Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 HANDBOLTI Athugasemd Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi grein frá dómurum leiks KR og Fram 17. þessa mánaðar, vegna athugasemdar Leifs Dagfinnssonar í blaðinu í gær. „Vegna greinar Leifs Dagfinnsson- ar í Morgunblaðinu í dag langar okk- ur undirritaða til að koma eftirfar- andi á framfæri. Lýsingar hans á atburðum í upp- hafi greinarinnar eru réttar, þar til kemur að því að hann hendir boltan- um að áhorfendum. Á þeirri stundu stöðvar Guðjón tímann og við vísum honum báðir út af í tvær mínútur fyrir óíþróttamannslega framkomu, þ.e. fyrir að henda boltanum að áhorf- endum. Hróp höfðu komið frá áhorf- endum, en þau voru ekki meiri frem- ur venju og réttlæta ekki að leikmað- ur kasti bolta að þeim. Fyrir þetta „eina hopp“, eins og segir í grein Leifs, fékk hann ekki útilokun eins og hann lætur liggja að. Það var ekki fyrr en hann gerði sig líklegan til að ráðast á Guðjón sem hann fékk útilokunina. Það sem á eftir gerðist og í raun upphaf þess líka er sorgaratburður og er ákaflega leiðinlegt til þess að vita að jafn góð- ur leikmaður og Leifur skuli ekki geta haft betri stjórn á skapsmunum sínum. Spurningunni um „af hverju" virt- ist enginn þurfa að fá svar við nema Leifur og eins og fram kemur í grein hans var hann stöðvaður af fyrirliða sínum í að fá svar við henni. Allir aðrir leikmenn og forráðamenn KR eiga hrós skilið fyrir framkomu sína við umræddan atburð. Varðandi það, að við látum stjórn- ast af hrópum leikmanna eða áhorf- enda, vísum við aftur til föðurhú- sanna. Það myndi vera að æra óstöð- ugan ef um slíkt væri að ræða, mið- að við þann ótölulega fjölda „ábend- inga“ sem dómarar fá í hverjum leik. í lokin langar okkur til að koma á framfæri þeirri skoðun okkar, án þess að það afsaki á nokkurn hátt framkomu Leifs Dagfinnssonar, að okkur fínnst orðið fyllilega tímabært að setja upp einhvers konar siða- nefnd, sem gæti tekið á málum for- ráðamanna félaganna. Það er algjör- lega óviðunandi, að þeir geti með óviðurkvæmilegu orðbragði komist tipp með að svívirða bæði dómara og leikmenn andstæðinga, meðan á leik stendur, án þess að á því sé tekið. Með íþróttakveðju, Guðjón L. Sigurðsson, Hákon Sigurjónsson." TENNIS Reuter Björn Borg vonsvikinn á svip í gær, í fyrsta leik sínum í átta ár. „Þarf meiri leikæfingu“ BJÖRN Borg náði ekki að upp- lifa fortíðina í fyrstu tilraun eft- ir átta ára fjarveru frá tennis- mótum. Hann tók þátt í opnu móti í Monte Carlo, en tapaði í fyrstu umferð í gær. „Ég þarf mikið meiri leikæfingu," sagði hinn 34 ára gamli Svíi, sem ætlar að reyna að bæta sig enn frekar. Borg tapaði 6-2 og 6-3 fyrir Spánverjanum Jordi Arrese. Svíinn, sem sigraði þrisvar á sama móti á árunum 1977 til 1980, mætti síðhærður til leiks eins og á gullaldarárunum, hárbandið var á sínum stað og tennisspaðinn var hinn sami, en hraðinn var ekki sem fyrr og mistökin leyndu sér ekki. „Þetta var erfitt, því ég hef ekki keppt í svo mörg ár,“ sagði Borg. „Það þarf mikla keppnishörku til að leika gegn þessum strákum í dag og ég þarf að taka þátt í mörgum leikjum og mótum áður en ég næ fyrri getu.“ Mats Wilander, landi Borgs, féll einnig úr keppni, tapaði 7-6 og 6-2 í 2. umferð fyrir Andrej Tsjesnokov frá Sovétríkjunum, sem á titil að veija. Thomas Muster frá Austurríki, sem tapaði í úrslitum í fyrra, varð að láta í minni pokann fyrir Finnan- um Veli Paloheimo í fyrstu umferð. KNATTSPYRNA / MEISTARAKEPPNI KSI Ná Framarar að slöðva sigurgöngu Valsmanna? ÍSLANDSMEISTARAR Fram og bikarmeistarar Vals mætast í meistarakeppni KSÍ á gervi- grasinu í Laugardal klukkan 19 íkvöld. Meistaraslagurinn er óvenju snemma á ferðinni í ár. Ástæðan er tveggja vikna æfinga- og keppnisferð landsliðsins til Bret- lands og Möltu, en bæði félög eiga nokkra menn í hópnum. Valsmenn,eru með fullt hús það sem af er keppnistímabilsins — hafa sigrað í þremur fyrstu leikjum sínum í ReykjavíkurmótinUj síðast Fram á sunnudaginn, 3:0. Islands- meisturunum hefur hins vegar ekki gengið eins vel og eru með einn sigur og tvö töp á bakinu. Þeir hafa aftur á móti átt mestu láni allra félaga að fagna í meistara- keppninni og sigrað alls sex sinnum en Valur hefur þrisvar orðið meist- ari meistaranna. Meistarakeppnin fór fyrst fram árið 1969 og þá sigraði KR. ÍBK hefur sigrað fimm sinnum og ÍA, Víkingur og ÍBV tvisvar hvert fé- lag. Keppt er um glæsilegan far- andbikar, Sigurðarbikarinn, sem var gefinn til minningar um Sigurð Halldórsson, forystumann í KR í áratugi. Að auki gefur KSÍ sérstaka verðlaunapeninga. Bragi Bergmann verður dómari á gervigrasinu í kvöld. Stórleikur á Hlíðarenda Haukar íslandsmeistarar Vals - í handknattleik miðvikudaginn 24. apríl kl. 20. Eftir leik verður Islandsmeistarabikarinn afhentur. Valsmenn! - mætið allir og fagnið titlinum. TEPPABOÐIN POIAR RAFGEYMAR gólfefnamarkaður, Suðurlandsbraut 26. RíLA. Bankinn hf. Bíldshöfða 12. A1IKUG4RÐUR v/Sund Valur er Ibestai liðið. ÚRSUT Knattspyrna REYKJAVÍKURMÓTIÐ: Víkingur-KR....................0:1 - Sigurður Björgvinsson víti. Ármann - Leiknir................1:0 Jens Ormslev. ENGLAND, 1. DEILD: Arsenal - QPR................. 2:0 Dixon vsp. 58., Merson 7.2. Áhorf.: 42.393 Aston Villa - Manchester City...1:5 Platt vsp. 69. - David White 4., 24., 85. og 90., Brennan 61. Áhorfendur: 24.168 Derby - Lceds..................0:1 - Shutt 30. Áhorfendur: 12.666 Liverpool - Crystal Palace......3:0 Rush 41., Barnes 55., Houghton 87. Áhorf- endur: 3.767 Sunderland - Wimbledon... .0:0 Áhorfendur: 24.036 Efstu lið: Arsenal ...35 22 12 1 65:16 76 Liverpool ...35 22 7 6 72:34 73 Crystal Palace.. ...36 18 9 9 44:41 63 Manchester City..36 16 11 9 61:50 59 Leeds ...35 17 7 11 55:40 58 Manch. United.. ...34 15 11 8 55:38 55 Wimbledon ...36 14 13 9 52:42 55 Tottenham ...34 11 13 10 46:43 46 ■Tvö stig voru dæmd af Arsenal fyrr í vetur, og eitt af Manchester United. 2. DEILD: Barnsley - Blackburn............0:1 Brighton - Bristol City.........0:1 Swindon - Notts County...........1:2 Watford - West Bromwich..........1:1 HOLLAND, 1. DEILD: Ajax-Sparta......................1:0 Efstu lið: PSV Eindhoven....25 17 5 3 63:17 39 Ajax Amsterdam...25 15 8 2 58:18 38 FC Groningen.....25 14 9 2 51:25 37 HM í snóker ■ Gary Wilkinson missti af rúmlega 12 miHjónimi króna er hann náði ekki að setja gulu kúluna niður. Hann var kom- inn með 120 stig og átti mögulcika á 147 stigum, sem er það hæsta sem hægt er að ná. Hann reyndi að setja gulu kúluna í neðra hægra hornið, en hitti ekki. Kanadamaðurinn Cliff Thorburn er sá eini scm náð hefur 147 stigum í heims- meistaramóti en það gerði hann fyrir sjö árum. Steve Davis var hinsvegar sá fyrsti sem náði fullu húsi í sjónvarpsleik. HM í íshokký Haldið í Finnlandi Úrslit á mánudaginn: Kanada-Þýskaland Sovétríkin-Finnland 3:2 3:0 Tékkóslóvakía-Sviss 4:1 Bandaríkin-Svíþjóð Úrslit á þriðjudag: Kanada-Finnland 5:3 Tékkólóvakía-Þýskaland 7:1 Svíþjóð-Sviss Sovétr.-Bandar 12:2 Staðan: Sovétríkin .4 4 0 0 25: 6 8 .4 4 0 0 15: 8 8 Svíþjóð .4 2 2 0 20:12 6 Tékkóslóvakía .4 2 0 2 12:10 4 .4112 9:12 3 Bandaríkin .4112 13:21 3 Sviss .4 0 0 4 5:14 0 Þvskaland .4 0 0 4 9:25 0 IMHL-deildin Úrslitakeppni NHL-deildarinnar, 2. umferð. Fjóra sigra þarf til að komast áfram: Norris-deild: Minnesota North Stars—St. Louis Blues..5:1 Minnesota hefur forystu, 2:1. Smythe-deild: Edmonton Oilers—Los Angeles Kings ..:..4:3 Eftir tvíframlengdan leik. Edmonton hefur forystu, 2:1. HLAUP Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Vi'ðavangshlaup Hafnarijarðar fer fram á morgun, sumardag- inn fyrsta, og hefst kl. 13 við Ráð- hús Hafnarfjarðar. Keppt verður í öllum flokkum og eru farandbikarar veittir fyrir sigur í öllum flokkum. Hamraborgarhlaup UBK Hamraborgarhlaup UBK, sem er barnahlaup, fer fram á sumardag- inn fyrsta við Hamraborg í Kópa- vogi. Keppni hefst kl. 11 og er mæting kl. 10.30. Keppt er í flokk- um 15 ára og yngri. Víðavangshlaup ÍR Víðavangshlaup ÍR, 76. í röð- inni, fer fram að venju á sumardag- inn fyrsta. Hlaupið hefst í Hljóm- skálagarðinum kl. 14. Keppt verður flokkum karla og kvenna, sveina og meyja og flokki kvenna 30 ára og eldri og karla 40 ára og elflri; , ralód : H i. í ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.