagblöðin sinni þessum hóp- um meira en verið hefur. Ekki væri fráleitt að hugsa sér að viku- legt fréttayfirlit birtist í dagblöðum á aðgengilegu máli. Blindir hafa ekki getað nýtt sér dagblöðin fram að þessu en framtíðin er sú að blind- ir fái dagblöðin í tölvutæku formi, á tölvudisklingi, og geti hlustað á það sem í blöðunum stendur í gegn- um talgervil," sagði Ásta. Hún sagði að þetta yrði kostnað- arsamt en Öryrkjabandalag íslands og Háskólinn hefðu átt samvinnu um að þróa íslenskan talgervil sem nú er að verða tilbúinn. Hún sagði að ekkert væri lengur því til fyrir- stöðu tæknilega séð að senda blind- um manni diskling með blaðburðar- barninu á morgnana. Stóra málið væri hver ætti að bera kostnað af þessu en hagsmunasamtök fatlaðra vilji hefja umræðu um á hvern hátt hægt væri að standa að þessu. Vel mætti hugsa sér að félags- og menntamálaráðuneyti kæmi að þessu máli. Hún sagði að heyrnarlausir hefðu einna mest látið í sér heyra hvað varðaði aðgengilegt sjónvarp og gert kröfu um textað efni og tákn- mál. Það væri krafa hagsmunasam- takanna að litið væri á þetta fólk sem aðra neytendur og þeirra þörf- um mætt. Heyrnarlausir hafa haft 5 mínútna táknmálsfréttatíma sem þeir stýra sjálfir og bera sjálfir kostnað af. Áðeins tækist að miðla um 5% af fréttum dagsins í tákn- málsfréttatímanum vegna þröngra tímamarka. „Þetta er spurning um það hvort fatlað fólk njóti borgara- réttinda í lýðræðisþjóðfélagi, að vera upplýstur,“ sagði Ásta. I erindi sem Inga Jóna Þórðar- dóttir, formaður útvarpsráðs, flutti á ráðstefnunni, kom fram að stefnt væri að því á afmæli Ríkissjón- varpsins í haust að setja á laggirn- ar svonefnt textavarp sem miðlað getur ritmálsfréttum og öðrum upp- lýsingum jafnt til fatlaðra sem ann- arra. Ásta kvaðst ekki telja að stofna ætti til sérstakra fjölmiðla sem tækju tillit til þarfa fatlaðra. „Við höfum reynt að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra. Þetta byggir á því að fatl- aðir séu þátttakendur á öllum svið- um samfélagsins og aðlaga samfé- lagið að þeirra þörfum eftir því sem kostur er. í því felst meðal annars að gera fjölmiðlana aðgengilega fyrir fatlaða. Við fmnum hljóm- grunn og höfum trú á því að þetta skili sér. Það er ágætt að hefja þessar viðræður núna við þá sem eru ráðandi í fjölmiðlaheiminum," sagði Ásta. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTÓFER M. KRISTINSSON Vestur-Evrópusambandið: Vettvangur allra Evrópu- ííkja eða einskorðað við EB? Það var Francois Mitterrand Frakklandsforseti (t.h) sem átt frum- kvæði að því að endurvekja Vestur-Evrópusambandið, samráðsvett- vang níu Evrópuríkja á sviði varnarmála. Sagt er að Frakkar telji þetta heppilega leið til að teysta áhrif sín á vettvangi evrópskra öryggis- og varnarmála og að þeir vilji með þessum hætti auka á ný samstarf sitt við önnur ríki Atlantshafsbandalagsins en Frakkar hættu að taka þátt í hernaðarsamstarfi NATO árið 1966. I Þýska- landi fer fram lífleg umræða um framtíðarhlutverk Þjóðverja í vörn- um Vesturlanda. Helmut Kohl kanslari (t.v) vill að sljórnarskrá lands- ins verði breytt þannig að beita megi þýskum hersveitum utan skil- greinds varnarsvæðis Atlantshafsbandalagsins. í umræðum um öryggis- og varnarmál í Evrópu ber Vestur- Evrópusambandið (Western Europen Union) æ oftar á góma sem sameiginlegan vettvang Evrópuríkjanna innan Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Innan V estur-E vr ópusambandsins (VES) eru níu Evrópuríki sem öll eru jafnframt aðilar að Evr- ópubandalaginu (EB). Aðild að EB hefur þó engan veginn verið skilyrði fyrir aðild að VES enda VES tíu árum eldra að stofni til. Þannig voru Bretar í hópi þeirra fimm Evrópuríkja (Bretland, Frakkland, Belgía, Holland og Lúxemborg) sem undirrituðu Brusselsáttmálann 1948. Kjarni sáttmálans var gagnkvæm trygg- ing á landamærum og yfirlýsing um að árás á eitt ríkjanna bæri að líta á sem árás á þau öll. Þetta varð ári síðar grundvöllur Wash- ington-sáttmálans sem lagði grunninn að NATO. VES sprett- ur síðan upp úr viðleitni Banda- ríkjanna til að taka Þýskaland inn í varnarsamstarf Evrópuríkj- anna 1954. Með aðild ítala og Þjóðveija urðu aðildarríkin sjö, þeim fjölgaði ekki aftur fyrr en með aðild Spánar og Portúgals fyrir þremur árum, 14. nóvember 1988. Enn sem komið er hafa aðildarríki VES ekki sett fram neinar tæmandi reglur um aðildar- umsóknir. Það er t.d. ekki ljóst hvort aðild að NATO et skilyrði fyrir aðild að VES og hvort sama gildi um EB. Frá því að Bretar gengu í EB hafa VES-ríkin átt það sameiginlegt að vera öll jafnframt í Evrópubandalaginu. Hlutverk VES Segja má að Vestur Evrópusam- bandið hafi sofið Þyrnirósarsvefni í þijátíu ár. Atlantshafsbandalagið yfirtók það hlutverk sem samband- inu hafði verið ætlað og ef frá er talin tilraun Frakka til að endurlífga sambandið 1973 gerðist næsta fátt innan þess fram til 1983 að Franco- is Mitterrand Frakklandsforseti átti frumkvæði að því að blása í sam- bandið nýju lífi. Eftir að Bretum var synjað um aðild að EB 1963 gegndi VES gagnlegu hlutverki sem samráðsvettvangur EB-ríkj- anna og Breta en utanríkisráðherr- ar sambandsins hittust reglulega. Innan sambandsins eru tvær stofn- anir, annars vegar skrifstofur fram- kvæmdastjórnar sem eru í London og hins vegar þingmannasamband sem hefur aðsetur í París. Rætt hefur verið um að flytja höfuðstöðv- ar VES til Brussel og tengja þær NATO á þann hátt að fastafulltrúar VES-ríkjanna hjá NATO verði að sama skapi fastafulltrúar við VES. Innan EB eru skiptar skoðanir um hlutverk VES en frá 1984 hefur sambandið verið vettvangur um- ræðu um öryggis- og varnarmál innan EB. Það fyrirkomulag hefur hentað hlutleysi íra ágætlega og gæti skipt miklu fyrir aðild Aust- urríkis og Svíþjóðar að EB. Margir telja að í framtíðinni henti VES best sem brú á milli NATO og EB. Þeir sem metnaðarfyllri eru fyrir hönd EB hafa hins vegar lagt til að VES verði innlimað í EB og Brusselsáttmálinn gerður að hluta af sáttmálum Evrópubandalagsins. Inn í þessa umræðu fléttast hug- myndir um evrópskar hraðsveitir sem beita mætti í átökum þar sem henta þætti. VES hefur þá sérstöðu í samanburði við NATO að vera ekki bundið ákveðnu landsvæði sem m.a. gerði aðildarríkjum sambands- ins kleift að nota VES til samráðs og samræmingar á aðgerðum við Persaflóa. Það er hins vegar talið veikja VES að tvær NATO-þjóðir innan EB eru ekki aðilar að sambandinu, Danmörk og Grikkland. Þá eru þrjú aðildarríkja