Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991 25 Skuldaaukning ríkissjóðs í Seðlabankanum: Dræm sala á ríkisvíxlum jók skuldirnar um 5,6 milljarða Bráðabirgðatölur benda til að staða ríkissjóðs í Seðlabank- anum hafi versnað um 8,7 millj- arða frá áramótum til loka mars. Skýringin er fyrst og fremst mikill samdráttur í sölu ríkisvíxla það sem af er árinu. Dræm sala skýrir 5,6 milljarða af 6,2 milljarða meiri skulda- aukningu nú en á sama tíma i fyrra. Þá versnaði staðan um 2,5 milljarða í heild. Staðan á viðskiptareikningum fór þá úr 1,9 milljarða skuld í 4,9 millj- arða skuld, en fyrstu þrjá mán- uði þessa árs fór staða við- skiptareikninga úr rúmlega 300 milljóna króna innistæðu í 8,6 milljarða yfirdrátt. Flytjendur í Bústaðakirkju. Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju í upplýsingum sem Morgun- blaðinu hafa borist frá fjármála- ráðuneytinu segir, að bráðabirgða- tölurnar um yfirdráttinn í Seðla- bankanum og viðskipti með ríkisv- íxla og spariskírteini bendi til þess að iánsfjárþörf ríkissjóðs fyrstu þijá mánuði ársins hafi verið svip- uð og í fyrra. Þetta megi merkja af því að staðan gangvart Seðla- bankanum hafi versnað minna en hægt sé að skýra með sölu ríkisv- íxla og spariskírteina og lántöku Húsnæðisstofnunar frá ríkissjóði. Þetta sé athyglisvert í ljósi þess að lánsfjárþörf ríkissjóðs í fyrra hafi verið mun minni en árin þar á undan. Fjármálaráðuneytið segir að munurinn á þróuninni í ár og í fyrra verði aðallega skýrður með hreyfingu ríkisvíxla. „sem var nei- kvæð í ár sem nemur 1,7 milljarði króna, en jákvæð sem nam 3,9 milljöðrum í fyrra. Samtals skýrir þessi liður 5,6 milljarða af 6,2 milljarða króna meiri skuldaaukn- ingu í Seðlabankanum í ár,“ segir í upplsyingum fjármálaráðuneytis- ins. Þessa lækkun ríkisvixla segir ráðuneytið stafa fyrst og fremst af versnandi lausafjárstöðu ban- kanna. Fjármálaráðuneytið bendir á, að séu fyrstu þrír mánuðir þessa árs bornir saman við sama tíma í fyrra, sé rétt að hafa í huga, að í febrúar sl. hafi Lánasjóði íslenskra námsmanna verið greitt nær allt ríkisframlagið í heild, eða um 1700 milljónir króna. í febrúar í fyrra hafi greiðslan hisn vegar numið 4 milljónum. Spariskírteini hafa verið seld fyrir 1,7 milljarða frá áramótum, samanborið við 1,1 milljarð í fyrra. Stefán Örn Arnarson, sellóleikari, og Svanhvít Friðriksdóttir, hornleikari. Tónlistarskólinn í Reykjavíkur: Tvennir einleikara- prófstónleikar TVENNIR einleikaraprófstónleikar verða haldnir á vegum Tónlist- arskólans í Reykjavík eftir helgi og eru þetta fyrstu tónleikarnir í röð 10 slíkra tónleika nú í vor. Fyrri tónleikarnir eru mánudag- inn 15. apríl í íslensku óperunni og hefjast kl. 20.30. Þar leikur Stefán Orn Arnarsson, sellóleik- ari, við píanóundirleik Davids Knowles. A efnisskránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Claude Debussy, Hafliða Hallgrímssson og Johannes Brahms. Á síðari tónleikunum, sem eru miðvikudaginn 17. apríl kl. 20.30 í Norræna húsinu, leikur Svanhvít Friðriksdóttir, hornleikari, ásamt Onnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanóleikara, og flytja þær verk eftir Eugene Bozza, Joseph Rhein- berger, Carl Nielsen og Paul Hin- demith. Báðir tónleikarnir eru lokatón- leikar einleikaraprófa þeirra Stef- áns og Svanhvítar frá skólanum. Innlausn með vöxtum var 2,3 milljarðar fyrstu þijá mánuði árs- ins, en 1,6 milljarður á sama tíma í fyrra. Utstreymi varð því á þess- um lið sem nam 600 milljónum króna í ár, en 300 milljónum í fyrra. Spariskírteini og ríkisvíxlar skýr'a því samtals 5,9 milljarða af 6,2 milljarða meiri skuldaaukn- ingu ríkissjóðs nú. í TILEFNI orgelárs Bústaðakirkju verður efnt til nýstárlegra kirkju- tónleika sunnudaginn 14. apríl. Hópur tónlistarfólks undir forystu Guðna Þ. Guðmundssonar organista Bústaðakirkju flytur kirkjulega sveiflu, jazz og blús. Þar verða fluttir negrasálmar svo sem O lord what a morning, Swing low sweet chariot og Nobody knows the trouble I see. Einnig verða flutt tvö lög trúarlegs eðlis eftir Magnús Kjartansson. Flytjendur verða Sigrún Hjálm- týsdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Stefanía Valgeirsdóttir, Magnús Kjartansson og hljómsveit, Guðni Þ. Guðmundsson, barnakór og bjöllukór Bústaðakirkju. Aðgangseyrir rennur til orgel- söfnunar Bústaðakirkju. Um leið og flytjendur gefur vinnu sína og styðja þar með orgelkaupin vill tón- listarfólkið sýna möguleika léttrar tónlistar í kirkjulegu starfi. Tónleik- arnir hefjast kl. 17.00. (Úr fréttatilkynningu) Skipstá skoðunum Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við Alþingiskosningarnar 20. apríl eru reiðubúnir að hitta kjósendur að máli á vinnustöðum, heimilum og víðar. Þeir, sem óska eftir að fá frambjóðendur í heimsókn, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Síminn er 82900. kH) FRELSI OG MANNÚÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 83. tölublað (13.04.1991)
https://timarit.is/issue/123914

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

83. tölublað (13.04.1991)

Aðgerðir: