Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 K O S N I N G A R Kosningahúmor með kaffinu Það virðist létt yfir bæði starfsfólkinu og frambjóðandanum á vinnu- staðafundi sjálfstæðismanna á Hafrannsóknastofnun á fimmtudag. Hér slær Geir H. Haarde á létta strengi, en hann kynnti stefnu Sjálf- stæðisflokksins fyrir starfsmönnum ásamt Birni Bjarnásyni. AROÐUR FORSÆTIS- RAÐHERRA eftir Magnús Thoroddsen Á kosningafundi, er haldinn var á Akureyri nýverið, hélt hæstvirtur forsætisráðherra því fram, að í næstu alþingiskosningum væri kosið um aðild Islands að Evrópubandalaginu (EB). Þetta er fráleit fullyrðing og fjarri sanni af eftirgreindum ástæð- um: I fyrsta lagi geta úrslit næstu al- þingiskosninga engu ráðið um aðild Islands að Evrópubandalaginu. í öðru lagi standa nú yfir samn- ingaviðræður milli EFT[A (sem ísland er aðili að) og Evrópubandalagsins um evrópskt efnahagssvæði, sem miða að því að veita EFTA-ríkjum margvísleg fríðindi innan EB án þess að þau þurfi að gerast aðilar að band- alaginu. Þessar viðræður fara vita- skuld frara af íslands hálfu á ábyrgð ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar. I þriðja lagi væri ekkert vit í að bera mál þetta undir þjóðarátkvæði fyrr en að undapgenginni rækilegri kynningu á eðli, skipulagi og vald- sviði EB. I fjórða lagi er ekki um neitt að kjósa í þessu efni nema fyrir liggi niðurstaða úr hugsanlegum samn- ingaviðræðum milli íslands og EB, um það með hvaða skilyrðum og undapþágum frá Rómarsáttmálan- um íslandi stæði til boða að gerast aðili að EB. í fímmta lagi er á það að líta að þótt samþykkt yrði við þjóðarat- kvæði — að undangengnum framan- greindum undirbúningi — að ísland gerðist aðili að EB, nægði það ekki til aðildar að íslenskum lögum. Stafar það af því að við aðild að EB flyst „Þegar slíkt framsal á ríkisvaldi frá stjórnlaga- bundnum stofnunum í hinu íslenska lýðveldi á sér stað til yfirþjóðlegra stofnana, útheimtir það stjórnarskrárbreytingu. Samkvæmt 79. grein stjórnarskrár lýðveldisins íslands, nr. 33,17. júní 1944, þarf tvö þing — með þingrofi og kosningum á milli — til að samþykkja stj órnarskrárbreytingu. “ æðsta stjóm í málefnum EB frá að- ildarríkjunum til hinna yfirþjóðlegu stofnana EB í Brussel. Þessar stofn- anir eru Ráðherranefndin og Fram- kvæmdastjórnin, er setja lög EB ýmist í samvinnu eða samráði við Evrópuþingið og Efnahags- og fé- lagsmálanefndina. Lög og landsrétt- ur, þar með taldar stjómarskrár að- ildarríkjanna, verða að víkja fyrir lögum EB, sem eru landsrétti æðri. Ennfremur ber að hafa í huga, að við aðild að EB flyst dómsvald, að því er varðar fyrirfram túlkun („preliminary rulings") á Evrópu- rétti, frá dómstólum aðildarríkjanna til Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Dómstólar aðildarríkjanna eru bundnir af þessari túlkun Evrópu- dómstólsins. Þegar slíkt framsal á ríkisvaldi frá stjórnlagabundnum stofnunum í hinu íslenska lýðveldi á sér stað til yfir- þjóðlegra stofnana, útheimtir það stjórnarskrárbreytingu. Samkvæmt 79. grein stjórnar- Magnús Thoroddsen skrár lýðveldisins íslands, nr. 33, 17. júní 1944, þarf tvö þing — með þin- grofi og kosningum á milli — til að samþykkja stjómarskrárbreytingu. Eitt þing getur því aldrei sam- þykkt aðild íslands að Evrópu- bandalaginu. Þjóðin hefur ævinlega úrslitaáhrif í þeim efnum með at- kvæði sínu, þegar þar að kemur. Þá veit hún hvað er í boði og veg- ur það og metur eftir þekkingu sinni, greind og samvisku, hvort hún vill aðild Islands að Evrópubandalaginu eða ekki. Það eru því staðlausir stafir að halda því fram, að í komandi Alþing- iskosningum sé kosið um