Morgunblaðið - 22.05.1991, Side 59

Morgunblaðið - 22.05.1991, Side 59
reei íam .ss H JQAOiMjygiM gioAoaviuofloi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 22. MAÍ 1991 V estmannaeyj ar: Landssamband sjóstangveiði- félaga stofnað á Hvítasminumóti Vestmannaeyjuin. sunnuna. Mótið var sett á föstu- dagskvöld, en á laugardagfs- morgun hófu stangveiðimenn- irnir fiskiríið. Á föstudagskvöld var einnig stofnað Landssam- band sjóstangveiðifélaga, sem aðild eiga að öll sjóstangveiðifé- lög landsins og var Ásgeir Þor- valdsson frá Sjóstangveiðifélagi Vestmannaeyja kjörinn formað- ur sambandsins. Þrátt fyrir leiðinlegt sjóveður létu sjóstangveiðimennirnir það ekki aftra sér og héldu ótrauðir til veiða á laugardagsmorguninn klukkan sex, en klukkan tvö komu ÁRLEGT sjóstangveiðimót Sjó- stangveiðifélags Vestmannaeyja var haldið í Eyjum um hvíta- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Heildaraflinn á sjóstangveiðimótinu var um 5,6 tonn en á innfelldu myndinni má sjá er afla er landað. þeir síðan að landi á ný. Er halda átti af stað á ný klukkan sex á sunnudagsmorgun var veður það slæmt að ákveðið var að fresta brottför til klukkan tíu en þá héldu bátarnir út á ný og komu síðan til hafnar klukkan ijögnr. Þrátt fyrir leiðinlegt veður var heildarafli mótsins ágætur, tæp 5.664 kíló. Aflahæsti karlmaðurinn varð Jónas Þ. Jónasson frá Reykjavík með 202,85 kg en afla- hæst kvenna varð Sigrún Sigurðar- dóttir frá Sjóstangveiðifélagi Snæ- fellsness með 190 kg. Aflahæsti Vestmanneyingurinn varð Jón Þór Geirsson með 194,95 kg. Aflahæsti báturinn á hveija stöng varð Gaui gamli með 157,6 kg en mesta aflaverðmætið á hveija stöng var um borð í Normu, 1.507,86 krónur. Aflahæsta sveit karla varð sveit Hafþórs Gunnars- sonar frá Akureyri með 446,7 kg en sveit Guðfinnu Sveinsdóttur var aflahæst kvennasveita með 292,75 kK- Stærsta fisk mótsins veiddi Árni Magnússon frá Reykjavík, 10 kílóa þorsk. Flesta fiska veiddi Jónas Þ. Jónasson, Reykjavík, 130 tals- ins, og flestar tegundir fékk Óskar Þór Óskarsson, Sjóstangveiðifélagi Snæfellsness, 8 talsins. Auk áðurnefndra verðlauna voru veitt verðlaun fyrir stærstu fiska af hverri tegund, 11 talsins. Á mótinu var keppt um nýja verðlaunagripi sem Flugleiðir gáfu og í fyrsta skipti var mótið liður í keppni um íslandsmeistaratitil en keppt verður um þann titil á 7 mótum víðsvegar um landið í sum- ar. Mótsstjórar á sjóstangveiðimót- inu í Eyjum voru Runólfur Gíslason og Georg Þór Kristjánsson. Grímur Núverandi stjórn LMFÍ. Félagar í Lögmanna— félaginu orðnir 346 AÐALFUNDUR Lögmannafé- lags íslands árið 1991 var hald- inn 15. mars sl. Formaður var kjörinn Gestur Jónsson hrl. og aðrir í stjórn eru Atli Gíslason hrl., Ólafur Gústafsson hrl., Óskar Magnússon hdl. og Sig- urður G. Guðjónsson hrl. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Mar- teinn Másson lögfræðingur. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru ýmis önnur mál á dag- skrá svo sem tillaga stjórnar fé- lagsins um að komið yrði á fót góðu lögfræðibókasafni fyrir fé- lagsmenn, breytingar á siðaregl- um félagsins o.fl. Gerð var grein fyrir samskiptum LMFÍ við erlend lögmannafélög og lögmannasam- tök, þ. á m. var getið um inngöngu félagsins í Aiþjóðasamtök lög- manna (International Bar Assoc- iation). Einnig var gerð grein fyrir sam- skiptum við norrænu lögmannafé- lögin á starfsárinu og kom m.a. fram að LMFÍ hefur í samvinnu við hin norrænu félögin beitt sér fyrir stuðningi við lögmannasam- tök og lögmenn í Eystrarsaltsríkj- unum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Félagsmenn LMFÍ eru nú alls 346. Þar af eru 130 hæstaréttar- lögmenn og 216 héraðsdómslög- menn. Heiðursfélagar eru hæstarétt- arlögmennirnir Ágúst Fjeldsted og Egill Sigurgeirsson. Lagnafélag íslands: Ráðstefna um ' gæði innilofts LAGNAFÉLAG íslands efnir til ráðstefnu um gæði innilofts að Hotel Loftleiðum þann 1. júní næstkomandi. Erindi flytja ýms- ir íslenskir og norrænir sér- fræðingar en framsöguræður verða þýddar jafnóðum á íslensku. í fréttatilkynningu frá Lagnafé- laginu segir meðal annars að or- sakir fyrir húsasótt, eða vanlíðan sem sækir á fólk í ákveðnum hús- um, geti til dæmis verið alis konar óæsklileg efni í innréttingum og vanhirða loftræstikerfa. Ljósmæðrafélag Islands: Hulda Jens- dóttir heið- ursfélagi FRÆÐSLU- og aðalfundur Ljóðsmæðrafélags íslands var haldinn í Hótel Ork, Hvera- gerði, 3. og 4. maí. í ár heldur Alþjóðasamband ljós- mæðra (ICM) upp á fyrsta alþjóð- lega ljósmæðradaginn sem er 5. maí. Yfírskrift dagsins í ár er „Ör- yggi í fæðingu fyrir alla árið 2000“. I tiíefni dagsins gerði Ljósmæðrafé- lag íslands Huldu Jensdóttur ljós- móður og fyrrverandi forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkur að heiðursfélaga. Hulda hefur unnið brautryðjandastarf hér á landi í þágu kvenna og aðstandenda þeirra í meðgöngu og fæðingu. Hulda Jensdóttir. Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.