Morgunblaðið - 22.05.1991, Qupperneq 9
FYRIR
ÚTSKRIFTINA
Kjólar, blússur, toppar, stuttir jakkar, silkijakkar og pils.
Laugavegi 40.
Hugaðu að
sparnaðinum
þegar þú gerir
innkaupin.
Þjónustu-
miðstöð
ríkisverðbréfa
er líka
í Kringlunni
Hringdu eða komdu í Þjónustumiðstöð
ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar um
áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs.
Þjónustumiðstöðin er fyrir fólkið í landinu.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæö, sími 91- 626040 og Kringlunni, sími 91- 689797
Aukin fylgni
við flokkssam-
þykktir
Svo lengi hefur Fram-
sóknarflokkurinn verið
til húsa í Stjómarráðinu
að núverandi þingmenn
hans hafa aldrei verið í
stj ómarand stöð u. „Við
höfum að sjálfsögðu lært
af þeim [sem verið hafa
í stjómarandstöðu] og
emm ákveðnir í því að
haga okkur mjög á ann-
an veg(!),“ segir flokks-
formaðurinn í viðtali við
Tímann, sem minnir um
sumt á frásögnina um
faríseann og tollheimtu-
manninn.
Þrennt er það, sem
flokksformaðurinn segir
að einkenna muni stjóm-
arandstöðu Framsóknar-
flokksins:
1) Þingflokkurinn „skipi
málsvara í einstökum
málaflokkum“, eins kon-
ar skuggaráðuneyti.
2) Afstaða hans „mótast
af samþykktum flokksins
í ríkari mæli heldur en í
samstarfi í ríkis-
stjóm...“.
3) „I sumar ætla ég að
ferðast mikið um landið
og halda fundi með
flokksmönnum til að
kynna þessi vimiu-
brögð...“
Steingrimur segir að
þingflokkurinn muni
„fylgja góðum málum
sem koma frá ríkisstjóm,
en við munum líka leggj-
ast hart gegn málum sem
við emm andsnúnir“.
A heildina litið er við-
talið boðskapur um
harða stjómarandstöðu.
Evrópska
efnahags-
svæðið
Tíminn spyr hvort
EES-samningurinn sé að
þróast í að verða yfir-
AJÉJL!
í fyrsta sinn í stjórnar-
andstöðu!
„Við, sem núna erum í þingflokki fram-
sóknarmanna, höfum aldrei starfað í
stjórnarandstöðu áður,“ sagði Steingrím-
ur Hermannsson, formaður Framsóknar-
flokksins, í Tímanum. Hann viðurkennir
í viðtalinu að „stærsta verkefnið fram-
undan sé að ná niður ríkissjóðshallan-
um“.
þjóðlegur. Flokksfor-
maðurinn svarar:
„I umræðunmn á þing-
inu fullyrti utanríkisráð-
herra að vald EFTA-
stofnunariimar verði ein-
göngu bundið við eftirlit
og ágreiningi, sem þar
kæmi upp, yrði vísað til
dómstóla. Við komumst
aldrei hjá því að hafa
eftirlit og við högnumst
á því að sumu leyti,
vegna þess að stærri
þjóðir eiga svo auðvelt
með að fara framhjá
reglum. Ég lit ekki svo á
að eftirlitsstofnunin
verði yfirþjóðleg, því að
það verður alltaf hægt
að vísa málum til dóm-
stólsins.
Dómstóllinn verður
það eina yfirþjóðlega.
Við framsóknarmenn
viðurkenndum í síðustu
rikissljóm aö hjá því yrði
ekki komist. Við höfum
vitanlega fallist á slika
dómstóla í vissum mál-
um, eins og mannrétt-
indadómstólimi í Strass-
borg. Verkefni þessa
dómstóls verður vitan-
lega takmarkað við deil-
ur um framkvæmd samn-
ingsins."
Málamiðlanir
ekkieins
nauðsynlegar
Steingrímur segir í
Tímanum:
„Okkar. málefnastarf
verður á okkar eigin veg-
um. Við höfum þegar
hafíð ágætt samstarf við
Alþýðubandalagið og
Kvennalista um kjör í
nefndir og stjómir ... Við
munum bera saman bæk-
ur okkar um afstöðu til
einstakra mála. En vitan-
lega hlýtur okkar afstaða
í stjórnarandstöðu að
mótast af samþykktum
flokksins í rikari mæli
heldur en í samstarfí í
ríkisstjóm. í samstarfí í
ríkisstjórn verður ekki
I\já því komist að fallast
á málamiðlanir. Við úti-
lokum ekki málamiðlanir
í sljómarandstöðu, en
þær em ekki cins nauð-
synlegar þar.“
„Stærsta verk-
efnið fram-
undan“
I Flokksformaðuriim
iftliBir
segir og i viðtalinu:
„Við höfum alltaf við-
urkennt að stærsta verk-
efniö framundan væri að
ná niður hallanum á
ríkissjóði. Hins vegar
finnst mér nokkur atriði
gleymast í þeiná um-
ræðu. Það hefur verið
samdráttur í þjóðfélag-
inu í 3 ár ..."
I þessum orðum viður-
kennir formaður Fram-
sóknarflokksins og frá-
farinn forsætisráðherra
að „síærsía verkefnið
framundan“ bjá nýrri
ríkisstjórn sé að „ná nið-
ur hallanum á ríkissjóði",
rétta við ríkisbúskapinn
eins og hann kemur und-
an vetri fyrri sljórnar.
Ekkert framtíðarverk-
efni er stærra - í hans
augum - en að rétta af
arfleifð fráfarinnar
stjómar.
Framsóknarflokkur-
iim hefur axlað stjórnar-
farslega ábyrgð á þjóðar-
skútunni í tvo áratugi.
Hann hefur farið með
ráðuneyti undirstöðuat-
vinnuvega landsbyggðar-
iimar, landbúnaðar
[1971-79 og 1983-88] og
sjávarútvegs [1980-91],
lengur en flestir aðrir
með viðblasandi
„árangri" fyrir byggða-
þróun í landinu. Og í lok
þessarar löngu stjórnar-
setu er „stærsta verkefn-
ið framundan“, að dómi
flokksformamisins, að
rétta af arfleifðina, ríkis-
sjóðshallaim.
Flokksformaðurimi
lofar hins vegar að þing-
flokkur hans, „sem aldrei
hefur starfað í stjórnar-
andstöðu áður“, muni
„haga sér mjög á annan
veg“ og væntanlega betri
veg er fyrri stjómarand-
staða. Vonandi tekst
Framsóknarflokknum
skár upp í stjómarand-
stöðu en meðan hami
stýrði þjóðarskútumii út
í hagvaxtar- og lífslqara-
stöðnun - og hlóð hana
halla á ríkisbúskapnum
og fjallháum opinbemm
skuldum.
SJÓÐUR 1 - VAXTARSJÓÐUR
Sameinar eiginleika langtíma-
og skammtímabréfa
Það er sérkenni Sjóðs 1 að þegar liðið hafa fjögur
mánaðarmót frá kaupum fellur innlausnargjald niður
þrjá fyrstu virka daga hvers mánaðar. Sjóður 1 hentar
því þeim sem vilja góða og örugga ávöxtun sparifjár en
vilja líka geta gripið til þess á auðveldan hátt ef þörf
krefur. Þessir kostir Sjóðs 1 - Vaxtarsjóðs hafa gert
hann að vinsælasta verðbréfasjóði íslenska markaðsins.
Verið velkomin í VÍB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.