Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 28
<■28. MORGUNBLAÐID ]»U11)JUDAGUR 28. MAl l991 Páfabréf um þró- un alþjóðamála Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíösdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR leiðtogi jafn voldugrar hreyfingar og kaþólsku kirkjunn- ar, sem nær til allra heimshorna, tekur upp pennann og skrifar niður hugsanir sínar um gang heimsmála, þá er tekið eftir því. Og það hefur heldur ekki skort umræður um páfabréf Jóhannes- ar Páls II. sem hann lét frá sér fara í byijun mai. Fyrir hundrað árum skrifaði þáverandi páfi, Leó XIII. „Rerum Novarum", Nýir hlutir, fyrsta páfabréfið, sem fjallaði um félagsleg málefni. Þar velti hann fyrir sér komandi tímum og andmælti meðal annars skoðunum Karls Marx um félagslegt réttlæti og þróun þjóðfélags- íns. Hundrað árum síðar, og eftir að hafa séð þjóðfélög Austur-Evr- ópu í upplausn eftir tilraunir, sem gerðar voru í nafni Marx, sendir Jóhannes Páll páfi frá sér „Cent- esimus Annus“, Hundraðasta árið, og miðar nafnið við áðurnefnt bréf. Sjálfur kemur páfí úr austri og hefur haft ómæld áhrif meðal ka- þólskra í heimalandi sínu, Pól- landi, einnig í Tekkóslóvakíu, Ungveijalandi og jafnvel í Sovét- ríkjunum, svo ekki séu nefnd áhrif kaþólsku kirkjunnar í Suður- Ameríku og miklu víðar. Bréfíð, sem frekar er bók en bréf, er í sex köflum upp á rúm- lega hundrað blaðsíður. Þar er lit- ið aftur til bréfs Leós XIII og síð- an til samtímans, með viðmiðun í atburði ársins 1989. Siðan er fjall- að um einkaeignina, sem lengi hefur verið umrædd innan ka- þólsku kirkjunnar, eins og lesend- ur Nafns rósarinnar muna vísast, um hlutverk ríkisins og að lokum um samband mannsins og kirkj- unnar. Þegar bréfíð var kynnt blaða- mönnum á fundi í Páfagarði, sagði kardínáiinn, sem kynnti útkom- una, að það væri versta útlegging- in að leggja skrif páfa út sem and-bandarísk. Það segir nokkuð ■ um hvers eðlis innihaldið er. Páfí er nefnilega ekki hræddur við að fjalla um þjóðskipulag marxisma og markaðshyggju. Hann fagnar umbyltingu Austur-Evrópu og tal- ar um að arðsemi sé ekki syndsam- leg, ef hún sé notuð manninum til góðs. Hann varar hins vegar við þeirri markaðshyggju og auð- söfnun, sem er stefnt gegn mann- inum, en er ekki nýtt í þágu hans. Bréfíð hefur verið eitt helsta fréttaefni ítalskra fjölmiðla og sitt sýnist hveijum. Sumir segja bréfíð yfírborðslegt hjal, þar sem hvergi sé gripið á neinu. En langflestir taka þó afstöðu til bréfsins sem veigamikillar umfjöllunar um nú- tímasamfélag. Og það er mest rætt um þá kafla bréfsins, sem fjalla um samtímann. Flestir eru sammála um að páfí fordæmi sós- íalískt þjóðskipulag eins og það hefur verið framkvæmt í Austur- Evrópu, en vari um leið við oftrú á markaðshyggju Vesturlanda, sem breikki bil milli ríkra og fá- tækra, bæði innan einstakra landa og milli þróaðra og vanþróaðra landa. Einnig fordæmi hann þá markaðshyggju, sem gangi of nærri náttúrunni. Bréfínu er tekið fagnandi af ýmsum þeim, sem hafa haft ótrú á tilraunum komm- únista í Austur-Evrópu, án þess að fá glýju í augun af efnahags- legri velgengni Vesturlanda. Reuter Rahul Gandhi heldur á duftkeri með ösku föður síns, Rajivs Gandhis, sem myrtur var í sprengjutilræði í síðustu viku. ■ PARÍS - Hubert Vedrine, aðaltalsmaður Francois Mitter- ands Frakklandsforseta, sagði í gær að Mitterand og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, myndu á fundi sínum í næstu viku ræða beiðni Mikhails Gorbatsjovs Sovétleið- toga um að fá að sitja fund með leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims í júlí í sumar. Bandaríkjamenn hafa tekið hugmyndinni heldur fálega en Frakkar eru alls ekki afhuga henni. „Hvers vegna ættu Sovét- menn ekki að taka þátt í fundinum á einn eða annan hátt til að ræða mál sem eiga erindi við iðnríkin sjö?,“ sagði Vedrin. ■ BERN - í skýrslu sem birt var í Sviss í gær segir að ríkisstjórnin hyggist leggja til að regiur verði rýmkaðar varðandi innflutning fólks frá Evrópubandalags- og EFTA-löndum og muni það hafa forgang fram yfir ríkisborgara ann- arra landa. í næsta hópi eru Bandaríkin og Kanada og hugsan- lega gætu A-Evrópulönd bæst í hann. Þriðja hópinn mynda öll önnur lönd. ■ NEW HAVEN - George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær ætla að leggja það til við Bandaríkjaþing að Kínverjar nytu bestu kjara í viðskiptum við Bandaríkin í eitt ár enn. Jafnframt mæltist hann