NATO í Evrópu utan EB, ísland, Noregur og Tyrkland. Tyrkir hafa lýst áhuga sínum á aðild og Norðmenn eru og taldir líklegir aðilar en Islendingar hafa hins vegar lagt áherslu á að fullt, samráð sé við þá haft án þéss að taka afstöðu til aðildar. Bandaríkjamenn hafa varað EB- ríkin við því að halda hluta Evrópu- ríkjanna í NATO utan við varnar- samstarfíð og sömuleiðis hafa þeir lagst gegn því að EB-ríkin samræmi afstöðu sína í öryggis- og varnar- málum sín á milli, það eigi að vera megintilgangur NATO að vera slíkur vettvangur fyrir öll aðild- arríkin. Það þótti tíðindum sæta að í tengslum við auka leiðtogafund EB í Lúxemborg 8. apríl hittust utanríkisráðherrar bandalagsins undir merkjum VES til að fjalla um ástandið við Persaflóa að Ioknu stríði. írum og Tyrkjum, vegna sérstakra hagsmuna, var boðið að senda áheyrnarfulltrúa á fundinn. Á ríkisstjórnaráðstefnu EB um auk- ið pólitískt samstarf hefur VES borið á góma. Samkomulag er um mikilvægi sambandsins sem hins evrópska stólpa í varnarsamstarf- inu innan NATO en óleyst pólitískt vandamál er staða Evrópuríkjanna sem standa utan við sambandið. Ef VES tengist EB á formlegan hátt er ljóst að aðild að VES hlýtur að byggjast á aðild að EB og verði aðild að NATO ekki skilyrði munu tengslin við það verða lausari. í umræðum um hlutverk VES í framtíðinni hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þess að treysta hags- muni þeirra Evrópuríkja sem standa utan við sambandið. Hefur m.a. verið stungið upp á að þau geti sent áheyrnarfulltrúa á ráðherra- fundi þegar tilefni gefst til. Vafa- samt þykir að NATO-þjóðirnar sem standa utan við VES sætti sig við slíkt fyrirkomulag. Rökin eru þau að varnir Evrópu megi ekki verða innanhússmál hjá EB. Hraðsveitir Nýlega setti framkvæmdastjóri VES, Willem van Eekelen, fram hugmyndir um stofnun sérstakra evrópskra hersveita sem beita rnætti í átökum í Mið- og Austur- Evrópu. Hugmyndin virðist byggj- ast á þeirri trú að her án aðildar Bandaríkjamanna væri þolanlegri íhlutun. Þessari hugmynd hefur verið vísað á bug af flestum sem um hana hafa fjaliað. Bent er á að það stangist á við öll grundvallar- viðhorf aðildarríkja NATO að fara í herleiðangra í austurátt í hvaða tilgangi sem er. Líklegasta skýring- in á orðum van Eekelen er talin sú að hann líkt og Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, sé að henda á loft hugmyndum til að sjá hveijum verði hafnað. Ljóst er að þau urðu örlög þessarar tillögu. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri: Ríkisbankar hafa engu hlutverki að gegna á frjálsum fjármagnsmarkaði -og- eng-in haldbær rök eru lengur fyrir stj órnmálalegum áhrifum á þeim vettvangi „Á frjálsum fjármagnsmarkaði hafa ríkisbankar engu sérstöku hlut- verki að gegna og engin haldbær rök eru fyrir því að stjómmálaleg áhrif eigi lengur nokkuð erindi á þessum vettvangi," sagði Jóhannes Nordal bankastjóri Seðlabankans í erindi sem hann flutti á þingi Sam- bands íslenskra bankamanna í gær. í erindi sínu vitnaði Jóhannes m.a. í skýrslu sem Seðlabankinn fékk erlent ráðgjafafyrirtæki í bankamál- um, Spicer & Oppenheim, til að gera fyrir skömmu um áhrif hinna öru breytinga sem einkavæðing ríkisbankanna hefur haft í för með sér á undanförnum misserum. Hann ságði fyrirtækið hafa lagt mikla áherslu á að draga yrði úr pólitískum áhrifum á ákvarðanir bankanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fremst á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Sigurð- ur Blöndal, fyrmm skógræktarsljóri, verðlaunahafinn Garðar Péturs- son, og Kristján Ragnarsson, sem var formaður dómnefndar. Skilti við hafnir „Eftir þær breytingar, sem orðið hafa á starfsemi og skipulagi banka- kerfisins undanfarin ár, verða ríkis- bankarnir að standast samkeppni við aðrar innlánsstofnanir og fjármála- fyrirtæki án þess að njóta nokkurra fríðinda, sem máli skipta," sagði Jó- hannes. „Eigi þeir að geta stáfJTst þessa samkeppni, þurfa þeir að vera jafn kröfuharðir um útlánsvexti og öryggi lánveitinga eins og aðrir á markaðn- um. Ef þeir láta undan þrýstingi, t.d. með því að halda uppi rekstri til að tryggja atvinnu, auka þeir stór- lega tapsáhættu sína og veikja þann- ig samkeppnisstöðu sína gagnvart öðrum fjármálafyrirtækjum. Og ef þeir eru neyddir til þess af stjórn- málaástæðum að taka lægri vexti en aðrir á markaðnum, veikja þeir afkomu sína og samkeppnisstöðu og stefna bæði eiginfjárhagstöðu sinni og markaðshlutdeild í hættu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði því allt bera að sama brunni. Á frjálsum fjármagnsmark- aði hefðu ríkisbankar engu sérstöku hlutverki að gegna og engin haldbær rök væru fyrir því, að stjórnmálaleg áhrif ættu lengur nokkuð erindi á þessum vettvangi. Jóhannes sagðist einkum sjá tvo kosti þegar svo væri komið. Fyrri kosturinn væri sá, að ríkið ætti bankana áfram, en byggi svo um hnútana að þeir yrðu reknir eingöngu með viðskiptaleg sjónarmið fyrir augum og án annarra mark- miða af hálfu ríkisins en að þeir gæfu sem bestan arð. Hinn kosturinn væri að ríkið losaði sig út úr þessum rekstri og seldi bankana einkaaðilum. „Ég tek fyllilega undir þá skoðun Spicer & Oppenheim, að nauðsynlegt sé að gera veigamiklar breytingar á starfsháttum ríkisviðskiptabanka, jafnvel þótt þeir verði áfram í ríkis- eign. Sérstaklega leggur fyrirtækið áherslu á það, að draga þurfi úr pólitískum áhrifum á ákvarðanir bankanna, ef þeir eiga að geta verið samkeppnishæfir við aðrar fjármála- stofnanir á viðskiptalegum grund- velli,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að í þessu efni benti fyrirtækið einkum á óeðlileg áhrif bankaráða á viðskiptalegar ákvarð- anir, svo sem í vaxtamálum. Einnig þyrfti að draga skýrari línur milli ábyrgðar bankastjórna annars vegar, en þær yrðu að hafa vald til að stjórna rekstri bankans á viðskipta- legum grundvelli, og bankaráðanna hins vegar, sem réðu bankastjórana og gætu sagt þeim upp starfi, en gegndu að öðru leyti fyrst og fremst eftirlitshlutverki. „í samræmi við þetta er nauðsyn- legt, að bankastjómirnar ráði alla starfsmenn sem undir þær heyra, þ.