Morgunblaðið - 22.05.1991, Side 60

Morgunblaðið - 22.05.1991, Side 60
IBM PS/2 KEYRIR STÝRIKERFI FRAMTÍÐARINNAR: IBM OS/2 — svo vel sétryggt SJQyffigJAl.iyi.EMMR MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Húsbréf: Avöxtunarkrafa 8,8% og afföll nú tæp 23% ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hækkaði á verðbréfamörkuðum í gær og er nú 8,8% nema hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, þar er hún 8,85%. Að sögn Sigurbjörns Gunnarssonar deildarstjóra hjá Landsbréf- um hf., viðskiptavaka húsbréfa, er skýringin á hækkuninni einkum fólgin í miklu framboði húsbréfa og dræmri eftirspurn. Afföll og sölu- kostnaður húsbréfa eru eftir þessa hækkun komin í 22,65%. Sigurbjörn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hækkun ávöxtunarkröfunnar skýrðist einnig af því að nú hefðu komið fram þær vaxtahækkanir á spariskírteinum ríkissjóðs sem vænst hefði verið. „Þessi yfirvofandi hækkun á spari- skírteinum hefur valdið því að menn hafa verið að bíða eftir því hvað gerðist og haldið að sér höndum með ^iiúsbréfakaup á meðan.“ Ávöxtunarkrafan hjá Landsbréf- um hækkaði úr 8,5%. Sigurbjörn sagði að þegar fyrir helgina hefði ávöxtunarkrafan verið komin upp í 8,6 og 8,7 prósent á einstökum verð- bréfamörkuðum. „Menn hafa verið að vonast eftir því að dragi úr fram- boðinu eftir því sem liði á vorið en það hefur ekki gerst.“ Ástæðu hins stöðuga framboðs kvaðst Sigurbjörn telja að væri að fasteignaverð hefði hækkað í takt við hækkandi ávöxtunarkröfu hús- «—-*bréfa og því hefði í reynd orðið lækk- un á raunverði íbúða af þeim sökum. Réðist á lög- reglu og lækni 32 ÁRA gamall starfsmaður sov- éska sendiráðsins í Reykjavík var handtekinn í fyrrinótt eftir að hafa ekið niður umferðarskilti við Borgartún. Hann var talinn undir greinilegum áfengisáhrifum, að sögn lögreglu. Meðan maðurinn var í vörslu lögreglunnar sparkaði hann milli fóta lögregluþjóni og sló lækni, sem tók úr honum blóð- '*sýni, í andlitið. Öryggisverðir sáu hvar maðurinn ók bíl merktum sendiráðinu yfir umferðareyju og á skilti við Borgar- tún 7 en hélt svo áfram för sinni. Lögregla stöðvaði akstur mannsins við Kalkofnsveg. Hann framvísaði ekki skilríkjum sem bentu til að hann nyti úrlendisréttar erlendra sfendi- manna og var því farið með málið sem venjulegan ölvunarakstur. Þegar verið var að taka blóðsýni úr manninum sló hann lækninn og eftir að hann hafði verið færður í handjárn sparkaði hann milli fóta lögreglumannsins sem varð að leita Iæknisaðstoðar vegna þeirra áverka er hann hlaut. Eftir þessa hækkun ávöxtunar- kröfunnar eru afföll af húsbréfum við kaup á markaði orðin 21,9% af uppreiknuðu verði bréfanna. Við það bætist 0,75% þóknun til verðbréfa- fyrirtækis. Útgefin húsbréf á þessu ári voru í lok síðasta mánaðar orðin samtals um 4 milljarðar króna, þar af höfðu um 2,3 milljarðar verið afgreiddir frá Húsnæðisstofnun, að sögn Sigurðar Geirssonar deildarstjóra húsbréfa- deildar. Húsnæðismálastjórn hefur lagt til að gefinn verði út nýr flokk- ur húsbréfa fyrir allt að 6 milljarða króna og með sömu kjörum og síðasti fiokkur sem var fyrir 5 milljarða og bera bréfin 6% nafnvexti. Tillaga húsnæðismálastjórnar var kynnt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. ii-'n Körfubolti á gervigrasinu Morgunblaðið/KGA Það er hægt að leika körfubolta með ýmsum hætti. Þetta lífsglaða fólk úr Félagi áhugafólks um íþrótt- ir aldraðra hafði greinilega fundið sinn sérstaka stíl í þeirri íþrótt þegar þessi mynd var tekin á gervi- grasveilinum í Laugardal í gær. Aðgerðir í ríkisfjármálum: Lánsfjárþörf dregin saman sem nemur fjórum milljörðum Halli á ríkissjóði lækkaður um sex milljarða, segir utanríkisráðherra FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra flytur Alþingi í dag skýrslu sína um fyrirhugaðar aðgerðir í ríkisfjármálum. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður dregið úr láns- fjárþörf ríkisins sem nemur um fjórum milljörðum króna. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt tillögu stjórnar Húsnæðis- stofnunar um að hækka vexti í gamla húsnæðislánakerfinu í 4,9%. Hækkunin tekur til allra eldri húsnæðislána aftur til ársins 1984, sem ýmist voru með 3,5% vöxtum eða 4,5%, þau sem nýrri eru. Þá samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum í gærmorgun að loka gamla húsnæðislánakerfinu. Auk þess hefur verið ákveðið að hækka vexti af spariskírteinum ríkis- sjóðs um tæp tvö prósentustig upp í 7,9%. FuIItrúar ASÍ í húsnæðismálastjórn greiddu atkvæði gegn vaxtahækkun hús- næðislána á fundi stjórnarinnar Húsnæðisstofnunar og á fundi miðstjórnar ASI í gær voru fyrri mótmæli við hækkuninni ítrekuð. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að aðgerðir í ríkisfjármálum hafi verið ákveðnar þannig að hald- ið verði aftur af útgjaldaáformum og lánsfjárheimildum í verulegum mæli. Þannig verður stefnt að því að dregið verði úr lánsíjárþörf ríkisins um fjóra milljarða frá þvi Útlendingar veiða botn- fisk hér fyrir einn milljarð VERÐMÆTI botnfisks, sem Færeyingar og Belgar veiða í okkar lögsögu í ár, er rúmlega einn milljarður króna, miðað við meðal- verð á Faxamarkaði og fiskmörkuðunum í Hull og Bremerhaven í vor. Aflaverðmæti Belga er um 100 milljónir miðað við sölu á Faxamarkaði en um 300 milljónir miðað við sölu erlendis. Verðmæti aflakvóta Færeyinga verðmæti Færeyinga er hins vegar í okkar lögsögu er um 515 milljón- ir króna miðað við verð á langtíma- kvóta hér en um 134 milljónir .miðað við verð á skammtímavóta. Verðmæti þess afla, sem Belgar fengu hér í fyrra, er um 144 millj- ónir miðað við verð á langtímak- vóta en um 32 milljónir miðað við verð á skammtímakvóta. Kvóta- um 163 milljónir og Belga 84 millj- ónir miðað við það verð, sem Evr- ópubandalagið greiðir árlega fyrir veiðiheimildir í grænlenskri lög- sögu. Færeyingar fá að veiða 9 þús- und tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu í ár, eða 2 þúsund tonnum minna en í fyrra. Þar af má þorsk- ur vera 1.500 tonn og lúða 450 tonn. Færeyingar veiddu hér 1.782 tonn af þorski og 276 tonn af lúðu í fyrra en þá máttu þeir veiða 250 tonn af lúðu. Lúðukvóti Færeyinga hefur því verið aukinn um 80%. Belgískir togarar mega veiða 4.400 tonn af botnfiski í okkar lögsögu á þessu ári, eða sama magn og í fyrra. Þeir veiddu hins vegar einungis 1.346 tonn í fyrra, sem er svipað magn og undanfarin ár. Sjá nánar í Ur verinu bls. Cl. sem í stefnir að óbreyttu, jafnframt því sem þær ráðstafanir sem ákveðnar hafa verið í húsnæðis- málum ættu samkvæmt útreikn- ingum ríkisstjórnarinnar að skila um tveimur milljörðum króna í minni lánsíjáreftirspurn. Auk þessa verður ráðist í beinan niður- skurð hjá einstökum ráðuneytum. Samtals er því hér um að ræða aðgerðir í ríkisfjármálum upp á eitthvað á sjöunda milljarð króna. Hér er um þríþættan vanda ríkissjóðs að ræða, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins: í fyrsta lagi ný útgjaldaáform síðustu ríkisstjórnar, sem horfið verður frá. I öðru lagi tekjuöflun sem ráðgerð var af fyrri ríkis- stjórn, en ekki í ráðist. Og í þriðja lagi vanefnd áform um að halda aftur af og breyta mikilvægum útgjaldakerfum. Hvað þriðja liðinn varðar er einkum rætt um breyt- ingar á útgjaldakerfum félags-, heilbrigðis- og menntamálum, og er þá einkum horft til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði á Alþingi í gærkveldi í umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra að ríkisút- gjöld yrðu lækkuð, framkvæmdum frestað og fallið frá lánsfjáráform- um ríkissjóðs og annarra opinberra aðila. „Það verður til dæmis gert með því að spretta upp lánsfjárlög- um. Fyrirsjáanlegur lánsfjárhalli ríkissjóðs og annarra opinberra aðila verður lækkaður um sex milljarða," sagði utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi. Lánaflokkar til sérþarfa aldr- aðra og öryrkja, svo og greiðsluerf- iðleikalán eru undánskildir þeim vaxtahækkunum húsnæðislána sem ákveðnar hafa verið. Paul Drack aðal- forstjóri Alumax: Fjármagns- kostnaður áhyggjuefni PAUL Drack aðalforstjóri Alumax telur að samningar um álver á Keilisnesi hafi þokast í rétta átt. „Fundurinn í Ziirich um fjármögn- un og ábyrgðir var jákvæður, svo og Islandsferð aðstoðarforsljóra okkar. Enn er okkar stærsta áhyggjuefni fjármagnskostnaður- inn en vonandi fæst viðunandi lausn á honum,“ sagði Drack í samtali við Morgunblaðið. „Ég er heldur bjartsýnn og vona að fund- ir hér í Atlanta um raforkusamn- ing skili okkur áleiöis." Drack kvaðst telja Ijóst að báðir aðilar vildu að samningar tækjust. „Ég tel báða aðila leggja hart að sér. Ég hugsa að línur skýrist enn frekar eftir innbyrðis samningafundi fyrirtækjanna þriggja í júní, Alumax, Hoogovens og Gránges. Raunar vil ég ganga svo langt að segja að ákvörðun í málinu verður að liggja fyrir, fyrir lok júnímánaðar, af eða á,“ sagði Drack. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagðist vonast til að á fundunum í Atlanta yrði rutt til hliðar ýmsum tæknilegum atriðum, sem menn hefðu hingað til enn verið með á borðinu. „Eg tel að málið sé óðum að þéttast i einn punkt,“ sagði iðnað- arráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.