Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 29
Efnahagsástandið í austurhluta Þýskalands:
Sljóm og stj ómarandstaða
vinna saman að tillögum
Bonn. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, og Hans-Jochen Vogel,
formaður Jafnaðarmannaflokks-
ins, stærsta stjórnarandstöðu-
flokksins, náðu í gær samkomu-
lagi um að taka upp samstarf
vegna hins hrikalega ástands i
efnahagsmálum í austurhluta
landsins. Á síðustu vikum hefur
sá möguleiki verið töluvert rædd-
ur að mynduð yrði breið sam-
steypustjórn Kristilegra demó-
krata og jafnaðarmanna. Itrek-
uðu þeir Kohl og Vogel hins veg-
ar að loknum viðræðum sínum í
gær að hvorugur þeirra teldi
þann kost æskilegan.
Dieter Vogel, talsmaður þýsku
stjórnarinnar, sagði á blaðamanna-
fundi að loknum fundi Kohls og
Vogels að ákveðið hefði verið að
setja á laggirnar tvo vinnuhópa til
að vinna og leggja fram sameigin-
legar tiilögur um úrbætur í austur-
hluta landsins. Á annar hópurinn
að fjalla um hvernig best sé að
byggja upp skilvirkt stjórnkerfi í
austurhlutanum og hvernig taka
eigi á spurningunni um eignarrétt
á þeim eignum sem voru þjóðnýttar
á 40 ára valdatíma kommúnista í
Austur-Þýskalandi. Hinn vinnuhóp-
urinn á að leggja fram tillögur til
að sporna við atvinnuleysi í nýju
sambandslöndunum en talið er að
allt að Ijórar milljónir fyrrverandi
Austur-Þjóðverja verði orðnar at-
vinnulausar um mitt næsta sumar.
Formaður Jafnaðarmannaflokks-
ins sagðist vera ánægður með fund
sinn með kanslaranum en jafnaðar-
menn hafa farið fram á.það undan-
farnar fjórar vikur að fundur af
þessu tagi verði haldinn.
Noregur:
Umfangsmiklar skatta-
umbætur fyrirhugaðar
Ósló. Reuter.
MINNIHLUTASTJÓRN Verkamannaflokksins í Noregi lagði í gær
fram tillögur um umfangsmiklar umbætur í skattamálum. Sam-
kvæmt þeim lækka skattar einstaklinga á næsta ári, en skattbyrði
fyrirtækja verður óbreytt að kalla.
Reuter
Matarskorti mótmælt
Tugþúsundir stuðningsmanna Borgarabandalagsins, stærsta stjórnar-
andstöðuhóps utanþings í Rúmeníu, komu saman í Búkarest í gær og
mótmæltu matarskorti, kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar, kosninga
og heimkomu Mikjáls, fyn*verandi konungs landsins. Fólkið veifaði
eggjabökkum og eldunarílátum til að leggja áherslu á kröfur sínar.
Skattstig er óvíða hærra en í
Noregi og greiða einstaklingar allt
að 57,8% af heildarlaunum sínum
til ríkisins. Þetta hlutfall mun lækka
í 48,8% samkvæmt tillögum Verka-
mannaflokksins.
Sovéskur marskálkur:
Gorbatsjov þarf ekki
að óttast heraflann
París. Reuter.
SERGEI Akhromejev marskálkur og einn af mestu áhrifamönnum
innan sovéska heraflans sagði í gær, að til þess kæmi aldrei, að
herinn steypti Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, af stóli.
Sagði hann þetta í sjónvarpsviðtali, sem varpað var beint inn á ráð-
stefnu í París um varnarmál. Akhromejev, sem var áður yfirmaður
sovéska herráðsins, er náinn samstarfsmaður Gorbatsjovs.
„Fyrir alla muni hafið ekki
áhyggjur af, að sovéskir herforingj-
ar steypi Gorbatsjov af stóli eða
ógni honum á einhvern hátt,“ sagði
Akhromejev og var þá að svara
Helmut Schmidt, fyrrverandi kansl-
ara Vestur-Þýskalands, sem taldi
hættu á herforingjabyltingu í Sov-
étríkjunum. Sagði Akhromejev, að
sovéski herinn væri tilbúinn til að
bregðast til varnar lýðræðisþróun-
inni, ekki til að hindra hana.
Helmut Schmidt brýndi fyrir ráð-
stefnugestum, 1.500 talsins, að
Vesturlönd yrðu að halda vöku sinni
en Akhromejev sagði, að Vestur-
Evrópu stæði ekki lengur nein ógn
af hernaðarlegri getu Sovétríkj-
anna. Þá sagði hann, að nú væri
hernaðarsamstarfi V arsjárbanda-
lagsríkjanna lokið og spurði hvers
vegna Nato-ríkin hefðu ekki sama
hátt á.
Brent Scocroft, ráðgjafi Banda-
ríkjaforseta í þjóðaröryggismálum,
sagði í sinni ræðu á skjánum, að
bandarískur her yrði áfram í Evrópu
en hann bar um leið lof á Gorb-
atsjov sovétforseta og sagði, að
Bandaríkjastjórn væri ekki haldin
neinni þórðargleði yfir erfiðleikum
Sovétmanna.
„Skattstigið verður lækkað og
skattgrunnurinn víkkaður,“ sagði í
tilkynningu flármálaráðuneytisins.
Skattbyrði einstaklinga mun þannig
lækka um 2,4 milljarða norskra
króna (u.þ.b. 22 milljarða ÍSK) á
árinu 1992.
Stjórnvöld segja að með nýja
skattkerfinu verði skattstig fyrir-
tækja lægra í Noregi en víðast hvar
í hinum vestrænu iðnríkjum, þ.e.a.s.
28% í stað 50,8% eins og það er nú.
Dregið verður úr skattalækkun-
um fyrirtækjanna með því að fækka
frádráttarliðum svo að heildarskatt-
byrðin helst óbreytt að kalla.
Markmiðið rheð skattkerfisbreyt-
ingunni er að örva efnahagslífið og
draga úr fjárfestingum sem lagt er
í einungis til þess að lækka skatta.
Tillögur Verkamannaflokksins
eiga eftir að hljóta samþykki á Stór-
þinginu, en þar hefur flokkurinn
aðeins 63 sæti af 165.
■ Moskvu. Vytautas Lands-
bergis, forseti Litháens, kvaðst í
gær vera vongóður um að viðræður
við Sovétstjórnina um framtíð
landsins gætu hafist fljótlega eða
strax að lokinni heimsókn Míkhaíls
Gorbatsjovs sovétforseta til Jap-
ans dagana 16.-19. apríl. Lands-
bergis skýrði frá þessu á blaða-
mannafundi og vitnaði máli sínu til
stuðnings í símasamtal, sem hann
átti við Gorbatsjov sl. fimmtudag.
Litháar hafa einhliða lýst yfir sjálf-
stæði landsins en Lettar og Eistar
ætla að fara hægar í sakirnar og
sækja sjálfstæðið í nokkrum áföng-
um. í fyrradag átti lettnesk sendi-
nefnd viðræður við fulltrúa sovét-
stjórnarínnar um efnahagsleg sam-
skipti ríkjanna og er vonast til, að
á þeim verði framhald.
■ Sídon í Líbanon. ísraelskar
orrustuþotur gerðu í gær eld-
flaugaárás á bækistöðvar palest-
ínskra skæruliða í suðurhluta
Líbanon. Skutu fjórar þotur tólf
eldflaugum á bækistöðvar Fatah
byltingarráðsins sem eru undir
stjórn Abu Nidals. Talsmaður ísra-
elska hersins í Jerúsalem sagði
skotmark vélanna hafa verið notað
sem athvarf og æfingasvæði fyrir
hryðjuverkamenn. Þetta er áttunda
árás ísraelskra orrustuþotna á
skotmörk í Líbanon á þessu ári.
H London. Breska ríkisstjórnin
lækkaði vexti í gær í fjórða skipti
á tveimur mánuðum. Skýrði Eng-
landsbanki frá því að hann hefði
lækkað vexti um hálft prósentu-
stig og fylgdu flestir viðskiptabank-
ar í kjölfarið með svipaðar yfirlýs-
ingar. Þá var í gær tilkynnt að
verðbólga í Bretlandi fer áfram
hjaðnandi. Mældist hún 8,2% í mars
miðað við 8,9% í febrúar. Er vaxta-
lækkunin og áframhaldandi hjöðn-
un verðbólgunnar talin eiga eftir
að koma John Major, forsætisráð-
herra Bretlands, til góða en stjórn
hans hefur sætt gagnrýni vegna
ástands efnahagsmála að undan-
förnu.
GOODpYEAR
Börn deyja daglega í flóttamannabúðunum í Tyrklandi úr kulda,
hungri, niðurgangi, vökvamissi eða þau örmagnast. Á myndinni rétt-
ir kona fimm mánaða gamalt barnabarn sitt manni sem lætur það
í gröf. Flóttamennirnir hafa útbúið grafreit í hlíð við búðirnar. Þar
eru yfir fjörutíu grafir og í þeiin l'lestum hvíla börn.
með þá tilbaka í búðirnar í herbílum.
Veikt fólk grátbiður um aðhlynn-
ingu og að vera flutt úr búðunum.
Eina hjúkrunaraðstaðan þar er eitt
tjald með fimmtán dýnum á moldar-
gólfi.
B
HEKLA
LAUGAVEG1174
®695560 & 674363
GOODfrCAR
60 ÁR
Á ÍSLANDI