Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 2
M0R6UNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 Heilbrigðisráðherra: Nýir yfirlæknar verði ráðnir á Heilsuhælið innan eins mánaðar 'ml&MM ’r-. Krá slysstaðnum. Tuttugu konur meiddust er rúta valt við Kolkustíflu: „Það var eins og veg- nrinii ryuni í sundur“ - segir Elísabet Sigurgeirsdóttir, ein kvennanna TUTTUGU konur meiddust þegar vegarkantur gaf sig undan rútu skammt frá Kolkustíflu við Blönduvirkjun síðdegis á laugar- dag. Flytja þurfti eina konuna flugleiðis til Reykjavíkur þar sem hún gekkst undir aðgerð. Hún er ekki talin lífshættulega slösuð. Fimm aðrar voru fluttar með sjúkrabílum til Blönduóss og Sauðár- króks en hinar hlutu allar minniháttar meiðsli, skrámur og mar- bletti. Að sögn Elísabetar Sigurgeirsdóttur, einnar kvennanna, sem allar eru í kvenfélaginu á Blönduósi, voru þær í skoðunar- ferð um virlqunarsvæðið, ásamt bílstjóra og leiðsögumanni, og voni á leið frá útsýnisstað niður að Kolkustíflu þegar vegarkant- urinn gaf sig skyndilega undan rútunni, sem rann eina sex metra niður brekku utan vegar og valt svo á hliðina utan í moldarbarð. „Það var eins og vegurinn, sem og skorða systur mína sem sat er nýr og breiður, rynni í sundur og rútan rann þarna niður kant- inn. Það bjargaði okkur að það varð moldarbarð fyrir. Hefði þetta verið aðeins utar hefðum við lent á stórgrýti og innar var ennþá hærri kantur,“ sagði Elísabet. Hún sat í miðri rútunni vinstra megin en rútan valt á hægri hlið- ina. „Ég náði að halda mér fastri fyrir innan mig og við sluppum furðu vel en ég tognaði samt illa á handleggjum," sagði hún. Elísa- bet sagði að konan sem slasaðist verst hefði setið í sætinu fyrir aftan ökumanninn og því ekki haft í neitt að grípa þegar rútan fór á hliðina. Menn í vinnubúðum Lands- virkjunar horfðu á óhappið og voru komnir að eftir andartak, að sögn Elísabetar, sem lauk miklu lofsorði á framgöngu þeirra og annarra björgunarmanna, svo og ökumanns rútunnar, en björg- unar- og hjálparsveitir komu að á skammri stundu með fimm sjú- krabíla. Auk þeirra var hjúkrunar- fræðingur meðal kvenfélags- kvennanna og veitti hún fyrstu hjálp ásamt hjúkrunarfræðingi úr Landsvirkjunarbúðunum. „Það vildi til að þetta var allt saman rólegt og gott fólk, og yfirvegað, þannig að björgunarstarfið gekk afskaplega vel fyrir sig og þjón- ustan sem við fengum bæði hjá Landsvirkjun og á sjúkrahúsinu á Blönduósi, þar sem kölluð var út aukavakt, var til hreinnar fyrir- myndar," sagði Elísabet Sigur- geirsdóttir. Alþjóðahvalveiðiráðið: Þyðingarlaust að starfa ef ekkert miðar áfram — segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Sig- hvatur Björgvinsson, hefur að tillögu landlæknis gefið rekstrar- stjórn Heilsuhælisins í Hvera- gerði mánaðarfrest til að ráða í stöður yfirlækna, með því skil- yrði að ekki verði teknir inn nýir sjúklingar á meðan. Stjórnin vék tveimur yfirlæknum hælisins úr starfi á laugardaginn. Ólafur Ólafsson, landlæknir, átti í gær viðræður við stjórnendur Heilsuhælisins, starfandi lækni og hjúkrunarforstjóra, auk