Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991 45 Sýníng á „læsiiegu^ ^---— '~T"^ess\ Svnum S!t!^'28'au9 J A0-A6. . Veriðve^n. . LW\C Wunsterjand J^-,dö eru \Vf'r vestur-'PVsk »tsu-i t^rv^3'etni09 onnut ÞæS""*1' «§!&" «r Alþingi I tilefni af 30 ára afmæli Seðlabanka íslands hefur verið efnt til sérstakrar mynt- og seðlasýningar í Seðlabankahúsinu við Arnarhól. Á sýningunni er ýmislegt áhugavert efni um gerð íslensks gjaldmiðils fyrr og síðar, þar á meðal tillöguteikningar af seðl- um og mynt, sem ekki hafa verið sýndar áður. Þá eru einnig á sýningunni gömul íslandskort í eigu bank- ans, auk þess sem þar fer fram stutt kynning á starfsemi hans. Sýningin er opin daglega á afgreiðslutíma bankans, kl. 9.15 -16.00, svo og laugardag og sunnudag 13. og 14. apríl kl. 13.00 -18.00. SEÐLABANKI ÍSLANDS KALKOFNSVEGI 1 \.AB/1 jíanV AFMÆLISSYNING Steinselja Steinselja (Petroselinum hortense crispum) Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 200 Steinselja (persille) er alþekkt kryddjurt, sem auðvelt er að rækta hérlendis. Hún er raunar tvíær, en lifir trauðla af íslenskan vetur úti í garðinum. Steinseljan eða Pétursselj- an eins og hún stundum er nefnd, vex villt i Suður-Evrópu en bæði forn Grikkir og Rómveqar tóku hana snemma til ræktunar. A þeim langa tíma sem menn hafa ræktað hana hefur hún tekið miklum brpytingum og eru nú aðallega ræktaðir tveir flokkar hennar; steinselja sem blöðin eru notuð af og steinselja þar sem rótin er notahlutinn. Ræktun blaðseljunnar er þó bæði eldri, útbreiddari og þekktari. Eitt- hvað mun hafa verið reynt að rækta rótarselju hér, en ekki veit ég hvort um beint notagildi af henni hefur verið ,að ræða. Rótarseljan þarf það langan vaxtartíma að íslenskt sumar er full stutt fyrir hana. Blaðseljan er aftur á móti ágætlega vel fallin til rætkunar við okkár aðstæður. Steinseljan (blaðseljan) er smá- vaxin jurt, nokkuð seinvaxin en vel harðger. Blöð hennar eru fagur- hrokkin og dimmgræn. Þau eru mik- ið notuð til skreytingar, einkum með kjötréttum, þó hún eigi einnig ágæt- lega við fiskrétti. En hún er ekki eingöngu við það bundin að vera borin fram til skrauts, hún er holl og góð til matar, mjög járnauðug og þar af leiðandi blóðaukandi. Einnig er hún talin holl fyrir nýrun. Það þarf ekki að borða nema lítið eitt af steinselju til að fá nægjanlegan dagsskammt af járnefni í fæði sitt. Steinselja ætti því að nota mikið í matreiðsluna og mættu not hennar áreiðanlega aukast til muna. Auðvelt er að rækta steinselju. Hún er lág- vaxin og þarf ekki mikið vaxtarrými og hún er það falleg að vel má nota hana sem jaðarplöntu í beð, ef vill. 5-7 cm á milli plantna er kappnóg pláss fyrir hana. Til steinselju finnst fnér best að sá inni í pott snemma vors og planta út strax og frost fer úr jörðu. Fræið er mjög seint að spíra, en við því er það ráð að leggja það í bleyti í 1-2 sólarhringa áður en sáð er. Steinselju má einnig sá beint út, en þá þarf að gera það eins fljótt og unnt er og sakar þá ekki þó frost sé ekki að fullu farið úr jörð. Steinselja þarf fijóan vel á borinn jarðveg og góðan raka. Við útisán- ingu á henni er hæfilegt að hafa 10-12 cm milli raða og þynna ef til vill ögn út í röðunum ef fræin hafa failið of þétt. Að hausti má taka inn í pott eða smákassa nokkrar plöntur óg fá þannig fersk blöð fram eftir vetri. Steinseljublöð geymast vel í frysti og þarf ekki að sjóða þau neitt áður en þau eru fryst, aðeins útbúa þau í smápakka. Einnig má þurrka blöðin til vetrarnota og áður fyrr voru þau stundum söltuð til geymslu. Til gamans má geta þess að hafi menn borðað hvítlaukskryddaðan mat, upphefur steinseljan alla óþægi- lega lykt sem stundum vill loða við andardrátt eftir hvítlauksát. Að sjúga þá steinselju eða borða lagar lyktina. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.