Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 Urræðaleysi sjálfstæð- ismanna í borgarsljórn eftir Ölínu Þorvarðardóttur Sú neyðarlega staða er nú komin upp innan borgarstjórnar að hinn „sterki og samstæði" meirihluti sjálf- stæðismanna, sem svo vill vera að láta, hefur afhjúpað vangetu sína og gert sig beran að því að geta ekki ráðið fram úr jafn einföldu máli og ráðningu borgarstjóra. Davíð Odds- son hefur verið borinn ráðum innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins, þar sem hver höndin er upp á móti annarri — og á meðan getur borgarstjóm ekki kjörið mann í embættið sem henni þó ber að gera, þegar sýnt er orðið að fráfarandi borgarstjóri gegnir ekki störfum lengur. A meðan situr staðgengill á stóli borgasrstjóra, í mjög erfiðri stöðu, og upplausnarástandið hefur verið framlengt um sex vikur, að minnsta kosti. Öll er þessi uppákoma alvarlegur álitshnekkir fyrir meirihlutaveldi sjálfstæðismanna í borginni. En það sem verra er; með framferði sínu hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gert sjálfri borgarstjóm hneisu. Blekkingar Raunar höfðu borgarfulltrúar ver- ið búnir undir það, að á þessum borg- arstjórnarfundi yrði gengið til kosn- „Sú ákvörðun að fresta borgarstjórnarkjörinu, kom óneitanlega á óvart. Staðreyndin er nefnilega sú, að á borg- arráðsfundi tveim dög- um áður, þriðjudaginn 14. maí, kvaddi Davíð Oddsson sína sam- starfsmenn í borgar- ráði með pompi og prakt.“ inga um nýjan borgarstjóra í stað Davíðs Oddssonar, og vissu menn ekki betur en svo yrði. Daginn fyrir borgarstjómarfund kom hinsvegar babb í bátinn og borgarfulltrúar máttu hlusta á þær fréttir í fjölmiðl- um, að ekkert yrði af kjörinu að sinni. Málið var því ekki á dagskrá borgar- stjórnarfundar og þurfti andstaðan að fara fram á utandagskrárumræðu til þess að segja skoðun sína á hinni óvæntu — og vægast sagt vandræða- legu stöðu. Sú ákvörðun að fresta borgar- stjórnarkjörinu, kom óneitanlega á óvart. Staðreyndin er nefnilega sú, að á borgarráðsfundi tveim dögum áður, þriðjudaginn 14. maí, kvaddi Davíð Oddsson sína samstarfsmenn í borgarráði með pompi og prakt. Undirrituð var viðstödd þau ræðu- höld, handabönd og kveðjukossa og var ekki laust við að sumir kæmust við af andakt. Sjálfur hafði borgarstjóri að lýst því yfir í fjölmiðlum að miðvikudag- inn 16. maí væri von á tilnefningu. Þann örlagaríka dag brá hinsvegar svo undarlega við að tilnefningunni var frestað — ekki um nokkra daga — heldur um sex vikur og á meðan skyldi fenginn staðgengill í embætti borgarstjóra. Og þar við situr: Davíð Oddsson er horfínn til annarra starfa og meiri- hluti sjálfstæðismanna í borgarstjóm stendur ráðþrota frammi fyrir þeirri ráðgátu, hver sé hæfur til að gegna starfínu. Þetta er trúlega ekki sú staða sem kjósendur Sjálfstæðis- flokksins frá því í vor höfðu gert sér vonir um. Þvert á móti var þeim tal- in trú um það að Davíð Oddsson væri borgarstjóraefni þessa kjör- tímabils. Enginn lagði meiri áherslu á það en einmitt sjálfstæðismenn, að verið væri að kjósa um borgar- stjóra og sjálfur borgarstjóri að hann hefði fullan hug á að gegna starfinu áfram. Hvað skal með Davíð? Frambjóðendur stjómarandstöð- unnar hafa reyndar — allt frá síð- ustu borgarstjómarkosningum — Tveggjaflokkakerfi - eins og skák: hvítur. gegn svörtum eftir Þór Jakobsson Rétt fyrir kosningar birti Morg- unblaðið grein eftir mig um tveggjaflokkakerfi á íslandi. Um leið og