Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 35
Gestafyrirlestur prófessors Will- iams Kincaid um stærðfræðikennslu UM ÞESSAR mundir dvelur hér á landi, sem Fulbright-Hays gesta- kennari, prófessor William Kincaid frá Ohio, Bandaríkjunum. Dr. Kincaid er prófessor í stærðfræði við Wilmington-háskóla þar sem hann hefur starfað í yfir 20 ár en var áður kennari í framhalds- skóla. Hann hefur einnig tekið þátt í rannsóknaverkefnum við Virgin- ia Commonwealth University og staðið fyrir fjölmörgum námskeiðum fyrir kennara í framhaldsskólum og grunnskólum, bæði á sviði stærð- fræði og kennslufræði greinarinnar. Dr. Kincaid dvelur hér með konu sinni, Penelope Kincaid, og þremur börnum. Á íslandi hefur dr. William Kin- caid tekið þátt í margháttaðri fræðslustarfsemi í samstarfí við forsvarsmenn stærðfræðimenntun- ar og endurmenntunar í Kennara- háskóla íslands, Háskóla íslands svo og stjórn Félags raungreina- kennara. Hann tekur þátt í að skipuleggja námskeið um stærð- fræðikennslu fyrir stúdenta í stærð- fræði við Háskóla íslands sem einn- igy er opið kennurum í framhalds- skólum. Þá hefur hann haldið sam- eiginlegt námskeið fyrir grunn- skólakennara og framhaldsskóla- ■ FÉLAGIÐ Vinstri vængurinn gengst fyrir fundi mánudaginn 16. apríl í Hlaðvarpanum um Evrópu- bandalagið og launamenn. Fram- sögumenn verða tveir, Ari Skúla- son hagfræðingur ASÍ og Birgir Björn Sigurjónsson framkvæmda- stjóri BHMR. Síðan verða almennar umræður og frummælendur svara spumingum. Fundurinn hefst kl. 20.30. Fundarstaður er Hlaðvarp- inn. kennara á suðvestur horninu og mun halda námskeið fyrir kennara á norður- og austurhluta landsins í apríl. Hann hefur einnig heimsótt fjölmarga skóla á höfuðborgar- svæðinu og mun heimsækja nokkra skóla utan þess. Mikill fengur hefur verið fyrir endurmenntunarstarf kennara að fá dr. William Kincaid hingað til lands. Dr. William Kincaid hefur tvo opna fyrirlestra fyrir skólamenn á vegum Kennaraháskóla íslands, Háskóla íslands og Félag raun- greinakennara. Fyrirlestrarnir verða báði í Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð og hefjast kl. 16.30, en unnt verður að fá kaffí á staðn- um áður en þeir hefjast. Fyrri fyrirlesturinn sem verður þriðjudaginn 16. apríl er einkum ætlaður kennurum 9-14 ára nem- Dr. William Kincaid enda og er heiti hans „The Chang- ing Role of the Teacher in Helping Student Develop Mathematical Power“. Fjallað verður um á hvern hátt og hvers vegna kennarar verða að haga kennslu sinni þannig að hún mæti stærðfræðilegum þörfum nemenda í nútíma samfélagi. Síðari fyrirlesturinn verður fímmtudaginn 18. apríl. Hann nefn- ir dr. Kincaid „Helping our Stud- ents Meet the Mathematical Chall- enges of the 21 st. Century“. í þessum fyrirlestri, sem einkum er ætlaður kennurum 13-18 ára nem- enda, mun hann ræða um leiðir í kennslu til þess að búa nemendur undir að taka á þeim stærðfræði- legu viðfangsefnum sem þeir munu mæta í lífi sínu. Þótt fyrirlestrar þessir séu eink- um ætlaðir sérstökum hópum kenn- ara eru allir áhugamenn velkomnir. í hjarta borgarínnar á Hótd Borg, sunnudagínn 14.apríl, H. 15.00. ■ DISKÓTEKARAKEPPNI I verður haldin vikuna 15.-19. apríl í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. Þar munu keppa unglingar frá fé- lagsmiðstöðvum víðsvegar að af iandinu og hlýtur sá er sigrar titil- inn Plötusnúður ársins 1991. Auk þessa titils fær sá er sigrar Polk Audio 100 sínusvatta hátalara sem Faco, Laugavegi 89, gefur til keppninnar. Þeir sem lenda í sætum 2-4 fá hljómplötuúttekt að verð- mæti 5.000,-. Dagskrá þessa viku verður sem hér segir: Mánudagur 15. apríl. Fyrri undanúrslit frá kl. 19.30-22.30. Miðvikudagur 17. apríl. Seinni undanúrslit frá kl. 19.30- 22.30. Föstudagur 19. apríl. Úrslitakvöld, diskótek frá kl. 19.30- 24.30. ■ TAFLFÉLA G Kópavogs held- ur Aprilhraðskákmót sunnudag- inn 14. apríl kl. 14.00. Teflt verður í sal Taflfélags Kópavogs í Hamra- borg 5, 3. hæð. ■ HLJÓMSVEITIN Ber að ofan mun leika á veitingastaðnum Tveir vinir og annar í fríi sunnudags- og mánudagskvöld. Meðlimir hljóm- sveitarinnar eru Gunnar Þór Möll- er, gítar, Ólafur Kristjánsson, bassi, Óttar Guðnason, gítar, Rikharður Freyr, hljómborð, Guð- mundur Pálsson, söngur, og Ómar Guðnason, trommur. H ÁGÚSTA Ágústsdóttir, sópr- ansöngkona, heldur söngnámskeið í Reykjavík dagana 28.-30. apríl næstkomandi. Undirleikari á píanó verður Elfrún Gabríel frá Leipzig. Þátttakendur frá nánari upplýsing- ar í síma 94-7672 eða 91-656617. (Frcttatilkynning) lii/'; V-\V> •; ■ “ sM s/ Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ.ÞORGRÍMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, simi 38640 DAGSKRÁ: JÓN BALDVIN HANNIBALSSON formaður Alþýðuflokksins flytur ávarp Ítalíufaramir STEFÁN HILMARSSON OG EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON syngja létt lög. VALGERÐUR GUNNARSDÓTTIR á 5. sæti A-listans í Reykjavík flyturstutta tölu. PÁLMIGESTSSON leikari kemur i heimsókn. ÞORSTEINN GAUTISIGURÐSSON leikur á píanó. HLJÓMSVEITIN NÝDÖNSK leikur fyrir dansi. Kynnir verður RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR. Kaffiveitingar á staönum. Aögangur ókeypis. Mætiö timanlega. Borðapantanir ekki teknar í síma GÓÐA SKEMMTUN! ALÞÝÐUFLOKKURINN JAFNAÐARMANNAFDDKKUR ISLANDS í&mi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.