á.m. aðstoðarbankastjóra og úti- bússtjóra, sem ný eru ráðnir af bankaráðum. Spicer & Oppenheim telur reyndar heppilegast, að einn aðalbankastjóri sé ábyrgur fyrir rekstri hvers banka gagnvart banka- ráði,“ sagði Jóhannes. Hann sagðist ekki sjá að nein haldbær rök væru lengur fyrir því, að ríkið tæki þátt í bankastarfsemi. Þvert á móti myndi ríkið hafa af því beinan fjárhagslegan hag að losa sig út úr þessum rekstri. Þar sagði hann einkum þrennt koma til. í fyrsta lagi ætti ríkið mikið fjármagn bundið í eigin fé ríkisviðskiptabankanna, sem betur væri varið til annarra þarfa, t.d. til niðurgreiðslna á dýrum lánum ríkissjóðs. í öðru lagi myndi ríkissjóð- ur með þessu losna við verulega áhættu, sem fylgir ábyrgðum hans á skuldbindingum ríkisviðskipta- bankanna innan lands og utan. Loks myndi hann losna við þá kvöð að leggja ríkisviðskiptabönkunum til nýtt eigið fé, ef þess gerðist þörf vegna rekstrarörðugleika eða vegna þess, að auknar kröfur yrðu í fram- tíðinni gerðar til eiginfjárstöðu við- skiptabanka. Jóhannés nefndi nokkur atriði varðandi hugsanlega einkavæðingu íslensku ríkisviðskiptabankanna. Hann sagðist telja ástæðulaust að óttast að einkavæðing myndi hafa neikvæð áhrif á stöðu núverandi ríki- sviðskiptabanka á markaðnum, þar sem löng reynsla af rekstri einka- banka og sparisjóða við hlið ríkis- banka benti ekki til þess, að spari- fjáreigendur hér á landi treystu ríkis- bönkum neitt betur fyrir fé sínu en öðrum innlánsstofnunum. Hann sagði hins vegar varhugavert að irinda breytingum af þessu tagi of ikyndilega í framkvæmd, þar sem jðru máli gegndi um erlendar skuld- lindingar því erlendir lánadrottnar Ældu ábyrgð ríkisins skipta verulegu náli. „Spicer & Oppenheim gerðu lokkra athugun á þessu máli, sem eiddi í ljós, að afnám ríkisábyrgðar ig einkavæðing myndi bæði auka lántökukostnað og draga úr aðgangi viðkomandi banka að erlendu láns- jfé,“ sagði Jóhannes. Varðandi hlutafjárútboð og skil- mála í sambandi við það sagði Jó- hannes meðal annars: „í þessu efni er margra kosta völ og nauðsynlegt að kynna sér vel reynslu annarra þjóða, sem áður hafa gengið sömu braut. Athuga þarf hvort æskilegt sé að setja sérstakar reglur eða haga útboði þannig, að hlutabréf dreifist á sem flestar hendur, til þess að reyna að tryggja að enginn einn aðili eða hópur hluthafa geti haft veruleg áhrif á stjórn bankans. Hér koma t.d. til greina reglur um há- markshlutafjáreign eins aðila eða hóps skyldra aðila eða takmörkun atvkæðisréttar við ákveðið hámarks- hlutfall gildra atkvæða.“ SKILTI með ábendingu til sjófar- enda um mikilvægi þess að menga ekki hafið verður sett upp við flestar hafnir landsins í vor. Efnt var til samkeppni um hönn- un skiltisins og varð tillaga Garð- ars Péturssonar, auglýsinga- teiknara, í fyrsta sæti. Samkeppnin um hönnun á skilt- inu var haldin á vegum Norræns umhverfisárs og Landverndar og höfðu allir félagar Félags íslenskra teiknara (FÍT) rétt til þátttöku. Landssamband íslenskra útvegs- manna gi'eiddi kostnaðinn við keppnina og lagði fram verðlauna- féð, 400 þúsund krónur. 39 tillögur bárust dómnefnd og voru niðurstöður hennar kynntar í Norræna húsinu í gær. Þá var jafn- framt opnuð sýning á tillögunum, sem stendur fram á sunnudag. Við athöfnina fluttu erindi þeir Sigurður Blöndal, fyrrum skóg- ræktarstjóri, og Júlíus Sólnes, um- hverfismálaráðherra. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍU, sem var formaður dómnefndar í samkeppninni, afhenti Garðari Péturssyni verðlaunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.