Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 29
Efnahagsástandið í austurhluta Þýskalands: Sljóm og stj ómarandstaða vinna saman að tillögum Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, og Hans-Jochen Vogel, formaður Jafnaðarmannaflokks- ins, stærsta stjórnarandstöðu- flokksins, náðu í gær samkomu- lagi um að taka upp samstarf vegna hins hrikalega ástands i efnahagsmálum í austurhluta landsins. Á síðustu vikum hefur sá möguleiki verið töluvert rædd- ur að mynduð yrði breið sam- steypustjórn Kristilegra demó- krata og jafnaðarmanna. Itrek- uðu þeir Kohl og Vogel hins veg- ar að loknum viðræðum sínum í gær að hvorugur þeirra teldi þann kost æskilegan. Dieter Vogel, talsmaður þýsku stjórnarinnar, sagði á blaðamanna- fundi að loknum fundi Kohls og Vogels að ákveðið hefði verið að setja á laggirnar tvo vinnuhópa til að vinna og leggja fram sameigin- legar tiilögur um úrbætur í austur- hluta landsins. Á annar hópurinn að fjalla um hvernig best sé að byggja upp skilvirkt stjórnkerfi í austurhlutanum og hvernig taka eigi á spurningunni um eignarrétt á þeim eignum sem voru þjóðnýttar á 40 ára valdatíma kommúnista í Austur-Þýskalandi. Hinn vinnuhóp- urinn á að leggja fram tillögur til að sporna við atvinnuleysi í nýju sambandslöndunum en talið er að allt að Ijórar milljónir fyrrverandi Austur-Þjóðverja verði orðnar at- vinnulausar um mitt næsta sumar. Formaður Jafnaðarmannaflokks- ins sagðist vera ánægður með fund sinn með kanslaranum en jafnaðar- menn hafa farið fram á.það undan- farnar fjórar vikur að fundur af þessu tagi verði haldinn. Noregur: Umfangsmiklar skatta- umbætur fyrirhugaðar Ósló. Reuter. MINNIHLUTASTJÓRN Verkamannaflokksins í Noregi lagði í gær fram tillögur um umfangsmiklar umbætur í skattamálum. Sam- kvæmt þeim lækka skattar einstaklinga á næsta ári, en skattbyrði fyrirtækja verður óbreytt að kalla. Reuter Matarskorti mótmælt Tugþúsundir stuðningsmanna Borgarabandalagsins, stærsta stjórnar- andstöðuhóps utanþings í Rúmeníu, komu saman í Búkarest í gær og mótmæltu matarskorti, kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar, kosninga og heimkomu Mikjáls, fyn*verandi konungs landsins. Fólkið veifaði eggjabökkum og eldunarílátum til að leggja áherslu á kröfur sínar. Skattstig er óvíða hærra en í Noregi og greiða einstaklingar allt að 57,8% af heildarlaunum sínum til ríkisins. Þetta hlutfall mun lækka í 48,8% samkvæmt tillögum Verka- mannaflokksins. Sovéskur marskálkur: Gorbatsjov þarf ekki að óttast heraflann París. Reuter. SERGEI Akhromejev marskálkur og einn af mestu áhrifamönnum innan sovéska heraflans sagði í gær, að til þess kæmi aldrei, að herinn steypti Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, af stóli. Sagði hann þetta í sjónvarpsviðtali, sem varpað var beint inn á ráð- stefnu í París um varnarmál. Akhromejev, sem var áður yfirmaður sovéska herráðsins, er náinn samstarfsmaður Gorbatsjovs. „Fyrir alla muni hafið ekki áhyggjur af, að sovéskir herforingj- ar steypi Gorbatsjov af stóli eða ógni honum á einhvern hátt,“ sagði Akhromejev og var þá að svara Helmut Schmidt, fyrrverandi kansl- ara Vestur-Þýskalands, sem taldi hættu á herforingjabyltingu í Sov- étríkjunum. Sagði Akhromejev, að sovéski herinn væri tilbúinn til að bregðast til varnar lýðræðisþróun- inni, ekki til að hindra hana. Helmut Schmidt brýndi fyrir ráð- stefnugestum, 1.500 talsins, að Vesturlönd yrðu að halda vöku sinni en Akhromejev sagði, að Vestur- Evrópu stæði ekki lengur nein ógn af hernaðarlegri getu Sovétríkj- anna. Þá sagði hann, að nú væri hernaðarsamstarfi V arsjárbanda- lagsríkjanna lokið og spurði hvers vegna Nato-ríkin hefðu ekki sama hátt á. Brent Scocroft, ráðgjafi Banda- ríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, sagði í sinni ræðu á skjánum, að bandarískur her yrði áfram í Evrópu en hann bar um leið lof á Gorb- atsjov sovétforseta og sagði, að Bandaríkjastjórn væri ekki haldin neinni þórðargleði yfir erfiðleikum Sovétmanna. „Skattstigið verður lækkað og skattgrunnurinn víkkaður,“ sagði í tilkynningu flármálaráðuneytisins. Skattbyrði einstaklinga mun þannig lækka um 2,4 milljarða norskra króna (u.þ.b. 22 milljarða ÍSK) á árinu 1992. Stjórnvöld segja að með nýja skattkerfinu verði skattstig fyrir- tækja lægra í Noregi en víðast hvar í hinum vestrænu iðnríkjum, þ.e.a.s. 28% í stað 50,8% eins og það er nú. Dregið verður úr skattalækkun- um fyrirtækjanna með því að fækka frádráttarliðum svo að heildarskatt- byrðin helst óbreytt að kalla. Markmiðið rheð skattkerfisbreyt- ingunni er að örva efnahagslífið og draga úr fjárfestingum sem lagt er í einungis til þess að lækka skatta. Tillögur Verkamannaflokksins eiga eftir að hljóta samþykki á Stór- þinginu, en þar hefur flokkurinn aðeins 63 sæti af 165. ■ Moskvu. Vytautas Lands- bergis, forseti Litháens, kvaðst í gær vera vongóður um að viðræður við Sovétstjórnina um framtíð landsins gætu hafist fljótlega eða strax að lokinni heimsókn Míkhaíls Gorbatsjovs sovétforseta til Jap- ans dagana 16.-19. apríl. Lands- bergis skýrði frá þessu á blaða- mannafundi og vitnaði máli sínu til stuðnings í símasamtal, sem hann átti við Gorbatsjov sl. fimmtudag. Litháar hafa einhliða lýst yfir sjálf- stæði landsins en Lettar og Eistar ætla að fara hægar í sakirnar og sækja sjálfstæðið í nokkrum áföng- um. í fyrradag átti lettnesk sendi- nefnd viðræður við fulltrúa sovét- stjórnarínnar um efnahagsleg sam- skipti ríkjanna og er vonast til, að á þeim verði framhald. ■ Sídon í Líbanon. ísraelskar orrustuþotur gerðu í gær eld- flaugaárás á bækistöðvar palest- ínskra skæruliða í suðurhluta Líbanon. Skutu fjórar þotur tólf eldflaugum á bækistöðvar Fatah byltingarráðsins sem eru undir stjórn Abu Nidals. Talsmaður ísra- elska hersins í Jerúsalem sagði skotmark vélanna hafa verið notað sem athvarf og æfingasvæði fyrir hryðjuverkamenn. Þetta er áttunda árás ísraelskra orrustuþotna á skotmörk í Líbanon á þessu ári. H London. Breska ríkisstjórnin lækkaði vexti í gær í fjórða skipti á tveimur mánuðum. Skýrði Eng- landsbanki frá því að hann hefði lækkað vexti um hálft prósentu- stig og fylgdu flestir viðskiptabank- ar í kjölfarið með svipaðar yfirlýs- ingar. Þá var í gær tilkynnt að verðbólga í Bretlandi fer áfram hjaðnandi. Mældist hún 8,2% í mars miðað við 8,9% í febrúar. Er vaxta- lækkunin og áframhaldandi hjöðn- un verðbólgunnar talin eiga eftir að koma John Major, forsætisráð- herra Bretlands, til góða en stjórn hans hefur sætt gagnrýni vegna ástands efnahagsmála að undan- förnu. GOODpYEAR Börn deyja daglega í flóttamannabúðunum í Tyrklandi úr kulda, hungri, niðurgangi, vökvamissi eða þau örmagnast. Á myndinni rétt- ir kona fimm mánaða gamalt barnabarn sitt manni sem lætur það í gröf. Flóttamennirnir hafa útbúið grafreit í hlíð við búðirnar. Þar eru yfir fjörutíu grafir og í þeiin l'lestum hvíla börn. með þá tilbaka í búðirnar í herbílum. Veikt fólk grátbiður um aðhlynn- ingu og að vera flutt úr búðunum. Eina hjúkrunaraðstaðan þar er eitt tjald með fimmtán dýnum á moldar- gólfi. B HEKLA LAUGAVEG1174 ®695560 & 674363 GOODfrCAR 60 ÁR Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 83. tölublað (13.04.1991)
https://timarit.is/issue/123914

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

83. tölublað (13.04.1991)

Aðgerðir: