Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 24
1661 1AM HUOAGUIÖIOT (IIÖ AJQM LT05IÓM MORGDNBLAÐIÐ ÞEIÐJDDAGUR 28. MAÍ1391' Fjölbrautaskólinn Breiðholti: Um 250 útskrifuðust FJÖLBRAUTASKÓLA Breiðholts var slitið í íþróttahúsinu við Aust- urherg fimmtudaginn 23. maí. 247 nemendum voru afhent lokapróf- skírteini og þar af luku 140 stúdentsprófi. Berglind Reynisdóttir náði best- um árangri á stúdentsprófi úr dag- deild skólans, en hún var á náttúru- fræðibraut. Magnús Bjamason náði bestum árangri nemenda kvöldskól- ans, en hann var á viðskiptabraut. Kristín Arnalds, skólameistari gerði grein fyrir starfi og prófum ’ dagskóla en Stefán Benediktsson, og félagsstörf. Svava Helga Carlsen hlaut viðirkenningu fyrir félags- störf en hún er fyrsta konan sem gegnir starfi formanns nemendaf- álgs dagskólans. Dúx skólans, Berglind Reynisdóttir, hlaut einnig viðurkenningu. Félag íslenskra snyrtifræðinga og Landssamband iðnaðarmanna veittu nemendum Frá útskrift nýstúdenta við Menntaskólann við Hamrahlíð. Morgunblaðið/Ingibjörg aðstoðarskólameistari, nemendum kvöldskólans prófskírt- eini og fór yfir starf vetrarins. í dagskólanum voru 1386 nemendur og 970 í kvöldskólanum. Kennarar við skólan voru 138. Rótarýklúbburinn Breiðholt og Soroptimistaklúbburinn Reykjavík IV, veittu nemendum í fyrsta skipti viðurkenningar fyrir námsárangur afhenti einnig viðurkenningar. Vilberg Viggósson lék á píanó og kór Fjölbrautaskólans söng und- ir stjóm Emu Guðmundsdóttur. Nýstúdentamir Berglind Reynis- dóttir og Eyrún Jóhannesdóttir léku á píanó og flautu. Fjölmargar ræð- ur voru fluttar og þar á meðal flutti fulltrúi tíu ára stúdenta ávarp. MH slitíð í 25. sinn Morgunblaðið/Bjami Hvítu kollarnir komnir á sinn stað og stúdentsprófið að baki. MENNTASKOLANUM við Hamrahlíð var slitið í 25. sinn laugardaginn 25. maí. Braut- skráðir voru 126 stúdentar, 42 karlar og 84 konur. Flestir úrskrifuðust af félags- fræðibraut, 44 talsins, 38 útskrif- uðust af náttúrufræðibraut, 26 af nýmálabraut, 16 af eðlisfræði- braut og 2 af tónlistarbraut. Nokkrir nýstúdenta útskrifuðust af tveimur brautum. Bestum árangri á stúndents- prófi náði Elín Margret Thorlacius af náttúrufræðibraut, en hún hlaut einkunnina 9 eða 10 i 124 eining- um og þar af 10 í 57 einingum. Kristín Helga Þórarinsdóttir, stúd- ent af nýmálabraut, hafði eink- unnina 9 eða 10 að baki 116 ein- ingum og þar af 10 í 43. Sverrir Einarsson, rektor MH, Nýútskrifaðar blómarósir úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, ásamt einum fulltrúa karlstúdenta. 240 útskrifast úr Verslunarskóla íslands; Fjölmennasti útskriftar- hópur í sögu skólans VERSLUNARSKÓLA íslands var slitið sl. laugardag og lauk þar með 86. starfsári skólans. Alls voru brautskráðir 240 nemendur og er það fjölmennasti hópur sem brautskráður hefur verið frá skólanum. Þar af voru 217 sem luku stúdentsprófí úr dagskóla og öldungadeild, og 25 luku verslunarmenntaprófi, en tveir þeirra luku einnig stúdentspróf- Valdimar Hergeirsson skólastjóri hélt brautskráningarræðu við skóla- slitin og afhenti nemendum próf- skírteini. Valdimar hefur gegnt stöðu skólastjóra í eitt ár, meðan Þorvarð- ur Elíasson hefur verið í leyfi. Þor- varður mun hins vegar taka við skól- astjóminni frá og með næsta skóla- ári og mun Valdimar þá halda áfram fyrra starfi sínu sem yfirkennari skólans, en hann hefur um 30 ára skeið gegnt því starfi. Við skólaslitin þakkaði Valdimar samstarfsfólki sínu og nemendum fyrir „lærdómsríkt og ánægjulegt ár“, eins og hann komst að orði. Við nemendur sagði hann meðal annars: „Því fylgir nokkur eftirsjá að skilja við líflegan og góðan félagsskap en það er okkur huggun og uppörvun að vita að þið verðið hluti af þeirri samstæðu heild sem slær skjaldborg um Verslunarskóla íslands og eruð þið alltaf velkomin í þetta hús.“ Þá greindi Valdimar frá manna- breytingum í skólanefnd Verslunar- skólans. Hilmar Fenger, sem átt hef- ur sæti í skólanefndinni í 20 ár, hef- ur ákveðið að draga sig í hlé. Hann var formaður nefndarinnar í þtjú ár. Ennfremur hættir Kristján Jóhanns- son störfum í nefndinni, en í þeirra stað koma viðskiptafræðingamir Bjarni Snæbjörn Jónsson og Hilmar Baldursson. Árni Þ. Árnason tekur við formennsku skólanefndarinnar frá og með 1. júní næstkomandi. Verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur voru veitt og var dúx skólans Axel Hall úr stærðfræði- deild. Hann hlaut aðaleinkunnina 9,34, en auk hans fengu þrír nemend- ur dagskóla 1. ágætiseinkunn, Erla Sigurðardóttir op Sif Hannesdóttir úr hagfræðideild og Hilmar Gunnars- son úr stærðfræðideild. Einn nem- andi öldungadeildar, Elna Sigrún Sigurðardóttir, fékk 1. ágætisein- kunn. 66 stúdentar fengu 1. ein- kunn, 113 fengu 2. einkunn og 26 stúdentar fengu 3. einkunn. Auk bókaverðlauna skólans fyrir hæstu meðaleinkunnir gáfu eftirfarandi að- ilar verðlaun fyrir ýmsar námsgrein- ar: Jóhann Ólafsson formaður Versl- unarráðs íslands ávarpaði sam- komuna og afhenti verðlaun sem Verslunarráð veitir fyrir bestan árangur í viðskiptagreinum. Verð- launasjóður Hjartar Jónssonar kaup- manns og Mál og menning veittu verðlaun fyrir bestan árangur í ís- lensku, Minningarsjóður um dr. Jón Gíslason fyrrverandi skólastjóra Verslunarskólans fyrir bestan árangur í erlendum tungumálum, Raungreinasjóður fyrir besta árangurinn í raungreinum, stærð- fræði og tölvufræðum, og Almenna bókafélagið veitti verðlaun fyrir best- an árangur í sögu. í ræðu skólastjóra kom fram að í verslunarmenntadeild skólans er lögð mikil áhersla á hagnýt verkefni og tölvunotkun við úrlausn þeirra. Stjórnunarfélagið veitti verðlaun og viðurkenningar fyrir bestan árangur í lokaverkefni deildarinnar og einnig fyrir hæstu einkunn í deildinni. Hæstu aðaleinkunn í verslunar- menntadeild hlaut Sólveig Kr. Ás- geirsdóttir. Að lokinni afhendingu prófskír- teina og verðlauna flutti Hildigunnur Sverrisdóttir fulltrúi nýstúdenta kveðjuávarp frá stúdentum. Að því loknu hélt nýkjörinn forseti nemend- afélagsins, Gísli Marteinn Baldurs- son, ræðu og afhenti viðurkenningar fyrir félagsstörf á liðnu skólaári. Olafur Egilsson sendiherra íslands í Moskvu útskrifaðist frá Verslunar- skólanum fyrir 35 árum og var hann viðstaddur brautskráninguna. Hann ávarpaði samkomuna og færði skó- lanum safn geisladiska með valinni tónlist til minningar um Jóhannes L.L. Helgason skólafélaga sinn, sem lést á síðastliðnu ári. Jóhannes tengdist Verslunarskólanum á marg- an hátt og gegndi meðal annars stöðu formanns skólanefndar. gerði meðal annars að umtalsefni í skólaslitaræðu sinni þann hóp nemenda sem nú innritast í fram- haldsskóla eftir grunnskólapróf og þá sem höfð áunnið sér rétt til setu í framhaldsskólum fyrir ald- arfjórðungi, á fyrsta starfsári MH. I máli hans kom fram að nú setjast um 80 af hundraði grunn- skólanema í framhaldsskóla en fyrir 25 árum fór fjórðungur nem- enda í framhaldsskóla. Þessi fjölg- un nemenda leggur þá kvöð á skólana að koma til móts við mis- munandi þarfir nemenda. Menntaskólinn við Hamrahlíð er fyrst og fremst hefðbundinn bóknámsskóli sem býr nemendur undir nám í háskóla en að undan- INNLENT förnu hefur farið fram ítarleg umræða innan skólans um hvernig gefa mætti nemendum frekari kost á að ráða samsetningu eigin náms en verið hefur. Tekist hefur að móta stefnu innan skólans sem tekur í auknu mæli mið af sérþörf- um nemenda, en leggur þeim jafn- framt aukna ábyrgð á herðar. Rektor ræddi einnig um öld- ungadeildina við skólann, nýfram- kvæmdir við skólann og síðan vék hann að viðhaldi skólahúsnæðisins sem í mörgu er ábótavant. Að lok- um gat hann um blómlegt félags- líf nemenda á önninni. Sigríður Theodórsdóttir, kenn- ari við MH, ávarpaði nýstúdenta og aðra gesti. Fulltrúi nýstúdenta flutti ávarp og fulltrúar 10 og 20 ára stúdenta færðu skólanum gjaf- ir. Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð, undir stjóm Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, söng auk þess sem nokkrir kórfélagar léku á hljóð- færi og sungu einsöng. Axel Hall, dúx Verslunarskólans: A von á að verk- fræðin verði vaJin „ÉG HEF verið að velta fyrir mér að fara annaðhvort í hagfræði eða verkfræði í Háskólanum næsta ár. Ég á frekar von á að verk- fræðin verði fyrir valinu, en tek endanlega ákvörðun í sumar,“ sagði Axel Hall, dúx Verslunarskólans. Axel fékk 9,34 í aðaleinkunn og auk verðlauna fyrir hæstu aðaleinkunn fékk hann verðlaun fyr- ir hæstu einkunn í íslensku, ensku, þýsku, erlendum tungumálum og sögu. „Ég hef verið í stærðfræðideild Verslunarskólans í þijú ár og hef kynnt mér námsefnið í verkfræð- inni sem kennt er í Háskóla ís- lands. Ég komst að raun um að með því að stunda vel námið í stærðfræðideild VÍ hef ég góðan undirbúning fyrir verkfræðinámið. Það hefur orðið ör þróun í stærð- fræðikennslu í Verslunarskólanum og nú er undirbúningur í stærð- fræðideildinni sambærilegur við það besta sem gerist í stærðfræði- kennslu á landinu." Axel fékk verðlaun í húmanísk- um námsgreinum, en hann segist hafa sérstaklega gaman af rök- fræði. „Stærðfræðin er svo rökræn, þess vegna höfðar hún vel til mín,“ segir hann. Hann hefur verið hæsti nemandi skólans síðastliðin þijú ár. „Ég ákvað að fara í Versló vegna þess að það er sá skóli sem býður uppá það besta og nýjasta hveiju sinni. Ég hef verið mjög ánægður í skólanum og hef eignast vini sem ég á von á að eiga alla ævi.“ Þegar Axel er spurður hvort hann sé ekki draumanemandi allra kennara, svarar hann að bragði: „Nei, það held ég ekki. Ég er óskap- Axel Hall, dúx Verslunarskól- ans. lega erfiður nemandi og spyr mik- ið. Ég vil fá sem mest út úr kennsl- unni og á móti legg ég mikið á mig í náminu. Ég segði ósatt ef ég segði að það væri ekki vinna að fá svona háar einkunnir. Þetta er spurning um skipulagningu, aga og vinnu. Svo mega menn náttúrlega ekki vera nautheimskir!" segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.