Morgunblaðið - 22.05.1991, Side 41

Morgunblaðið - 22.05.1991, Side 41
 STI& { 1 3 5 b T 8 9 10 VINN kÖP 4 SAIOV ZÍ35 //// W, ’k 'A iz 1 /z { iz iz 1 (o 1-2 2 SHORT LíiS % A//A CuvL % 'Á /z { 1 iz { iz G 1-2 3 KASPAROV im Íz íz W/ iz { iz ‘ll iz { iz 5/z 3-V H KARPOV 2725 ’/z % /z iz iz { i iz iz 5/z 3-1 5 K0RCHNOI 2(,15 o íz 0 iz Y/// iz { iz Zz { H/z s (o JÖHANN 2535 /z 0 íz iz iz 0 iz { iz &-? 7 TIMMAhl líiO o 0 % 0 0 { V// yY// iz { { k á-7 8 GUREVICH U50 ’k % iz 0 iz iz iz 0 /z 3 /z 8 9 L JUBOJEVIC 2510 % o o iz íl 0 o { ’/z -3 1-10 10 VANÖER IA/lEL 2530 o iz iz iz 0 iz 0 iz /z V/// 3 1-10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 41 Minningarmótið um Max Euwe: Short og Salov slógu K-unum við Skák Margeir Pétursson Aftur máttu þeir Kasparov og Karpov báðir bíta í það súra epli að missa af efsta sæti á skák- móti. Á hinu geysisterka minn- ingarmóti um Max Euwe í Amst- erdam sigruðu þeir Nigel Short frá Englandi og Vaiery Salov frá Sovétríkjunum, með sex vinninga af níu mögulegum. Þeir Kasp- arov og Karpov urðu jafnir í þriðja sæti með fimm og hálfan vinning. Eins og skákáhuga- mönnum er væntanlega í fersku minni náði Vassily Ivanchuk einnig að skjóta þeim ref fyrir rass á mótinu í Linares um dag- inn, svo einokun K-anna tveggja eins og þeir eru oft nefndir, virð- ist endanlega hafa verið rofin. Þátttakendurnir á mótinu áttu það allir sameiginlegt að hafa áður tekið þátt í minningarmótinu um Euwe, en á því tefla venjulega að- eins íjórir keppendur. Pyrir tveimur árum var Jóhann Hjartarson á meðal þátttakenda, en vegnað þá mjög illa, en að þessu sinni mátti hann vel við una, hann varð í 6.-7. sæti með fjóra vinninga. Jóhann tapaði fyrir þeim Short og Timman, en í næstsíðustu umferð náði hann að sigi-a Ljubojevic og bætti þar með stöðu sína á mótinu verulega. Hinum sex skákum Jóhanns á mót- inu lyktaði með jafntefli. Gary Kasparov vár langt frá sínu bezta og stóð sig ver en í Linares þar sem hann náði þó öðru sætinu. I fyrsta skipti á ferli sínum vann hann ekki eina einustu skák með hvítu. Svo virðist sem heimsmeist- arinn hafi slakað of mikið á eftir síðustu titilvörn sína, en hann hefur meðal annars farið að skipta sér af stjórnmálum. Að þessu sinni tefldi Karpov hins vegar miklu traustar en í Linares og hann var hársbreidd frá því að vinna á mót- inu, missti t.d. vinningsstöðu gegn Kasparov niður í jafntefli. Sigurvegararnir mega auðvitað afar vel við una, þótt þeir hafi ekki unnið með sama glæsibrag og Ivan- chuk í Linares. Það hefur greinilega haft mjög góð áhrif á Nigel Short að komast í aðra umferð áskorenda- keppninnar. Fyrir nokkrum árum gerðu Englendingar sér góða von um að Short næði áskorunarrétti á heimsmeistarana, en afhroð í áskor- endaeinvígi við Speelman í London 1988 setti stórt strik í reikninginn og hann staðnaði um tíma. En nú hefur hann gert upp reikningana við Speelman og virðist til alls líklegur í næsta áskorendaeinvígi gegn Boris Gelfand, þriðja stiga- hæsta skákmanni heims, sem hefur þó undanfarna mánuði verið í hlut- verki hinnar fallandi stjörnu. Valery Salov er geysilega traust- ur og öflugur skákmaður sem fyrst vakti verulega athygli árið 1987 er hann varð efstur á millisvæðamót- inu í Szirak ásamt Jóhanni Hjartar- syni. Salov náði þriðja sætinu í síðustu heimsbikarkeppni, en heilsuleysi hefur háð honum mikið og hann hefur ekki treyst sér til að tefla mikið. Við skulum líta á vinningsskák Jóhanns Hjartarsonar á mótinu í Amsterdam: Hvítt: Ljubojevic Svart: Jóhann Hjartarson Spánski leikurinn, opna afbrigðið 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Rxe4, 6. d4 - d5, 7. Bb3 - d5, 8. dxe5 - Be6, 9. a4!? Júgóslavinn er ekki mikið fyrir að þræða troðnar slóðir í byrjunum og velur sjaldgæft afbrigði, en venjulega er leikið 9. c3, eins og Jóhann lék reyndar sjálfur í fyrstu einvígisskákinni gegn Korchnoi um árið, og vann örugglega. 9. - b4, 10. a5 - Rc5, 11. Bg5 - Dd7, 12. Rbd2 - h6, 13. Bh4 - Be7, 14. Bxe7 - Dxe7, 15. c3 - bxc3, 16. bxc3 - Rxb3, 17. Rxb3 - 0-0, 18. Hel?! Hér eða í næsta leik hefði hvítur getað haldið jafnvæginu í stöðunni með því að leika Rb3-d4, en bezta tilraunin til að ná frumkvæði virðist 18. Dd3! í stað þess velur hvítur ranga áætlun. 18. - Hab8, 19. Rfd4?! - Ra7! Þetta er fallegur stöðulegur leik- ur sem gerir svarti kleift að bæta peðastöðu sína verulega og ná frumkvæðinu. Ljubojevic hlýtur að hafa yfirsézt hann, því hann finnur ekkert betra svar en undanhald. 20. Re2 - c5, 21. Rf4 - Hfd8, 22. Dc2 - Rc6, 23. Rxe6 - fxe6, 24. f4 - Hb5! Jóhann hefur byggt upp mjög sterka stöðu og veikburða staða hvíts getur ekki staðist pressu hans eftir b-línunni til lengdar. Júgóslav- inn reyndi nú skiljanlega að skipta upp á einum veikleika sínum, en þá tekur ekki betra við, svartur nær stórsókn. 25. c4? - Rb4, 26. De2 - dxc4, 27. Dxc4 - Rd3, 28. Hebl - Hb4, 29. Dxa6 - c4 Vegna hótana sinna á skálínunni gl-a7 vinnur svartur mann, en hvítur heldur þó vonlausri barátt- unni áfram í nokkra leiki: 30. Rd4 - Dc5, 31. Dxe6+ - Kh8, 32. h3 - Dxd4+, 33. Khl - Rf2+, 34. Kh2 - Dxf4+, 35. Kgl - Dd4, 36. Kh2 - Hxbl, 37. Hxbl - c3, 38. Hb7 - Df4+, 39. g3 - Rg4+, 40. hxg4 - Hd2+, 41. Kh3 - Dfl+, 42. Kh4 - Hh2+ og mát! STUDENTSGJAFIRNAR I A R ! Vantóar bækur . framttbarefn Landi5,Sagan°gsogu MagnnsMagnnssonerf obleg e kmnitileglesningnmfyrstualdu uSrfi®'^'"'a“5ko,,a prýba bókina. JHAGNÚS MAGNÚSSON aAok ° Fyn-i Wuli bókann»ar .G »r »s., Z u' ^d"ra Snorr * lióL. SoimetM™**”'"”'1 vi(, [,ilk . , ' l L td stádenngjala: Urar áimgaverbar ...............k 3 ÍMandseto ^ ^6- Tóidist og Wjóófa'rh Guomuna' ................... ...............^«4- VanGogkogks « ’ aanakVer Skula ........... íslenskar þjobsogur■ r ‘ \9\,- Verk HaMórs Laxness 1 nyrti utgafu.............. b'.2."60.- Barnnáttúrunaar..... .............................. fo. 2.950- .................................................. 2.521 - Sjáffstælt folk ■ • • • KrUtniivaW uudir Jöklt. • HELCAFELL Síðumúla 6 • sími 688300 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.