Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 13
roor TTfTQ b or <rl' A n<T A T A T ri^CS h TQT/HT/'TVTOÍ'A MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991 % Markviss atvinnunýsköpun og hlutverk stjórnvalda eftir Pál Theodórsson Gjöful fiskimið og gnægð orku eru þær meginauðlindir sem vel- megun okkar íslendinga byggist fyrst og fremst á. Fiskimiðin eru nú nærri fullnýtt og reynsla síðustu missera hefur sýnt okkur að það tekur langan tíma að byggja upp orkufreka stóriðju. Ymsar nágrannaþjóðir okkar eru fremur snauðar af gæðum náttúr- unnar en hefur þó tekist að búa sér lífsskilyrði eins og þau getast best meðal iðnaðarþjóða. Hvemig hafa þær gert það? Með þvi að nýta sér auðlind sem felst í nútíma tækni- þekkingu. Af þeim getum við mikið lært. Hér á landi hafa menn síðustu misseri bundið mjög vonir við þann eftir Árna Gunnarsson íslendingar hafa tekið að sér að halda Heimsmeistaramótið í hand- knattleik árið 1995. Þetta verður, án efa, mesti íþróttaviðburður ís- landssögunnar og krefst mikils und- irbúnings og fjármuna, enda mikið í húfi að vel takist til. Islendingar hafa náð meiri árangri í handknattleik en nokkurri annarri íþróttagrein og hafa marg- ar milljónaþjóðir mátt lúta í lægra haldi fyrir íslensku handknattleiks- piltunum. Þjóðin hefur fylgst með sigurgöngu þeirra stolt og ánægð, en jafnframt fundið til þegar illa hefur gengið. Miklar kröfur hafa verið gerðar til handknattleiksmanna okkar, stundum ósanngjarnar, og þá lítið tillit tekið til þeirra aðstæðna, sem íþróttagreinin hefur mátt búa við. Islensku strákarnir, flestir í fullri vinnu eða við nám, hafa orðið að beijast við þrautþjálfuð atvinnu- mannalið og með ótrúlegri seiglu og hæfni haft sigra, sem vakið hafa athygli víða um heim. Nú er komið að okkur öllum að reyna að tryggja, að íslensku hand- knattleiksmennirnir nái umtals- verðum árangri á heimsmeistara- mótinu, og að allur undirbúningur mótsins gangi greiðlega og að mót- ið verði þjóðinni til sóma. Þetta er Peter Bast- ian í Nor- ræna húsinu DANSKI tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Peter Bastian heldur laugardaginn 13. apríl fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins sem hann nefnir „Hvað er tónlist?" Þar er fjallað um hvernig hlutstendur upplifa tón- listina, gæði hennar og nánari skilgreiningu. Mánudaginn 15. apríl kl. 17.15 heldur hann annan fyrirlestur í Norræna húsinu, þar sem hann talar um vitsmuni og tónlistargáfu. Peter Bastian er kunnur tnlist- armaður og fyrirlesari og bk hans Ind i musikken sem kom út 1987 hlaut verðlaun Weckendavisen 1988. Hann hefur hlotið ýmsar við- urkenningar m.a. Tónlistarverðlaun Jakobs Gade, 1969 og Rosenkjær- verðlaun danska útvarpsins 1989. Kaffistofa Norræna hússins verður opin til kl. 23.30 og verður boðið upp á smurt braut að dönsk- um hætti, segir m.a. frttatilkynn- ingu. auð sem felst í fallvötnum landsins og jarðvarma og horft til möguleika stóriðju. Þar verður’íslenskt hugvit og þekking ekki virkjuð nema að mjög takmörkuðu leyti. Kapp við að ná samningum um álver hér á landi hefur dregið úr viðleitni til nýsköpunar á öðrum sviðum at- vinnulífsins. Vel má vera að stór- iðja á íslandi sé vænlegur kostur til að styrkja atvinnulíf þjóðarinnar, en öðrum álitlegum möguleikum þarf einnig að sinna. Hér má benda á möguleika í hátæknigreinum eins og rafeinda- og hugbúnaðarfyrir- tækja. Hér á landi er nú álitlegur vísir að atvinnurekstri í þessum greinum. Fróðlegt er að bera saman fjárþörf vegna stofnkostnaðar í þessum greinum við hliðstæðan stofnkostnað í stóriðju og fiskveið- „Nú er komið að okkur öllum að reyna að tryggja, að íslensku handknattleiksmenn- irnir nái umtalsverðum árangri á heimsmeist- aramótinu.