Morgunblaðið - 22.05.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.05.1991, Qupperneq 22
22 Ifitíl IAM .22 JIUOAOraiVSIM (IICIAJI1MUD30M MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 'Ar Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Vélar tii póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Hvítasunnukappreiðar Fáks: MOX. V Skútuvogi 10a - Sími 686700 ÚRVALS bón- og hreinsivörur! Olíufélagið hf Gýmir fékk hæstu ein- kiuin sem gefín hefur verið __________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson FJÖLDI góðra hesta og fjallháar einkunnir var það sem umfram annað einkenndi Hvítasunnu- kappreiðar Fáks að þessu sinni. Alls komu áttatíu gæðingar til dóms og má fullyrða að lang stærsti hluti hestanna verðskuldi það sæmdarheiti að kallast gæð- ingar. Dómarar mótsins voru í feikna stuði og voru ósparir á háu tölurnar sem vissulega var ástæða til þótt í einstaka tilfelli hlypu sumir þeirra útundan sér í einkunnagleðinni. Að sjálfsögðu stendur hæst árangur Gýmis frá Vindheimum í A-flokki gæðinga er hann hlaut 9,39 í einkunn sem er hæsta ein- kunn sem gefín hefur verið ekki bara í A-flokki heldur í gæðinga- keppni almennt. Allir sem áttu því láni að fagna að berja Gými augum á landsmótinu á síðasta ári vissu að hann var til stórra'hluta líklegur en hvort árangurinn yrði eitthvað í líkingu við það sem raunin varð á nú hefur sjálfsagt enginn reiknað með. Það er sér í lagi einkunnir fyrir skeið, vilja og fegurð í reið sem hleypa einkunnum hans upp en einnig fékk hann mjög góðar einkunnir fyrir tölt og brokk. Knapi á Gými var nú sem fyrr Trausti Þór Guðmundsson en hann var einnig knapi á hesti í öðru sæti Snúð frá Brimnesi sem hlaut 9,11 í einkunn sem einnig er frábær árangur. Þarna leikur Trausti'svip- aðap leik og hann lék á landsmótinu FLEXON VESTUR-ÞYSKUR HÁGÆÐA DRIFBÚNAÐUR FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrðir Hagstœtt verð Við veitum þér ailar tœknilegar upplýsingar / q' LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 SlMI (91) 20680 • FAX (91) 19199 Wordnámskeið • Macintosh Word erfjölhæfasta ritvlnnsluforr'itiö fyrir Macintosh! © _ 12 klst námskeiö fyrir byrjendur og lengra komnal * <%> % Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - flmm ár í forystu A ísak sigraði í B-flokki gæðinga í þriðja sinn og er þetta í annað sinn sem knapinn Gunnar Arnarsson leikur þann leik. Hálfbróðir Isaks Sölvi frá Glæsibæ sigraði einnig þrisvar B-flokkinn og var Gunnar þar við sljórnvölinn. áÞ Gýmir frá Vindheimum fremstur meðal gæðinga. Fékk hann yfir níu í nema fet. Knapi er Trausti Þór Guðmundsson. á síðasta ári er hann var með Muna og Gými í fyrsta og öðru sæti. í B-flokki stóð efstur eftir for- keppnina stóðhesturinn Hektor frá Akureyri með 9,14 sem er hæsta einkunn sem gefín hefur verið í B-flokki samkvæmt núgildandi reglum um gæðingakeppni. Knapi á Hektori var Gunnar Arnarsson . en segja má að Gunnar hafi nánast verið með einkarétt á fyrsta sætinu í B-flokki hjá Fáki síðustu árin. Næstir 'á eftir Hektori með 8,98 komu þeir ísak frá Litladal og Kraki frá Helgastöðum. Gunnar sat einnig ísak en Sigurbjörn Bárðarson sat Kraka. I úrslitum náði ísak efsta sætinu en Hektor féll í þriðja sætið. Eins og gefur að skilja urðu mikl- ar umræður um þessa gæðinga- keppni hjá Fáki og flestir sammála um að aldrei hafi annað eins gæð- ingaval komið fram á Hvítasunnu- kappreiðum. í setningarræðu for- manns Fáks, Viðars Halldórssonar, kom fram að kúvending hafi átt sér stað varðandi hlutfall milli þáttak- enda í A- og B-flokki. Áður voru hestar í B-flokki nánst helmingi fleiri en í A-flokki en nú hefur þetta snúist við og meira en það því gæði A-flokkshestanna hafa aukist í jöfnu hlutfalli við fjölgunina. Sagði formaðurinn að þessa þróun mætti rekja til framfara í ræktun og reið- mennsku. Ugglaust er hægt að taka undir þessa kenningu og virðist þetta mót frekari staðfesting á því sem áður hefur fram komið. All sæmileg þátttaka var í barna- og unglingaflokki og krakkamir að venju vel ríðandi. Sýnu betur þó í unglingaflokki en þar sigraði Gísli Geir Gylfason á Ófeigi frá Grófar- gili. í bamaflokki var Davíð Jónsson í sérflokki og sigraði örugglega. Kappreiðarnar sem þessi hvíta- sunnusamkoma er kennd við eru ekki fugl eða fískur í samanburði við það sem áður var. Reyndar buðu fáksmenn upp á vegleg pen- ingaverðlaun og er það vonandi fyrsta skrefið í endurreisn kapp- reiða. Tímar vom ágætir í skeiðinu en heldur slakir í öðrum greinum. úrslit Hvítasunnukappreiða Fáks urðu annars-sem hér segir: A-flokkur gæðinga: 1. Gýmir frá Vindheimum, eigandi Jóhanna Björnsdóttir, knapi Trausti Þór Guðmundsson, 9,39. 2. Snúður frá Brimnesi, eigandi Ragnar Tómasson, knapi í for- keppni Trausti Þór Guðmundsson, knapi í úrslitum Tómas Ragnars- son, 9,11. 3. Höfði frá Húsavík, eigandi Fríða H. Steinarsdóttir, knapi Sigubjörn Bárðarson, 8,83. 4. Funi frá Skálá, eigendur Einar Morgnnblaðið/Valdimar Kristinsson meðaleinkunn fyrir öll atriði Öder Magnússon, Gísli Þór Jónsson og fleiri, 8,75. 5. Dagfari frá Sogni, eigandi Davíð Matthíasson, knapi Hinrik Braga- son, 8,79. B-flokkur gæðinga: 1. ísak frá Litladal, eigandi Guð- mundur Jóhannsson, knapi Gunnar Arnarsson, 8,98. 2. Kraki frá Helgastöðum I, eigandi og knapi Sigurbjöm Bárðarson, 8,98. 3. Hektor frá Akureyri, eigandi og knapi í forkeppni Gunnar Arnars- son, knapi í úrslitum Kristbjörg Eyvindsdóttir, 9,14. 4. Salvador frá Höskuldsstöðum, eigandi Gunnar B. Dungal, knapi Sigurður Marínusson, 8,71. 5. Vignir frá Hala, eigandi og knapi í forkeppni Sigurbjörn Bárðarson, knapi í úrslitum Einar Öder Magn- ússon, 8,67. Unglingaflokkur 1. Gísli Geir Gylfason á Ófeigi frá Grófargili, 8,74. 2. Steinar Sigurbjörnsson á Elvu frá Skarði, 8,76. 3. Edda Rún Ragnarsdóttir á Örv- ari frá Ríp, 8,62. 4. Maríanna Gunnarsdóttir á Kol- skeggi frá Ásmundarstöðum, 8,66. 5. Daníel Jónsson á Geisla frá Kirkjubóli, 8,53. Barnaflokkur: 1. Davíð Jónsson á Snældu frá Miðhjáleigu, 8,78. 2. Lilja Jónsdóttir á Gáska frá Foss- hóli, 8,75. 3. Hulda Jónsdóttir á Gæa frá Svaðastöðum, 8,53. 4. Álma Olsen á Sörla frá Sogni, 8,48. 5. Ragnheiður Kristjánsdóttir á Roða frá Þórisstöðum, 8,44. Tölt: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Kraka frá Helgastöðum I, 88,8 stig. 2. Sigríður Benediktsdóttir á Ár- vakri, 72,60 stig. 3. Hinrik Bragason á Hrefnu frá Gerðum, 74,67 stig. 4. Fríða H. Steinarsdóttir á Söndru frá Ríp, 74,13 stig. 5. Hafliði Halldórsson á Erró frá Bakkakoti, 72,60 stig. Glæsilegasti hestur mótsins Gýmir frá Vindheimum. Knapaverðlaun mótsins Sigur- björn Bárðarson 150 metra skeið 1. Ögri frá Tóftum, eigandi Jóhann- es Þ. Jónsson, knapi Eiríkur Guð- mundsson, 15,0 sek. 2. Tígull frá Búðardal, eigandi Ólöf Guðmundsdóttir, knapi Alexander Hrafnkelsson, 15,0 sek. 3. Mökkur frá Kambholti eigandi ogknapi Ólafur Ólafsson, 15,5 sek. 250 metra skeið 1. Þróttur frá Tunguhálsi eigandi • Hjálmar Guðjónsson, 22,7 sek. 2. Leistur frá Keldudal, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Sigur- björn Bárðarson,.22,7 sek. 3. Eitill frá Akureyri, eigandi Bragi Ásgeirsson, knapi Hinrik Bragason, 23,6 sek. 350 metra stökk: 1. Subarú frá Efri-Rauðalæk, eig- andi Guðni Kristinsson, knapi Magnús Benediktsson, 26,3 sek.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.