Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 58

Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 KNATTSPYRNA / ENGLAND ■jí . > KNATTSPYRNA Forráðamenn Derby tilkynntu í gær að tveir af bestu leikmönnum félags- ins yrðu seldir eftir keppnistímabilið. Það er velski landsliðsmiðheijinn Dean SKIÐl / FLUGLEIÐABIKARINN Ardiles sagði Aitken að fara Sounesstekur Guðrún stöðvaði sigur göngu Mogore Tlalka Ossie Ardiles, framkvæmdastjóri Newcastle, er þegar byijaður að gera breytingar á liðinu eftir stutta dvöl á St. James Park. Hann tilkynnti fyrir- liða liðsins, Skotanum Roy Aitken, í gær að það væri ekki not fyrir hann hjá félag- inu og hann óskaði eftir að Aitkens færi. Ráðstefna um grasvelli: Tímabært aðhefja almenna umræðu - segirGuðmundur Þorbjörnsson verk- fræðingur Mannvirkjanefnd KSÍ og íþrótta- og æskulýðsdeild Menntamálaráðuneytsins standa fyrir ráðstefnu um gerð og umhirðu grasvalla á föstudaginn. „Við höfum orðið varir við áhuga manna um allt land á að fá fræðslu um þessi mál. Völlum hefur fjölgað ört á síðustu árum og kröfur um sléttleika og ástand þeirra eru að aukast," sagði Guðmundur Þor- bjömsson, verkfræðingur, sem sæti á í mannvirkjanefnd KSÍ, við Morg- unblaðið. „Menn eru að vinna að sömu hlutum, hveijir á sínum stað, með sömu markmið en nánast engin umræða hefur farið fram um málin. Mikið er í húfí því miklum ijármun- um er eytt í vallarframkvæmdir, þó mönnum finnist ef til vill aldrei nóg, að minnsta kosti þeim sem starfa að þessum málum. Því er enn frekar ástæða til að það sem kemur sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Því töldum við tímabært að hefja almenna umræðu," sagði Guð- mundur. við Liverpool „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun," sagði Souness Saunders og Wright seldir frá Derby GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rang- ers, hætti störfum hjá félaginu í gær og tekur við enska meist- araliðinu Liverpool í sumar. Souness, sem er 37 ára, lék með Liverpool á árunum 1978 til 1984 og var fyrirliði liðsins síðustu árin. Þaðan fór hann til Sampdori? á Ítalíu áður en hann gerðist leik- maður og framkvæmdastjóri Rang- ers fyrir fimm árum. „Þetta var gríðarlega erfíð ákvörðun," sagði Souness á blaða- mannafundi í Glasgow í gær. Hann er skilinn við konu sínu, sem býr í Lundúnum ásamt þremur ungum bömum þeirra. Souness sagðist vilja eyða meiri tíma með börnum sínum, og það, að starfa í Eng- landi, gæfí honum tækifæri til þess. Það hefði ráðið miklu um að hann hefði þegið starfið hjá Liverpool. Hvað knattspymuhliðina varðar sagðist Souness telja sig vera kom- inn eins langt og honum yrði gert kleift með lið Rangers, og því væri réttur tími til að breyta til nú. Fjórir leikir eru eftir í skosku úrvalsdeildinni og hafði Souness hug á að klára tímabilið hjá Rang- ers, sem er í efsta sæti deildarinn- ar. Stjórn félagsins vildi hins vegar að hann hætti strax og það varð úr. „Mér fannst að því fyrr sem málið leystist því betra. Honum er fijálst að fara til Liverpool," sagði David Murray, stjórnarformaður Rangers í gær. Souness á hlut í Rangers og hef- ur setið í stjórn félagsins auk þess að vera framkvæmdastjóri liðsins. Það hefur þrisvar orðið skoskur meistari og fjórum sinnum bikar- -v meistari síðan hann tók við, fyrir fímm ámm. Ráðning Souness til Liverpool var vel tekið þar á bæ. „Ég tel hann rétta manninn í starfíð... Ég tel hann verði jafn sigursæll og Kenny [Dalglishj var,“ sagði Ronnie Mor- an, sem gegnt hefur stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Liverpool, síðan Kenny Dalglish hætti óvant í febrú- ar. Moran verður áfram hjá Liv- erpool sem yfírþjálfari og aðstoðar- maður Souness. Saunders, sem hefur verið orðaður við Arsenai og enski landsliðsmiðvörðurinn Mark Wright, sem hefur verið orðaður við Liverpool. Morgunblaðið/Rúnar Pór Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri sigraði í stórsvigi á alþjóðamótinu í Hlíðarfjalli í gær. Danskur sérfræðingur á þessu sviði, Martin Petersen, bauðst til að koma hingað á ráðstefnuna og hvílir hiti og þungi hennar á hans herðum. Hann hefur starfað allt frá nyrstu svæðum Skandinavíu suður að Miðjarðarhafi og þekkir því vel allar aðstæður. Hann ræðir um uppbyggingu og umhirðu valla. Auk þess fjalla Guðmundur og Hannes Þorsteinsson, golfvallahönnuður, um þróun mála í vallargerð hér á landi. Ráðstefnan hefst kl. níu á föstu- dagsmorgun í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Frestur til að tilkynna þátttöku er til kl. 17 í dag á skrif- stofu KSÍ. ÚRSUT Flugleiðabikarinn HlíðaríjaU, Akureyri: Stórsvig kvenna: 1. Guðrún H. Kristjánsd., Akureyri. 1:58.31 2. Malgorzata M. Tlalka, Frakkl.1:59.77 3. ÁstaHalldórsdóttir, ísafirði.2:00.11 4. María Magnúsdóttir, Akureyri....2:01.18 5. Eva Jónasdóttir, Akureyri...2:02.27 6. Fanney Pálsdóttir, ísafirði.2:05.77 Stórsvig karla: 1. Peter Jurko, Tékkóslóvakíu..2:07.44 2. Stig Sömme, Noregi..........2:08.32 3. Mathias Femström, Svíþjóð...2:08.55 4. Mads Ektvedt, Noregi.........2:08.59 5. Veran Pavlek, Júgóslavíu....2:08.71 6. Atle Hovi, Noregi...........2:08.81 7. Valdemar Valdemarsson, Ak...2:08.91 8. Magnus Karlsson, Svíþjóð....2:09.09 12. Amór Gunnarsson, ísafirði...2:10.74 14. Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri ..2:11.76 GUÐRÚN H. Kristjánsdóttirfrá Akureyri stöðvaði sigurgöngu frönsku stúlkunnar, Mogore Tlalka, í stórsviginu á alþjóða- skíðamótinu í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær. Peter Jurko, Tékkóslóvakíu, sigraði íkarla- flokki og var þetta þriðji sigur hans ífjórum mótum. Guðrún náði besta tímanum í fyrri umferð og lagði þar grunninn að sigrinum. Hún var rúmlega sekúndu á undan Ástu Halldórsdóttur, ísafírði, og tveimur sekúndum á undan Mogore Tlalka. Franska stúlkan náði hins vegar besta-tímanum í síðari umferð og skaust þá uppfyrir Ástu og tryggði sér annað sætið. Mogore Tlaka var með í heimsbikarnum í 6 ár Malgorzata Mogore Tlalka er pólsk að uppruna, en er franskur ríkisborgari. Hún enginn nýgræð- ingur á skíðunum því hún héfur m.a. náð þeim áfanga að keppa á tvennum ólympíuleikum, 1984 og 1988. Hún varð í 6. sæti í svigi á ÓL 1984. Hún var með í heimsbik- arkeppninni frá 1982 til 1988 og varð í 6. sæti í svig og 7. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í Crans Montana 1987. Tvíburasystir hennar, Dorota, tók einnig þátt í heimsbikarnuin á sama tíma. Þriðji sigur Jurko Tékkinn Peter Jurko sigraði á þriðja mótinu af fjórum í gær. Hann hafði áður unnið bæði svigmótin á ísafírði. í gær var keppt í stórsvigi og náði Jurko langbesta tímanum í fyrri umferð. Fór brautina á 1:02.55 og var rúmlega sekúndu á undan Svíanum Mathias Fernströ- em. í síðari umferð náði Tékkinn næst besta tímanum á eftir Stig Sömme, Noregi, fékk samanlagðan tíma, 2:07.44 mín. Sömme varð annar og Fernström þriðji. Valdemar Valdemarsson, Akur- eyri, náði besta árangri íslendinga er hann hafnaði í 7. sæti. Hann var 1,47 sek. á eftir Jurko. Keppt yerður í stórsvigi á Dalavík í dag. Síðan verða tvö svigmót í Bláfjöllum á föstudag og laugardag og þá lýkur alþjóðamótaröðinni hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.