Morgunblaðið - 28.05.1991, Page 29

Morgunblaðið - 28.05.1991, Page 29
táÓRGtÍNBLAÐÍÐ 'l&lftjíjJMíjR 28. 'mAÍM&I Flugslysið yfir Tælandi: Fyrsta þotan af gerðinni Boeing 767 300ER sem ferst Tólfta mannskæðasta slysið í sögu flugsins frá upphafi Seattle, Bangkok. Reuter. Austurríska Boeing 767 300ER-þotan sem sprakk á flugi yfir Tælandi á sunnudag er sú fyrsta sinnar tegundar sem ferst frá því hún var tekin í notkun árið 1982. Að sögn talsmanna verksmiðjanna hafa þegar verið afhentar 356 vélar af 540 sem hafa verið pantað- ar. 223 fórust í slysinu á sunnu- dag sem er hið tólfta mann- skæðasta í flugsögunni. Vélin var í eigu flugfélagsins Lauda-Air og fórst um 100 km norðvestur af höfuðborg Tælands, Bangkok. Allir um borð, áhöfn og farþegar, týndu lífi en óljóst er hvað olii því að kviknaði í vél- inni sem sprakk á flugi. Brakið dreifðist um nokkurra ferkíló- metra svæði. Þotan var önnur Boeing 767- þotan sem Lauda-Air, félag í eigu kappaksturshetjunnar Niki Lauda, fékk afhenta og hafði ver- ið í notkun í 18 mánuði, að sögn Lauda. Þessi vélargerð er lengri og getur borið fleiri farþega og meira eldsneyti en fyrri vélar af 767-gerð er einkum kepptu við Airbus 310. Flugþolið er 9.600- 11.600 km eftir því hvaða hreyfla- tegund er notuð. Þessar flugvéla- gerðir voru á sínum tíma hannað- ar ásamt Boeing 757, sem hefur mjórri bol, með það í huga að bregðast við stórauknum elds- neytiskostnaði vegna olíuverðs- hækkana á áttunda áratugnum. Venjulega tekur Boeing 767 300ER 261 farþega í sæti en í áhöfn eru tíu manns. Mannskæðasta flugslys sög- unnar varð 27. mars árið 1977. Þá lentu vél frá KLM-félaginu og vél frá Pan American í árekstri á flugbraut á vellinum í Santa Cruz de Tenerife á Kanaríeyjum og 583 Rugslysiö í Tælandi Þota hrapar eftir sprengingu, allir um borö, 223 menn, farast Boeing 767-300 // hr*ta I miHa-Air / . létu lífið. Yfir fimm hundruð manns fórust er japönsk Boeing- breiðþota rakst á fjall árið 1985, aðeins fjórir komust af. ★ GBC-Pappirstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Fylgisaukning stóru spænsku flokkanna LP þakrennur Allir fylgihlutirhlutir LP þakrennukerfið frá okkur er heildarlausn. Nýðsterkt, fallegt, endist og endist. Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 TÆKNIDEILD OJ^k Reuter Nautið svarar fyrir sig Spænski nautabaninn Pedro Castillo svífur hér í lausu lofti eftir að nautið, sem hann var að- kljást við, stakk hann í lærið. Þetta gerðist á nautaati á San Isidro-hátíðinni sem haldin er ár hvert í maí í Madrid. Castillo var fluttur í skyndi á sjúkrahús illa haldinn. Madrid. Reuter. SÓSÍALISTAR á Spáni styrktu stöðu sína sem stærsti stjórn- málaflokkur landsins í sveitar- stjórnarkosningnnum á sunnu- dag en töpuðu þó meirihlutan- um í höfuðborginni, Madrid, og líklega fleiri stórborgum. I kosningunum juku flokkar jafnt til hægri sem vinstri fylgi sitt á kostnað Miðflokks Adolfos Su- arez, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem brást við niðurstöð- unni með því að segja af sér formennsku í flokknum. Þegar 99% atkvæða höfðu verið talin hafði Sósíalistaflokkur Felipe Gonzalez forsætisráðherra fengið 38,4% eða rúmu einu prósenti meira en í kosningunum 1987. Næstur kom Þjóðarflokkurinn, sem er hægriflokkur, með 25,2%. Jók hann fylgið um 5% frá síðustu kosningum og vann hreinan meiri- hluta í Madrid af sósíalistum. Þá bætti bandalag ýmissa vinstri- flokka einnig stöðu sína og fékk nú 8,5% á móti 6,9% fyrir ijórum árum. Miðflokkurinn beið mikið afhroð í kosningunum, tapaði helmingi fylgisins og öllum fulltrúum sínum í stórborgunum nema einni. Adolfo Suarez, fyrsti forsætisráðherra Spánar eftir fráfall Franciscos Francos einræðisherra og formað- ur flokksins, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að honum bæri skylda til að axla ábyrgðina á óförunum og sagði af sér embættinu. □ ID 1 2 NYJA M-LINAN Öflug ganðsláttu- vél þar sem gæði, ending og þægindi tnyggja þér mun . fallegri flöt en nágnannans !* 3 j >[l Sllíl ENN BETUR m LAWN-80Í "M' * eöa þan Cil hann fær llka LAWN-BQY ”M" W ÁRMÚLA 11 F- Sírvil B815QQ Baðsett ágóöuverði Vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa á baðsettum getum við boðið í einum pakka: WC, HANDLAUG BAÐ og STURTUBOTN á einstöku verði. Aðeins kr. 39950

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.