Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991
Svar Flugleiða um gjaldskrárhækkanir til Flugeftirlitsnefndar:
Afgreiðslugjöld hækkuðu
um 25% og akstursgjöld
um 59% á síðastliðnu ári
Flutningsgjöld hækkuðu um 7 - 22%
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur sent Félagi íslenskra stórkaup-
manna niðurstöðu Flugeftirlitsnefndar á athugun á hækkun farm-
gjalda og afgreiðslu- og þjónustugjalda hjá Flugleiðum en fjórtán
innflytjenda kvörtuðu við ráðuneytið í febrúar sl. og töldu hækkan-
—^ir þessara gjalda óeðlilega miklar. I niðurstöðunni er vísað til umsagn-
ar Flugleiða til nefndarinnar þar sem fram kemur að farmgjöld
hafi hækkað allt að 22% eða um 14,5% að meðaltali frá 1. septemb-
er 1990 - febrúarloka sl. Afgreiðslugjöld hafi hækkað um 25% og
akstursgjöld um 59% á síðasta ári. Að sögn Halldórs S. Krisljánsson-
ar, skrifstofustjóra samgönguráðuneytisins, mælti nefndin með að
umsögn Flugleiða yrði send Félagi stórkaupmanna og sagði hann
að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar í málinu af hálfu ráðu-
neytisins að sinni.
Stefán Guðjónsson hjá Félagi
stórkaupmanna sagði að félagið
hefði gert könnun meðal félags-
manna í kjölfar kvörtunar innflytj-
endanna fjórtán og komist að þeirri
niðurstöðu að kvartanir þeirra ættu
við rök að styðjast. Var því send
fyrirspurn til samgönguráðuneytis-
r ins um málið sem svaraði félaginu
með því að senda því umsögn for-
stjóra Flugleiða. Innflytjendunum
sem sendu kvörtunina hefur hins
vegar ekki borist svar ráðuneytis-
ins.
Innflytjendurnir töldu í kvörtun
sinni til ráðuneytisins að hækkanir
á farmgjöldum Flugieiða hefðu
numið 40% frá í ágúst á síðasta
ári og hækkanir á afgreiðslugjöld-
um og akstri hefðu numið allt að
80% á sama tíma. Félag stórkaup-
manna komst að þeirri niðurstöðu
að afgreiðslu og þjónustugjöld sam-
kvæmt gjaldskrá Flugleiða hefðu
hækkað allt að 60% og fraktflutn-
ingagjöld um allt að 37% á síðasta
ári. Taldi félagið þessar hækkanir
óeðlilega miklar í samanburði við
hækkun almenns verðlags og að
teknu tilliti til olíuverðshækkana.
Ennfremur var kvartað undan
seinagangi í afgreiðslu, að sending-
ar væru oft lengi að berast til lands-
ins og að þjónusta á þeim leiðum
sem Arnarflug hafði áður hefði
versnað verulega.
Taxtar afgreiðslu og þjónustu-
gjalda þurfa samþykki verðlags-
stjóra en innflytjendur semja síðan
um afslætti á gjöldunum og telja
þeir að flutningsgjöldin hafi hækk-
að óeðlilega þrátt fyrir minni taxta-
hækkanir.
í svari Sigurðar Helgasonar, for-
stjóra Flugleiða, kemur fram að
hækkanir á flutningsgjöldum til
landsins hafi verið á bilinu 7 - 22%
en 3,3% frá landinu. Segir hann að
þessar hækkanir séu eðlilegar með
tilliti til olíuverðshækkana og sam-
þykkis IATA. Segir hann að erlend-
ir flugleyfishafar hafi sjálfír
ákvörðunarrétt um skráningu flutn-
ingsgjalda til íslands og því væri
óeðlilegt ef Flugleiðir yrðu að sæta
takmörkunum sem gengju gegn
ákvörðunum IATA og annarra flu-
gleyfishafa varðandi farmgjöld.
Birgir Þorgilsson formaður Flugeft-
irlitsnefndar, gerði athugasemd við
þetta atriði í niðurstöðu nefndarinn-
ar og segir að samkvæmt loftferða-
samningi íslands við t.d. Danmörku
sé gert ráð fyrir að samið sé um
farmgjöld á vettvangi IATA en þeir
séu jafnframt háðir samþykki flug-
málayfirvalda landanna. Segir hann
að þó að t.d. SAS þurfi ekki á slíku
samþykki að halda í sínum heimal-
öndum sé honum ekki kunnugt um
að íslensk stjórnvöld hafi afsalað
sér þessum rétti enda væri hættu-
legt ef ákvörðunarréttur um farm-
gjöld frá Kaupmannahöfn til ís-
lands væru alfarið í höndum SAS.
Forstjóri Flugleiða segir að
hækkanir á afgreiðslugjöldum og
akstri á síðasta ári hafi verið innan
eðlilegra marka því þessi gjöld hafi
ekki tekið hækkunum í mörg ár.
Þá getur hann þess að Arnarflug
hafí tekið verulega hærri gjöld fyr-
ir þessa þjónustu en Flugleiðir á
meðan það var í flugrekstri og ekki
hafi verið gerðar athugasemdir við
það. Hafnar forstjórinn því enn-
fremur að þjónusta hafi versnað og
getur þess að þjónustuþættir frakt-
starfseminnar hefí verið í rækilegri
endurskoðun og í gangi sé þjón-
ustuátak og hagræðingaraðgerðir
Jtil hagsbóta fyrir viðskiptavini fé-
lagsins.
Stefán Guðjónsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að niðurstaða
Flugeftirlitsnefndar hefði ekki verið
tekin fyrir á stjórnarfundi hjá Fé-
lagi stórkaupmanna en hann bjóst
við að það yrði gert bráðlega. „Það
hefur ekkert gerst sem hefur breytt
skoðun okkar um hækkun flutn-
ingsgjaldanna," sagði hann.
FORELDRAR
V.
V /
■O"
/ v
^MILINU
^ÁGUM
Á sjöunda starfsári okkar bjóðum við upp á fjölbreytta og
vandaða dagskrá undir stjórn reyndra leiðbeinenda:
Reiðnámskeið, íþróttir, ieiki, sveitastörf, siglingar , sund,
kvöldvökur o.fl.
VERÐ:
í tilefni þjóðarsáttar höldum við verðinu óbreyttu frá því í fyrra:
1 vika kr. 15.800, 2 vikur kr. 29.800.
Staðfestingargjald fyrir 1 viku kr. 5.800, fyrir 2 vikur kr. 9.800.
Systkinaafsláttur: 1 vika kr. 1.200, 2 vikur kr. 2.400.
TÍMABIL:
2. júní - 8. júní, I vika
9. júní -15. júní, 1 vika
16. júní - 22. júní, 1 vika
23. júní - 29. júní, 1-2 vikur
29. júní - 6. júlí, 1 vika
7. júlí - 13. júlí, 1 vika
14. júlí - 20. júlí, I vika
21. júlí - 27. júlí, 1-2 vikur
27. júlí - 2. ágúst, 1 vika
5. ágúst -11. ágúst, 1 vika
11. ágúst - 17. ágúst, 1 vika
Innritun fer fram á skrifstofu SH Verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði.
SIMI 65 22 21
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Litið inn í gamla Austurbæinn á Selfossi.
Barnaskólinn á Selfossi:
Ljósi brugðið á um-
hverfið og söguna
Vel heppnuð þemavika nemenda og kenn-
ara í tilefni 100 ára afmælis Ölfusárbrúar
Selfossi.
SEX þingmenn með pípuhatta, ekki mjög háir í loftinu, hjálpuðust
að við að klippa á borða sem strengdur var yfir annan enda stórs
líkans af Olfusárbrú. Að því búnu gengu þeir yfir brúna og mann-
fjöldinn fylgdi á eftir. Áður en þetta var höfðu piltur og stúlka
flutt nokkur ávarpsorð í tilefni vígslu brúarinnar og opnunar sýn-
ingarinnar Árdaga í Barnaskóla Selfoss. Sýningin var framlag
skólans á 100 ára afmælisári Ölfusárbrúar en í tilefni þess smíðuðu
nemendur og kennarar meðal annars líkan af Ölfusárbrú. Með
brúnni lögðu nemendur áherslu á það að bygging brúarinnar mark-
aði upphaf þéttbýlismyndunar á Selfossi.
Sýningin var afrakstur þema-
viku í skólanum þar sem nemendur
tóku fyrir sögu byggðarinnar, Ölf-
usá og umhverfi hennar. Á sýning-
unni sem sett var upp í skólanum
mátti sjá Selfoss í árdaga og skip-
an byggðarinnar í dag. Þetta sýndu
börnin með haganlega gerðum
líkönum og uppdráttum.
Umhverfismál skipuðu veglegan
sess á sýningunni. Sjá mátti af-
rakstur rannsóknarferða barnanna
um nágrenni Selfoss og með bökk-
um Ölfusár. Kom þar greinilega
fram áhersla þeirra og skilningur
á hreinu og ómenguðu umhverfi.
Ornefni og saga byggðarinnar
voru á snum stað og stór örnefna-
kort prýddu veggi á sýningunni.
Einum sýningargesta varð að orði
þegar hann skoðaði eitt kortið: „Og
ég sem hélt að hérna í kring væri
ekkert merkilegt."
í samkomusal skólans var útbú-
inn veitingasalur og þar gekk þjón-
ustufólk um beina líkt og gerðist
í Tryggvaskála forðum daga. Öðru
hveiju komu þar fram ungir lista-
menn sem spiluðu og dönsuðu.
Velflestir sýningargestir settust
niður í veitingasalnum og þágu það
Setið undir Aski Yggdrasils.
Þingmenn með pipuhatta
gengu í fararbroddi yfir Ölfus-
árbrúna að vígslu lokinni.
sem á boðstólum var, vöfflur með
ijóma, kaffi eða svaladrykk.
Á útisvæði skólans voru auk
brúarinnar tré í pottum, Askur
Yggdrasils og líkan af Selfossbæn-
um. Börnin fylgdust grannt með
sýningargestum og hvarvetna
mátti heyra og sjá nemendur
kynna sýningargripi fyrir skyld-
mennum sínum.
Þakkarbréf hékk uppi á vegg
frá Vigdísi Finnbogadóttur forseta
sem var ásamt fjölmörgum gestum
boðið að koma á sýninguna en hún
komst ekki vegna anna. Skóla-
stjórnin hefur í huga að varðveita
sýningargripina fram á haust en
þá er fyrirhugað að minnast 100
ára afmælis brúarinnar með sér-
stakri dagskrá 1. til 8. september.
Þemavikan náði greinilega til-
gangi sínum, hún virkjaði nemend-
ur til rannsókna á eigin umhverfi
og til umhugsunar um byggðarlag
sitt, sögu þess og sérkenni. En
þetta hefði ekki getað gerst nema
kennarar og starfsfólk skólans
hefði verið tilbúið leggja sál sína
í verkið.
Sig. Jóns.
m tKgttitpiðfeift
| Meira en þú geturímyndad þér!