Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991 21 N G A R A L N G S K O Áhrif húsbréfakerfisins á vexti og fjármagnsmarkað eftir Yngva Örn Kristinsson í nýlegri fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneyti var fullyrt að tvöföldun á útgáfu húsbréfa, úr 5 milljörðum króna árið 1990 í 10 milljarða króna 1991, sé helsta skýring aukinnar innlendrar lán- töku samkvæmt lánsijárlögum. Gefið var í skyn að þetta sé helsta skýringin á hækkun vaxta að und- anförnu. Hér er farið fijálslega með staðreyndir og borin saman hrein lánsfjáröflun opinberra aðila og brúttótölur um útgáfu húsbréfa án samhengis við aðrar lántökur húsnæðissjóðanna. Hreinar innlendar lántökur í eftirfarandi töflu er gefið yfir- lit um hreinar innlendar lántökur opinberra aðila 1990 og lánsfjár- áætlun 1991. Hreinar innlendar lán- tökur opinberra aðila Hlutföll af landsframleiðslu 1990 1991 1990 1991 Ríkissjóður A-hluti (mja.kr.) (mja.kr.) 5,1 9,1 1,5% 2,5% Húsnæðissjóðir 14,2 17,5 4,2% 4,7% Aðrir -0,2 -2,6 -0,1% -0,7% Hreinar lántökur opinberra aðila alls 19,0 24,0 5,6% 6,6% Það sést að hreinar innlendar lántökur opinberra aðila, þ.e. lán- tökur að frádregnum afborgunum, aukast alls um 5 milljarða króna milli áranna 1990 og 1991. Mest er aukningin á lántökum ríkis- sjóðs, A-hluta, en þær aukast um 4 milljarða króna, eða sem svarar til 1% af landsframleiðslu. Aukn- ing hreinnar lántöku húsnæðis- sjóðanna er 3,3 milljarðar króna, eða um hálft prósent landsfram- leiðslu. Hreinar lántökur annarra opinberra aðila eru neikvæðar, þ.e. endurgreiðslur eru meiri en lán- tökur. Losað um skuldbindingar Áformað er að útgáfa húsbréfa aukist úr 5 milljörðum kr. í 10 milljarða kr. enda er húsbréfakerf- ið á þessu ári að taka í vaxandi mæli við hlutverki lánakerfisins frá 1986. Á móti þessari aukningu kemur bein lækkun á lánveitingum úr Byggingasjóði ríkisins úr tæp- um 8,9 milljörðum kr. í 4,9 millj- arða kr. Aukinni útgáfu húsbréfa er mætt að hluta með lækkun á bein- um kaupum lífeyrissjóða á skulda- bréfum Húsnæðisstofnunar. Heimild til lífeyrissjóða til kaupa á húsbréfum innan „kaupskyl- dunnar" eru aukin á þessu ári úr 10% í 18% og samsvarar það um 2,2 milljörðurii kr. Bein ■ skulda- bréfakaup lífeyrissjóðanna af Hús- næðisstofnun lækka að sama skapi. Tilkoma húsbréfakerfisins felur einnig í sér að losað er um lánveit- ingar banka og lífeyrissjóða til húsnæðismála. Með húsbréfakerf- inu er lánshlutfall hækkað veru- lega, þannig að lánveitingar banka og lífeyrissjóða minnka verulega. Lán seljenda til kaupenda vegna eftirstöðva munu einnig minnka. Áætlað hefur verið að hér geti verið um 4-5 milljarða króna lækk- Tluécuicts Heílsuvörur nútímafólks un að ræða. Hér skapast því auk- ið svigrúm fyrir þessar stofnanir til annarra útlána. Alls óvíst er því af þessum sök- um að aukning hreinnar lántöku húsnæðissjóðanna ein og sér hafi áhrif til hækkunar vaxta á þessu ári. Ljóst er hins vegar að stefnt er að miklum lántökum opinberra aðila á innlendum markaði á þessu ári. Nokkur spenna hefur verið á ijármagnsmarkaðnum undanfarna mánuði og hafa vextir á markaðs- verðbréfum þokast upp á við. Gild- ir það jafnt um húsbréf sem önnur verðbréf. Þannig hafa vextir á bankabréfum, skuldabréfum, sveitarfélaga og spariskírteinum ríkissjóðs þokast upp. höfundur er hagfræðingur og formaður Ilúsnæðismálastjórnar. Yngvi Örn Kristinsson „Áformað er að útgáfa húsbréfa aukist úr 5 milljörðum kr. í 10 milljarða kr. enda er húsbréfakerfið á þessu ári að taka í vaxandi mæli við hlutverki lána- kerfisins frá 1986. Á móti þessari aukningu kemur bein lækkun á lánveitingum úr Bygg- ingasjóði ríkisins úr tæpum 8,9 milljörðum kr. í 4,9 milljarða kr.“ POTTAPLÖNTU DAGAR Nú er einmitt rétti tíminn til að huga að pottaplöntum eftir veturinn. Framundan er góður ræktunartími. ✓ I tilefni þess efnir Blómaval til sérstakra pottaplöntudaga. Heimsækið Blómaval, lærið rétt vinnubrögð við pottun og umpottun plantna og fáið góð ráð hjá garðyrkjufræðingum okkar. Eigum nú ótrúlega mikið úrval af nýjum og spennandi pottaplöntum. SÉRSTAKT TILBOÐ í TILEFNI POTTAPLÖNTUDAGA: Bleiki Pardusinn ... kr.191.- Ungplöntur til framhaldsræktunar .... kr.198.- Stofuaskur .... kr.398.- Króton .... kr.398.- Pottacrysanthemum kr.420.- Alparós kr.660.- KYNNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14 - 16 Lára Jónsdóttir garð- yrkjufræðingur sýnir fólki rétt handbragð við pottun og umpottun plantna. Einnig leið- beinir hún um val á réttri gróðurmold og réttum áburði. Opið alla daga frá kl. 9 - 22. Sími 689070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.