Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 EinstaMingurinn og umhverfi hans - stefna sjálfstæðismanna eftir Sólveigu Pétursdóttur Kosningaáróður á villigötum í kosningabaráttunni hafa full- trúar ríkisstjómarflokkanna reynt að halda því fram að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki stefnu í ýms- um málaflokkum. Þessi hræðslu- áróður birtist m.a. í grein Auðar Sveinsdóttur í Þjóðviljanum þann 11. apríl sl., þar sem því er haldið blákalt fram að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi enga stefnu í umhverfis- málum. Greinarhöfundur, sem skipar 3. sæti G-listans í Reykjavík, hefur annað hvort ekkert haft fyrir því að kynna sér stefnu Sjálfstæðis- flokkins í þessum málaflokki eða hún segir vísvitandi ósatt. Það sem er þó einna athyglisverðast við þess- ar rangfærslur frambjóðandans, er sú lítilsvirðing sem sýnd er áhuga manna á umhverfismálum. Kosn- ingaáróður þeirra alþýðubandalags- manna er þannig ekki aðeins mark- laus heldur hittir þá sjálfa fyrir. Önnur sjónarmið en áhugi á umhverfismálum Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur nánast ekkert gert í umhverfismálum, nema stofna ráðuneyti með óljóst verk- svið. Hafi fyrirkomulag umhverfis- mála hér þótt ruglingslegt áður, má segja að eftir tilkomu ráðuneyt- isins ríki hálfgerð ringulreið. Tregða stjórnarflokkanna við að halda málinu áfram á yfirstandandi þingi, undirstrikar þann vanda, sem framkvæmd þessa mikilvæga mála- flokks er nú í. Nefnd umhverfisráð- herra, sem falið var að semja frum- varp til laga um umhverfisvernd og umhverfisstofnun, hefur hætt störfum um sinn, án þess að ljúka verki sínu. Nefndin átti að ljúka störfum fyrir 1. janúar sl. Forsætis- ráðherra átti, fyrir 1. nóvember sl., að leggja fram frumvarp til laga með ýmsum breytingum í kjölfar þess að umhverfisráðuneytið var tekið til starfa, en það frumvarp hefur ekki enn litið dagsins ljós. Fjárveitingar hafa heldur ekki verið tryggðar til þessa málaflokks. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því ekki af neinu að státa í umhverfis- málum og ætti frambjóðendum þeirra að vera það fullljóst. Lands- mönnum er það líka ferskt í minni hvernig umhverfisráðuneytið varð loksins til, þar réðu önnur sjónar- mið en áhugi á umhverfismálum. Frumkvæði sjálfstæðismanna og áhugaleysi for- sætisráðherra Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft frumkvæði í þessum málaflokki, bæði í Reykjavíkurborg og á al- þingi. Nú eru liðin ein 15 ár síðan Geir Hallgrímsson, þáverandi for- sætisráðherra, skipaði nefnd til að vinna heildarlöggjöf um stjórn um- hverfismála. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram fjölmargar tillögur í þess- um málum á Alþingi og ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar lagði mikla áherslu á umhverfismál. Friðrik Sophusson vann mjög gott starf í þeirri ríkisstjórn sem iðnaðarráð- herra og lagði grundvöllinn að ýms- um þeim úrbótum sem gerðar hafa verið, m.a. hvað snertir endur- vinnslu og notkun ósoneyðandi efna. Þá má einnig geta þess að sjálfstæðismenn fengu samþykkta þingsályktunartillögu árið 1987, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að efna til ráðstefnu hér á landi um varnir gegn mengun hafsins við ísland og annars staðar í Norð- austur-Atlantshafí, þar sem ítar- lega verði fjallað um þá hættu em fiskistofnunum á þessu svæði er búin af hennar völdum. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli sjálfstæðismanna til Steingríms Hermannssonar, þá hef- ur þessi ráðstefna ekki enn verið haldin. Þannig hefur vilji Alþingis verið virtur að vettugi þótt menn hrópi nú hátt í hita kosningabarátt- unnar og veifi stefnumálum sinna flokka. Stefna sjálfstæðismanna í umhverfismálum Vægi umhverfismála í stjórnmál- um hefur aukist mjög á síðari árum og á enn eftir að aukast. Verkefni næstu ríkisstjórnar verða ekki síst þau að taka umhverfismálin föstum töku. Sjálfstæðismenn vilja samein- ingu umhverfismála fremur en stjórnun í einu ráðuneyti og áhrif sveitarfélaga fremur en aukna mið- stýringu. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins mótaði skýra og heild- stæða stefnu í þessum málaflokki sem og í 18 öðrum málaflokkum. Helstu atriði í stefnu sjálfstæðis- manna í umhverfísmálum eru eftir- farandi: 1. Aukinn skilningur, áhugi og þekking almennings á umhverfis- málum er hornsteinn umhverfis- verndar í framtíðinni. Almenningur þarf því að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um landið og nátt- úru þess. Fræðsla um náttúruvernd og umhverfismál verði stóraukin í skólum og meðal almennings. 2. Skógrækt, landgræðsla og gróðurvernd verði aukin. Einstakl- ingar og samtök þeirra verði styrkt með beinum framlögum til land- græðslu og skógræktar. Til þess að styrkja starf- þeirra, verði rann- sóknarstarfsemi ríkisstofnana í landgræðslu og skógrækt efld. 3. Móta þarf stefnu um raun- hæfa nýtingu lands og eðlilega end- urheimt landkosta, þar sem samein- uð verði náttúruverndarsjónarmið og þjóðhagsleg hagkvæmni bæði í lengd og bráð. 4. Viðkvæm landsvæði verði frið- uð fyrir ágangi búfjár. Almennt gildi sú regla að lausagangur búfjár verði óheimil nema á þeim stöðum og á þeim tíma, þegar sýnt þykir að hún rýri ekki landgæði. Sólveig Pétursdóttir „Ríkisstj órnarflokk- arnir hafa því ekki af neinu að státa í um- hverfismálum og ætti frambjóðendum þeirra að vera það fullljóst. Landsmönnum er það líka ferskt í minni hvernig umhverf iráðu- neytið varð loksins til, þar réðu önnur sjónar- mið en áhugi á um- hverfismálum.“ 5. Framlög til umhverfisrann- sókna verði aukin. Sérstök áhersla verði á rannsóknir á mengun sjávar umhverfis ísland í nánu samstarfi við samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og aðra hagsmunaaðila. 6. Gera þarf stórátak í frárennsl- ismálum og sorphirðu. Átak í frá- rennslismálum miðist fyrst um sinn við að koma í veg fyrir losun hættu- legs úrgangs eða eiturefna í al- mennar skólpveitur og að ganga þannig frá frárennsli og skólpveit- um að ekki valdi staðbundinni mengun. Hvað sorphirðu varðar, skal stefnt að flokkun og sundur- greiningu alls úrgangs til endur- vinnslu og endurnýtingar verð- mæta. Til þessara verkefna er rétt að nýta kosti einkaframtaksins, í eðlilegu markaðsumhverfi, án of- stýringar opinberra aðila. Lífrænan úrgang sem ekki er hægt að vinna í verðmætari efni, ber að umbreyta t.d. í áburð og skila honum þannig aftur út í lífríkið. Þeim úrgangsefn- um, sem ekki eru vinnsluhæf, skal eytt á viðunandi hátt, en hætt skal við almenna urðun sorps svo fljótt sem kostur er. 7. Við nýjan atvinnurekstur verði jafnan beitt bestu fáanlegri tækni til að draga úr mengun og öðrum skaðlegum umhverfisáhrifum. Við eldri atvinnurekstur verði gætt ítrustu mengunarvarna, eftir því sem mögulegt er. Sérstök áhersla verði lögð á að draga úr mengun frá farartækjum. 8. Taka ber fullt tillit til umhverf- is- og náttúruverndarsjónarmiða við skupulagningu og gerð hvers kyns mannvirkja svo að ásýnd landsins og ímynd verði ekki spillt að nauð- synjalausu. Sömuleiðis þarf að tryggja að umferð á láði og legi bæði ferðamanna og annarra taki fullt tillit til náttúru landsins á hveijum stað. Þannig verði komið í veg fyrir alvarleg og jafnvel óbæt- anleg umhverfisspjöll. Ennfremur er lögð áhersla á auk- inn þátt íslendinga í alþjóðlegu samstarfi og gerð tillaga um það, að umhverfisvernd verði einn af grundvallarþáttum í utanríkis- stefnu þjóðarinnar. Með þessa stefnu að leiðarljósi ganga sjálfstæðismenn nú til al- þingiskosninga. Við minnum á það, að virðing fyrir einstaklingnum er einnig virðing fyrir umhverfi hans. Höfundur er alþingismaður og skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Hvers vegna listhús? eftir Daða Guðbjörnsson Það er erfítt að hasla sér völl sem listamaður, en eitt af aðalvanda- málunum er vinnustofuleysi og svo auðvitað framfærsla og efniskostn- aður. Mun hinn nýi starfsmanna- sjóður, svo þarfur sem hann er, hvergi hafa undan miklum ljölda nýrra listamanna sem útskrifast ár hvert, nema menntamálaráðuneytið stórauki sýningahald á sínum veg- um og greiði fyrir. Slíkt sýninga- hald hefur staðið yfir í húsakynnum menntamálaráðuneytisins og ekki vakið mikla athygli sem vonlegt er, þar sem kynning er lítil, húsnæði hentar illa og gagnrýnendur skrifa þar af leiðandi ekki um sýningarn- ar. Leigan sem borguð er getur varla talist það há að hún fleyti hinni ungu listspíru langt úr vör. Listasafn íslands er sennilega verð- ugri vettvangur til slíkra hluta og væri kannski nær að láta því í té meira fjármagn til kaupa á verkum starfandi íslenskra listamanna og standa fyrir frekari sýnignúm bæði innanlands og utan. Mikið af húsnæði því sem Iátið var í skiptum fyrir SS-höllina, hefðu listamenn örugglega viljað leigja fyrir sanngjarnt verð. Ein húseignin var t.d. sérhönnuð sem slík. Það læðist að manni sá grunur, að þeg- ar SS var keypt hafi listaháskóla- sameiningardraumur menntamála- ráðherra átt að fela þá alkunnu „Mikið af húsnæði því sem látið var í skiptum fyrir SS-höllina, hefðu listamenn örugglega viljað leigja fyrir sann- gjarnt verð. Ein hús- eignin var t.d. sérhönn- uð sem slík.“ staðreynd að neysluvenjur íslend- inga í dag eru ekki í samræmi við vonir SS þegar húsið var byggt og vandséð að aukin listmenntun muni auka lambaketsát þegar til lengri tíma er litið. Lengi hefur verið talað um að MHÍ þyrfti hentugra húsnæði til starfsemi sinnar, en íslendingum er gjarnt að halda að öll vandamál megi leysa með nýju húsnæði. Það er miklu auðveldara að fá fé til húsnæðisbygginga en nokkurs ann- ars sbr. húsnæðislöggjafir sem aus- ið hafa skattpeningum landsmanna á báða bóga í gegnum árin og ætl- ar húsbréfakerfið að verða sama endaleysan og annað í þessum málum, en ekki meira um það. Nú hefur tekist að finna lausn á vanda listanna í landinu, ef ekki heimslistarinnar, með kaupum á húsi; stóru húsi til að hýsa stóra stofnun, fyrir alla listamenn í landinu, og koma henni á háskóla- stig. (Skrýtið að hafa ekki HÍ og KHÍ líka inni í dæminu.) En lausn- arorðið „að sameina" og búa til stórar einingar er kannske ekki endilega hagkvæmasta fyrikomu- lagið í rekstri og gefur ekki bestan árangur. Það hefur sýnt sig í ríkjum sem einu sinni voru kennd við Ráð- stjórn, en eru nú alveg ráðalaus og dáða. Það hefði sennilega verið þarfara fyrir MHÍ að skoða sjálfan sig og huga að því hvort ekki ætti að skipta honum upp í lista- og list- iðnaðarskóla og fleiru í innra starfi skólans mætti huga að, t.d. starfs- mannahaldi, viðveru nemenda, Hamrahlíðar- kórinn í Húna- vatnssýslu Hamrahlíðarkórinn heldur í söngferð í Húnavatssýslu um helg- ina og heldur tónleika í Félags- heimilinu á Blönduósi, í dag, laug- ardaginn 13. apríl kl. 15, í Þing- eyrakirkju sunnudaginn 14. apríl kl, 14 og í Hvammstangakirkju kl. 17 sama dag. Að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur stjórnanda kórsins er efnisskrá tón- leikanna fjölbreytt. Kórinn syngur íslensk og erlend þjóðlög og flytur tónlis^ frá 16. og 17. öld og tónverk eftir íslensk tónskáld. Þetta er fyrsta tónleikaferð kórsins á þessu ári og Daði Guðbjörnsson námsmati og fjölda nemenda miðað við starfsmöguleika eftir náin. Oft hef ég velt fyrir mér, þegar fólk er að býsnast yfir fjölda sýningar- sala og sýninga, að þeir skuli ekki enn fleiri, miðað við þá sem hafa menntað sig til starfa í sjónlistun- um, enda líta flestir sem úr MHÍ koma á sig sem listamenn en ekki sem listiðnaðarfólk, þrátt fyrir nafn og upphaflegan tilgang skólans. Þjóðin hefur sem sé eignast hús utan um stofnun sem enginn er farinn að ræða um hvort hin sama þjóð vilji eignast. Höfundur er listmálari og skipar 20. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykja víkurkjördæmi. Hamrahlíðarkórinn heldur í söngferð um Húnavatnssýslu. taka fjörtíu kórfélagar þátt í tónleik- Hamrahlíð í söngferð til Norður- unum að þessu sinni. Spánar og tekur þátt í stærstu kóra- Á sumri komanda heldur kórinn hátíð, sem haldin er ^ í Evrópu á ásamt Kór Menntaskólans í þriggja ára fresti, Evrópa Cantat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.