“ unnt að gera með afgerandi stuðn- ingi við íþróttagreinar, en ijársöfn- un hefst með merkjasölu, sölu gull- boltans, á kjördag. Við megum al- veg við því að gleyma stjórnmálun- um um stund og styðja gott mál- efni, sem getur varðað þjóðina miklu, bæði í kynningu og umtali á erlendri grund. Höfundur er alþingismaður. Úr flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. um. Stofnkostnaður á starfsmann í t.d. fjögurra manna fyrirtæki í þessum greinum er aðeins um hálf milljón króna. Þá er gert ráð fyrir að húsnæði sé leigt fyrir starfsem- ina. Fyrirtækið fer hins vegar ekki að skila tekjum fyrr en þróun tæk- is eða hugbúnaðar er lokið. Sé gert ráð fyrir að þróunarstarfið taki tvö ár og þetta talið til stofnkostnaðar, verður heildarstofnkostnaður um 6,5 millj. króna á starfsmann. í fisk- Árni Gunnarsson veiðum (skuttogara) er hliðstæð upphæð um 30 millj. kr. og um 90 milij. kr. á starfsmann í álfram- leiðslu. En hvernig er nú hlynnt að þessu nýjabrumi í atvinnulífi okkar. Rann- sóknasjóður Rannsóknaráðs ríkis- ins, sem ætti að vera ein traustasta stoðin við nytjarannsóknir sem hafa nýsköpun í atvinnulífinu að mark- miði, hefur rýrnað að verðgildi með hverju ári og er nú aðeins rúmur helmingur af raungildi sínu þegar hann var stofnaður fyrir 6 árum. íslensk fyrirtæki sinna nytjarann- sóknum illa og það eykur vart bjart- sýni manna um að möguleikar nú- tímatækni verði nýttir. Þar má taka lífefnafræði sem á vafalítið eftir að hafa mikil áhrif í fiestum greinum matvælaframleiðslu. Þessir mögu- leikar verða ekki nýttir nema að loknu miklu rannsókna- og þróun- arstarfi. Þó við getum lært margt af öðrum þjóðum í þessum efnum munum við ekki geta nýtt mögu- leika tækninnar nema með öflugum eigin nytjarannsóknum. íslensk fiskvinnslufyrirtæki sinna þessu brýna verkefni sáralítið. Með opinberri skólastefnu hefur þjóð okkar tryggt sér mikla og trausta þekkingu í nútímatækni og vísindum. Með framhaldsskólum okkar og skólum á háskólastigi og með því að örva íslenskt námsfólk til framhaldsnáms, bæði hér á Ís- landi og erlendis, höfum við tryggt að þjóð okkar býr nú yfir mikilli þekkingu og reynslu, sem ætti að geta treyst undirstöður atvinnuvega okkar og stuðlað að fjölbreytilegri nýsköpun. Lánasjóður íslenskra námsmanna er mikilvægur liður í þessari viðleitni hins opinbera. Þar gera aðrar þjóðir vart betur. En þegar kemur að því að virkja auð- lind þekkingarinnar erum við eftir- bátar nágrannaþjóða okkar. Rann- sóknasjóður er lýsandi dæmi um aðgerðarleysi stjórnvalda. íslensk fyrirtæki eru smá og þar er enn Páll Theodórsson takmörkuð hefð fyrir nytjarann- sóknum. Þekking og reynsla hins vel menntaða unga fólks nýtist ís- lensku atvinnulífi illa. Til að þekking verði nýtt til ný- sköpunar í atvinnulífinu er ekki nóg að tryggja traustan grundvöll fyrir- tækja eins og ýmsir telja. í stjórnun fyrirtækjanna þarf breytt hugarfar og breytt vinnubrögð og það kallar á nýja kynslóð forstöðumanna. Stöðnunar hefur gætt í íslensku atvinnulífi á síðustu árum og horfur eru á að enn muni síga á ógæfuhlið- ina í þessum efnum á næstu árum. Fjölbreytileg nýsköpun í íslensku atvinnulífi næst ekki nema með öfiugum nytjarannsóknum. íslensk fyrirtæki eru vanbúin á þessu sviði, hið opinbera verður að styðja á komandi árum á öflugan hátt ef við ætlum ekki að glata góðum tækifærum. Stjórnvöld iðnaðar- þjóða styðja mjög margvíslega ný- sköpun í atvinnurekstri. Hér á landi er brýn nauðsyn á að efla mjög þátttöku ríkisins í skipulegu starfi til nýsköpunar. Þessi stuðningur mundi ekki einungis efla nýsköpun- arstarfið, hann mundi einnig efla nytjarannsóknir fyrirtækja og glæða skilning ráðamanna þeirra á gildi rannsókna. Að treysta alfarið á frumkvæði fyrirtækja getur að- eins leitt til áframhaldandi stöðnun- ar í íslensku atvinnulífi. Höfundur er eðlisfræðingur og starfará Raunvísindastofnun Háskólans. 1 1 Honda Accord 1991 EX Margfaldur verðlaunabíll, fullbúinn öllum þægindum á ótrúlega hagstæðu verði Greiðsluskilmálar við allra hæfi, t.d. 25% útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 36 mánuði á bankakjörum. Við tökum góða, notaða bíla upp í nýja oglánum jafnvel mismuninn. Verð frá aðeins kr. 1.360.000,- stgr. Sýning í dag kl. 13-17 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 Nú er komíð að okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 83. tölublað (13.04.1991)
https://timarit.is/issue/123914

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

83. tölublað (13.04.1991)

Aðgerðir: