Morgunblaðið - 12.05.1991, Page 18
m
M6RGtj^lAÐt©M®fSͮВAfel®(34J5ÍÍÍÍ^&íí
BtÍHUFURHAR
á milli stríbandi abila
eftir Elínu Pólmodóttur
Að loknu grimmilegu Flóastríði
hefur það nú orðið til ráða að
Sameinuðu þjóðirnar taki að sér
friðargæslu á landamærum íraks
og Kúveits. Sendi þangað með
samþykki beggja landanna þjálfað
lið til að halda sundur striðandi
aðilum meðan ólgan og sárindin
hjaðna. Þar er 1.450 manna sveit
friðargæslufólks frá 37 löndum,
UNIKOM (United Nations Iran
Kuweit Observation Mission) að
taka við af aðkomuheijum. Þetta
kemur ekki á óvart. Slík friðar-
gæsla á vegum Sameinuðu þjóð-
anna verður æ umfangsmeiri og
mikilvægt framlag hennar til að
hemja ófrið var formlega viður-
kennt þegar Friðargæslusveitum
SÞ voru veitt friðarverðlaun
Nóbels 1988. „Friðarsveitirnar
leysa ekki endanlega deilur stríðs-
aðila, en þær geta haldið tveimur
fjandsamlegum aðilum í sundur
og komið í veg fyrir að upp úr
logi ófriðarbál," eins og austur-
ríski hershöfðinginn Adolf
Radauer og yfirmaður Friðar-
gæslusveitanna í Gólanhæðum
ságði við blaðamann Morgunblaðs-
ins á ferð hjá gæslusveitunum.
Hann getur trútt um talað því frið-
argæslusveitirnar í Gólanhæðum
hafa áfallalaust komið þar í veg
fyrir striðsátök milli ísraela og
Sýrlendinga í 17 ár, við ótrúlega
erfiðar aðstæður, sem sagt verður
frá í seinni grein. Enda taldar fyr-
irmynd friðargæslusveitanna, sem
á þessu mikla óróasvæði eru orðn-
ar 7 talsins auk 3 eftirlitssveita.
Elsta sveitin UNFIC YP hefur frá
1964 staðið á milli Tyrkja og
Grikkja í Kýpur, UNDOF frá 1974
í Gólanhæðum, UNIFIL á landa-
mærum ísraels og Libanons frá
1978, friðareftirlitssveitin
UNIMOG á landamærum írans og
íraks frá 1988 til 1991, auk hinnar
margreyndu eftirlitssveitar
UNTSO með aðsetur í Jerúsalem.
í þessari miklu ólgu í Miðaustur-
löndum allt frá 1948 hafa friðar-
gæslusveitirnar unnið ómetanlegt
starf í að koma í veg fyrir blóðug
átök.
Að halda friðinn!
4
is.
UNAVEM \
Eftirlítssveitir L \
í Angólu f
—1UNGOMAP
Eftirlitssveitir á
landamærum
Afganistan
og Pakistan
UNTAG UNMOGIP
Eftirlrtssveitir Eftirlitssveitir
i Namibíu á landamærum
Indlands og Pakistan
&
Síðan 1948 þegar Samein-
uðu þjóðirnar hófu að
fikra sig áfram til friðar-
gæslu hafa þar lagt hönd
á plóginn 500.000 her-
menn og óbreyttir
gæslumenn frá fjölmörg-
um þjóðum. Okkur finnst
kannski kynlegt að hersveitir séu
viðurkennt tákn friðar. En í rauninni
ekki þegar maður hefur kynnst fyrir-
komulagi og störfum friðarsveita
SÞ. Enda er í sívaxandi mæli kallað
á þær í yfirvofandi eða óleysanlegum
átökum. Á árunum 1988 og 1989
voru stofnaðar fimm nýjar friðar-
sveitir og nú ein í viðbót. Slíkar
aðgerðir á ákveðnum svæðum tvö-
földuðust þannig, sem er sláandi þar
sem áður hafði aðeins verið komið
upp 13 friðargæslusveitum á 40
árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa
engan her sjálfar, og ekki er í raun-
Tveir yfirmenn austurrísku frið-
argæslusveitarinnar í Gólanhæð-
um við minnismerki um félaga
sinn Ernst Pelleri, sem steig
þarna við merkjalínuna á SÞ-
gæslusvæðinu á jarðsprengju.
Um 300 friðargæslumenn hafa
látið lífíð við störf.
inni gert ráð fyrir slíku í sáttmála
Sameinuðu þjóðanna, aðeins að þær
eigi „að viðhalda og koma á alþjóð-
legum friði og öryggi“. En aðildar-
löndin leggja hverju sinni til lið. Sum
lönd verið ákaflega dijúg við það.