aðild Is- lands að Evrópubandalaginu og um leið er það lítilsvirðing við heilbrigða dómgreind kjósenda. Höfundur er hæstaréttarlögmaöur og starfaði sl. ár í lögfræðideild EFTA. Sjálfstæðisflokkurinn o g landbúnaðarmálin eftir Markús Möller Nokkur umræða hefur orðið und- anfarið um landbúnaðarstefnu Sjálf- stæðisflokksins eða meint stefnu- leysi. Nú síðast þykist Tíminn hafa þann himin höndum tekið að formað- ur og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins séu komnir í hár saman um hvort flokkurinn hafi skipt um stefnu í landbúnaðarmálum (sjá for- síðu Tímans 4. apríl). Þar á bæ hef- ur mönnum hentað að horfa fram hjá þeirri stefnumörkun sem átti sér stað á landsfundi flokksins árið 1989. Síðan hafa menn skrafað fátt opinberlega, enda hafa aðrir menn með aðrar skoðanir setið á valdastól- um. Meira hefur verið rætt og unnið í kyrrþey, og ég leyfi mér að full- yrða að sjálfstæðismenn eru nú al- búnir að standa að sátt milli neyt- enda og bænda á eftirfarandi nótum: Að hugmyndir um frjálsan innflutn- ing búvara verði lagðar til hliðar, að minnsta kosti í rúmu bili, en þess í stað verði blásið til aihliða fram- leiðnisóknar í landbúnaði og búvöru- vinnslu með aukinni samkeppni, af- námi miðstýringar og áherslu á að nýta þá miklu möguleika sem eru á að lækka verð innlendrar fram- leiðslu. Þeim sem kannast ekki við þetta sem stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, má benda á landsfundarsam- þykkt frá haustinu ’89, sem ítrekuð var nú í mars. Þar er talað um áherslu á aukna hagkvæmni og verð- lækkun, sem eitt og sér gæti fiokk- ast undir almennt snakk og góðar fyrirbænir, en þeim fyrirbænum er fylgt eftir með því að leggja til af- nám aðfangaskatta, svo sem skatta á „kjarnfóður, aukna samkep>pni í vinnslu og dreifihgu buvára ög að-' stöðujöfnun milli búgreina. Tak- markið sé að leggja niður kvóta- og haftakerfi í landbúnaðinum. Hvað varðar framkvæmd aðlögunar, er lagt til að niðurgreiðslur renni beint til bænda, eldra fólki verði gert kleift að búa áfram með tilstyrk lífeyris- greiðslna, og að þeir sem vilji selja jarðir sínar, fái til þess aðstoð. Aðlögun landbúnaðarins verður ekki auðveld fyrir bændur, og hana þarf að létta. Fyrstu skrefin verða ekki alls ólík því sem kveðið er á um í tillögum þeim að búvörusamningi sem fráfarandi landbúnaðarráðherra hugðist leggja fyrir næsta Alþingi til staðfestingar. Þar þarf þó að taka á fleiru og með skilvirkari hætti, opna fyrir samkeppni í framleiðslu, vinnslu og sölu kjöts og hefja starf- ið í mjólkurframleiðslunni, þar sem möguleikar eru á gríðarlegum um- bótum og verðlækkunum. Að Iokinni aðlögun gæti farið svo að íslenskur landbúnaður yrði sá rennilegasti í Evrópu og sæktist ekki eftir öðru meir en viðskiptafrelsi. Landbúnaðarvandinn Vandinn sem snýr að neytendum er gríðarhátt verð á nauðsynjavöru, mjólk og hvers kyns kjötvörum. Þrátt fyrir að launafólk sé nú mun skemur að vinna fyrir mjólkurpotti en t.d. fyrir seinni heimsstyijöld, vantar mikið á að það standi jafn vel að vígi og grannþjóðirnar. Suma- rið 1989 kostaði óniðurgreiddur mjólkurpottur án söluskatts 70 krón- ur í Reykjavík en 43 krónur í Stokk- hólmi, og kjúklingakílóið kostaði 427 krónur í Reykjavík á móti 172 krón- um í Stokkhólmi. Svíar eru fyrir 'áhnað þekktari eri Iágt matváelaverð, „Að hugmyndir um frjálsan innflutning bú- vara verði lagðar til hliðar, að minnsta kosti í rúmu bili, en þess í stað verði blásið til al- hliða framleiðnisóknar í landbúnaði og búvöru- vinnslu með aukinni samkeppni, afnámi miðstýringar og áherslu á að nýta þá miklu möguleika sem eru á að lækka verð innlendrar fram- Ieiðslu.