Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 29
táÓRGtÍNBLAÐÍÐ 'l&lftjíjJMíjR 28. 'mAÍM&I Flugslysið yfir Tælandi: Fyrsta þotan af gerðinni Boeing 767 300ER sem ferst Tólfta mannskæðasta slysið í sögu flugsins frá upphafi Seattle, Bangkok. Reuter. Austurríska Boeing 767 300ER-þotan sem sprakk á flugi yfir Tælandi á sunnudag er sú fyrsta sinnar tegundar sem ferst frá því hún var tekin í notkun árið 1982. Að sögn talsmanna verksmiðjanna hafa þegar verið afhentar 356 vélar af 540 sem hafa verið pantað- ar. 223 fórust í slysinu á sunnu- dag sem er hið tólfta mann- skæðasta í flugsögunni. Vélin var í eigu flugfélagsins Lauda-Air og fórst um 100 km norðvestur af höfuðborg Tælands, Bangkok. Allir um borð, áhöfn og farþegar, týndu lífi en óljóst er hvað olii því að kviknaði í vél- inni sem sprakk á flugi. Brakið dreifðist um nokkurra ferkíló- metra svæði. Þotan var önnur Boeing 767- þotan sem Lauda-Air, félag í eigu kappaksturshetjunnar Niki Lauda, fékk afhenta og hafði ver- ið í notkun í 18 mánuði, að sögn Lauda. Þessi vélargerð er lengri og getur borið fleiri farþega og meira eldsneyti en fyrri vélar af 767-gerð er einkum kepptu við Airbus 310. Flugþolið er 9.600- 11.600 km eftir því hvaða hreyfla- tegund er notuð. Þessar flugvéla- gerðir voru á sínum tíma hannað- ar ásamt Boeing 757, sem hefur mjórri bol, með það í huga að bregðast við stórauknum elds- neytiskostnaði vegna olíuverðs- hækkana á áttunda áratugnum. Venjulega tekur Boeing 767 300ER 261 farþega í sæti en í áhöfn eru tíu manns. Mannskæðasta flugslys sög- unnar varð 27. mars árið 1977. Þá lentu vél frá KLM-félaginu og vél frá Pan American í árekstri á flugbraut á vellinum í Santa Cruz de Tenerife á Kanaríeyjum og 583 Rugslysiö í Tælandi Þota hrapar eftir sprengingu, allir um borö, 223 menn, farast Boeing 767-300 // hr*ta I miHa-Air / . létu lífið. Yfir fimm hundruð manns fórust er japönsk Boeing- breiðþota rakst á fjall árið 1985, aðeins fjórir komust af. ★ GBC-Pappirstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Fylgisaukning stóru spænsku flokkanna LP þakrennur Allir fylgihlutirhlutir LP þakrennukerfið frá okkur er heildarlausn. Nýðsterkt, fallegt, endist og endist. Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 TÆKNIDEILD OJ^k Reuter Nautið svarar fyrir sig Spænski nautabaninn Pedro Castillo svífur hér í lausu lofti eftir að nautið, sem hann var að- kljást við, stakk hann í lærið. Þetta gerðist á nautaati á San Isidro-hátíðinni sem haldin er ár hvert í maí í Madrid. Castillo var fluttur í skyndi á sjúkrahús illa haldinn. Madrid. Reuter. SÓSÍALISTAR á Spáni styrktu stöðu sína sem stærsti stjórn- málaflokkur landsins í sveitar- stjórnarkosningnnum á sunnu- dag en töpuðu þó meirihlutan- um í höfuðborginni, Madrid, og líklega fleiri stórborgum. I kosningunum juku flokkar jafnt til hægri sem vinstri fylgi sitt á kostnað Miðflokks Adolfos Su- arez, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem brást við niðurstöð- unni með því að segja af sér formennsku í flokknum. Þegar 99% atkvæða höfðu verið talin hafði Sósíalistaflokkur Felipe Gonzalez forsætisráðherra fengið 38,4% eða rúmu einu prósenti meira en í kosningunum 1987. Næstur kom Þjóðarflokkurinn, sem er hægriflokkur, með 25,2%. Jók hann fylgið um 5% frá síðustu kosningum og vann hreinan meiri- hluta í Madrid af sósíalistum. Þá bætti bandalag ýmissa vinstri- flokka einnig stöðu sína og fékk nú 8,5% á móti 6,9% fyrir ijórum árum. Miðflokkurinn beið mikið afhroð í kosningunum, tapaði helmingi fylgisins og öllum fulltrúum sínum í stórborgunum nema einni. Adolfo Suarez, fyrsti forsætisráðherra Spánar eftir fráfall Franciscos Francos einræðisherra og formað- ur flokksins, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að honum bæri skylda til að axla ábyrgðina á óförunum og sagði af sér embættinu. □ ID 1 2 NYJA M-LINAN Öflug ganðsláttu- vél þar sem gæði, ending og þægindi tnyggja þér mun . fallegri flöt en nágnannans !* 3 j >[l Sllíl ENN BETUR m LAWN-80Í "M' * eöa þan Cil hann fær llka LAWN-BQY ”M" W ÁRMÚLA 11 F- Sírvil B815QQ Baðsett ágóöuverði Vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa á baðsettum getum við boðið í einum pakka: WC, HANDLAUG BAÐ og STURTUBOTN á einstöku verði. Aðeins kr. 39950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.