læknanna tveggja, sem sagt var upp störfum á laugardaginn, þeirra Gísla Einars- sonar og Snorra Ingimarssonar. Landlæknir segir að í ljósi þess- ara viðræðna hafi hann lagt til við heilbrigðisráðherra, að rekstrar- Leiddist biðin og ók á ljósastaur UNGUR maður, sem grunað- ur er um ölvun, ók bíl, sem hann hafði tekið í leyfisleysi, á ljósastaur í Ólafsvík að- faranótt laugardagsins og lenti eftir það í átökum við eiganda bílsins. Maðurinn var ásamt fjórum öðrum að koma af dansleik í Röst og nam bíllinn staðar við hús í bænum, þar sem einn fimmmenninganna fór heim til sín og annar, eigandi bíisins, skrapp inn með honum. Þegar félaga þeirra fór að lengja eftir manninum hljóp bílstjórinn, sem var sá eini allsgáði í hópn- um, inn í húsið að sækja hann en á meðan settist annar þeirra tveggja, sem eftir voru, undir stýri og ók á brott. Hann hafði farið skamman veg þegar hann ók á ljósastaurinn. Við það valt bíllinn, sem er Toyota fólksbif- reið, og er stórskemmdur eftir en hvorugan mannanna sakaði. Skömmu síðar kom eigandinn á staðinn og þegar lögregla kom að voru þeir komnir í hár saman eigandinn og ökumaður- inn. Sölufélag garð- yrkjumanna: Verð á gúrk- um hækkar HEILDSÖLUVERÐ á íslenskum gúrkum hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna hækkaði í gær í 250 kr. kílóið, en lægst var verðið þegar framboðið náði hámarki í lok apríl, eða 130 kr. kilóið. Heildsöluverð á tómötum er nú 440 kr. kílóið án virðisauka- skatts, en að sögn Níelsar Mar- teinssonar, sölustjóra hjá Sölufé- laginu, er búist við að það lækki samfara auknu framboði um miðjan næsta mánuð. Níels sagði að framboð á íslensk- um tómötum hefði náð því að full- nægja eftirspurn þrátt fyrir að framboð hefði verið nokkru minna vegna tjóns er varð hjá garðyrkju- bændum í óveðrinu í byijun febr- úar. Hann sagði að framboðið myndi væntanlega ná hámarki um 2-3 vikum seinna nú en áður, eða um miðjan næsta mánuð, og þá mætti búast við verðlækkun í kjöl- farið. stjórn hælisins verði gefinn mánað- arfrestur til að ráða í stöður yfir- læknanna, en á meðan verði ekki teknir inn neinir nýir sjúklingar. Hann sagði að jafnframt hefði verið gerð krafa um, að faglegt forræði á Heilsuhælinu yrði í hönd- um lækna, eins og á öðrum stofnun- um, sem féllu undir lög um heil- brigðisþjónustu. Sjá nánar frétt á miðopnu. Tvö umferð- arslys í Skagafirði HARÐUR árekstur tveggja fólksbifreiða varð á blindhæð við eyðibýlið Melbreið á Ólafsfjarð- arvegi að kvöldi laugardagsins. Farþegi í öðrum bílnum var flutt- ur í sjúkrahús á Akureyri. Dauðaslys varð á þessari blind- hæð á síðasta ári. Þá valt bifreið skammt frá Hofs- ósi seinnihluta sunnudagsins. Far- þegi í bflnum var fluttur í sjúkra- húsið á Sauðárkróki og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Vestur-Húna- vatnssýsla: Þyrla flytur fjögurra ára bam á Borg- arspítalann Hvammstanga. FJÖGURRA ára stúlka slasaðist undir hádegi á laugardag á Graf- arkoti í Vestur-Húnavatnssýslu þegar hún féll af hestbaki. Þyrla flutti stúlkuna á Borgarspítalann í Reykjavík én meiðsli hennar reyndust minni en talið var í fyrstu. Slysið varð með þeim hætti að stúlkan, Fanney Dögg Indriðadótt- ir, fór á bak hesti ásamt eldri syst- ur sinni. Hundur á bænum glefsaði í tagl hestsins, sem fældist og datt stúlkan fram af. Hesturinn fór yfír stúlkuna með þeim afleiðingum, að hún hlaut opið beinbrot á upphandlegg, sár í munn og áverka á mjöðm. Þyrla landhelgisgæslunnar flutti stúlkuna á Borgarspítalann, þar sem gert var að sárum hennar. Hún er nú komin heim aftur og er líðan eftir atvikum. Karl ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að þýðing- arlaust sé fyrir Islendinga að taka þátt í starfi Alþjóðahval- veiðiráðsins ef ekkert miði þar í rétta átt. Hann segir að tregðu hafi gætt hjá meirihluta ráðsins að vinna á grundvelli stofnsátt- mála þess, að vernda hvala- stofnana í því skyni að hagnýta þá. í setningarræðu sinni á 43. árs- fundi hvalveiðiráðsins í gær í Reykjavík sagði Þorsteinn, að ríkisstjóm íslands teldi að þær ákvarðanir sem ráðið tæki á fund- inum muni hafa djúpstæð áhrif á framtíð stofnunarinnar. Og ef ráð- ið myndi í störfum sínum fást við atriði sem ætlað væri að koma í veg fyrir vísindalega stjómun hvalveiða, myndu líkur á samvinnu innan ráðsins hverfa með öllu. Þorsteinn vildi í samtali við Morgunblaðið ekki segja hvaða niðurstaða af fundinum væri við- unandi fyrir íslendinga, að mati ríkisstjómarinnar, en sagði að staðan yrði metin að fundinum loknum. íslensk stjórnvöld hafa farið fram á að hvalveiðiráðið út- hluti þeim takmörkuðum veiði- kvótum á hrefnu og langreyði_ á grundvelli bráðabirgðatillagna Is- lendinga meðan niðurstaða hefur ekki fengist í endurskoðun veiði- stjórnunaraðferða ráðsins. Þorsteinn sagði að lögð væri áhersla á að fá viðbrögð við þess- um tillögum og einnig áhersla á að ráðið gerði eitthvað í alvöru til að flýta endurskoðun stjórnunar- reglnanna. íslendingar munu í dag kynna formönnum sendinefnda á ársfundinum tillögur sínar. Formaður sendinefndaríslands á ársfundinum nú er Guðmundur Eiríksson. Aðrir nefndarmenn eru Kjartan Júlíusson, Jóhann Sigur- jónsson, Hörður Bjarnason, Konr- áð Eggertsson, Gísli Már Gíslason, Árni Kolbeinsson, Guðjón A. Krist- jánsson, Kristján Loftsson, Jón Gunnar Ottósson, Gylfi Gautur Pétursson og Óskar Vigfússon. Sjá nánar um ársfundinn á miðopnu. Álviðræður: Starfsleyfi og umhverfis mál rædd í Þýskalandi FUNDUR íslendinga og Atl- antsáls um umhverfismál nýrr- ar álverksmiðju á Keilisnesi hófst í Þýskalandi í gær. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra telur að starfsleyfi nýs álvers ætti að liggja fyrir í kjölfar fundarins, eða því sem næst. Jón Ingimarsson er fulltrúi iðn- aðarráðuneytisins á fundinum, Ólafur Pétursson er frá Hollustu- vernd ríkisins, Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir er frá umhverfis- ráðuneyti og auk þess sitja fund- inn fulltrúar frá Vatnsleysu- strandarhreppi. Fundinum lýkur á morgun, og kvaðst iðnaðarráðherra gera sér vonir um að starfsleyfi nýrrar ál- bræðslu yrði nánast frágengið, að afloknum þessum fundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.