Morgunblaðið - 12.05.1991, Síða 22

Morgunblaðið - 12.05.1991, Síða 22
— 82 leei íam .si huoaciuwviu8 aiQAuaviuoflOM ,22, MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1991 vafasöm frá mannúðarsjónarmiði, svo sem geislavopn og flugskeyti sem skotið er utan sjónmáls við skot- markið. Eyðileggingarmáttur og tor- tímingarmáttur vopna er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Víða hefur jarðsprengjum og vítis- vélum gegn fólki verið dreift á ófrið- arsvæðum í miklum mæli. í Afganist- an er áætlað að milljónum jarð- sprengja, sumir segja tugum milljóna sprengja, hafi verið dreift síðan stríð- ið hófst og fyrir þeim hafa nú þegar tugir þúsunda fallið. Jarðsprengjur geta legið virkar í jörðu áratugum saman. Sem dæmi má nefna að á árunum eftir síðari heimsstyijöld, nánar til tekið frá 1945 til 1982, féllu 4 þúsund Pólveijar og tæplega 9 þúsund særðust af völdum sprengja sem enn voru virkar frá því í seinni heimsstyijöidinni. Við hveiju geta Afgánir' búist? SÓL ÚR SORTA Alheimsótak til hjólpar striðshrjóðum Talið er að meira en 60 milljónir manna hafi fallið í styijöldum þessar- ar aldar og þar af meira en þriðjung- ur eftir 1945. Því má halda fram með gildum rökum að þessi tala sé enn hærri því að í raun megi rekja næstum alla þá óáran sem ríkir í þriðja heiminum til styijalda og vop- naðra átaka. Niðurstöður úr könnun Sameinuðu þjóðanna sýna, að eina leiðin fyrir fjölmörg þróunarríki til að fjármagna uppbyggingu þjóðfé- Iagsins er að draga úr vopnakaupum frá iðnríkjunum. I skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir: „Ríki heims geta annað hvort haldið uppteknum hætti við að vígbúast eða þau geta snúið sér að því markvisst smám saman að byggja upp eðlileg efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkja. Þau geta ekki gert hvort tveggja. Vígbúnað- ur keppir við þjóðfélagsþróun um þjóðarauðinn. Með öðrum orðum: vígbúnaður og vanþróun eru ekki tvö vandamal, heldur sama vandamálið, sem verður ekki leyst nema tekið sá á báðum þáttum þess.“ Flóttamenn vegna stríðs eru nú hátt á annan tug milljóna. Það sama á við um þá eins og önnur fórnarlömb styijalda, mikill meirihluti þeirra er óbreyttir borgarar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þær hörm- ungar sem flóttamenn þurfa að þola núna. Sjónvarpið færir okkur óhugn- anlegar myndir frá írak og aðliggj- andi löndum. Aðstæður þessa fólks vekja með okkur hryggð og kalla á okkar hjálp. Það má aldrei gleymast að það er ekki þessu fólki að kenna hvernig fyrir því er komið. Það hafa aðrir ráðið ferðinni. Þessi hópur flótt- amanna býr við hörmuleg kjör. Ann- ar hópur flóttamanna, og stærri, eru þeir sem eru á flótta í eigin landi, stundum vegna náttúruhamfara, þurrka og hungursneyðar, en mun oftar vegna afleiðinga styijalda. Inn- anlandsflóttamenn, sem talið er að séu yfír tuttugu milljónir í heiminum, búa oft við enn verri kost en land- flótta fólk því að þeir eru ekki undir lögsögu flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna og hjálparstofnanir, eins og Rauði krossinn, fá ekki alltaf að koma þeim til aðstoðar vegna andstöðu stjórnvaida viðkomandi ríkja. Þegar fjallað er um stríð nútímans er óhjákvæmilegt að vekja upp hroll hjá fólki. Rauði krossinn starfar á átakasvæðum heims og gerir það sem í hans valdi stendur til að lina þjáningar stríðshijáðra. Með þínu framlagi til landssöfnunarinnar 12. maí nk. getur þú lagt þitt af mörkum til að hjálpa Rauða krossinum til að lýsa upp myrkrið. Þannig stuðlar þú að því að sól rísi úr sorta hjá stríðs- hijáðum um allan heim. Höfundur er formaður Rauða kross íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.