Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 23 Kentruck Vandaðir lyftarar á lægsta verðinu ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK - SlMI 687222 -TELEFAX 687295 aldrei hefur aldursmunur okkar heft- að þessa dýrmætu vináttu, enda all- Afmæliskveðja: Magnúsína Olsen, ísafirði - Áttræð ir jafnir í hennar augum, stórir, smáir, ungir sem aldnir. Síðan við kynntumst fyrst, er ég kom með lítinn son minn og leigði hjá henni á Tangagötunni, hefur hún verið okkar Magga, svo og allrar flöl- skyldu minnar. Nú hefur hún selt fjöiskylduhúsið á Tangagötunni, og keypt sér íbúð í Hlíf, íbúð aldraðra á ísafirði, og á hún þar yndislegt athvarf fyrir ævikvöldið. Inn í Tunguskógi hefur hún átt til íjölda ára sumarbústað, þar sem hún dvaldi löngum áður yfír sumar- mánuðina með börn sín, og síðan barnabörnin. Og veit ég að hún á þaðan góðar og ljúfar minningar úr sambýlinu við aðra skógarbúa, sem bjuggu þar áður fyrr yfir alla sumar- mánuðina. Fyrir nokkrum árum tók hún að sér að verða amma barnanna á leik- skólanum Eyrarskjóli, og fór þangað vikulega og oftar til þess að lesa fyrir þau og njóta félagsskapar þeirra. Og er leið að jólum gleymd- ust þau ekki, leikskólabörnin henn- ar, því hvert og eitt fékk jólapakka frá Möggu ömmu sem vandvirknis- lega höfðu verið valdir eftir áhuga- málum hvers. Svona er hún Magga mín, allaf tími og umhyggja fyrir aðra. En ef fólk langar til þess að gleðja hana, þá er það alltaf allt of mikil fyrirhöfn, finnst henni. Elsku Magga. Þakka þér ómælda yndislega vináttu liðinna ára. Þakka þér sömuleiðis göngutúrana okkar, skógarferðirnar, svo og allar sam- verustundirnar okkar, svo og sér- stöku stundanna um jólin. Til hamingju vinkona með 80 árin og megi heilsan vera þér góð á ævikvöldinu. Kærar kveðjur til þín frá mér, Kristjáni Inga svo og öllum í fjölskyldunni. Takk fyrir okkur. Bjarndís Hún vinkona mín, heiðurskonan Magnúsína Olsen, er áttræð í dag, 28. maí. Hún er ein af þeim Isaijarð- ardætrum sem Isafjörður á, og á Isaijörð, í orðsins fyllstu merkingu. Undirrituð kynntist henni fyrir 20 árum en þar áður í endurminning- unni, er hún ein af þeim sem heils- aði alltaf smáfólkinu í bænum með bros á vör, og gaf sér alltaf tíma til þess að heilsa vinum og kunningj- um, á förnum vegi og spyija hvern- ig fólki liði. Það er alveg sérstakt brosið henn- ar Möggu, og ekki síðri hjartahlýjan og yndislega viðmótið hennar. Alla tíð hefur hún átt svo mikið að gefa okkur vinum sínum og ekki síður fjölskyldunni. Fjölskyldan, börnin hennar, barnabörnin, langömmu- börnin svo og börn systkina hennar, og aðrir niðjar hafa alltaf verið Möggu mikils virði, og hefur hún sannarlega verið iðin við að rækta þau bönd. Hún Magga á sérstakan og litrík- an feril hér í bæjarlífinu. Óhætt er að segja að hún hafi ásamt manni sínum heitnum, Símoni Olsen, en hann var norskur, verið frumkvöðull að nýjum atvinnuiðnaði, ekki bara á Isafirði, heldur um landið allt, en það eru rækjuveiðar og rækju- vinnsla. Símon var einn af fyrstu skipstjórum við landið, að heíja þessa veiðar með eiginkonu sína að dyggum bakhjarli, því á sínum tíma var þetta vissulega að fara út í óviss- una. En með þrautseigju og dugnaði gekk þetta upp og mun þessi sjávar- iðnaður halda þeirra merki um ókomna tíð. Rækjuverksmiðju byggðu þau á Isafirði en þar var í fararbroddi sonur þeira, Ole N. Olsen, og varð samstarfsfólkið þar alla tíð eins og stór samhent ijöl- skylda, og alltaf velkomið á heimili Möggu á Tangagötu 6 og hefur ávallt verið gestkvæmt á þeim bæ. En lífið hennar Möggu hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hún og Símon eignuðust 4 börn. Elst er Inga Rut, býr á ísafirði, síðan var Ole, en hann er látinn fyrir nokkrum árum, Kristján, hann drukknaði mjög ungur með föður sínum á mb. Karmoy, _ bát fjölskyldunnar, við veiðar í ísafjarðardjúpi árið 1961. Yngstur var Marthen. Hann dó tæp- lega þrítugur frá konu og þremur börnum. Urðu þeir feðgar Möggu og ljölskyldunni harmdauði, enda allir í blóma lífsins. Kristján hafði nýlega eignast son áður en hann dó, og hlaut litli drengurinn nafn föður síns, Kristján. Gæfan er hverful og lífið getur haft hendur kaldar. Litli Kristján lést af slysförum aðeins 10 ára gamall og var hann jafnframt einkabarn móður sinnar, Snjólaugar Guðmundsdóttur. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika í einkalífinu bugað- ist hún ekki, heldur stóð uppi sem eikin sem bognaði um stund en brotnaði ekki. Aðal styrkurinn henn- ar þá og hefur verið alla tíð, er trú- in, en Magga er mjög trúuð kona svo og glaða lundin og jákvæðu við- horfin hennar. Hún ólst upp í góðum systkinahóp og hefur svo sannarlega haft gott veganesti frá elskulegum foreldrum út í lífsbaráttuna. Magga er mjög hreinskiptin, skýr og viðræðugóð kona. Margar ánægjustundir höfum við átt í að ræða lífsins gang, og Ljósritunarpappír er bestur trefjaríkur, vel pressaður og með réttu sýrustigi, svo að hann geymist vel. Skurðurinn þarf líka að vera hárnákvæmur, til að pappírsarkirnar loði ekki saman. Með vaxbornum umbúðum er mögulegt að halda réttu rakastigi á pappírnum, eftir að hann er fluttur úr sérhönnuðum pappírsgeymslum og settur á markað. Láttu fagmenn ODDA tryggja þér rétta ljósritunarpappírinn. - ÞAR SEM PAPPÍRINN FÆST HÖFÐABAKKA 3 121 REYKJAVÍK SÍMI: 83366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.