ég þakka birtinguna og vísa lesendum í greinina (sjá Mbl., fimmtudaginn 18. apríl 1991, bls. 55) bið ég fyrir örstutta viðbót áður en ég segi skilið við efnið, þar sem undirtektir hafa verið harla góðar. Stjómarmyndun tók að þessu sinni óvenjuskamman tíma, 10 daga, og er það hrósvert. í tveggja- flokkakerfi gæti hins vegar nægt sólarhringur. Strax kosninganótt- ina yrði ljóst, hvor fylkingin færi með stjóm næsta kjörtímabil og hvorri þeirra bæri hið vandasama og virðingarverða hlutverk stjórn- arandstöðunnar. „Þreifingar" leynt eða ljóst að loknum kosningum yrðu úr sögunni. Sömuleiðis prívatprútt flokksforingja með misstóran at- kvæðafeng sinn í boði. Domi kjós- enda yrði hlítt án tafar. í fyrrnefndri grein minni um efl- ingu Alþingis, kerfisbundna upp- byggingu lýðræðislegra „undir- þinga“ og sjálfa stjórnamálaflokk- ana, stakk ég upp á að lágmarks- fylgi flokks til að fá fulltrúa á Al- þingi yrði hækkað næstu áratugina, fyrst í 5% og að lokum í 35%. Sam- kvæmt þessu hefur Sjálfstæðis- flokkur einn náð „æðsta þroska- stigi“ nú þegar. Hann þyrfti því í rauninni engin 20 ár lánist honum að halda fylgi sínu, en aðrir fengju ráðrúm til að renna saman eða mynda annan öflugan flokk á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Hin nýja ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks telur sig samhenta og svo er að heyra, að liðsmenn hennar vilji ríkja vel og lengi — saman. Ég geri það því að tillögu minni, að stjórnar- flokkarnir tveir geri sér ekki upp ágreining þegar dregur að næstu kosningum, heidur verði sam- herjar í kosningunum engu síður en í ríkisstjórn komandi ára. Samruni yrði eðlilegur, þannig að „Góða síjórn viljum við hafa á hlutunum, en hún batnar við góða gagnrýni. Við viijum góða stjórn og góða s1jórnarandstöðu.“ úr yrði Sjálfstæðisflokkur með um það bil helming kjósenda á landinu. Hinn helmingur kjósenda sam- einaðist á næstu árum í sífellt færri og öflugri flokka sem að lokum mynduðu aðra breiðfylkingu. Hún nætti kallast nýju heiti, svo sem Miðflokkur, eða gömlu, svo sem Framsóknarflokkur. Hleypidóma- laust ættu menn að geta fallist á, að það sé snoturt nafn, iíkt og nafn- ið Sjálfstæðisflokkur. Líkja má tveggjaflokkakerfi við tafl. Tvær fylkingar mætast, hvítur mót svörtum. Góða stjórn viljum við hafa á hlutunum, en hún batnar við góða gagnrýni. Við viljum góða stjórn og góða stjómarandstöðu. En einföldum líka leikinn. Einungis tvær fylkingar eigast við á skák- Ólína Þorvarðardóttir bent á það hvert stefndi með borgar- stjórastólinn og að það væri verið að blekkja kjósendur. Nú er komið á daginn, að þau vamaðarorð áttu við rök að styðjast. Það var einmitt ekki verið að kjósa um borgarstjóra, heldur einungis um fjölda borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Það dylst engum sem vill sjá, að borgarstjóri er ekki fær um að gegna störfum sínum lengur. Hann hefur vart sést í eigin persónu á fundum borgarstjómar frá þvi að formann- slagurinn í eigin persónu á fundum borgarstjórnar frá því að formanns- lagurinn hófst innan Sjálfstæðis- flokksins, og geta menn þá rétt leitt líkur að því hvemig honum ætti að takast að gegna starfi forsætisráð- herra samhliða borgarstjórastarfí. Þór Jakobsson borðinu, hvítur og svartur. Samt er hinn göfugi leikur, taflið, svo flókið, að áhöld em um hvort telja megi list, íþrótt eða vísindi. Svipað gæti fjölbreytni stjórnmálalegra samskipta vissulega haldist i