Morgunblaðið - 22.05.1991, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 22.05.1991, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 1901 mtsm NY BYGGÐAÞROUN Eins og flestir vita, sem fylgjast með almennum málum, varð sú breyting á rekstri Sláturfélags Suðurlands að það flutti alla kjöt- vinnslu sína úr Reykjavík og aust- ur á Hvolsvöll. Það gefur auga leið að þetta er mikil lyftistöng fyrir Hvolsvöll og nágrenni, þar sem áður bólaði á atvinnuleysi en nú hefur skapast þar atvinna fyrir á annað hundrað manns. Helsta áhyggjuefnið var að ekki fengist nógu margt fólk til starfa í kjötvinnslunni, sérstaklega yrði erfitt að fá hluta af því vana fólki sem var í kjötvinnslu Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík til að „flytja austur fyrir Fjall“. En það óvænta skeði að fólkið vildi gjarn- an fiytja austur, vandinn var að fá húsnæði. Hreppsnefnd Hvolf- svallar tók þegar að úthluta lóðum undir íbúðarhús og voru þegar 10 lóðir keyptar. Og það er einmitt þetta, að fólkið vill gjarnan flytja austur, sem ég ætla að hugleiða í fáum orðum. Þetta er að mínu viti vísir að nýrri byggðaþróun í landinu, þróun sem á sér víða stoð í löndum þar sem gerðar eru svip- aðar kröfur um menningar- og félagsaðstæður og hér á landi, þ. e. þegar borgir eru búnar að ná ákveðinni stærð vill fólk gjaman flytja úr borginni. En að vísu ekki langt í burt. Það vill vera í snert- ingu við borgina þegar því hentar en komast úr mesta ysinum og stressinu - komast í meiri snert- ingu við náttúruna. Auknar og bættar samgöngur stuðla einnig að þessari þróun. Það er síst leng- ur farið milli Stór-Reykjavíkur eða Hafnarfjarðarbyggðarinnar og Árborgarsvæðisins en á milli stór- borga erlendis. (Ég vil svona til gamans geta þess að forseti okk- ar, Vigdís Finnbogadóttir, er búin að kaupa lóð í útjaðri Selfoss og ætlar að hasla sér þar nýjan starf- svöll með húsbygginu og skóg- rækt.) Að þessu athuguðu má búast við auknum flutningum fólks „austur fyrir Fjall“ og þá fyrst og fremst á Árborgarsvæðið til að byrja með. Vonandi eru forystu- menn Árborgarsvæðisins vel á verði, að nota þessa þróun áður- nefndu byggðarlagi til eflingar og aukinna áhrifa. Gestur Sturluson * Ast er... . . . að fást sameiginlega við hveitilengjurnar. Með morgunkaffmu TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved ©1991 Los Angeles Times Syndicate Þessir hringdu . . Gott barnaefni Mlóðir hringdi: „Ég vil þakka Ríkissjónvarpinu fyrir gott barnaefni _sem verið hefur að undanförnu. Ég hef ekki efni á að vera með Stöð 2 líka og kvarta börnin oft undan því. Finnst mér að Ríkissjónvarpið ætti að hafa meira efni fyrir börn- in og þá einnig á morgnana eins og Stöð 2.“ Kettlingar Fjórir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 680687. Svartur palíettutoppur tapaðist föstudaginn 3. maí, sennilega við Laugavega, finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í ofan- greint símanúmer. Erlent vinnuafl Torfi hringdi: „Er ekki orðið tímabært að hætta að flytja inn útlendinga til að vinna hér þegar hundruðir ís- lendinga ganga um atvinnulausir. Það hjálpar lítið löndum eins og t.d. Póllandi að nokkrir Pólverjar fái vinnu hér. Mér finnst að ís- lendingar ættu að ganga fyrir.“ Veski Lítið hvítt veski með rennilás, sem í voru snyrtivörur og fleira, týndist laugardaginn 10. apríl á Rauðarárstíg 27-29, í ganginum eða í lyftunni. Finnandi er vinsam- legast beðinn að skila veskinu í hárgreiðlsustofuna Gresíku, Rauðarárstíg 27-29. Taupoki Guðrún Björg 10 ára hringdi: „Ég tapaði sunddóti á uppstign- ingadag í skræpóttum taupoka með rauðu hjarta á leiðinni frá Sundhöll Reykjavíkur til Laugar- nestanga. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hafa samband í síma 673767.“ HÖGNI HREKKVtSI Víkveqi skrifar að setti kvíða að Víkverja þeg- ar hann sá sjónvarpsþáttinn í síðustu viku um eyðingu bóka í söfnum heimsins. Var með ólíkind- um að sjá verði draga bækur úr hillum safnanna, opna þær og taka síðan til við sópa mylsnu úr þeim, molnuðum blaðsíðum. Umræður um þennan mikla vanda hafa verið töluverðar undan- farin ár. Orðin ein hafa þó dugað skammt til að vekja athygli á hon- um. Sjónvarpsmyndin gerði það sannarlega. Þar kom einnig fram, að finna yrði önnur úrræði en nú er beitt til að geta staðist eyðingar- öflunum snúning. Furðulegast er, ef pappírsfram- leiðendur taka ekki mið af þeim staðreyndum sem við blasa. Tafar- laust þarf að gera sérstakt átak til að auka gæði pappírs. Á tímum umhverfisverndar hefur athygli einkum beinst að endurvinnslu á pappír. Hann er síður en svo ending- arbetri en sá sem sýndur var í sjón- varpsmyndinni. xxx Islendingar hafa betri vitneskju um uppruna sinn og búsetu í landi sínu en margar þjóðir. Ef þeir sem skráðu íslendingasögur hefðu fest þær á endurunninn pappír eða annað sem ekki stóðst tímans tönn, væri viðhorf okkar og staða áreiðanlega allt önnur. Þarf ekki að hafa sérstaklega orð á því að vilji Islendingar minna á sess sinn í heiminum hefja þeir mál sitt venjulega með því að vísa til bók- mennta- og menningararfsins. Þær tilvísanir eru allar til þess sem á skinnhandrit var skráð. Fjölmiðlamenn leggja sig mjög fram um það, þegar þeir ræða mál líðandi stundar að fá svör í viðteng- ingarhætti um það sem kynni að gerast í framtíðinni eða ef forsend- ur væru aðrar. Að nokkru er þetta flótti frá samtíðinni og frá því að skilgreina nákvæmlega það sem er að gerast í henni. Hvernig væri að velta því fyrir sér í viðtengingar- hætti, hver örlög íslensku þjóðar- innar hefðu orðið, ef hún hefði ekki getað stuðst við ritaðar heimildir um uppruna sinn og sögu á fyrstu öldum byggðar í landinu? xxx * Imenningarblaði Morguntílaðsins á laugardag birtist samtal við Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, sem telur íslenska einangrunar- hyggju hættulega. Hann dregur þessa ályktun af henni: „Afleiðingin er sú að við sitjum uppi með feysknar hugmyndir um sjálf okkur í samfélagi þjóðanna og við virðumst gjörsneydd þeim krafti og hugmyndauðgi sem okkur er nauðsynlegt að hafa ef okkur á að tákast að hleypa lífi í nýsköpun á sviði efnahags- og menningarmála. Þá höfum við ekki tekið á okkur neina ábyrgð í þeim miklu þjóð- flutningum sem átt. hafa sér hafa í heiminum — við erum hrædd við að lenda í óleysanlegum vandamál- um og viljum helst vera stikkfrí og horfa ,á vandamálin erlendis ut- anfrá." Hér er tapað tæpitungulaust. Meðal spurninga sem vöknuðu í huga Víkverja þegar hann las þessi orð var: Erum við of mikið fortíðar- fólk tij að geta tekist á við nútíma- verkefni með þeim hætti að hæfi framtíðinni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.