Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 35
'MORGDNBLAÐIÖ' VIÐSKIPIIOTWHOTtíFí^nDMÐAGUR 28/ MAf. 15)91
Ö5
Tryggingar
Trygging
hf. gefur til
líknarmála
NÝTT skipurit hefur tekið gildi
hjá Tryggingu hf. eins og sést
á meðfylgjandi mynd. Agúst
Karlsson er framkvæmdastjóri
Tryggingar hf., Ágúst Óg-
mundsson er yfirmaður vá-
tryggingasviðs, Jón Magnússon
yfirmaður Tjónasviðs og Einar
Baldvinsson yfirmaður Rekstr-
arsviðs.
Trygging hf. verður 40 ára á
morgun, 17. maí og á nýafstöðum
aðalfundi félagsins var í tilefni
þessa samþykkt að gefa eina millj-
ón króna til líknarmála. Barnadeild
Landakotsspítala fær að gjöf
500.000 kr., Gigtarfélag íslands
250.000 kr. og Flugbjörgunar-
sveitin 250.000 kr.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Erling Ellingsen fv.
flugmálastjóri og hafa flugtrygg-
ingar alltaf skipað veglegan sess
hjá félaginu.
Skipurit TRYGGINGAR hf. f apríl 1991
STJÓRN
Ágúst
Karlsson
Ágúst
Ogmundsson
T
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Ágúst Karlsson
VÁTHYGGINGASVfÐ
Agúst ögmundsson
LÖGFRÆÐINGUR
VaJgeir Páisson
1 TJÓNASVIÐ REKSTRARSVIÐ
Jón Magnússon Einar Baldvinsson
Jón
Magnússon
Einar
Baldvinsson
í fréttatilkynningu frá félaginu
segir, að þrátt fyrir mikið umrót
og óvæginn áróður í kjölfar sam-
einingar tryggingafélaga á trygg-
ingamarkaðinum hafí félagið hald-
ið sínum hlut og getað boðið lægri
iðgjöld í nokkrum greinum vegna
hagkvæmni í rekstri, enda hafi
félagið frá upphafí átt einstöku
starfsmannaláni að fagna.
Ökutækjatjón
Persónutjón
Munatjón
Skráning
Trygginga- h
samsteypur
Starfsmannahald
Umboö / Utibú
Bókhald
Tölvumál
Eignaumsjón
Fræðsla
Kynningar-
fundur um
fyrirtækjanet
KYNNINGARFUNDUR um svo-
kölluð fyrirtækjanet verður
haldinn á morgun þann 29. maí
á Holiday Inn og stendur frá kl.
9:00 til 16:00. Fundurinn er liald-
inn á vegum Vinnuveitendasam-
bandsins, Félags íslenskra iðn-
rekenda, Landssambands iðnað-
armanna og Útflutningsráðs en
sérstök nefnd á vegum þessara
aðila hefur að undanförnu unnið
að því að undirbúa kynningu á
fyrirtækjanetum.
Fyrirtækjanet eru skilgreind sem
leið til að bæta samkeppnisstöðu
lítilla fyrirtækja með því að stuðla
að aukinni samvinnu þeirra í milli.
Fengist hefur fjárhagslegur
stuðningur frá Iðnlánasjóði og Fisk-
veiðasjóði til að standa straum af
kostnaði vegna kynningarinnar svo
og aðstoðar sérfræðinga frá dönsku
tæknistofnuninni. Samhliða kynn-
ingarfundinum verða vinnufundir
með erlendu ráðgjöfunum og nokkr-
um íslenskum fyrirtækjum sem
undanfarið hafa unnið að myndun
fyrirtækjaneta.
AMSTERDAM —* Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og fulltrúi Schiphol-flugvallar takast í
hendur við athöfn á vellinum.
Flugrekstur
Flugleiðin til Amsterdam
opnuð formlega
Flugvallaryfirvöld á Schiphol-flugvelli við Amsterdam efndu, við
upphaf sumaráætlunar Flugleiða þangað, til formlegrar móttöku til
að bjóða félagið velkomið á flugleiðina milli Schiphol- og Keflavíkur-
flugvallar.
Sigurður Helgason forstjóri fé-
lagsins sagði við athöfnina í dag
að Flugleiðir hefðu í hyggju að
gera Amsterdam að einum af þrem-
ur meginviðkomustöðum sínum í
Evrópuflugi. „Við búumst við að
flytja um 30 þúsund farþega á flug-
leiðinni á þessu fyrsta heila ári
starfseminnar. Schiphol-flugvöllur
er mjög góður tengiflugvöllur og
við gerum ráð fyrir að Islendingar
nýti sér það í vaxandi mæli. Amst-
erdam og Holland eru svo auðvitað
vinsælir áfangastaðir Islendinga í
sumarleyfum. í framtíðinni er
stefnt að daglegu flugi hingað, en
í sumar fljúgum við hingað 5 sinn-
um í viku. Við gerum ráð fyrir að
efla mjög sölustarf hér á svæðinu
og teljum að hægt sé að fá mun
fleiri Hollendinga til íslandsferða
en hingað til,“ sagði Sigurður.
Flugleiðir hafa sett upp eigin
söluskrifstofu í miðborg Amster-
dam, þar sem heitir Muntplein 2.
Þar ræður ríkjum Yves Bertino, sem
hefur undanfarin ár stýrt sölustarfi
Flugleiða í Belgíu og Hollandi frá
Brussel. Stöðvarstjóri Flugleiða á
Schiphol er er Kolbeinn Jóhannes-
son.
Flugleiðir nota Boeing 737-400
flugvélar á Amsterdamflugleiðinni
líkt og á öllum öðrum Evrópuleið-
um. Líkt og í öðrum borgum Evr-
ópu og Ameríku hafa Flugleiðir
gert samninga við hótel og bílaleig-
ur í Amsterdam um hagstætt verð
fyrir farþega félagsins. Fyrir slíka
þjónustu er hægt að greiða fyrir
fyrir brottför frá íslandi.
Flugleiðir tóku við Amsterdam-
leiðinni með 6 klukkutíma fyrirvara
í fyrra við sérstakar kringumstæð-
ur. Ekki þótti þá réttur timi til form-
legra hátíðahalda en ákveðið að
hafa þau nú við upphaf sumaráætl-
unar félagsins.
Aðalfundur
Bættstaða
Stjómunarfélagsins
REKSTRARTEKJUR Sljórnun-
arfélagsins námu á síðasta ári
88 milljónum króna, en rekstar-
gjöld og fjármagnsgjöld voru
87,3 milljónir króna á sama tíma.
Þetta kom fram í ársreikningum
félagsins sem lagðir voru fram á
aðalfundi 16. maí sl.
í ræðu Þórðar Sverrissonar,
stjórnarformanns, kom fram að
bætt staða félagsins eftir erfiðleika
í rekstri undanfarin tvö ár, skýrðist
af breyttum áherslum í rekstrinum
auk þess sem mikil hagræðing hefði
átt sér stað í starfseminni. Hann
sagði að rekstrarstaða Stjómunar-
félagsins það sem af er þessu ári
benti til þess að enn frekar takist
að rétta stöðu félagsins af eftir
erfiðleikaárin í rekstri þess.
Á aðalfundínum var Þórður
Sverrisson, framkvæmdastjóri
flutningasviða Eimskips, endurkjör-
inn formaður stjórnar Stjórnunarfé-
lagsins. Aðrir í stjórn voru kjörnir
Þórður H. Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Giobus, Friðþjóf-
ur Johnson, framkvæmdastjóri hjá
Ó. Johnson & Kaaber, Ingjaldur
Hannibalsson, framkvæmdastjóri
Útflutningsráðs, Snorri Konráðs-
son, framkvæmdastjóri Menningar-
og fræðslusambands alþýðu og Jón
Ásbergsson, framkvæmdastjóri
Hagkaups. Auk þeirra sitja í stjórn,
Sigurður Haraldsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SÍF, Hjörleifur
Kvaran, framkvæmdastjóri lög-
fræði- og stjómsýsludeildar
Reykjavíkurborgar og Magnús Pét-
ursson, ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu.
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar
var Jón Ásbergsson kjörinn vara-
formaður, Magnus Pétursson ritari
og Þórður H. Hilmarsson gjaldkeri.
Námstefna
Námstefna SKÝRR um staðamet
SKYRSLUVELAR ríkisins og
Reykjavíkurborgar (SKÝRR)
boða til námstefnu um rekstur
og öryggi staðarneta í ráðstefnu-
sal Höfða að Hótel Loftleiðum í
dag, þriðjudag, og stendur hún
frá kl. 13.00-16.45.
Á námstefnunni mun Michael
Sobol, bandarískur tölvunarfræð-
ingur og endurskoðandi flytja erindi
um þá hlið öryggis og rekstrar, sem
snúa að staðarnetum. Sobol er for-
stjóri fyrirtækis sem sérhæfír sig í
tölvuendurskoðun og málum er
snerta rekstur og öryggi tölva.
Aðrir fyrirlesarar eru dr. Jón Þór
Þórhallsson, forstjóri, Heiðar Jón
Hannesson, kerfísforritari og Lilja
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri. í
lok ráðstefnunnar verða umræður
og fyrirspurnir.
Þeim sem fyrirhuga að koma upp
staðarneti í fyrirtækjum sínum er
sérstkalega bent á að sækja ráð-
stefnuna.
Framkvæmdastjóri Stjórnunarfé-
lagsins er Árni Sigfússon, stjórn-
sýslufræðingur.
Tryggingar
37 fengu
próf-
skírteini
TRYGGINGASKOLANUM
var slitið _ fimmtudaginn 16.
maí sl. Á skólaárinu voru
haldin tvö námskeið sem báð-
um lauk með prófum. Nem-
endur eru starfsmenn vá-
tryggingafélaganna og á
liðnu skólaári gengust 37
undir próf í skólanum og
stóðust þau. Frá stofnun skól-.
ans árið 1962 hafa verið gef-
in út 749 prófskírteini, en
Tryggingaskólinn er rekinn
á vegum Sambands íslenskra
tryggingafélaga.
Málefni Tryggingaskólans
eru í höndum sérstakrar skóla-
nefndar, sem skipuð er fimm
mönnum. Núverandi formaður
nefndarinnar er Sigurjón Pét-
ursson. Skólastarfíð byggist á
lengri og skemmri námskeiðum,
sem nánast alltaf lýkur með
prófum. Einnig gengst skólinn
iyrir fræðslufundum og rekur
útgáfustarfsemi.
Við skólaslitin afhenti Ingi
R. Helgason, formaður Sam-
bands íslenskra tryggingafé-
laga, nemendum bókaverðlaun
fyrir framúrskarandi prófár-
angur. Þeir nemendur sem
fengu verðlaun voru Einar Guð-
mundson hjá Ábyrgð hf., Jón
Hróbjartsson hjá Sjóvá-
Almennum tryggingum hf. og
Hjálmar Sigurþórsson og Sól-
rún Héðinsdóttir, sem bæði
starfa hjá Tryggingamiðstöð-
inni hf.