Morgunblaðið - 12.05.1991, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1991
Aðalfundur KFUM:
Heilbrigt æskulýðsstarf þarf stuðning
NÝLEGA var haldinn 700. stjórn-
arfundur. Brýnasta verkefni fé-
lagsins nú er uppbygging nýrrar
aðalstöðvar v/Holtaveg.
Formaður KFUM er Arnmundur
Kr. Jónsson. Aðrir stjórnarmen eru:
Aðalsteinn Thorarensen, Björgvin
Þórðarson, Einar Guðjónsson, Ólafur
Jóhannsson, Pétur Ásgeirsson og
Willy Petersen.
Á aðalfundi KFUM í vor var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun: Margir
hafa áhyggjur af þeim aðstæðum
sem börnum og unglingum eru búnar
í íslensku samfélagi samtímans. Nei-
kvæðar afleiðingar þessa virðast
smám saman koma skýrar í ljós. í
ljósi þess beinir aðalfUndur KFUM í
Reykjavík þeim tilmælum til stjórn-
valda að þau geri sitt til að aðstæður
barna og unglinga lagist, m.a. með
því að stórefla stuðning sinn við
starfsemi æskulýðsfélaga sem hafa
það að markmiði að stuðla að alhliða
uppbyggingu og þroska æsku lands-
ins. Gildi heilbrigðis og þroskandi
æskulýðsstarfs verður seint metið tii
fulls og ætti það að vera sjálfsagður
hlutur að efla slíka starfsemi.
■
■
Stolt þj óðar
og s ameiningartákn
Einstök n áttúrufegurð
og friðsæld
■
-_;;..
Bátsferð, göngutúr,
rómantík og fuglasöngur
Gómsætar veitingar
■
I
I
wa
■ I
H
m
■
fgf
m
mk
...og gisting í fallegu umhverfi
II V ÍTASIJ NNIJ H K KG I N N Á LGAST
Þ a ö t e k ti r ekk i n e m : i 3 5 m í n ú t u r
a (1 a k a f r: t Kev k j a v í k t i i i> i n g v n 11 a
HOTEL yALHOU
ÞlNGVÖLLlIM ■ SÍMI 98 22622
Nj óttu þess b est a
njóttu þess á Hótel Valhöll
Morgunblaðið/PPJ
Rannsóknaflugvél háskólans í Washingfton-fylki á Reykjavíkurflug-
velli.
Reykjavíkurflugvöllur:
Fljúgandi rann-
sóknastöð kom við
GÖMUL Convair 240-flugvéI í
eigu háskólans í Washington-
fylki í Bandaríkjunum átti leið
um Reykjavík nú í vikunni. Flug-
vélin, sem er útbúin sem fljúg-
andi rannsóknastofa, var á leið
frá Seattle til Kuwait við Persa-
flóa. Þar verða framkvæmdar
margvíslegar mælingar í háloft-
um í kjölfar olíueldanna sem þar
hafa geisað undanfarið.
Munu m.a. verða gerðar mæling-
ar á áhrifum eldanna á veðurfar
með tilliti til kenninga um kjarn-
orkuvetur. Einnig verða könnuð
almenn áhrif reykjarmakkarins á
umhverfið. Ellefu vísindamenn og
þriggja manna áhöfn vélarinnar
munu starfa við þetta verkefni sem
stendur yfir í um mánaðartíma og
munu þeir hafa bækistöðvar sínar
á Bahrein. Flugvél þessi hefur farið
víða um lönd við rannsóknir á um-
hverfisslysum af náttúru- og
mannavöldum, m.a. til Alaska þar
sem áhrif skógarelda og eldgoss
hafa verð mæld. Síð.ar á þessu ári
er ráðgert að vélin fari annars veg-
ar til Brasilíu og hins vegar til
Convair-flugvél háskólans í
Washington-fylki er hlaðin mæl-
inga- og tilraunatækjum og m.a.
notuð til að rannsaka áhrif um-
hverfisóhappa á veðurfar.
Síberíu að rannsaka áhrifa skógar-
eyðingar á umhverfið.
Þátttaka var góð í
firmakeppni Smára
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Þrír efstu í fullorðinsflokki: Birgir Örn Birgisson
á Glæsi, Einar Logi Sigurgeirsson á Lyftingu
og Sigmundur Jóhannesson á Skugga.
Syðra-Langholti,
Hrunamannahreppi.
HESTAMENN í
hestamannafélag-
inu Smára héldu
sína árlegu firma-
keppni á Flúðum
1. maí. Þátttaka
var góð, ein 119
fyrirtæki voru
skráð og þátttaka
hestamanna var
einnig góð en
fjöldi fólks á fé-
lagssvæði Smára,
sem er Hreppar
og Skeið, stundar
hestamennsku sér
til ánægju og
heilsubótar. Þá er
í þessum sveitum veruleg hrossa-
rækt og tamningar sem er nokkur
aukabúgrein hjá allnokkrum
bændum.
Úrslit keppninnar urðu á þann veg
að í barnaflokki varð í efsta sæti
Flúðaskóli, keppandi_ Sigfús Brynjar
Sigfússon á Skenk. í öðru Pípulagn-
ir Stefáns Jónssonar, keppandi Alf-
heiður Viðarsdóttir á Fífli, og í þriðja
Leiðrétting
í minningargrein um Friðrik
Guðjónsson útgerðarmann á bls.
56 í fimmtudagsblaði er rangt
farið með nafn fóstursystur hans.
Hið rétta er að hún hét Magða-
lena Hinriksdóttir. Þá má geta
þess að fósturfaðir Friðriks hét fullu
nafni Gunnar Frímann Jóhannsson.
Þetta leiðréttist hér með.
Félagsbúið Unnarholtskoti, keppandi
Ása Oðinsdóttir á Sneglu. í unglinga-
flokki varð í fyrsta sæti Félagsbúið
Efri-Brúnavölluro, keppandi Birna
Káradóttir á Brönu. í öðru sæti Bún-
aðarfélag Gnúpverja, keppandi Erna
Óðinsdóttir á Breka, og í þriðja sæti
Heysalan Ásólfsstöðum, keppandi
Hulda Hrönn Stefánsdóttir á
Pannadís. í fullorðinsflokki varð
Vátryggingafélag Islands hlutskarp-
ast en Sigmundur Jóhannesson
keppti fyrir það á Skugga. í öðru
sæti Hússjóðurinn Brautarholti,
keppandi Einar Logi Sigurgeirsson á
Lyftingu, og í þriðja sæti Foreldrafé-
iag Skeiðahrepps, en fyrir það keppti
Birgir Örn Birgisson á Glæsi. Þá fór
fram gæðingaskeið en þar varð sig-
ursælastur Magnús Gunnlaugsson á
Skugga, annar Birgir Örn Birgisson
á Kóngi og þriðja Guðrún Helga
Helgadóttir á Feyki.
- Sig. Sigm.