“ og má mikið vera ef ekki er unnt að koma íslensku búvöruverði niður undir Stokkhólmsstigið. Vandi bænda, ef vanda skyldi kalla, er í aðalatriðum þær gífurlegu framfarir sem orðið hafa í fram- leiðslu búvara á þessari öld. Á árun- um fyrir seinni heimsstyijöldina voru ársverk í landbúnaði um 17.000, kindakjötsframleiðslan var um 11 þúsund tonn og mjólkurframleiðsla um 60 milljón lítrar. Nú eru ársverk í hefðbundnum landbúnaði talin um 6.000, kindakjötsframleiðslan 9.000 tonn og mjólkurframleiðslan um 100 milljón lítrar. Samt verður að halda aftur af bændum. Með nýtísku bú- skaparháttum þarf varla nema 2.000 ársverk til að sýma innanlandsmark- aði. Það væri gróft reiknað tíföldun framfeiðslú á' ársverk' 'frá lðío og Markús Möller geri aðrir betur. Gallinn er sá, að mikilli framleiðn- iaukningu í atvinnugreinum með þröngan markað fylgir oftast veru- legur aðlögunarvandi. Færri komast að en vilja, og ef samkeppni er óheft, verða lífskjörin rýr og margir flosna upp. Hver man ekki eftir örvæntingu breskra prentara eða kolanámu- manna? Aðferðirnar sem beitt hefur verið gegn aðlögunarvandanum á íslandi eru líkar því sem tíðkast hafa í landbúnaði í ýmsum grannl- öndum: Annars vegar að halda aftur af framförunum með kvótastýringu í hefðbundnum greinum og skatt- lagningu í nýjum, og hins vegar stór- brotin frumskógarækt millifærslna og niðurgreiðslna í mjólkuriðnaðin- um. Þótt stýringin á hveijum tíma hafi verið tilraun til að bregðast við raunverulegum vanda sem blasti við bændastéttinni, þá hefur hún löngu gengið sér til húðar. Lausnin er ekki að stöðva framfarir, heldur að létta aðlögunina. Líkt og ólíkt Það hefur komiði fram. I .urnræð- unni, að ýmislegt f búvörusamnings- drögunum sé keimlíkt því sem Sjálf- stæðismenn hafa verið að ræða. Rétt er það og ekki að.undra, því bæði eru hagræðingarhugmyndirnar alþekktar úr hagfræðibókum og al- þjóðlegri umræðu og eins hefur ýmislegt af því sem við höfum verið að ræða síast inn í starf nefndarinn- ar sem lagði grunninn að drögunum. Sumt sem menn fussuðu og sveiuðu yfir í Bændahöllinni þegar það lak út frá okkur er nú komið hálfa leið inn í búvörusamning og er síður en svo ástæða til að sýta það. Þar ber hæst að gera aðstoð við bændur til- tölulega óháða framleiðslumagni, þótt sjömannanefndin fræga gangi þar skemmra en vert er. í stað þess að binda stuðning við bændur því skilyrði að þeir stundi alltof dýran búskap á alltof litlum búum, er mun hagkvæmara að gera stuðninginn óháðan því hvort þeir halda áfram eða taka upp annan starfa í heima- byggð eða á nýjum vettvangi. Fleira ber á milli. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum yrði erfitt fyrir fullorðna bændur að draga saman búskap en búa áfram á jörðum sínum. Því er hægt og skylt að breyta, engum er metnaðarmál að hrúga saman fólki í flóttamannabúðum í þéttbýli. Einn- ig er skynsamlegt að tilkynna nú þegar að kvótastýring verði afnumin innan fárra ára. Seljanlegur, áframhaldandi kvóti, eins og nú er ráðgerður, stendur í vegi fyrir verðlækkunum, enda þurfa þá þeir sem áfram halda að kaupa út hina sem hætta. Áframhaldandi kvóti letur líka bændur til að draga úr framleiðslu. Líklegt má telja að fjölmargir fullorðnir bændur búi í rauninni stærra en þeim hentar en hiki við að selja kvóta og draga sam- an af ótta við að með því dæmi þeir jörðina í eyði um alla framtíð. Þar fyrir utan eru höft og miðstýring ekki uppáhaldsverkfæri sjálfstæðis- manna. Hvers vegna sérmeðferð? . En hvers vegna á að styðja sér- átakle&k'við 'bákið á bændúrn, þégar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.