Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
117. tbl. 79. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Nýkjörinn forseti Georgíu:
Myrkraöflin frá
Moskvu fá ekki að
leika lausum hala
Tíflis. Reuter.
ZVIAD Gamsakhurdia vann yfirburðasigur í forsetakosningum í Ge-
orgíu sem fram fóru á sunnudag. Voru þetta fyrstu almennu forseta-
kosningarnar í sögu Sovétríkjanna. Gamsakhurdia hefur verið forseti
Georgíu, kosinn af þingi landsins, síðan sl. haust. Á fréttamannafundi
í gær lagði hann áherslu á að stjórn sín aðhylltist Iýðræði og mannrétt-
indi. „En við munum heldur ekki leyfa myrkraöflunum frá Moskvu að
leika lausum hala né sljórnleysi að breiðast út í Georgíu."
Gamsakhurdia hlaut 87% greiddra
atkvæða. Hann er 52 ára gamall og
sat árum saman í fangelsi vegna
andófs gegn stjómvöldum. Samtals
voru sex menn í framboði. Allir sögð-
ust frambjóðendumir stefna að
auknu sjálfstæði Georgíu en eigi að
síður sakaði Gamsakhurdia andstæð-
inga sína um að ganga erinda örygg-
islögreglunnar, KGB, og Moskvu-
stjórnarinnar. Einn keppinauta hans,
hagfræðingurinn Valerian Advadze,
sem hlaut 6% atkvæða, sagði í sam-
tali við /íeuíers-fréttastofuna að
Reuter
Óbreyttur borgari í Addis Ababa heldur klúti fyrir vitin um leið og skriðdrekar stjórnarhersins fara
hjá. Voru þeir á leið að forsetahöllinni en helst var óttast, að forsetavörðurinn reyndi að veita skæru-
liðum viðnám.
Eþíópíustjórn skipar hermönnum að leggja niður vopn:
Skæruliðaherinn bjóst til að
leggja undir sig Addis Ababa
London. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Eþíópíu skipuðu
í gær hermönnum sínum að
leggja niður vopn og gáfust þar
með í raun upp fyrir skæruliðum.
Var búist við, að skæruliðaherinn
tæki höfuðborgina, Addis Ababa,
á hverri stundu og fulltrúi
Bandaríkjastjórnar í friðarvið-
ræðum Eþíópíustjórnar og
skæruliða í London bað þá raun-
ar að taka að sér að tryggja lög
og reglu i borginni.
í tilkynningu stjórnarinnar sagði,
að hermönnum hennar hefði verið
skipað að leggja niður vopn til að
koma í veg fyrir meira bióðbað og
til að greiða fyrir friðarviðræðunum
milli stjórnvalda og skæruliða en
þær hófust í London í gær. Var
ennfremur farið hörðum orðum um
Mengistu Haile Mariam, fyrram
herstjórnanda, sem flýði land í
síðustu viku, fyrir að sinna ekki
áskorunum samstarfsmanna sinna
um að semja um frið. Hafði yfirlýs-
ingin ekki fyrr verið birt en leiðtog-
ar skæruliða skipuðu þeim að halda
inn í Addis Ababa og var búist við,
að þeir næðu henni á sitt vald á
nokkrum klukkustundum.
Herman Cohen, fulltrúi Banda-
ríkjastjórnar, sem hafði milligöngu
um viðræðurnar í London, sagði í
gær, að rétt væri, að liðsmenn
EPRDF, skæruliðahreyfmgarinnar,
sem sótt hefur að Addis Ababa,
færa inn í borgina til að halda þar
uppi lögum og reglu en Tesfaye
Dinka, forsætisráðherra og fulltrúi
stjórnvalda í viðræðunum, var því
andvígur. Sagði hann, að friðarvið-
ræðurnar væru þar með orðnar að
engu. Leiðtogar EPRDF, sem áður
aðhylltist marxisma, hafa lýst yfir,
að þeir vilji koma á samfylkingar-
stjórn í Eþíópíu og efna síðan til
fijálsra kosninga en margir óttast
þó, að enn sé grunnt á alræðis-
hyggjunni.
Skæruliðahreyfingarnar i
Eþíópíu eru tvær helstar, EPRDF
og EPLF, Frelsisfylking Eritreu, en
sú síðarnefnda hefur barist gegn
stjórnvöldum í Addis Ababa í um
30 ár. íbúar höfuðborgarinnar,
þrjár milljónir að tölu, biðu þess í
gær milli vonar og ótta hvað verða
vildi en þeir óttast ekki aðeins
skæraliða heldur einnig leifar stjórn-
arhersins en margir hermannanna
hafa farið ránshendi um borgina.
Georgíumenn væru sálsjúk þjóð.
„Fólk er undir þrýstingi og maður
verður var við skítkast, rógburð og
ásakanir um að hinir og þessir séu
útsendarar Kremlar," sagði hann.
Gamsakhurdia fagnaði sigrinum í
gær ásamt þrjú þúsund stuðnings-
mönnum á Dynamo-leikvanginum í
Tíflis en þar eru sæti fyrir 90.000
manns. Eitt þúsund þjóðvarðliðar
Georgíu gengu fylktu liði um völlinn
og hylltu forsetann.
Stjórnvöld í Georgíu hafa átt í
útistöðum við íbúa Suður-Ossetíu,
sjálfstjórnarhéraðs í Georgíu, og
kosningarnar á sunnudag náðu ekki
þangað. Forsetinn beindi spjótum
sínum hins vegar einkum að arm-
enska þjóðarbrotinu í Georgíu í ræðu
sinni á Dynamo-leikvanginum og
sakaði það um að ætla að sölsa hluta
Georgíu undir sig. „Óhóflegt frjáls-
lyndi okkar og samningavilji skaðar
okkur. Við viijum ekki að kastist í
kekki en þeir [Armenarnir] eru til-
búnir til ævintýramennsku og
ögrana.“
Um helgina tóku stjórnvöld í Ge-
orgíu þátt í því ásamt Eistlandi,
Lettlandi, Litháen, Armeníu og
Moldovu að mynda samstarfsráð lýð-
velda sem keppa að fullu sjálfstæði
frá Sovétríkjunum.
223 farast er alelda þota splundrast og hrapar á fjall í Tælandi:
Vangaveltur um hryðjuverk en
ástæður slyssins enn ókunnar
Ban Huay Khamin í Tælandi, Seattie. Reuter.
223 MENN fórust er alelda austurrísk farþegaþota af gerðinni
Boeing 767-300 splundraðist á flugi og hrapaði á skógi vaxið fjall
í Tælandi á sunnudagskvöld. Enginn um borð í þotunni komst
lífs af og fremsti hluti hennar fannst í fjögurra kílómetra fjar-
lægð frá braki afturhlutans. Ekki var vitað um tildrög slyssins
í gær. Austurrísk lögregluyfirvöld drógu í efa fregnir um að
sprengju hefði verið komið fyrir í þotunni.
Þotan hafði millilent í Bangkok
á leiðinni frá Hong Kong til Vínar
og hrapaði um 200 km norðvestur
af tælensku höfuðborginni. Hún
hvarf af ratsjárskermum flug-
turnsins í Bangkok um sextán
mínútum eftir flugtak og áhöfnin
hafði ekki tiikynnt um neina erfið-
leika.
Þotan var í eigu austurríska
flugfélagsins Lauda-Air, sem Niki
Lauda, fyrrum heimsmeistari í
kappakstri, stofnaði. Lauda sagði
að skömmu eftir að fýrst var skýrt
frá flugslysinu hefði maður hringt
í alþjóðaflugvöllinn í Vín og sagt
að sprengja hefði af misgáningi
verið sett i þotuna á flugvellinum
í Bangkok. Hún hefði átt að fara
í þotu bandaríska flugfélagsins
United Airlines. Alfred Rupf, tals-
maður öiyggisgæslunnar á Rínar-
flugvelli, sagði að maðurinn hefði
einungis verið „að geta sér þess
til hvað kynni að hafa gerst“.
Talsmenn United Airlines í Bang-
kok sögðu að enginn flugvél hefði
farið frá borginni á sama tíma
og austurríska þotan.
Samkvæmt fyrstu fréttum kom
upp eldur í þotunni áður en hún
splundraðist og hrapaði. „Ég sá
eldhnött á lofti og svo kom gífur-
leg sprenging," sagði sjónarvott-
ur.
213 farþegar voru í þotunni og
tíu í áhöfninni. Um 300 björgun-
armenn reyndu að ná líkum fórn-
Björgunarmenn á slysstað.
Brakið úr vélinni dreifðist
yfir margra km stórt svæði.
arlambanna úr logandi braki þot-
unnar í gær. Stærsti hlutinn úr
þotunni var um tveir fermetrar.
Það torveldaði starf björgunar-
manna að þúsundir manna klifu
fjallið til að komast yfír farangur
farþeganna, sem lá á víð og dreif
um skógiendið. Búist var við að
björgunarstarfið tæki tvo daga.
83 Austurríkismenn voru í þot-
unni, 53 Hong Kong-búar, 39
Tælendingar og 48 af öðru þjóð-
erni. Á meðal farþeganna var
háttsettur embættismaður Sam-
einuðu þjóðanna, Donald Macint-
osh, sem hefur barist gegn eitur-
lyfjasmygli í Tælandi. Talsmaður
Sameinuðu þjóðanna vísaði á bug
getgátum um að Macintosh hefði
verið á ferð í leynilegum erinda-
gjörðum og að eiturlyfjasmyglar-
ar hefðu grandað þotunni til að
ráða hann af dögum.
Sjá „Fyrsta vélin sinnar teg-
undar ...“ á bls. 29.