til þess að hömlur yrðu lagðar á útflutning hátækni- búnaðar til Kína. Ástæðan er ótti bandarískra stjómvalda við að eld- flaugar og önnur háþróuð vopn komist í hendur ýmissa ríkja í Aust- ur- og Mið-Asíu. Morðið á Rajiv Gandhi: Lögreglan leitar þriggja meintra vitorðsmanna Nýju Delhí. Reuter. INDVERSKA lögreglan leitar nú konu og tveggja karlmanna, sem grunuð eru um að hafa verið í vitorði með konunni er myrti Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, í sprengjutilræði í síðustu viku. Lögreglan telur að morðinginn hafí borið belti með plastsprengi- efni og hundruðum stálhagla. Hún hafí tendrað sprengjuna með rofa er hún kraup fyrir framan Gandhi til að votta honum virðingu sína. Áður hafði hún fært honum blóm- STUDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 31. maí á Hótel Islandi oghefstkl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru velkomnir og hvattir til þess að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Hótels íslands miðvikud. 29. maí og fimmtud. 30. maí kl. 16-19 báða dagana. Samkvæmisklæðnaður Stjórnin. vönd. Sautján manns biðu bana í sprengjutilræðinu og hefur tekist að bera kennsl á þá alla nema morðingjann. Sjónarvottar sögðu að morðing- inn hafí komið í bíl með annarri konu, ungum manni og bilstjóra. Talið er að síðamefnda konan sé Tamíli, annaðhvort frá Indlandi eða Sri Lanka. Lögreglan telur að Frelsishreyfing tamílsku tígranna á Sri Lanka beri ábyrgð á tilræð- inu. Forystumenn flokks Gandhis, Kongressflokksins, reyna nú að afstýra valdabaráttu innan flokks- ins fyrir síðari hluta kosninganna, sem frestað hefur verið til 12. og 15. júní. Búist er við að þeir biðji Narasimha Rao, fyrrverandi ut- anríkisráðherra, um að taka við leiðtogastöðunni til bráðabirgða siðar í vikunni. Rao er sjötugur og við slæma heilsu en talið er að hann geti tryggt einingu innan flokksins fram að kosningum. Tal- ið er að flokkurinn verði sá stærsti á þinginu en nái ekki meirihluta. Búist er við að valdabaráttan hefj- ist ekki af alvöru fyrr en þing- flokkurinn velur sér leiðtoga, sem kynni að verða forsætisráðherra. Aska Gandhis var flutt í stórum, skreyttum duftkerum með lest til heimkynna forfeðra hans í norður- hluta landsins. Öskjurnar verða til sýnis í dag í húsi afa hans og fyrsta forætisráðherra Indlands, Jawa- harlals Nehrus. Siðar um daginn verður öskunni kastað í heig fljót, þar sem hinsta ferð hans hefst inn í nýtt líf, samkvæmt trú hindúa. Skotland: Hverfa sögufrægar hlíðar Dunsinanes? St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. NÚ STENDUR til að hefja gijótnám í sögufrægum hlíðum Dunsin- anes við innanverðan Tayfjörð, þar sem William Shakespeare lét Makbeð heyja lokaorustu sína. Makbeð var þjánn af Cawdor og konungur Skota. Hann háði lokaorustu sína við Sívarð, jarl af Norðimbralandi, árið 1054 við virki sitt í hlíðum Dunsinanes. En hann lét ekki lífíð þar heldur var hann veginn þremur árum síðar í Lump- hanan nálægt Aberdeen. Shakespeare tekur sér skálda- leyfí í leikriti sínu um Makbeð, bæði um endalok hans og um það hvers konar konungur hann var. Ýmsir skoskir sagnfræðingar halda því fram, að Makbeð hafi verið mikill merkiskonungur í sögu Skota en ekki svo metnaðarsjúkur, að hann væri reiðubúinn að myrða hvem sem stóð í vegi hans, eins W TÓBAKSVARNANEFN og kemur fram í leikriti Shakespe- ares. Nú hafa borgaryfírvöld í Dundee sótt um það til yfirvalda í Perth- skíri, þar sem Dunsinane er, að fá að hefja gijótnám í hlíðum Dunsin- anes. Yfírvöid Perth-skíris höfnuðu umsókninni, en þeirri ákvörðun hefur nú verið áfrýjað til Skot- landsmálaráðherrans. Þessi áform hafa vakið harða andstöðu þeirra, sem líta á sögu- frægar hlíðar Dunsinane sem menningarverðmæti. Ýmsir heima- menn hafa lagst gegn þessum áformum og fengið í lið með sér merkismenn. Þekktust eru leikkon- an Judi Dench, skáldkonan Iris Murdoch og maður hennar, John Bayley, prófessor í enskum bók- menntum við háskólann í Oxford. Þau hafa öll ritað undir bréf, sem mótmælir þessum áformum. Murdoch hefur sagt um Dunsin- ane: „Dunsinane er einstæður stað- ur til fomleifarannsókna og hann hefur mikla bókmenntalega þýð- ingu, ekki bara fyrir Skotland held- ur fyrir allan hinn enskumælandi heim. Það getur ekki verið rétt að hætta slíkum stað fyrir stækkun á gijótnámu . .. Það væri skammar- legt hugsunarleysi og vanvirðing við eftirkomenduma."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.