Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 15 Frjáls verðmyndun á fiski eftir Svein Rúnar Valgeirsson Það er ekki nýtt í íslandssögunni að deilt sé um fiskverð. Deilur sjó- manna við Útgerðarfélag Akur- eyringa eru nýjasta dæmið sem endurspeglar þann aðstöðumun sem er að myndast milli sjómanna eftir því hvaðan þeir róa á landinu. Að vísu hefur lengi verið einhver mun- ur á fiskverði, en þróunin virðist stefna hratt í óheillavænlega átt. Við sem vinnum við sjóinn álítum að hlutverki Verðlagsráðs sjávarút- vegsins sé að ljúka og í staðinn komi annað hvort beinir samningar milli kaupenda og seljenda víðsveg- ar um landið og/eða uppboðs- og fjarskiptamarkaðir. Allir sem koma nærri sjávarútvegi vita að hið svo- kallaða „Verðlagsráðsverð" gildir varla nokkurs staðar og sums stað- ar er langt síðan fiskverkendur fóru að yfirbjóða fisk, sumir vertíða- bundið sumir alltaf. Rétt er það að Verðlagsráðsverð- ið er lágmarksverð, viðmiðun sem þó á að vera reiknuð út eftir vísinda- legum aðferðum sem það verð sem fiskvinnslan getur mest borgað til að koma út á núlli þegar upp er staðið. Tímarnir eru svo breyttir nú, að það er engin þörf á lágmarks- verði og það er raunar ekkert öryggi í því fyrir sjómenn og útvegsmenn. Miklu frekar er hætt við því að það sé notað gegn því að sómasamlegt verð náist. Hagsmunir útgerðar og fiskvinnslu Samþykktir landsfundar Sjálf- stæðisflokksins hafa eins og venju- lega verið töluvert til umræðu hjá andstæðingunum. Helst virðast for- ystumenn annarra stjórnmála- flokka hafa áhyggjur af því að ekki sé nógu mikið af slagorðum og full- yrðingum. Okkur sjálfstæðismönn- um nægir alveg að segja að hveiju við viljum stefna og hvers vegna við viljum vinna að ákveðnum markmiðum án þess að vera með stóryrði og meiningalaust slag- orðaglamur. Um fijálst fiskverð og fiskmark- aði segir í ályktun 29. landsfundar Sjálfstæðisflokksins: „Brýnt er að hagsmunir útgerðar og fiskvinnslu fari saman. A und- anförnum misserum hafa uppboðs- markaðir gegnt veigamiklu hlut- verki í framþróun sjávarútvegs, enda mikilvægt skref til að virkja markaðslögmálin til þróunar þess- arar greinar." Og áfram: „Ennfremur verði stefnt að því að allur ferskur fiskur veiddur á íslandsmiðum verði boðinn íslensk- um fiskvinnslustöðvum til kaups eða seldur um innlenda fjarskipta- eða uppboðsmarkaði áður en hann er fluttur óunninn úr landi. Stefnt verði að fijálsri verðmyndun á ferskfíski. Tryggt verði að upplýs- ingar um markaðsverð á fiski í ein- stökum landshlutum liggi ávallt fyrir.“ Við teljum að ekki sé ennþá kom- inn sá tími að unnt sé að skylda þá sem njóta veiðiheimilda á ís- landsmiðum til að selja allan sinn fisk í gegnum íslenska fískmark- aði, en sá tími muni koma að skip í eigu fískvinnslunnar, sem og önn- ur skip, verði að selja sinn fisk í gegnum fiskmarkaði hæstbjóðenda til kaups og þar með verði rofín einokun fiskvinnslunnar á þeim fiski sem skip í þeirra eigu fá úthlut- að til veiða. Til að þetta geti orðið þurfa yfii-völd og hagsmunaaðilar að sníða af nokkra augljósa galla á núverandi kvótakerfi, sem mundi aðlögunarvandi þeirra er svipaðs eðlis og vandi setjara þegar offset- prentun og tölvuvæðing hrakti þá unnvörpum úr starfi eða vandi þvottahúsastarfsmanna þegar heim- ilisþvottavélar gerðust tíðar? Hvers vegna að aðstoða bændur fremur en verslunarfólk á Laugaveginum í samkeppni við Kringluna eða inn- lenda frystipressuframleiðendur í samkeppni við útlendinga? Meginástæðan er að bændur hafa flestir fest allt sitt, atvinnutæki og íbúðarhúsnæði, á bújörðum sínum þaðan sem erfitt er að stunda aðra vinnu en búvöruframleiðslu. Einnig má til sanns vegar færa að þjóðin skuldi bændastéttinni nokkuð eftir að hafa látið hana komast upp með að reyra sig í viðjar ofstjórnar og miðstýringar í sextíu ár. Síðast en ekki síst er eftir svo miklu að slægj- ast í landbúnaðarhagræðingu, að ábatinn er til skiptanna milli bænda og neytenda. Út af fyrir sig hafa kjósendur gott af að átta sig á því hvaða íjármunir eru lagðir í landbún- aðinn. Rætt er um að veija 30 mill- jörðum króna til landbúnaðarins á næstu 6 árum. Það eru um 5 milljón- ir alls á hvert ársverk í hefðbundnum