Morgunblaðið - 12.05.1991, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUH 12. MAÍ 1991
13
Menntaskólinn á Egilsstöðum:
Samstarf tekið
upp við færeyska
framhaldsskóla
Egilsstöðum.
MENNTASKÓLINN á Egilsstöðum og Föroya Studentskúla í
Þórshöfn hafa gert með sér samning um aukin samskipti þess-
ara skóla. Fyrr í vetur dvöidu 4 nemendur og tveir kennarar
frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í Færeyjum í hálfsmánaðar
tíma til að kynna skólann ásamt landi og þjóð. Næsta vetur
mun hópur frá Færeyjum dvelja hér í sama tilgangi. Áformað
er að bjóða upp á færeyskan áfanga í öldungadeild ME næsta
haust.
Að sögn Emils Björnssonar
kennara við Menntaskólann á
Egilsstöðum var tilgangur farar-
innar að efla tengsl landanna á
sviði skólamála, læra af þeim og
miðla þeim af okkar þekkingu.
Jafnframt því að stuðla að föst-
um samskiptum á milli Mennta-
skólans á Egilsstöðum og færey-
skra framhaldsskóla. Styrkir til
fararinnar fékkst frá Norrænu
ráðherranefndinni.
Megin viðfangsefni nemenda
og kennara á meðan á Færeyja-
dvölinni stóð var að kynna
íslenska náttúru fyrir færeysku
krökkunum og kynna þeim
íslenska menningu og íslenskt
mál. Tóku þau öll þátt í íslensku-
kennslu og framburðarkennslu
en íslenska er kennd í færeysk-
um framhaldsskólum. Einnig
kynntu þau ítarlega möguleik-
ana sem gefast í framhaldsnámi
á íslandi. Voru nemendur og
námsráðgjafar einkar þakklátir
fyrir þá kynningu en hugur
margra ungra Færeyinga virðist
stefna til framhaldsnáms á Is-
landi. Jafnframt fræddust þau
heilmikið um Færeyjar, náttúru,
sögu og tungumálið.
Emil Björnsson menntaskóla-
kennari segir það samdóma álit
þeirra sem þátt tóku í Færeyja-
ferðinni að hún hafi í alla staði
heppnast vel og verið beggja
hagur. Fróðlegt hafi verið að
kynnast skólakerfi Færeyinga
og gætum við sitthvað af þeim
lært. Sem dæmi nefndi Emil að
Færeyingar bjóða upp á fag er
lítur að hafinu og nýtingu þess
og taldi hann furðulegt að aust-
firskir framhaldsskólar byðu
ekki upp á slíkan áfanga eða sér
braut um þetta efni.
Emil segir færeyska skóla-
kerfið standa á krossgötum og
miklar breytingar á því séu ffam-
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Færeyjafararnir úr ME, frá vinstri: María Markúsdóttir, Guðrún íris Valsdóttir, Einar Þór Þórar-
insson og Sigríður Hafdís Benediktsdóttir.
undan. Þeir hafa sýnt mikinn
áhuga á íslenska áfangakerfinu.
Markmið þeirra sé ekki að taka
upp kerfí annarra óbreytt heldur
að sníða sitt skólakerfi að þörf-
um og aðstæðum sínum. Þannig
telji þeir sig geta forðast mörg
af þeim mistökum sem gerð hafi
verið í nágrannalöndunum.
Nemendurnir sem þátt tóku í
ferðinni, þau Einar Þór Einars-
son, Guðrún íris Valsdóttir,
Maria Markúsdóttir og Sigríður
Hafdís Benediktsdóttir, voru öll
sammála um að þessi ferð hafi
orðið til þess að þau endurskoð-
uðu afstöðu sína og álit á Fær-
eyjum og Færeyingum. Sögðu
þau að færeysk ungmenni virtust
búa yfir mun meiri þjóðemis-
kennd en titt væri um jafnaldra
þeirra á íslandi. Skólakerfi þeirra
væri nokkuð frábrugðið því
íslenska en þeim virtist sem fær-
eyskir jafnaldrar þeirra væni
komnir heldur lengra í námi á
sumum sviðum en þau. Einkum
ætti þetta við um raungreinafög-
in. Þar væru þau komin veralega
lengra í námi.
— Björn
Volvo hannar sína bíla tneð öryggi allrar fjölskyldunnar í huga,
þess vegna kaupa fjölskyldur Volvo.
Með Volvo 940 og 960 heldur Volvo áfram að ryðja brautina í
öryggismálum.
Nú hefur Volvo fyrstur allra bifreiðaframleiðenda í heiminum
komið fyrir innbyggðum barnabílstól í aftursæti. Auk þess hefur
Volvo kontið fyrir þriggja punkta öryggisbelti og höfuðpúða fyrir
þriðja farþega í aftursæti. Þessi búnaður er ekki fáanlegur í
nokkrum öðrum bifreiðum en Volvo 940 og 960 og því má með
sanni segja að hér sé um að ræða öruggasta aftursæti í heimi.
Það verður að teljast hálf einkennilegt að engum hafi dottið í hug
að gera þetta fyrr, en það er aftur á móti ekki einkennilegt að það
skuli fyrst vera Volvo!
VOLVO
- Bifreið sem þú getur treyst!
FAXAFENI 8 • SIMI 91 • 68 58 70