Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 60
- svo vel
sétryggt -ife20É*
SJOVAnioALMENNAR
Láttu Lotus 1-2-3
gefa þér rétta mynd
af rekstrinum!
MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Útflutningnr;
Freðsíldin
skilar 700
milljónum
ÁÆTLAÐ útflutningsverðmæti
síldar, sem var söltuð, fryst og
brædd í vetur, er um 2,4 millj-
arðar króna. Útflutningsverð-
mæti saltaðrar, frystrar og
bræddrar síldar á vertíðinni í
fyrravetur var hins vegar um
2,7 milljarðar króna. Mismunur-
inn er einungis 300 milljónir,
eða 11%, þrátt fyrir að Sovét-
menn hafi ekki keypt saltsíld
héðan í vetur. Um 100 þúsund
^S-. tonn voru veidd af síld í vetur,
sem er svipað magn og veitt var
af síld í fyrravetur.
Síldarútvegsnefnd hefur selt
Sovétmönnum 150-200 þúsund
tunnur af saltsíld fyrir um einn
milljarð króna á ári undanfarin ár
en þeir hafa ekki staðið við kaup
á 50 þúsund tunnum af saltsíld
héðan í vetur fyrir 5 milljónir
Bandaríkjadala, eða um 300 millj-
ónir króna.
Áætlað útflutningsverðmæti
saltsíldar er 1,2 milljónir, eða 600
milljónum minna en í fyrra. Áætl-
að útflutningsverðmæti frystrar
síldar er aftur á móti um 200
milljónum meira en í fyrra, eða
700 milljónir, og áætlað útflutn-
ingsverðmæti bræddrar síldar er
rúmlega 100 milljónum meira en
í fyrravetur, eða rúmar 500 millj-
ónir. Samanlagt útflutningsverð-
mæti síldar, sem fryst var og
brædd í vetur, er því um 1,2 millj-
arðar, eða jafn mikið og útflutn-
ingsverðmæti saltsíldar.
Framleiðsla á roðflettum salt-
síldarflökum var tíu sinnum meiri
í vetur en í fyrravetur en tæplega
tvöfalt hærra verð fæst fyrir roð-
flett flök en hefðbundna saltsíld.
Síldarfrysting jókst um 37% frá
því í fyrravetur og Japanir greiða
25% hærra verð en í fyrra fyrir
stærstu síldina, 300 grömm og
stærri. Þá voru fryst hér um 920
tonn af roðlausum síldarflökum í
vetur en þau eru aðallega seld til
Frakklands.
Sjá nánar í Úr verinu bls. Cl.
Listflugyfir Reykjavík
MorgunDlaoiö/KAA
Björn Thoroddsen á listflugvélinni TF-BTH yfir Reykjavík.
Vélin er af gerðinni Pitts Special og smíðaði Björn vélina sjálfur.
Hann hefur ekki látið staðar numið því hann vinnur nú að smíði
nýrrar listflugvélar.
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans:
Sjálfstæðisflokkur fengi 40,4%
Framsóknarflokkurmn 20,2%
Alþýðubandalagið fengi 15,1%
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
40,4% fylgi ef gengið væri til
þingkosninga nú, samkvæmt
svörum í skoðanakönnun, sem
Félagsvísindastofnun Háskóla
íslands hefur gert fyrir Morgun-
blaðið. Það er marktækt fylgis-
tap frá síðustu könnun, sem gerð
var 23. til 26. marz. Þá fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn 48% fylgi
þeirra, sem afstöðu tóku. Alþýðu-
bandalagið bætir hins vegar við
sig fylgi svo marktækt getur
talizt, hefur 15,1% fylgi nú en
hafði 10,1% í marz.
Aðrir flokkar eru með svipað
fylgi og í könnuninni í marz. Al-
þýðuflokkurinn er í fyrsta sinn um
langt skeið með minna fylgi en
Alþýðubandalagið, hefur nú 12,1%
fylgi, en hafði síðast 11,7%. Fram-
sóknarflokkurinn fær 20,2% fylgi
en hafði 19,2% í marz. Kvennalist-
inn fær nú 9,8% en hafði 8,6% í
Halldór Ásgrímsson í viðræðum við EB:
Ljáði tvívegis máls á gagir
kvæmum veiðiheimildum
- segir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
HALLDÓR Ásgrlmsson, sjávarútvegsráðherra, hefur tvívegis ljáð
máls á því að ræða megi gagnkvæmar veiðiheimildir milli Islands
og Evrópubandalagsins í viðræðum við ráðamenn bandalagsins,
að því er fram kemur í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Utanríkisráðherra vitnar til
skýrslu, sem fjallar um viðræður
Halldórs Ásgrímssonar við Manú-
el Marin, sem sæti á í fram-
kvæmdastjórn EB og fer með
sjávarútvögsmál en viðræður
þessar fóru fram í byijun marz
1989. Orðrétt segir í skýrslunni,
að sjávarútvegsráðherra hafi sagt
á þessum fundi, að „ræða mætti
gagnkvæmni í veiðiheimildum
enda þýddi það ekki það að verk-
efni íslenzkra fiskiskipa minnki".
Þá vitnar utanríkisráðherra í
grein sinni í aðra skýrslu um við-
ræður Halldórs Ásgrímssonar á
erlendri grund, við sjávarútvegs-
ráðherra nokkurra aðildarríkja
Evrópubandalagsins, sem fram
fóru í október 1989. Utanríkisráð-
herra birtir orðrétt ummæli, sem
höfð eru eftir Halldóri Ásgríms-
syni á þessa leið: „Hugsanleg
skipti á veiðiréttindum milli ís-
lands og Evrópubandalagsríkj-
anna. Ólíklegt væri, að menn teldu
hagstætt að íslenzk skip veiddu í
lögsögu Evrópubandalagsríkj-
anna og skip frá Evrópubanda-
lagsríkjunum í lögsögu íslands í
staðinn. Hins vegar væri rétt að
taka slík atriði til umræðu, ef
báðir aðilar teldu sig geta haft
hag af.“
Jón Baldvin Hannibalsson segir
í grein sinni, að sjávarútvegsráð-
herra sé „eini stjórnmálamaðurinn
á íslandi", sem hafi í formlegum
viðræðum við yfírmenn sjávarút-
vegsmála í Brussel ljáð máls á
gagnkvæmum veiðiheimildum.
marzkönnuninni. Aðrir flokkar og
framboð fá minna en 1% fylgi.
Könnun Félagsvísindastofnunar
var gerð dagana 13. til 15. apríl
síðastliðinn. Svör fengust frá 1177
manns af þeim 1500, sem úrtak
stofnunarinnar náði til. Það er 80%
nettósvörun. Félagsvísindastofnun
telur að úrtakið endurspegli þjóðina
vel, með tilliti til aldurs, kyns og
búsetu.
Sjá bls. 27.
*
Arnastofnun:
Höfuðgersem-
ar ekki lánaðar
REGLUR um lán á handritum frá
Árnastofnun voru samþykktar á
ríkisstjórnarfundi í gær. f þeim
segir meðal ar.nars að höfuðger-
semar megi ekki lána úr landi.
Tilteknar. eru sex höfuðgersamar
meðal íslenskra handrita sem ekki
mega fara úr landi, Konungsbók
Eddukvæða, Konungsbók Snorra-
Eddu, Flateyjarbók, Möðruvallarbók,
Skarðsbók Jónsbókar og Stjórn. Ef
tiltekið fornrit er aðeins til í einu
handriti á að forðast að lána það,
jafnvel innanlands. Einnig verður
forðast að lána bestu handrit tiltek-
inna verka. Þá skal ógjarnan lána
handrit sem afbragð eru sakir feg-
urðar skreytinga líkt og Skarðsbók
Jónsbókar og Stjórn.