tveggjaflokkakerfi. Læt ég svo skákþjóðinni eftir að íhuga málið. Höfundur er veðurfræðingur. Hvort tveggja era krefjandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf sem ekki eru á einn mann leggjandi. Og raunar ætti engum að lýðast, að gegna jafn valdamiklum embættum samtímis, jafnvel þó einhver teldi sig þess umkominn. Það er hvorki fræði- legur möguleiki — eins og borgarfull- trúar hafa reyndar orðið áþreifanlega varir við — né heldur er það æski- legt, hvorki af formlegum né siðferði- legum ástæðum, að sami maður gegni báðum störfum. Hlutverk borgarstjóra Nú mætti með rökum halda því fram að borgarstjóm væri nóg að ráða óháðan framkvæmdastjóra sem hlýddi einfaldlega meirihluta borgar- stjórnar. Það er vissulega möguleiki sem vel er þess virði að ræða — en gallinn er bara sá að sjálfstæðismenn hafa byggt sitt valdakerfi öðravísi upp. Þeir velja jafnan pólitískan leið- toga til forystu, aðila sem tekur framkvæði, og ákvarðanir fyrir þá. Það sjá borgarfulltrúar andstöðunnar best þegar kemur að handaupprétt- ingu í borgarstjóm — ef forystusauð- urinn gleymir að gefa merkið. Sú leiðtogadýrkunin sem hefur einkennt sjálfstæðismenn til þessa er að koma þeim sjálfum í koll núna — því trúlega treystir enginn þeirra sér til þess að viðhalda sömu stjóm- arstefnu og ríkt hefur í tíð Davíðs Oddssonar, þegar allt kemur til alls. Sé það hinsvegar álit manna að borgarstjóri eigi að vera kosinn pólit- ískri kosningu, er óeðlilegt annað en að hann sé sjálfur viðstaddur umræð- ur og átök um mál sem borgarstjóra fjallar um hveiju sinni. Þegar sýnt er að hann er ekki fær um að gegna þeirri skyldu sinni, ætti hann sjálfur að sjá sóma sinn í því að víkja — ekki einungis sjálfs síns vegna heldur einnig af virðingu við störf borgar- stjómar. Að öðrum kosti verða menn að draga þá ályktun að umræður innan borgarstjómar eigi ekki erindi inn um hlustir borgarstjóra, og að hann geti tekið sína ákvarðanir óháð þeim sjónarmiðum sem koma fram í borgarstjórn. Óviðunandi ástand Af framansögðu má ljóst vera að borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið sett í óviðunandi stöðu. Því samein- uðust fulltrúar andstöðunnar í borg- arstjóm á síðasta fundi hennar um tillögu þess efnis að borgarstjóri segði starfí sínu þegar lausu og að staðan yrði auglýst laus til umsókn- ar. Eins og við var að búast var tillag- an felld af sjálfstæðismönnum, en boðskapur hennar stendur þó óhagg- anlegur eftir sem áður: Borgarstjóra ber að segja af sér. Rökin sem hér hafa verið rakin koma að mestu fram í bókun sem borgarfulltrúar Nýs vettvangs lögðu fram af þessu tilefni. Þar er lýst vanþóknun á þeim vandræðagangi sem uppvís er orðinn við val á borgar- stjóra og ennfremur vakin sú spurn- ing sem hlýtur að glymja mörgum um þessar mundir: Er þessum ósam- stæða og ráðalausa meirihluta trey- standi til þess að fara með stjóm borgarinnar? Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. FLUGLEIÐIR JJpplý«ngat4-sím»690300 (alla 7 daga vikunnaF)á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. *Stgr. i manninn m.v. 4 ■» bíl í b-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára). 23 CB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
110
Issues:
55339
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 117. tölublað (28.05.1991)
https://timarit.is/issue/124003

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

117. tölublað (28.05.1991)

Aðgerðir: