Morgunblaðið - 22.05.1991, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 1991
Meinsemd heil-
briffðiskerfísins
/l< • -W •» • mm o.. < ... . . . ..
eftir Ingibjörgu
Björnsdóttur
Það hefur vakið furðu mína, að í
allri umræðu um Heilsluhæli Nátt-
úrulækningafélagsins að undan-
förnu, hefur enginn úr hópi þeirra
þúsunda dvalargesta, sem notið hafa
góðs af þjónustu félagsins á liðnum
áratugum, gengið fram til varnar
náttúrulækningastefnunni. Allir
þegja þunnu hljóði, enda hefur málið
verið kynnt sem hneykslismál.
Hneyksli er þetta mál allt, en ekki
með þeim hætti, sem gefið hefur
verið í skyn í fjölmiðium síðustu
daga.
Málið ber það allt með sér, að til
þess er stofnað af mönnum, sem
aðhyllast ekki stefnu Náttúrulækn-
ingafélagsins, enda þótt þeir hafi
ráðið sig í vinnujijá því og tekið sæti
í stjórn þess. í stuttu máli snýst
hávaðinn um það, að læknarnir, sem
að málinu standa, vilja með góðu eða
illu breyta hressingarhælinu í sjúkra-
hús. Ríkisendurskoðun virðist vilja
koma sjálfstæðum rekstri hælisins á
vonarvöl og alfarið undir forsjá ríkis-
ins. Guð einn má vita hvað vakti
fyrir Jóhannesi Ágústssyni. En aiit
er þá þrennt er.
Þegar Jónas Kristjánsson hóf að
kynna náttúrulækningastefnuna var
hún um margt byltingarkennd og
umdeild. Hann vildi kenna fólki nátt-
úrulega og heilnæma lifnaðarhætti.
Starfsemi Heilsuhælisins fékk góðar
undirtektir þegar í upphafi og af
aðsókninni hingað til að dæma, hefði
mátt ætla, að náttúrulækningar, eins
og þær hafa verið stundaðar á
Heilsuhælinu, væru virtar sem verð-
ugt framlag til íslenskrar heilbrigðis-
þjónustu. Hvað svo sem sagt var um
náttúrulækningar fyrir 70 árum þá
eru þær viðteknar í dag af yfirstjórn
heilrigðismála, enda efast enginn
hugsandi maður lengur um samband
næringar og heilsu, né mikilvægi
þess að ástunda heilnæma lífshætti
í anda náttúrulækningamanna nema
ef vera skyldu einhverjir læknar.
Ríkisendurskoðun hefur bent á, að
þrátt fyrir vinsældir Heiisuhælisins
er náttúrulækningastefnan utan-
garðs í íslensku heilbrigðiskerfi.
Skýrsla ríkisendurskoðunar
Sú úttekt, sem ríkisendurskoðun
hefur látið frá sér fara á rekstri
Heilsuhælisins, er um margt athygl-
isverð. Þar kemur fram, að það, sem
talið er vera aðfinnsluvert við starf-
semi NLFÍ hefur verið látið óátalið
af heilbrigðisráðuneytinu alla tíð.
Gagnrýnin beinist því fyrst og fremst
að ráðuneytinu. Niðurstöður skýrsl-
unnar eru líkt og sniðnar að kröfum
læknanna, sem starfa við hælið.
Starfsemi hælisins er gagnrýnd á
þeirri forsendu, að hún samrýmist
ekki gildandi heilbrigðislöggjöf, og
hvetur ríkisendurskoðun til þess að
markmiðum Náttúrulækningahælis-
ins sé breytt. I skýrslunni eru sex
atriði, sem ég við gera að umræðu-
efni hér:
Forsendur ríkisendurskoðunar
Heiisuhæli Náttúruiækningafé-
lagsins var í upphafi stofnað sem
kennslustofnun til að kenna fólki að
iðka holla og heilsubætandi lifnaðar-
hætti, jafnframt því að vera lækning-
astofnun. Greiddu dvalargestir sjálfir
kostnað við dvöl á hælinu. Síðar fóru
læknar að vísa sjúklingum sínum á
Heilsuhælið til hressingar og upp-
byggingar eftir erfiða sjúkrahúslegu,
og þá var farið að greiða dagjöld
með þeim dvalargestum.
Þeir vísu menn, sem unnu skýrslu
ríkisendurskoðunar, ganga útfrá því,
að heilsuhælið falli undir reglur um
sjúkrahús — þar er sagt beinum orð-
um „sjúkrahús eins og Heilsuhælið".
Staða Heilsuhælisins innan heilbrigð-
iskerfisins hefur reyndar aldrei verð
fastákveðin í lögum. Það fullnægir
engan veginn þeim kröfum, sem
gerðar eru til sjúkrahúsa, og dag-
gjaldanefnd hefur aldrei metið starf-
semi hælisins til sömu daggjalda og
sjúkrahúsum reiknuðust.
Heilsuhæli Náttúrulækningafé-
lagsins hefur verið eina stofnunin
sinnar tegundar hér á landi. Lög um
sjúkrahús og skylda starfsemi hafa
ekki hæft starfsemi hælisins, en samt
sem áður hefur ekki þótt brýn ástæða
til að setja sérstök lög um starfsemi
þess. Hin óskilgreinda staða þess
innan heilbrigðiskerfisins hefur oft
reynst NLFÍ erfíð. Þegar reiknuð
hafa verið út daggjöld, hefur jafnan
verið gert fremur lítið með þá fag-
mennsku, sem viðhöfð er á hælinu.
En á sama tíma hefur ráðuneytið
gert síauknar kröfur um sérhæfðari
læknisþjónustu líkt og um sjúkra-
stofnun væri að ræða. Þetta hefur
oft gert NLFÍ erfitt fyrir, en á móti
hefur komið skilningur ráðuneytisins
á mikilvægu starfi Náttúrulækninga-
félagsins, sem sett hefur Heilsuhæl-
inu sérstök starfsskilyrði, sem ríkis-
endurskoðun gagnrýnir nú.
Ríkisendurskoðun. kýs að flokka
Heilsuhælið sem sjúkrahús, til þess
eins að geta lagt eitthvert lagalegt
mat á starfsemi þess. Þar sem engin
lög er að finna um heilsuhæli svo
meta_ megi lögmæti Heilsuhælis
NLFI, þá grípur ríkisendurskoðun
lög um sjúkrahús og beitir þeim sem
mælikvarða á starfsemi hælisins og
kemst að þeirri niðurstöðu að hún
sé ólögleg. Það er með öllu óskiljan-
legt hvemig ríkisendurskoðun kom
til hugar að bera slíkan mælikvarða
á starfsemi Heilsuhælisins. Það þarf
ekki annað en koma í anddyri hælis-
ins tit að átta sig á því að þar er
ekki rekið sjúkrahús. Þeir kjósa að
flokka heilsuhælið sem sjúkrahús,
enda þótt það bijóti í bága við heil-
brigða skynsemi, og niðurstöður
skýrslunanr eru á þá lund, að þær
gætu verið pantaðar af læknum
hælisins. Full ástæða er að hneyksl-
ast yfir slíkum vinnubrögðum.
Daggjöldin
Hin svonefndu aukadaggjöld, sem
Ríkisendurskoðun gerir mál úr, eru
í raun hin upphaflegu gjöld, sem
dvalargestir greiddu fyrir dvöl sína
og þau hafa verið innheimt í 35 ár.
Daggjöldin, sem ríkið greiddi með
sjúklingum sínum, var viðbót vegna
aukins álags þar sem skjólstæðingar
ríkisins voru veikari og þörfnuðust
meiri umönnunar en þeir, sem lögðu
leið sína sjálfir á hælið. Eftir því sem
ég kemst næst, þá hefur Nátttúru-
lækningafélagið aldrei gengist undir
reglugerð daggjaldanefndar er snert-
ir aukagreiðslur dvalargesta, og hef-
ur það aldrei verið neitt launungar-
mál. Má í því sambandi benda á, að
í ráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur
var málið látið óátalið eftir ítarlega
umræðu á Alþingi. Upphæð dag-
gjaldanna nú er 3.250 kr. á dag pr.
sjúkling og hefur gegnum tíðina ver-
ið á líkum nótum. Ríkið hefur því
ekki tapað á þessum samningum og
er skiljanlegt að þingmenn hafi ekki
séð ástæðu til að hrófla við þessu
Ingibjörg Björnsdóttir
„Þar sem engin lög er
að finna um heilsuhæli
svo meta megi lögmæti
Heilsuhælis NLFI, þá
grípur ríkisendurskoð-
un lög um sjúkrahús og
beitir þeim sem mæli-
kvarða á starfsemi hæl-
isins og kemst að þeirri
niðurstöðu að hún sé
ólögleg.“
máli, þar sem kostnaður ríkisins hef-
ur verið gjöf en ekki gjald.
Fjáröflunaraðferðir NLFÍ
Varðandi fjármál á Heilsuhælið
undir tvo herra að sækja. Annars
vegar heilbrigðisráðherra, sem segir
því fyrir verkum og hins vegar dag-
gjaldanefnd, sem metur kostnaðinn
við verkið. Full ástæða hefði verið
til, að ríkisendurskoðun setti ofan í
við daggjaldanefnd fyrir dómgreind-
arleysi við mat á því sem teljast má
eðlilegur rekstrarkostnaður. Mat
daggjaldanefndar á eðlilegum rekstr-
arkostnaði hælisins hefur alltaf verið
of lágt miðað við kröfur heilbrigðis-
ráðuneytisins um faglega þjónustu.
Fjáröflunaraðferðir Náttúrulækn-
ingafélagsins hafa aiia tíð miðast við
að bjarga rekstri Heilsuhælisins
þannig að hægt væri að halda við
húsum og auka og bæta þjónustuna.
Það má til gamans geta þess, að
þegar samið var við ríkið um dag-
gjöld á sínum tímma, þá vildi Nátt-
úrulækningafélagið fá greitt fyrir
húsaleigu, þ.e.a.s. það vildi fá ein-
hvern arð af því fé, sem bundið var
í húsakosti staðarins. Heilbrigðis-
ráðuneytið vildi ekki ganga að því.
Náttúrulækningafélagið fór þá að
taka gjald fyrir heitt og kalt vatn
með heimild ráðuneytisins. Skilning-
ur Ríkisendurskoðunar á þessari
heimild til orkuöflunar og orkunýt-
ingar er sá, að hún sé veitt í því
skyni að tryggja hælinu hitaorku á
kostnaðarverði. Þarna greinir menn
á og það liggur ekki ljóst fyrir að
ríkisendurskoðun hafi þar rétt fyrir
sér.
Náttúrulækningafélagið hefur selt
ríkinu tiltekna þjónustu um áratuga-
skeið og ef félagið hefði ekki fundið
leiðir til að bæta upp hið lága verð,
sem ríkið var reiðubúið að greiða
fyrir þá þjónustu, þá hefði reksturinn
fyrir löngu verið kominn í þrot. Sjúkl-
ingum, sem óska að dvelja á hælinu,
hefur íjölgað í tímans rás, og því
hefði ríkið að öllum líkindum séð sér
hag í því að yfírtaka reksturinn og
koma honum inn á fjárlög, fremur
en láta loka hælinu. Þannig fór
reyndar fyrir mörgum sjálfseignar-
stofnunum í heilbrigðisþjónustunni.
Ríkið keypti þjónustu þeirra langt
undir kostnaðarverði og yfirtók síðan
reksturinn, þegar í óefni var komið.
Það er erfitt að sjá fjárhagslegan
hag ríkisins í þess háttar viðskiptum,
en með því móti fékk heilbrigðisráðu-
neytið óskorað vald til íhlutunar um
rekstur stofnananna.
Mér er til efs að ríkið gæti rekið
Heilsuhælið á þeim daggjöidum, sem
Náttúrulækningafélagið má sætta
sig við í dag. Enginn gististaður rís
undir því að selja gistingu og fæði
undir 4.000 kr. pr. dag hvað þá með
innifalinni endurhæfingu eða líkams-
rækt undir faglegu eftirliti og lækn-
isskoðun. Daggjaldanefnd ætlast
samt til að Náttúrulækningafélagið
geri þetta, og Ríkisendurskoðun vill
loka þeim leiðum, sem NFLÍ hefur
farið til að bjarga rekstrinum. Þessar
fjáröflunarleiðir voru í upphafí sam-
þykktar af yfírvöldum enda hafa þær
komið sérlega vel út fyrir ríkið.
Fjárfestingar
Eitt atriði í gagnrýni Ríkisendur-
skoðunar beinist að fjárfestingum
Náttúrulækningafélagsins til að
bæta aðstöðuna í Hveragerði og á
Akureyri. Telur hún óeðlilegt að
sjúkrahús innheimti daggjöld af
sjúklingum í þeim tilgangi. Eg tek
undir það sem meginreglu, að ríkið
mismuni ekki fólki, en ef ríkið býður
upp á ókeypis þjónustu, þá verður
það einnig að sjá sóma sinn í því að
greiða fyrir hana. Þar sem ríkið hef-
ur ekki borgað þá þjónustu, sem það
kaupir af Náttúrulækningafélaginu
og býður upp á á Heilsuhælinu, hafa
dvalargestir orðið að greiða mismun-
inn sjálfir.
Náttúrulækningafélagið hefur selt
viðamikla þjónustu til ríkisins í mörg
ár og lagt til húseignir, húsmuni og
tæki. Óeðlilegt getur það ekki talist,
að það skuii hafa haft einhvern arð
af iðju sinni til viðhalds og viðbygg-
ingar. Slíkar forsendur eru yfirleitt
lagðar til grundvallar, þegar verðlögð
SIEMENS
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lifið lettara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
• Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
• Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála.
• Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25.
• Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
• Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
• Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
• ísafjöröur: Póllinn hf„ Aðalstræti 9.
• Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
• Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
• Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32.
• Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1.
• Húsavík: Öryggi sf„ Garöarsbraut 18a.
• Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
• Neskaupstaður: Rafaida hf„ Hafnarbraut 24.
• Reyðarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31.
• Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
• Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13
• Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29.
• Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
• Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.