Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 A L Þ 1 N G 1 1 S K O S N 1 — Formaður Alþýðubandalagsins um EES-samninga: Gnmdvallarágreimngur í ríkis- stjórn um ýmis samningsatriði , , Morgunblaðið/Sverrir Frá fundi BSRB um Island og Evrópu. I ræðustól er Tómas Gunnarsson frá Heimastjórnarsamtökunum. ÓLAFUR Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandlagsins tel- ur að ef gengið verður frá samn- ingi um evrópskt efnahagssvæði á næsta kjörtímabili eigi ríkis- stjórn að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn. Hann segir að grundvallar- ágreiningur sé innan ríkissfjórn- arinnar um ýmis mál, svo sem um rétt til kaupa á landi og jörð- um, sem fjallað sé um í þessum samningum, og ríkisstjórnin hafi ekki samþykkt neitt umboð til utanríkisráðherra til að lýsa því yfir að Island samþykki fullt frelsi á flutningi fjármagns til og frá landinu. Jón Baidvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins segir hins vegar að samningum um evrópskt efnahagssvæði sé að mestu lokið, og mál á samn- ingssviði um fijálsar fjármagns- hreyfingar hafi að mestu verið orðin ágreiningslaus fyrir ári. Þetta kom fram á fundi um ís- land og Evrópu sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja stóð fyr- ir á fimmtudagskvöld með fram- bjóðendum flokka í Reykjavík. Jón Baldvin Hannibalsson lagði áherslu á að í næstu kosningum væri ekki verið að kjósa um aðild að Evrópu- bandalaginu (EB), eins og Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra hefði sagt, og enginn stjórnmálaflokkur hefði slíka aðild á stefnuskrá sinni. Hann sagði Al- þýðuflokkinn ekki útiloka aðild, en ítreka jafnframt óskoruð yfirráð íslendinga yfir fiskimiðum og orku- lindum. Og þótt stefna EB, aðallega í sjávarútvegsmálum, breyttist þannig á næstu árum að aðild að EB yrði eftirsóknarleg, tækju aðild- arsamningar mörg ár og búið yrði að kjósa til Alþingis oft áður en það yrði að veruleika. Jón Baldvin sagði að ísland væri nú í hópi EFTA-þjóða að semja við Evrópubandalagið um evrópskt efnahagssvæði (EES). Það væri allt annars eðlis en Evrópubandalagið, þar sem ekkert yfirþjóðlegt vald yrði á svæðinu, engin ákvörðun yrði tekin án samstöðu, ekkert framsal yrði á löggjafarvaldi til yfir- þjóðlegra stofnana, þótt sett yrði upp eftirlitsstofnun og dómstóll. Jón sagði, að 97-98% af þessum samn- ingum væri lokið. Efasemdir um margt í samningunum Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur Alþýðubandalagsins sagði að afstaða flokks síns til EB væri mjög skýr. Hann væri ekki til viðræðu um aðild að EB en vildi gera við það viðskiptasamninga. Hann sagði ljóst, að kosningamar nú væru þjóð- aratkvæðagreiðsla í ákveðnum skilningi, um afstöðu flokkanna til þess hvort opna eigi fyrir inngöngu Islands í EB. Það myndi gerast ef Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokk- ur fengju þar brautargengi. Ólafur Ragnar sagðist ekki kann- ast við þá lýsingu að samningum um EES væri 98% lokið. Ágreining- ur væri meðal núverandi ríkisstjórn- arflokka um ýmis grundvallaratriði, m.a. hvort útlendingar eigi að hafa sama rétt að kaupa iand og jarðir á íslandi og íslendingar. Alþýðu- flokkurinn hefði verið fylgjandi því, en Alþýðubandalagið hefði hafnað því og myndi aldrei samþykkja EES-samning sem fæli þetta í sér. Þá sagðist Olafur hafa efasemdir um fullkomið fjármagnshreyfinga- frelsi því þá væri ekkert því til fyrir- stöðu að íslensk fyrirtæki flyttu gróða sinn úr landi. Jón Baldvin sagði enga hættu á að útlendingar keyptu upp landið. Þótt útlendingar gætu gerst bænd- ur á íslandi, væri hægt að herða á innlendri löggjöf til að tryggja að þeir gætu ekki keypt upp hlunn- indajarðir. Hann sagði að í EES samningunum lægi nánast fyrir samkomulag um ftjáls vöruskipti. Samningur um ftjálsan fjármagns- markað hefði að mestu verið orðin ágreiningslaus fyrir ári síðan. í samningum um búsetu og vinnu- markað væri enn deilt um var- naglaákvæði. Jaðarmál væri skemmra á veg komin en þar væru fá ágreiningsmál. Og þótt lengst hefði verið deilt um stjórnun efna- hagssvæðisins lægi nú fyrir sam- komulag í stórum dráttum um flest. Það sem helst stæði á nú væru sjáv- arútvegsmál og fríverslun með fisk. Ekki aðild nema stjórnarskrá EB breytist Jóhann Einvarðsson þingmaður Framsóknarflokks sagði fulla sam- stöðu vera meðal núverandi stjórn- arflokka um viðræðurnar um evr- ópskt efnahagssvæði. Ríkisstjórnin öll og meirihluti stjómarandstöðu hefði samþykkt að stefna að því að ná þessu samkomulagi gegnum EFTA-ríkin og með þeim við EB. Hins vegar sagði hann alrangt að leggja þær viðræður og samninga að jöfnu við aðild eða aukaaðild að Evrópubandalaginu. Hann sagði að samningsdrögin hefðu verið kynnt vel fyrir þingmönnum og hags- munaaðilum á öllum stigum. Jóhann sagði afstöðu Framsókn- arflokksins í málinu skýra. Flokkur- inn vildi láta reyna til þrautar á hvort EES samkomulag næðist, en ef það tækist ekki væru möguleikar á að ná beinum samningum við EB eða einstök aðildarlönd þess. En aðild að bandalaginu kæmi ekki til greina, nema með þeim hugsanlega möguleika, sem væri í raun útilok- aður, að gerðar yrðu verulegar breytingar á stjórnarskrá Evrópu- bandalagsins. Ekki stæði til að breyta þeirri stjórnarskrá og með aðild yrðum við að gangast inn á hana, og það treystu framsóknar- menn sér ekki til að gera. Björn Bjarnason frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins sagði að ríkis- stjórnin hefði staðið fyrir EES- samningunum og bæri ábyrgð á þeim. Hann sagði Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra hafa hagað málflutningi sínum þannig undanfarið, að þessar samningavið- ræður tengdust ekki á nejnn hátt umræðunni um þátttöku íslands í EB, þótt fræðimenn í Háskóla ís- lands teldu að í raun væri verið að semja um aukaaðild að bandalag- inu. Björn sagði að sjálfstæðismenn teldu eðlilegt að láta reyna til þraut- ar á EES-samningana þótt þeim yxi mörgum í augum það stjórnar- farslega bákn, sem ætlunin væri að fylgdi samstarfinu um efnahags- svæðið. Þá sagði hann sjálfstæðis- menn telja, að íslendingar gætu ekki frekar en aðrar þjóðir, útilokað hugsanlega aðild að bandalaginu í framtíðinni svo framarlega sem yfirráð héldust yfir auðlindum til lands og sjvarar. Hann sagði að í þessu fælist raunsæi en ekki ákvörðun um íslahd gerðist aðili að EB. Opinn fundur um umhverfismál: Frambjóðendur allra flokka sammála um nauðsyn aðgerða ÍSLANDSNEFND norræna um- hverfisráðsins stóð á fimmtu- dagskvöld fyrir opnum fundi í Norræna húsinu með frambjóð- endum úr Reykjavík um um- hverfismál. Frambjóðendurnir gerðu stutta grein fyrir stefnu síns flokks og voru allir sam- mála um að mjög margt mætti betur fara í umhverfismálum og tími væri til kominn að grípa til róttækra ráða. Um 50 manns hlýddu á mál frambjóðendanna þegar flest var á fundinum. Guðmundur Ágústsson, á F- lista Fijálslyndra, mælti fyrstur og sagði það stefnu Fijálslyndra að draga bæri úr losun loftteg- unda, sem stuðluðu að eyðingu ósonlagsins. Bæta þyrfti sorphirðu um land allt, leggja áherslu á mengunarvarnir í iðnaði og hafa strangt eftirlit með ferðum fólks á hálendinu. Bima Jennadóttir, af H-lista Heimastjórnarsamtakanna, sagði að samtökin væru á móti byggingu nýs álvers. Islendingar ættu heldur að vera í forystusveit við fram- Morgunblaðið/Sverrir Frá fundi íslandsnefndar norræna umhverfisráðsins með frambjóðendum í Reykjavík um umhverfismál. leiðslu vetnis. Heimastjómarsam- efni í landbúnaði. súrt regn, gróðurhúsaáhrif, meng- tökin vildu flýta banni á efni sem Jón Friðgeir Sveinsson af Z- un ferskvatns og sjávar og eyðing væru ósoneyðandi og banna auka- lista Græns framboðs, sagði að skóga væri bein afleiðing af því efnahags- og menningarkerfi, sem væri til staðar í dag. íslendingar ættu að stefna að því að raforka leysti mengunarvaldandi orku- gjafa af hólmi. Sólveig Pétursdóttir, frambjóð- andi á D-lista Sjálfstæðisflokks, lýsti stefnu flokksins í umhverfis- málum, m.a. að skógrækt, land- græðsla og gróðurvernd verði auk- in, stefna þurfi að raunhæfri nýt- ingu lands, banna lausagöngu búíjár á stöðum sem ekki þoli hana, auka framlög til umhverfis- rannsókna og draga úr mengun eins og mögulegt væri við atvinnu- rekstur. Áshildur Jónsdóttir, á Þ-lista Þjóðarflokks-Flokks mannsins, sagði að Islendingar stærðu sig gjarnan af óspilltri náttúru, en hér væri eyðimörk af völdum uppblást- urs, sjórinn væri mengaður, strendurnar óhreinar og fjallaloft- ið tæra stæði ekki undir nafni. Herða yrði eftirlit með iðnaði og framkvæmdir í umhverfismálum yrðu að hefjast tafarlaust. Auður Sveinsdóttir, frambjóð- andi G-lista Alþýðubandalagsins, sagði að lítill áhugi almennings á umhverfismálum hefði komið í ljós í þessari kosningabaráttu, enda hefðu íslendingar ekki enn lent í stóráföllum á borð við kjamorku- slys. Betur þyrfti að standa að stefnumörkun og mannaráðning- um í umhverfisráðuneytið, en alls ekki leggja það niður. Magnús Jónsson, frambjóðandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 83. tölublað (13.04.1991)
https://timarit.is/issue/123914

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

83. tölublað (13.04.1991)

Aðgerðir: