Morgunblaðið - 12.05.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.05.1991, Qupperneq 4
4 FRETTIR/YFIRLIT teer la.m .si auoAaunwjg aioAjavíUQHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÚ1991' ERLEEV8T IIMNLENT Ríkið hækk- ar vexti Forvextir ríkisvíxla voru hækk- aðir í bytjun vikunnar úr 11 í 14‘/2%. Avöxtunarkrafa spariskír- teina hækkaði í kjölfarið. Ríkis- stjórnin ræddi ríkisfjármálin í vik- unni. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra segir að í athugun sé að hverfa frá því að ráðherra ákveði nafnvexti ríkisskuldabréfa en þau verði þess í stað boðin á þeim kjörum sem markaðurinn tekur við á hverjum tíma. Jóhann- es Nordal seðlabankastjóri segir að með því væri hægt að koma í veg fyrir skuldasöfnun ríkissjóðs við Seðlabankann. Ríkissjórnin kom saman til aukafundar í gær til að ræða tillögur fjármálaráð- herra og viðskiptaráðherra um aðgerðir í ríkisfjármálum þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lánsfjárþörf ríkissjóðs verði minnkuð um sjö milljarða kr. Sjómenn taka þátt í kvótakaupum Komin eru upp nokkur dæmi þess að útgerð og sjómenn geri með sér samninga um þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerð- arinnar. Tvö útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum hafa gert skrif- lega samninga þessa efnis við sjó- menn sína og segir Guðjón Rögn- valdsson framkvæmdastjóri að víða um land taki sjómenn þátt í kvótakaupum þó ekki hafi verið gerðir um það formlegir samning- ar. Hann segir að báðir aðilar hagnist á samkomulaginu. Oskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambands íslands telur að sjó- ERLENT Stríðsástand í Kákasus- lýðveldum Sovétstjórnin hefur í raun Iýst yfir stríði á hendur Armenum," sagði Levon Ter-Petrosjan, for- seti Kákakus-lýðveldisins Arm- eníu, á mánudag er hann skýrði frá því að að so- véskt herlið, búið þyrlum, skrið- drekum og stór- skotaliði, hefði ráðist á þorp í Armeníu og fellt tugi manna. Þá sagði hann að sovéskar og az- erskar hersveitir hefðu ráðist á þorp og bæi í Nagorno-Karabak, umdeildu sjálfstjórnarhéraði í ná- grannalýðveldinu Azerbajdzhan. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, sagði hins vegar á þriðjudag að skæruliðasveitir Armena bæru mesta ábyrgð á óöldinni í Armeníu og Azerbajd- zhan og aðgerðir hersins væru eingöngu í því fólgnar að uppræta þær. Bessmertnykh í ísrael Alexander Bes- smertnykh, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, kom til Israels á föstudag á ferð sinni um Mið- Austurlönd. Er þetta í fyrsta sinn sem sovésk- ur utanríkisráðherra heimsækir landið. Bessmertnykh sagði að Sovétmenn myndu eftir sem áður styðja arabaþjóðir í deilunni um réttindi Palestínumanna. Hann myndi ítreka kröfur um „réttláta samninga" en Sovétmenn hafa lengi stutt kröfur araba um að ísraelar hverfi frá hernumdu svæðunum. mönnum sé óheimilt að taka þátt í slíkum samningum. Stöðuveitingar Óla Þ. ógiltar Tveir þeirra fimm sakamanna sem ÓIi Þ. Guðbjartsson fyrrum dómsmálaráðherra náðaði á síðustu dögum sínum í embætti eiga óafgreidd mál í dómskerfinu, auk þeirra dóma sem náðunin tók til. Ekki er vitað um fordæmi slíkra náðana. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að ógilda ákvarðanir fyrrverandi dómsmálaráðherra varðandi fjór- ar stöðuveitingar frá síðustu ráð- herradögum Ola Þ. Skip til Malawi Þróunarsamvinnustofnun ís- lands vinnur að undirbúningi út- boða fyrir smlði tveggja skipa sem notuð verða á Malawi-vatni í Afríku, annað verður rannsókna- skip og hitt fiskiskip. Að minnsta kosti annað skipið verður smíðað hér á landi. Tók útaf báti Skipverja a Sigurbáru VE tók út í Buktinni um síðustu helgi. Kastaði skipsfélagi hans sér á eftir honum í flotgalla og tókst að bjarga honum með aðstoð Björgvinsbeltis. Launakröfur vegna viðskiptakjarabata Laun hækka að öllum líkindum um 2,56% 1. júní, er það samn- ingsbundin hækkun auk bóta vegna þess að framfærsluvísitalan hefur hækkað 0,56% umfram rauð strik í kjarasamningum. Fulltrúar launþega í launanefndum krefjast einnig launahækkunar vegna meiri bata viðskiptakjara en ráð var fyrir gert við gerð kjarasamn- inga. Bush ítrekar stuðning sinn við Gorbatsjov George Bush, forseti Banda- ríkjanna, brást á miðvikudag til varnar Míkhaíl Gorbatsjov, for- seta Sovétríkj- anna, og stefnu hans og kvaðst ekki vilja að neinn skugga bæri á samstarf ríkjanna. Lýsti Bush þessu yfir skömmu áður en hann tók á móti leiðtogum Eystrasaltsríkjanna þriggja en þeir vilja fá stuðning Bandaríkjastjórnar í sjálfstæðis- baráttunni. James Baker, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, bað leiðtogana að fínna nýjar leið- ir í sjálfstæðisbaráttunni, sem ekki kæmu sér illa fyrir Sovét- stjórnina. Her Júgóslavíu býr sig undir borgarastyijöld Her Júgóslavíu skoraði á miðviku- dag á stjórnmálamenn landsins að binda enda á átök þjóða lands- ins en fela ella hernum að koma á reglu. Varalið hersins var kallað út á þriðjudag eftir að heryfirvöld höfðu lýst því yfír að borgarastyij- öld væri í reynd skollín á í landinu og varað við því að hermenn myndu beita skotvopnum ef á þá yrði ráðist. Daginn áður höfðu að minnsta kosti 30.000 manns ráð- ist á flotastöð í hafnarborginni Split I Króatíu til að mótmæla meintum stuðningi hersins við serbneska minnihlutann í lýðveld- inu. Kristilegir demókratar í Sviss vilja aðild að EB Flokkur kristilegra demókrata í Sviss breytti um stefnu í Evrópu- málum um síðustu helgi og sam- þykkti að þjóðin ætti að sækja um aðild að Evrópubandalaginu (EB) sem fyrst. Hann er fyrsti svissneski stjórnmálaflokkurinn sem tekur svo afdráttarlausa af- stöðu með aðild. Flokkur sósíal- demókrata er einnig hlynntur að- ild, en með fyrirvara þó. Bessmertnykh George Bush Breskur listi yfir stríðs- glæpamenn falinn í 40 ár Margir voru í dauðasveitum nasista er sáu um að útrýma gyðingum St. Andrews, frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIR 40 árum var gerður listi yfir stríðsglæpamenn, sem kom- ist höfðu til Bretlands eftir seinni heimsstyrjöldina, að því er segir í sunnudagsblaðinu The Observer. Á árunum eftir styijöldina vant- aði Breta sárlega vinnuafl og þeir tóku við þúsundum fólks frá Austur-Evrópu og Eystrasalt- slöndunum. Ferill allra átti að sæta nákvæmri skoðun en veru- legur misbrestur varð á því. Vegna gruns um, að njósnarar og stríðsglæpamenn hefðu komist til Bretlands á fölskum forsendum, hóf breska leynilögreglan MI5 rannsókn á innflytjendunum. Rannsóknin stóð í tvö ár, frá 1950-1952, og náði til 200 þúsund innflytjenda. Þá kom í ljós, að margir þeirra höfðu unnið með nasistum í Eistlandi, Lettlandi, Lithaugalandi og Úkraínu og verið í sérstökum dauðasveitum, sem báru ábyrgð á morðum á rúmlega milljón gyðinga. En árið 1952 var kalda stríðið í algleymingi og ákveðið var að halda skýi-slunni leyndri og reyna að fá einhveija af þeim, sem tilgreindir voru í skýrslunni, til að gerast njósnarar Breta. Starf rannsóknarmanna er Sir Thomas Hetherington stjórnaði varð undanfari hinnar umdeildu lagasetningar um stríðsglæpi er Elísabet II Bretadrottning sam- þykkir í þessari viku en rannsókn- armennirnir fengu aðgang að umræddri skýrslu frá 1952. Það er ekki ljóst, hvort lögreglumenn Scotland Yard, sem munu hefja rannsókn á stríðsglæpum þegar í þessari viku, fá aðgang að skýrsl- unni frá 1952. En talsmaður breska innanríkisráðuneytisins segir, að það muni aðstoða lögregl- una á allan hátt. Gremjan vex í garð furstans í Kúveit „KÚVEITAR eru kannski enn svo ríkir að þeir telji að þeir þurfi ekki að hirða um hvað öðrum finnst um þá jafnvel þó Bandaríkja- menn eigi í hlut.“ Svo hófst grein í breska blaðinu Economistá. dögunum þar sem gagnrýnt er eina ferðina enn hversu tregir Kúveitar hafa verið til að koma á umbótum í lýðræðisátt. Þetta efni hefur verið að koma upp hvað eftir annað síðustu tvo mán- uði eða síðan Bandamenn náðu Kúveit. Það hefur sömuleiðis sætt ámæli hversu hægt uppbyggingarstarfið í landinu hefur gengið og síðast en ekki síst að ofsóknir halda áfram gegn Palest- ínumönnum og kúveiskum stjórnarandstæðingum þó svo sljórn- völd hafi gefið Bandaríkjamönnum og fleiri fulltrúum loforð um að þau skyldu umsvifalaust grípa í taumana. Nýja stjórnin í Kúveit, sem var sett á laggirnar fyrir fáeinum vik- um vegna þrýstings utan frá, hef- ur svo sem ekki breytt neinu. Áhrif Sabah-fjölskyldunnar eru söm og fyrr og það sjást engin merki um að hún muni fást til að dreifa völdunum, þaðan af síð- ur leyfa stjórnarandstæðingum að koma einhvers staðar nærri. Breýtingin á stjórninni leiddi þó eitt í Ijós, að það er ágreining- ur innan fjölskyldunnar. Ali Kalifa al Sabah fjármálaráðherra og einn virtasti meðlimur fjöldskyldunnar var látinn víkja. Sömuleiðis var Sabah al Ahmed utanríkisráð- herra skipt út. Hann hafði gegnt embættinu lengst allra utanríkis- ráðherra í heimi og naut mikils álits. Hvorug þessara breytinga var að mati sérfróðra til bóta og þeir sem tóku við embættum þeirra vora vald- ir úr hópi traustra stuðn- ingsmanna furstans og krónprinsins. Menn segja að það eitt að nýir ráðherrar beri ekki nafn Sabah-fjölskyldunnar hrökkvi ekki iangt ef vitað sé að þeir séu dyggir stuðningsmenn eða strengjabrúður hennar eins og segir í grein í mánaðarritinu The Middle East nýlega. Þegar ég var í ríkjum við Fló- ann fyrir nokkrum vikum var tölu- vert skrifað um Kúveitmálið þar og ekki dregin dul á gremju margra með ástandið. Einhveijir staðhæfðu þó að kúveiska stjórnin myndi sjá að sér en bersýnilega gerðu menn sér grein fyrir að það álit sem margir í Arabalöndum og á Vesturlöndum hafa haft á Kúveitum myndi ekki braggast í bráð ef svo héldi fram sem horfði. í Gulf News, sem er gefið út í Bahrein, var slegið upp viðtali við einn þekktasta baráttumann auk- ins lýðræðis og almennra réttinda í Kúveit, Hamid Juwan. Skömmu eftir „frelsun“ Kúveit var ráðist inn á heimili hans og hann skotinn með þeim afleiðingum að hann er lamaður fyrir lífstíð. Hann seg- ir að tilræðismaðurinn hafí verið Kúveiti en sagðist ekki hafa þekkt hann. Juwan er rúmlega fertugur lög- fræðingur. Hann var kjörinn á þing Kúveits í kosningunum 1985. Þá höfðu kosningarétt 10 prósent þjóðarinnar, þ.e. kúveiskir karl- menn yfir tvítugt sem gátu sann- að búsetu ijolskyldunnar í landinu afturtil 1916. Hann sagðistásamt mörgum öðrum hafa gagnrýnt þegar furstinn rak þingmenn heim rösku ári síðar, setti á ritskoðun og neitaði að tala við þá sem kröfðust breytinga I lýðræðisátt. Jawan sagði að þessi óánægja hefði verið að aukast og stjórnar- andstæðingar hefðu komið saman reglulega og reynt að hafa sig í frammi. Hugmyndir þeirra hefðu fengið ótvíræðan hljómgrunn en fjölskyldan hefði tekið öllum til- lögum illa og vísað þeim á bug. Eftir innrás íraka í Kúveit sl. sumar fóru írakar þess á leit við Juwan að hann myndaði stjórn. Hann neitaði því afdráttariaust og fór í felur og segir að palestín- skir vinir hans hafí hjálpað honum því írökum var í mun að hafa hendur í hári hans. Hann sagði í viðtalinu að sér fyndist skelfilegt að annar hver maður í Kúveit virt- ist hafa vopn undir höndum nú og beita þeim gegn Palestínu- mönnum og umbótasinnum án þess að nokkurt eftirlit væri af hálfu stjórnvalda. Juwan sagði það hefði aldrei hvarflað að hon- um að vinna með írökum. „Ég vildi lýðræði í Kúveit en ekki lepp- stjóm Iraka og þaðan af síður einræðisstjórn Sabah-fjölskyld- unnar." Furstinn er að vísu í vanda en flestir draga í efa að hann vilji umbætur í lýðræðisátt. Þrýstingur Sauda Ég varð þess vör I tali manna í ýmsum Flóaríkjum nú í apríl að hugur í garð Kúveita er kaldur og mönnum fínnst til lítils hafa verið barist. „Þeir hafa aldrei kunnað að vinna og nenna ekki að læra það. Kúveitar verða ekki þeir sem byggja upp landið á ný. Þeir verða að fá hjálp útlendinga. Ekki af því málið sé svo flókið eða verkið óviðráðanlegt — sann- leikurinn er sá að skemmdir íraka á Kúveitborg eru tiltölulega litlar miðað við það sem talið var. Inn- viðir eru heilir. En Kúveitar ætl- ast til að aðrir sjái um þetta allt,“ sagði háttsettur ráðamaður I Óman við mig. í Sameinuðu furstadæmunum og víðar tala menn um það sín í milli að ein af ástæðunum fyrir því að Kúveitar gera ekkert til að breyta stjórnarháttum sé að Saudar þrýsti á þá að viðhalda óbreyttu ástandi. „Saudar búa við ámóta einræðisstjóm og Kúveitar og vilja allra síst neina breytingu. Þá gæti farið að hitna undir kon- ungsfjölskyldu Saudi-Arabíu. Saudar tala tungum tveim — þeir láta James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, standa í þeirri trú að þeir vilji að Kúveitar taki upp lýðræðislegri háttu en síðan makka þeir við Kúveita um leið og Baker er farinn og hóta furstanum öllu illu ef hann hlusti á hvað þá heldur fari að vilja Bandaríkjamanna.“ Kúveit hefur sem sagt verið frelsað. Það hefur ekki farið fram- hjá neinum. En til hvers, hvað verður, hvernig og hvenær er svo efni í annað vers. BAIISVID eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.