landbúnaði og er þó ekki meira en tíðkast hefur síðustu árin. Það er óvíst að sjálfstæðismenn treysti sér til að leysa landbúnaðarmálin fyrir minna. En við treystum okkur til að ná meiri hagræðingu og verð- lækkunum og skila af okkur heil- brigðari, sjálfstæðari og öflugri landbúnaði en núverandi búvöru- samningsdrög munu gera. Viðskiptafrelsi og sóknarfæri Sjálfstæðismenn hafa sæst á að leggja innflutningsáform til hliðar meðan átak er gert í innlendri hag- ræðingu. Það er þó mín skoðun, að engin haldbær rök knýji á um að landbúnaðurinn njóti sérstakrar verndar umfram aðrar atvinnugrein- ar þegar aðlögun er lokið. Svo mikl- ir möguleikar eru á hagræðingu og verðlækHnnmn í,'í^npk^m landþún- „Til að þetta geti orðið þurfa yfirvöld og hags- munaaðilar að sníða af nokkra augljósa galla á núverandi kvótakerfi, sem mundi greiða fyrir þróun frjáls fiskverðs, en ekki sífellt að leggja steina í’götu þróunar- innar.“ greiða fyrir þróun frjáls fiskverðs, en ekki sífellt að leggja steina í götu þróunarinnar. Fyrstu skref Það þarf að breyta lögum um Verðlagsráð sjávarútvegsins þannig Sveinn Rúnar Valgeirsson að ríkið hætti að skipa oddamann í yfirnefnd og að meiríhlutinn geti ákvarðað lágmarksverðið svokall- aða. Þegar ró hefur skapast í kring- um fiskverð ákvarðað með þessum hætti munu menn sjá að Verðlags- ráðið er óþarft og fískverðið yrði þá orðið fijálst. Þá hefur verið bent á að Afla- miðlun gæti hugsanlega hjálpað til með að gefa innlendum aðilum tæk- ifæri til að bjóða í afla jafnframt því að stýra sölu á ferskfiski til útflutnings. Það eru sjálfsagt til fleiri aðgerð- ir sem styðja mundu við þróunina í átt að fijálsu fískverði. En það verður að gera ráð fyrir aðlögun- artíma í þessum efnum eins og svo mörgum öði’um. Vanhugsaðar koll- steypur í skilyrðum til rekstrar sjáv- arútvegsfyrirtækja eru beinlínis hættulegar atvinnuöryggi sjó- manna og fískverkunarfólks og ekki síst efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar. Höfundur er stýrimaður í Vestmannaeyjum. aði, að eftir hana verða hérlendir bændur mun betur í stakk búnir til að standast erlenda samkeppni en nú. Því má heldur ekki gleyma að aðstæður og samningar á alþjóða- vettvangi geta þróast þannig að ís- lendingar telji sig fyrr en varir knúna til að leyfa verulegan búvöruinn- flutning, og undir þær aðstæður verða menn að vera búnir. Þess utan þykir mér sjálfsagt að leyfa nú þeg- ar innflutning á sérunnum landbún- aðarvörum, sem ekki eru í sam- keppni við algengar búvörur. Þess var líka getið hér að framan, að ís- lenskur landbúnaður kynni að hafa hag af viðskiptafrelsi þegar til lengri tíma er litið. Möguleikar á útflutn- ingi liggja einmitt í sérunnum mat- vörum, sem útlendingar kaupa vegna séreinkenna, í og með af for- vitni, rétt eins og íslenskir ferða- menn erlendis laumast í forboðnar spægipylsur og osta þegar tollarinn horfír í hina áttina. Af hveiju skyldi ekki kænlega seldir íslandsostar frá Búðardal verða jafnfoiTÍtnilegir og svissneskir ostar úr alpadölum? El- legar ef hver Evrópumaður fengist til að éta 10 grömm af íslensku hangiketi á ári hveiju, væru það 1250 tonn af hangiketi og eftir að hyggja að Ameríku og Asíu. í þess- um efnum vinnur smæðin með okk- ur, ef rétt er á haldið, því hversu margir kvartmilljón manna hópar aðrir en íslendingar hafa heilt land og sérstætt til að vekja athygli á vöruframleiðslu sinni? Enginn skyldi ímynda sér að árangur náist án hugkvæmni og fyrirhafnar eða að skynsamlegt sé að sækja hann með frumkvæði og á ábyrgð ríkisvalds- ins. Minkasporin og sporðaköstin hræða. Það kann þó að koma að •því fyrr en síðar að íslenskir bænd- ur hætti að verja undanhaldið og leggi í landvinninga. Sjálfstæðis- menn eru tilbúnir að leiða sóknina. Höfundur er í iandbúnaðarnefnd Sjilfstœðisflokksins. Vorhátíb Kvennalistans í menningarmibstöbinni Gerbubergi í dagy laugardagy frá kl. 14.00-17.00 Leikur; upplestur; söngur og dansfyrirfyrir böm ogfulloröna. Kökubasar; leikjasmidja, flóamarkabur; blómasalay pólitískir minjagripir, spákonay sem einnig rœöur drauma. Frambjóöendurflytja ávörp ogsitja fyrir svörum. Veriö öll velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.