Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 24
&&;MftfoOSMAgM yáAÁfeMííPffiW ALÞINGISKOSNINGAR Á framboðsfundi á Vopnafirði; Atvinnu-, samgöngu- og byggðamál efst á baugi Morgunblaðið/SUS Hann var þéttsetinn bekkurinn í Miklagarði á Vopnafirði á fimmtudagskvöldið þegar frambjóðendur héldu þriðja og síðasta sameiginlega framboðsfundinn eystra. TÆPLEGA tvö hundruð manns sóttu þriðja og síðasta sameigin- lega fund frambjóðenda í Aust- urlandskjördæmi á fimmtudags- kvöldið í félagsheimilinu Mikla- garði á Vopnafirði. Fundurinn var hinn fjörugasti á köflum, en það var mál manna að fyrir- spumir úr sal hefðu gert fund- inn líflegri og skemmtilegri en slíkt hefur ekki tíðkast í Austur; landskjördæmi hin síðari ár. I upphafi fundarins afhentu heimamenn fulltrúum flokk- anna undirskriftalista um jarð- göng um Hellisheiði til Fljóts- dalshéraðs og beiðni til sljóm- valda um að hækka skattleysis- mörk í 80 þúsund krónur. Átta flokkar eru í framboði og á fundinn mættu 22 frambjóðend- ur. Dregið var um röð flokkanna og fékk hver flokkur 25 mínútur til umráða sem þeim var heimilt að skipta eins og þeir vildu á milli fyrri og síðari umferðar. Ekki var pláss fyrir alla frambjóðendur þannig að bæta varð við borðum og menn þjöppuðu sér saman og sögðu að þröngt mættu „sáttir“ sitja. Á fundarmönnum mátti heyra að það væru fyrst ogTremst at- vinnumál, samgöngumál og byggðamál sem kosið væri um. Margir Vopnfirðingar nefndu einn- ig sjávarútvegsmál. Kristinn Pétursson, í þriðja sæti D-lista, sagði sjávarútveginn skapa íslenska velferðarkerfið öðru fremur. „Málefni fískvinnslunnar hefur orðið mjög útundan á Aust- urlandi. Á. síðustu þremur árum hefur fækkun í fiskvinnslunni verið 2.200 ársverk á meðan iðnaðar- og þjónustugreinar hafa örugglega hækkað að sama skapi. Það er fáránlegt að það skuli ekki vera nein fiskvinnslustefna á borðinu í viðræðum við EFTA og evrópskt efnahagssvæði, EES. Eiga tilviljanir að ráða í þessum málum? Ég auglýsi eftir því hver stefna sjávarútvegsráðherra er í málefnum fiskvinnslunnar. Það þarf að móta framtíðarstefnu í samgöngumálum. Skattborgarar hafa ekki efni á að peningunum sé fleygt í eitthvað í dag sem ekki á að nota eftir 4-5 ár,“ sagði Krist- inn og lauk ræðu sinni með því að lesa kosningabæn. Hrafnkell A. Jónsson, í öðru sæti D-lista, þakkaði fyrir undir- skriftalistana frá fundarmönnum. „En eru stjórnarflokkarnir að ræða þau mál sem snerta fólkið í landinu? Nei, þeir eru ekki að ræða samgöngumál. Þeir eru ekki að ræða málefni fiskverkafólks, þeim kemur það ekkert við. Nei, þeir eru að ræða meint landráð Sjálf- stæðisflokksins, tillögur sem eiga að vera einhvers staðar í farteski formanns flokksins um inngöngu í EB.“ Jónas Hallgrímsson, í þriðja sæti B-lista Framsóknarflokksins, sagði að svo virtist sem frambjóð- endur smáflokkanna gerðu sér ekki grein fyrir hversu mikið al- vörumál kjör til Alþingis væri. „Ég hef þá skoðun að breyta þurfí grunni þeirrar byggðastefnu sem fylgt hefur verið undanfarin ár. Eg tel það tímaskekkju að fram- kvæmd hennar sé stjómað, mið- stýrt, frá Reykjavík og er þess vegna- mjög- hlynntur flutningi þessarar stofnunar út á land og færa á þann hátt ákvarðanir nær vettvangi." Segir fátt af einum Síðar í ræðu sinni vék Jónas að skrifum Hjörleifs Guttormssonar í héraðsblaðinu Austurlandi. „Mál- tækið, að það segi fátt af einum, gæti átt við hlutskipti Alþýðu- bandalagsins í Austurlandskjör- dæmi um þessar mundir. Innbyrðis úlfúð og barátta einkennir störf þeirra sem þar eru í forustu og virðist flokkur sá ekki beint til þess fallinn að setja traust sitt á. Skrif Hjörleifs um mig í Austur- landi eru rætin, villandi og siðlaus og vara ég hann við að snúa faðir- vorinu svona. Um mína hafvillu vil ég segja það að ef ég lendi í henni þá mun ég ekki biðja Hjör- leif Guttormsson um kompás. Frambjóðendur Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hér segja að að- iid að EB sé ekki til umræðu. Það þykir henta að segja þetta nú vegna þess að fólk skilur hvað er í húfí. Hins vegar gleymist það ekki, jafnvel þó kosningar séu i nánd, að áhrifamenn flokksins hafa lýst því yfir að ekki beri að útiloka aðild fyrirfram. Full aðild þýðir afsal fískveiðilögsögunnar til útlendinga og sameiginlega yfir- stjórn yfir landinu. Þetta kemur aldrei til greina,“ sagði Jón Krist- jánsson, alþingismaður og annar maður á B-lista. Jón nefndi einnig efnahagsmálin og góðan árangur í þeim málum. Hann sagði Alþýðuflokkinn vilja auðlindaskatt og Sjálfstæðisflokk- urinn hefði enga skoðun. Hann sagði að undir engum kringum- stæðum mætti koma til innflutn- ings á landbúnaðarvörum. Salome Guðmundsdóttir, í fyrsta sæti V-lista, Samtaka um kvenna- lista, sagði að nú væri vor í lofti og þá fengi hin hagsýna húsmóðir hreingerningarfiðring. „Það þarf víða að taka til hendi á þessu vori,“ sagði hún. Hún kom víða við í ráeðu sinni, ræddi meðal annars um vetnis- framleiðslu og flótta ungs fólks, sérstaklega kvenna, frá lands- byggðinni til höfuðborgarinnar. „Ekkert þjóðfélag er sterkara en veikasti hlekkur þess. Lands- byggðin hefur átt í vök að veijast gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Ekkert hefur verið gert til að jafna aðstöðu landsbyggðarinnar með því að draga úr samþjöppun fjár- magns, þekkingar og rannsóknar- starfínu á suðvestur horni landsins. Miklar breytingar hafa orðið á búskap síðari ár og þörf er orðin á leikskóla til að auðvelda foreldr- um vinnu utan búss. Skólar á landsbyggðinni hafa lægra hlutfall menntaðra kennara en á höfuð- borgarsvæðinu. Ein ástæða þessa er hversu langt fjallið er frá Múh- ameð, þ.e. hve langt er í Kennara- háskólann. Fjarnám við hann er árangursríkasta leiðin til að ráða bót á þessu. Vilji er allt sem þarf.“ Pálmi Stefánsson, annar maður á H-lista Heimastjómarsamtak- anna, sagði að það væri blekking að láta sér detta í hug að borgar- stjórinn ætlaði að gleyma málefn- um borgarinnar og beindi kröftum sínum í þágu alþýðunnar. „Hann hefur alla frambjóðendur íhaldsins í vasanum og þeir lyfta höndum eins og hveijar aðrar brúður. Guð hjálpi landsbyggðinni þá.“ Kross næstu fj ögurra ára Kristinn Þorbergsson, þriðji maður á H-lista, sagði að það væri ekki aðalatriðið að fólk setti krossinn við H á kjördag. „Aðalatr- iðið er að hugsa vel hvar krossinn er settur. Þetta er kross sem við þurfum að bera næstu fjögur árin. Því bið ég ykkur um að hugsa núna eftir fjögur ár gæti það verið of seint.“ „í annað sinn komum við fulltrú- ar litla flokksins með góðu stefnu- skrána fram fyrir ykkur og hvetj- um ykkur til dáða í hinni nýju sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar," sagði Guðmundur Beck, þriðji maður á Þ-!ista Þjóðarflokks - Flokks mannsins, og rakti helstu stefnu- mál flokksins. „Hin íslenska byggðastefna er að byggja höll í Reykjavík og fylla hana af fræðingum og möppudýr- um þar til öll laun og skattar renna til höfuðborgarinnar. Jónas segist vera með stefnu núna, skyldi hann hafa sagt Steingrími frá þvf? Þeir koma hér upp á eftir báðir foringj- ar stóru flokkanna. Þeir munu vafalaust lyfta breiðu og fallegu bijóstkössunum sínum og tala um að hvor um sig sé hið rétta forystu- afl sem til þarf til að stjóma landinu. Þeir hafa fengið næg tækifæri og hvernig notuðu þeir þau? Þeir hafa það sér til skemmt- unar að rífast um hvort skuldahal- inn sé 30 eða 60 milljarðar." Örn Egilsson, efsti maður á F- lista Fijálslyndra, sagði að málefn- in sem rætt væri um á undirskrifta- listunum væri að finna í stefnuskrá flokksins, nema hvað skattleysis- mörkin þar væru miðuð við 87 þúsund krónur. „Við erum með lausn í sjávarút- vegsmálum. Ákveðnir menn og félög hafa eignast þessa dýrmæt- ustu auðlind þjóðarinnar og geta ráðskast með kvótann hver eftir sínu höfði. Fiskmörkuðum þarf að koma á eins víða um land og þurfa þykir. Með stjómun þeirra munu hagsmunir allra fara saman.“ Gunnlaugur Stefánsson, efsti maður á A-lista Alþýðuflokksins, sagðist segja nei við að láta mark- aðslögmálin ganga svo nærri fólk- inu í sveitunum að tæplega væri lengra komist. „Ég ségi nei, Jón- as, og taktu einu sinni mark á mér. Eg segi nei.“ „Það gera kjós- endur líka,“ skaut einn fundar- manna inní. „Já, það gera kjósend- ur líka, það veit ég. Kjósið mig þá á þing svo ég geti sagt það þar,“ svaraði Gunnlaugur. Einn fundargesta benti Gunn- laugi á að Austfírðingar hefðu hingað til komist af án þingmanns Alþýðuflokksins. „Þess vegna er svo komið sem komið er,“ svaraði Gunnlaugur. „Frestum búvöm- samningnum og hlustið á það sem Alþýðuflokkurinn hefur að segja. Ef samningurinn gengur í gegn óbreyttur þá sé ég sóknarbörn mín fara og þið eigið þá líka eftir að fara.“ Einar Már Sigurðarson, annar maður á G-lista Alþýðubandalags- ins, sagði flokkinn hafna nýrri við- reisn. „Við emm reiðubúin til að halda þessu stjómarsamstarfi áfram. Síðustu tvö árin hefur verð- bólgunni verið náð niður og fyrir það hefur launafólk greitt her- kostnað. Megin verkefni næstu tveggja ára á að vera að ná kaup- mættinum upp aftur.“ Hann benti fundarmönnum á að auðvitað væri togstreita á milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðisins. „Byggðaþróunin er ekk- ert náttúrulögmál og henni er hægt að snúa við. Ég vara sérstak- lega við þeim orðum sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur uppi í þess- um efnum. Borgarstjórinn boðar hagkvæma byggðastefnu, ætli hann sé ekki fastur í mælistiku höfuðborgarinnar. Davíð áttar sig mjög vel á því að það er hagsmuna- barátta á milli landsbyggðarinnar og Reykjavíkursvæðisins þó svo flokksbræður hans hér eystra virð- ist ekki hafa skilið formanninn á landsfundinum." Egill Jónsson, efsti maður á D-lista, var fyrstur í síðari umferð og sagðist hann vona að stjóm- málamenn byggðu tal sitt um formann Sjálfstæðisflokksins ekki á minnimáttarkennd. „Hér tala menn um byggðastefnu og flótta til höfuðborgarinnar. Byggðaflótti hefur aldrei verið meiri en síðan Alþýðubandalagið kom í þessa ríkisstjóm. Það er rétt hjá Éinari Má og þakkarvert að búið er að stöðva verðbólguna. En hvernig var það gert? Með niðurfærslu launa og 30 milljóna króna ríkis- halia sem Alþýðubandalagið skilar inn í framtíðina." Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra og efsti maður á B-lista Framsóknarmanna, sagði að kosið væri um hver færi með forystuna í landsmálunúm, Fram- sóknarflokkurinn eða Sjálfstæðis- flokkurinn. „Það er dálítið furðu- legt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa meira fylgi en fomsta flokks- ins. Stefna okkar er sú að standa við bakið á forystusveit bænda í gerð þessa búvörusamnings," sagði Halldór. „En ekki við bakið á bændum sjálfum?" spurði Gunn- laugur. „Jú, að sjálfsgöðu. Heldur þú að forystusveit bænda vinni ekki fyrir bændur. Heldur þú að þeir séu að vinna fyrir krata?,“ svaraði Halldór um hæl. Óskapnaður eða óskabarn? Bragi Gunnlaugsson, efsti mað- ur á H-lista Heimastjórnarsamtak- anna, sagði að óskabarn þjóðarinn- ar væri orðið að óskapnaði þjóðar- innar. „Eimskip á Flugleiðir og Flugleiðir eiga Éimskip og Eimskip á Sjóvá-Almennar sem eiga Eim- skip og Flugleiðir. Hörður Sigur- gestsson ríkir síðan yfir þessu öllu og lætur íslensk skip sigla undir fánum erlendra ríkja. Þetta er fijáls samkeppni á fínu máli íhalds og krata - og heyrið þið það! Fjórflokkurinn segir eitt í dag og annað á morgun. Þeir eru með tvær til þijár tungur í munninum og tala sitt með hverri. Mottó þeirra er: Það sem ég vil, það gjöri ég ekki. Svo gleyma þeir kjósenda- hræjum sínum þegar búið er að koma atkvæðaseðlinum í kjörkass- ann. Hjörleifur Guttormsson, alþing- ismaður og efsti maður á G-Iista Alþýðubandalags, átti síðasta orð- ið. „Sjávarútvegsstefnan sem við búum við í dag er ekki viðunandi til frambúðar. Það gengur ekki að veiðiréttur á íslandi safnist á fárra hendur. Búvörusamningurinn tek- ur á uppsöfnuðum vanda sem rekja má til liðinna ára, til ríkisstjómar- innar sem sat 1983-1988, þegar vinnslukostnaður og verðlagning á Iandbúnaðarafurðum í smásölu voru gefin fijáls. Á þessum málum þarf að taka og það skiptir mjög miklu hvernig á málum verður haldið. Ég mun vinna að því að framkvæmdin verði í samræmi við okkar kjördæmi. Það er geysilega mikilvægt að við höfnum aðild að EB, en það er annað sem stendur nær á þessari stundu og það eru samningar um EES sem fela í sér Ijölda ákvæða sem verða hluti af lögum á íslandi ef af verður. Ég vara eindregið við þeirri samningagerð.“ Texti: Skúli Unnar Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.