Morgunblaðið - 13.04.1991, Page 25

Morgunblaðið - 13.04.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991 25 Skuldaaukning ríkissjóðs í Seðlabankanum: Dræm sala á ríkisvíxlum jók skuldirnar um 5,6 milljarða Bráðabirgðatölur benda til að staða ríkissjóðs í Seðlabank- anum hafi versnað um 8,7 millj- arða frá áramótum til loka mars. Skýringin er fyrst og fremst mikill samdráttur í sölu ríkisvíxla það sem af er árinu. Dræm sala skýrir 5,6 milljarða af 6,2 milljarða meiri skulda- aukningu nú en á sama tíma i fyrra. Þá versnaði staðan um 2,5 milljarða í heild. Staðan á viðskiptareikningum fór þá úr 1,9 milljarða skuld í 4,9 millj- arða skuld, en fyrstu þrjá mán- uði þessa árs fór staða við- skiptareikninga úr rúmlega 300 milljóna króna innistæðu í 8,6 milljarða yfirdrátt. Flytjendur í Bústaðakirkju. Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju í upplýsingum sem Morgun- blaðinu hafa borist frá fjármála- ráðuneytinu segir, að bráðabirgða- tölurnar um yfirdráttinn í Seðla- bankanum og viðskipti með ríkisv- íxla og spariskírteini bendi til þess að iánsfjárþörf ríkissjóðs fyrstu þijá mánuði ársins hafi verið svip- uð og í fyrra. Þetta megi merkja af því að staðan gangvart Seðla- bankanum hafi versnað minna en hægt sé að skýra með sölu ríkisv- íxla og spariskírteina og lántöku Húsnæðisstofnunar frá ríkissjóði. Þetta sé athyglisvert í ljósi þess að lánsfjárþörf ríkissjóðs í fyrra hafi verið mun minni en árin þar á undan. Fjármálaráðuneytið segir að munurinn á þróuninni í ár og í fyrra verði aðallega skýrður með hreyfingu ríkisvíxla. „sem var nei- kvæð í ár sem nemur 1,7 milljarði króna, en jákvæð sem nam 3,9 milljöðrum í fyrra. Samtals skýrir þessi liður 5,6 milljarða af 6,2 milljarða króna meiri skuldaaukn- ingu í Seðlabankanum í ár,“ segir í upplsyingum fjármálaráðuneytis- ins. Þessa lækkun ríkisvixla segir ráðuneytið stafa fyrst og fremst af versnandi lausafjárstöðu ban- kanna. Fjármálaráðuneytið bendir á, að séu fyrstu þrír mánuðir þessa árs bornir saman við sama tíma í fyrra, sé rétt að hafa í huga, að í febrúar sl. hafi Lánasjóði íslenskra námsmanna verið greitt nær allt ríkisframlagið í heild, eða um 1700 milljónir króna. í febrúar í fyrra hafi greiðslan hisn vegar numið 4 milljónum. Spariskírteini hafa verið seld fyrir 1,7 milljarða frá áramótum, samanborið við 1,1 milljarð í fyrra. Stefán Örn Arnarson, sellóleikari, og Svanhvít Friðriksdóttir, hornleikari. Tónlistarskólinn í Reykjavíkur: Tvennir einleikara- prófstónleikar TVENNIR einleikaraprófstónleikar verða haldnir á vegum Tónlist- arskólans í Reykjavík eftir helgi og eru þetta fyrstu tónleikarnir í röð 10 slíkra tónleika nú í vor. Fyrri tónleikarnir eru mánudag- inn 15. apríl í íslensku óperunni og hefjast kl. 20.30. Þar leikur Stefán Orn Arnarsson, sellóleik- ari, við píanóundirleik Davids Knowles. A efnisskránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Claude Debussy, Hafliða Hallgrímssson og Johannes Brahms. Á síðari tónleikunum, sem eru miðvikudaginn 17. apríl kl. 20.30 í Norræna húsinu, leikur Svanhvít Friðriksdóttir, hornleikari, ásamt Onnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanóleikara, og flytja þær verk eftir Eugene Bozza, Joseph Rhein- berger, Carl Nielsen og Paul Hin- demith. Báðir tónleikarnir eru lokatón- leikar einleikaraprófa þeirra Stef- áns og Svanhvítar frá skólanum. Innlausn með vöxtum var 2,3 milljarðar fyrstu þijá mánuði árs- ins, en 1,6 milljarður á sama tíma í fyrra. Utstreymi varð því á þess- um lið sem nam 600 milljónum króna í ár, en 300 milljónum í fyrra. Spariskírteini og ríkisvíxlar skýr'a því samtals 5,9 milljarða af 6,2 milljarða meiri skuldaaukn- ingu ríkissjóðs nú. í TILEFNI orgelárs Bústaðakirkju verður efnt til nýstárlegra kirkju- tónleika sunnudaginn 14. apríl. Hópur tónlistarfólks undir forystu Guðna Þ. Guðmundssonar organista Bústaðakirkju flytur kirkjulega sveiflu, jazz og blús. Þar verða fluttir negrasálmar svo sem O lord what a morning, Swing low sweet chariot og Nobody knows the trouble I see. Einnig verða flutt tvö lög trúarlegs eðlis eftir Magnús Kjartansson. Flytjendur verða Sigrún Hjálm- týsdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Stefanía Valgeirsdóttir, Magnús Kjartansson og hljómsveit, Guðni Þ. Guðmundsson, barnakór og bjöllukór Bústaðakirkju. Aðgangseyrir rennur til orgel- söfnunar Bústaðakirkju. Um leið og flytjendur gefur vinnu sína og styðja þar með orgelkaupin vill tón- listarfólkið sýna möguleika léttrar tónlistar í kirkjulegu starfi. Tónleik- arnir hefjast kl. 17.00. (Úr fréttatilkynningu) Skipstá skoðunum Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við Alþingiskosningarnar 20. apríl eru reiðubúnir að hitta kjósendur að máli á vinnustöðum, heimilum og víðar. Þeir, sem óska eftir að fá frambjóðendur í heimsókn, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Síminn er 82900. kH) FRELSI OG MANNÚÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.