Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 35
'MORGDNBLAÐIÖ' VIÐSKIPIIOTWHOTtíFí^nDMÐAGUR 28/ MAf. 15)91 Ö5 Tryggingar Trygging hf. gefur til líknarmála NÝTT skipurit hefur tekið gildi hjá Tryggingu hf. eins og sést á meðfylgjandi mynd. Agúst Karlsson er framkvæmdastjóri Tryggingar hf., Ágúst Óg- mundsson er yfirmaður vá- tryggingasviðs, Jón Magnússon yfirmaður Tjónasviðs og Einar Baldvinsson yfirmaður Rekstr- arsviðs. Trygging hf. verður 40 ára á morgun, 17. maí og á nýafstöðum aðalfundi félagsins var í tilefni þessa samþykkt að gefa eina millj- ón króna til líknarmála. Barnadeild Landakotsspítala fær að gjöf 500.000 kr., Gigtarfélag íslands 250.000 kr. og Flugbjörgunar- sveitin 250.000 kr. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins var Erling Ellingsen fv. flugmálastjóri og hafa flugtrygg- ingar alltaf skipað veglegan sess hjá félaginu. Skipurit TRYGGINGAR hf. f apríl 1991 STJÓRN Ágúst Karlsson Ágúst Ogmundsson T FRAMKVÆMDASTJÓRI Ágúst Karlsson VÁTHYGGINGASVfÐ Agúst ögmundsson LÖGFRÆÐINGUR VaJgeir Páisson 1 TJÓNASVIÐ REKSTRARSVIÐ Jón Magnússon Einar Baldvinsson Jón Magnússon Einar Baldvinsson í fréttatilkynningu frá félaginu segir, að þrátt fyrir mikið umrót og óvæginn áróður í kjölfar sam- einingar tryggingafélaga á trygg- ingamarkaðinum hafí félagið hald- ið sínum hlut og getað boðið lægri iðgjöld í nokkrum greinum vegna hagkvæmni í rekstri, enda hafi félagið frá upphafí átt einstöku starfsmannaláni að fagna. Ökutækjatjón Persónutjón Munatjón Skráning Trygginga- h samsteypur Starfsmannahald Umboö / Utibú Bókhald Tölvumál Eignaumsjón Fræðsla Kynningar- fundur um fyrirtækjanet KYNNINGARFUNDUR um svo- kölluð fyrirtækjanet verður haldinn á morgun þann 29. maí á Holiday Inn og stendur frá kl. 9:00 til 16:00. Fundurinn er liald- inn á vegum Vinnuveitendasam- bandsins, Félags íslenskra iðn- rekenda, Landssambands iðnað- armanna og Útflutningsráðs en sérstök nefnd á vegum þessara aðila hefur að undanförnu unnið að því að undirbúa kynningu á fyrirtækjanetum. Fyrirtækjanet eru skilgreind sem leið til að bæta samkeppnisstöðu lítilla fyrirtækja með því að stuðla að aukinni samvinnu þeirra í milli. Fengist hefur fjárhagslegur stuðningur frá Iðnlánasjóði og Fisk- veiðasjóði til að standa straum af kostnaði vegna kynningarinnar svo og aðstoðar sérfræðinga frá dönsku tæknistofnuninni. Samhliða kynn- ingarfundinum verða vinnufundir með erlendu ráðgjöfunum og nokkr- um íslenskum fyrirtækjum sem undanfarið hafa unnið að myndun fyrirtækjaneta. AMSTERDAM —* Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og fulltrúi Schiphol-flugvallar takast í hendur við athöfn á vellinum. Flugrekstur Flugleiðin til Amsterdam opnuð formlega Flugvallaryfirvöld á Schiphol-flugvelli við Amsterdam efndu, við upphaf sumaráætlunar Flugleiða þangað, til formlegrar móttöku til að bjóða félagið velkomið á flugleiðina milli Schiphol- og Keflavíkur- flugvallar. Sigurður Helgason forstjóri fé- lagsins sagði við athöfnina í dag að Flugleiðir hefðu í hyggju að gera Amsterdam að einum af þrem- ur meginviðkomustöðum sínum í Evrópuflugi. „Við búumst við að flytja um 30 þúsund farþega á flug- leiðinni á þessu fyrsta heila ári starfseminnar. Schiphol-flugvöllur er mjög góður tengiflugvöllur og við gerum ráð fyrir að Islendingar nýti sér það í vaxandi mæli. Amst- erdam og Holland eru svo auðvitað vinsælir áfangastaðir Islendinga í sumarleyfum. í framtíðinni er stefnt að daglegu flugi hingað, en í sumar fljúgum við hingað 5 sinn- um í viku. Við gerum ráð fyrir að efla mjög sölustarf hér á svæðinu og teljum að hægt sé að fá mun fleiri Hollendinga til íslandsferða en hingað til,“ sagði Sigurður. Flugleiðir hafa sett upp eigin söluskrifstofu í miðborg Amster- dam, þar sem heitir Muntplein 2. Þar ræður ríkjum Yves Bertino, sem hefur undanfarin ár stýrt sölustarfi Flugleiða í Belgíu og Hollandi frá Brussel. Stöðvarstjóri Flugleiða á Schiphol er er Kolbeinn Jóhannes- son. Flugleiðir nota Boeing 737-400 flugvélar á Amsterdamflugleiðinni líkt og á öllum öðrum Evrópuleið- um. Líkt og í öðrum borgum Evr- ópu og Ameríku hafa Flugleiðir gert samninga við hótel og bílaleig- ur í Amsterdam um hagstætt verð fyrir farþega félagsins. Fyrir slíka þjónustu er hægt að greiða fyrir fyrir brottför frá íslandi. Flugleiðir tóku við Amsterdam- leiðinni með 6 klukkutíma fyrirvara í fyrra við sérstakar kringumstæð- ur. Ekki þótti þá réttur timi til form- legra hátíðahalda en ákveðið að hafa þau nú við upphaf sumaráætl- unar félagsins. Aðalfundur Bættstaða Stjómunarfélagsins REKSTRARTEKJUR Sljórnun- arfélagsins námu á síðasta ári 88 milljónum króna, en rekstar- gjöld og fjármagnsgjöld voru 87,3 milljónir króna á sama tíma. Þetta kom fram í ársreikningum félagsins sem lagðir voru fram á aðalfundi 16. maí sl. í ræðu Þórðar Sverrissonar, stjórnarformanns, kom fram að bætt staða félagsins eftir erfiðleika í rekstri undanfarin tvö ár, skýrðist af breyttum áherslum í rekstrinum auk þess sem mikil hagræðing hefði átt sér stað í starfseminni. Hann sagði að rekstrarstaða Stjómunar- félagsins það sem af er þessu ári benti til þess að enn frekar takist að rétta stöðu félagsins af eftir erfiðleikaárin í rekstri þess. Á aðalfundínum var Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviða Eimskips, endurkjör- inn formaður stjórnar Stjórnunarfé- lagsins. Aðrir í stjórn voru kjörnir Þórður H. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Giobus, Friðþjóf- ur Johnson, framkvæmdastjóri hjá Ó. Johnson & Kaaber, Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, Snorri Konráðs- son, framkvæmdastjóri Menningar- og fræðslusambands alþýðu og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Auk þeirra sitja í stjórn, Sigurður Haraldsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍF, Hjörleifur Kvaran, framkvæmdastjóri lög- fræði- og stjómsýsludeildar Reykjavíkurborgar og Magnús Pét- ursson, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var Jón Ásbergsson kjörinn vara- formaður, Magnus Pétursson ritari og Þórður H. Hilmarsson gjaldkeri. Námstefna Námstefna SKÝRR um staðamet SKYRSLUVELAR ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR) boða til námstefnu um rekstur og öryggi staðarneta í ráðstefnu- sal Höfða að Hótel Loftleiðum í dag, þriðjudag, og stendur hún frá kl. 13.00-16.45. Á námstefnunni mun Michael Sobol, bandarískur tölvunarfræð- ingur og endurskoðandi flytja erindi um þá hlið öryggis og rekstrar, sem snúa að staðarnetum. Sobol er for- stjóri fyrirtækis sem sérhæfír sig í tölvuendurskoðun og málum er snerta rekstur og öryggi tölva. Aðrir fyrirlesarar eru dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri, Heiðar Jón Hannesson, kerfísforritari og Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri. í lok ráðstefnunnar verða umræður og fyrirspurnir. Þeim sem fyrirhuga að koma upp staðarneti í fyrirtækjum sínum er sérstkalega bent á að sækja ráð- stefnuna. Framkvæmdastjóri Stjórnunarfé- lagsins er Árni Sigfússon, stjórn- sýslufræðingur. Tryggingar 37 fengu próf- skírteini TRYGGINGASKOLANUM var slitið _ fimmtudaginn 16. maí sl. Á skólaárinu voru haldin tvö námskeið sem báð- um lauk með prófum. Nem- endur eru starfsmenn vá- tryggingafélaganna og á liðnu skólaári gengust 37 undir próf í skólanum og stóðust þau. Frá stofnun skól-. ans árið 1962 hafa verið gef- in út 749 prófskírteini, en Tryggingaskólinn er rekinn á vegum Sambands íslenskra tryggingafélaga. Málefni Tryggingaskólans eru í höndum sérstakrar skóla- nefndar, sem skipuð er fimm mönnum. Núverandi formaður nefndarinnar er Sigurjón Pét- ursson. Skólastarfíð byggist á lengri og skemmri námskeiðum, sem nánast alltaf lýkur með prófum. Einnig gengst skólinn iyrir fræðslufundum og rekur útgáfustarfsemi. Við skólaslitin afhenti Ingi R. Helgason, formaður Sam- bands íslenskra tryggingafé- laga, nemendum bókaverðlaun fyrir framúrskarandi prófár- angur. Þeir nemendur sem fengu verðlaun voru Einar Guð- mundson hjá Ábyrgð hf., Jón Hróbjartsson hjá Sjóvá- Almennum tryggingum hf. og Hjálmar Sigurþórsson og Sól- rún Héðinsdóttir, sem bæði starfa hjá Tryggingamiðstöð- inni hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.