Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 hófst með glæsibrag ___________Jass____________ Guðjón Guðmundsson RÚREK, jasshátíð, hófst á sunnudag með setningarathöfn í útvarpshúsinu í Efstaleiti, og um kvöldið var djammað á sjö stöðum. Tónleikarnir voru flest- ir vel sóttir og greinilegt að jass- hátíðir af þessu tagi mælast vel fyrir hjá borgarbúum, eins og kom á daginn í fyira á útvarp- sjassdögunum þegar bærinn ið- aði af lífi. Á Hótel Borg var Ellen Kristj- ánsdóttir og flokkar mannsins hennar, Kvöldið hófst á lögum eft- ir Jón Múla Árnason og gömlum sígildum jassslögurum. Þann hluta prógrammsins var sveitin skipuð Þórði Högnasyni (b), Sigurði Flosasyni (sax), Eyþóri Gunnars- syni (p) og Birgi Baldurssyni (tr). Þetta var þægileg tónlist og margt vel gert, eins og t.a.m. flautuleikur Sigurðar í Vikivaka, og allur hljóð- færaleikur eins og hann bestur gerist. Síðari hluti tónleikanna var nútímalegri. Friðrik Karlsson (g), Gunnlaugur Briem (tr) og Jóhann Ásmundsson (b) höfðu leyst kol- lega sína af hóimi. Að vísu var enn farið í smiðju Jóns Múla, enda eru lagasmíðar hans sannkallað konf- ekt fyrir skapandi tónlistarmenn. Síðan lék sveitin Nothing Personal eftir Don Grolnick, sem heyra má af fyrstu sólaskífu Michel Brecker. Næst var tekinn kúbanskur jass- bræðingur eins og Paquito D’Rivi- era er hrifnastur af og var unun að heyra í Sigurði í hraðri sveifl- unni. Þó fannst undirrituðum skemmtilegast að heyra hárfína tóna Sigurðar í rólegri lögum, eins og Fly me to the Moon. í Djúpinu voru Viðar Alfreðsson og Rúnar Georgsson ásamt félög- um. Það var eitthvað að í spila- mennskunni þár, Viðar lék á flug- elhórnið eins og hárgreiðu og ein- leikskaflar Árna ísleifssonar voru skelfilega misheppnaðir. Rúnar Georgsson var .sá sem bjargaði því sem bjargað var og þegar hann lék Misty sýndi sveitin að sveiflan bullar undir en getan til snarstefj- unar er ekki alveg næg. í Púlsinum voru nafnarnir Ing- ólfsson og Steingrímsson ásamt Bjarna Sveinbjörnssyni og Birni Thoroddsen. Take five var í fullu svingi. Sjaldan hefur heyrst jafn avant-gardískt sóló og hjá Guð- mundi Ingólfssyni og þetta þvælda lag öðlaðist nýtt líf í meðförum kvartettsins. Steingrímsson er allt- af þéttur undir þótt settið minnki alltaf með árunum. Síðan léku þeir Sweet Georgia Brown af eðlis- lægri smekkvísi og lauk tónleikun- um ekki fyrr en eftir tvö uppklapp- aslög. Á Hótel Borg í kvöld leikur danski tenórsaxistinn Bent Jædig og í Duus-húsi er Scheving-Lasan- en sextettinn. Auk þess verður djammað á helstu krám í miðborg- fí INNLENT F.v. Hilke Hubert varaformaður, Vilhjálmur I. Árnason formaður, Bóthildur Hauksdóttir gjaldkeri, Jón Gunnar Arndal meðstjórnandi og Harpa Harðardóttir ritari. Sjúkranuddarafélag Islands 10 ára HINN 23. maí 1981 var Sjúkranuddarafélag íslands (SNFÍ) formlega stofnað eftir eins árs undirbúning og er því félagið 10 ára um þess- ar mundir. Að stofnun félagsins stóðu nokkrir sjúkranuddarar sem allir höfðu lært í sjúkranuddskólum erlendis. Tilgangurinn var að sameina alla skólalærða sjúkranuddara, sækja um löggildingu sem heilbrigðisstétt, vinna að menntunarmálum stéttarinnar, efla heil- brigðisþjónustu i landinu og glæða félagslegan áhuga og samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Eftir 6 ára baráttu fengu sjúkra- nuddarar löggildingu sem heilbrigð- isstétt og rétt til að starfa sam- kvæmt tilvísun frá læknum. En 'h ári síðar var löggildingin felld úr gildi vegna andstöðu sjúkraþjálfara og unnið var að endurskoðun reglu- gerðarinnar. í apríl 1987 var nú- gildandi reglugerð gefin út og starfa sjúkranuddarar samkvæmt henni. Eftir að löggildingin fékkst sótti félagið um inngöngu í Samtök Heil- brigðisstétta (SHS) og var umsókn- in samþykkt. Einnig hefur Sjúkra- nuddarafélag íslands barist fyrir því frá upphafi að Tryggingastofn- un ríkisins taki þátt í greiðslu fyrir meðferð sem sjúkranuddarar veita samkvæmt tilvísun lækna. Ekki hefur ennþá náðst árangur í því máli, þrátt fyrir loforð tveggja heil- brigðisráðherra. Mikill áhugi er hjá félaginu að stofna skóla hér á landi og hafa þegar verið gerð drög að námsskrá sem liggja fyrir hjá landlækni. Þar til slíkum skóla verður komið á fót, er félagið ávallt reiðubúið að að- stoða fólk til að komast í viður- kennt sjúkranuddnám erlendis. Með því er vonast til að fólk hætti við að sækja hvers konar nuddnám sem gefur engin réttindi. í dag sitja í stjóm félagsins Vil- hjálmur Ingi Árnason, formaður, Hilke Hubert, varaformaður, Harpa Harðardóttir, ritari, Bóthildur Hauksdóttir, gjaldkeri, og Jón Gunnar Arndal, meðstjómandi. (Fréttatilkynning) Barist gegnum bið- sagnafrumskóginn ___________Brids______________ GuðmundurSv. Hermannsson SAGNKERFI í brids taka stöð- ugum breytingum og eru háð tískusveiflum eins og annað. Islenskir bridsspilarar hafa ekki farið varhluta af þessu. Hér í eina tíð spiluðu allir Vínarkerfið. Um miðjan átt- unda áratuginn tóku flestir upp Precision, áratug seinna voru margir farnir að spila eðlileg kerfi en nú fara biðsagnakerfi hratt upp vinsældalistann. Þetta eru kerfi þar sem annar aðilinn spyr sífellt spurninga um skiptingu, spilastyrk og háspil og hinn aðilinn svarar. Og æ fleiri íslensk bridspör þurfa framlengingu á borðið svo allir sagnmiðarnir komist þar fyrir í slemmusagnröðum. Ég hef lengi verið trúr þeirri skoðun að biðsagnakerfi séu ekk- ert annað en gerilsneyðing og hinn eini sanni tónn finnist í til- tölulega einföldum kerfum þar sem menn geti beitt hyggjuviti sínu og spilamati,_ að vísu með aðstoð sagnvenja, í undirmeðvit- undinni hefur þó leynst það efa- semdarfræ, að kannski stafi þetta viðhorf mitt af því að ég nennti ekki að læra biðsagnakerfi. Ég sló því til, þegar við Sverrir Ár- mannson ákváðum að taka þátt í æflngarmóti fyrir landsliðin um síðustu helgi, og spilaði við hann biðsagnakerfið sem þeir Matthías Þorvaldsson hafa notað með góð- um árangri í vetur. Ég lærði kerfið það vel að ég gat rakið langar sagnraðir í hug- anum þar sem ég komst örugg- lega í besta lokasamninginn á 7. sagnstigi. Hins vegar reyndi ekki mikið á kunnáttuna þegar út í mótið var komið, því biðsagna- kerfi virkar nefnilega á andstæð- inga eins og rauð dula á naut: þeir böðlast inná í öllum möguleg- um og ómögulegum stöðum til að skemma fyrir. Mér heyrðist Jón Baldursson að vísu vera eitthvað að tauta um að það væri besta hindrunin á mig að lofa mér að segja ótrufl- að. Kannski hefur hann haft eitt- hvað til síns máls, því einu sinni, þegar ég hélt á 4-6-1-2 skiptingu, hafði sagt samsviskusamlega frá henni og var í óða önn að lýsa fyrirstöðum í spaða og hjarta, passaði makker mig skyndilega niður í 5 tíglum og tilkynnti mót- heijunum að ég ætti 1-6-3-3 skiptingU og fyrirstöður í hjarta og laufi. Það kom síðan í Ijós að ég hafði gleymt einu þrepi í svari og þar með varð sagnröðin eins og saga af Vellygna Bjarna. Ég var ákveðinn í að þetta skyldi ekki henda aftur, og skömmu síðar fékk ég þessi spil í fyrstu hendi á hættunni: Ég ákvað að opna á 1 spaða, þótt ég ætti ekki tilskilinn háspila- styrk, og félagi setti biðsagnavélina í gang með 2 laufum. Ég sýndi 6-7 lit í spaða með 2 tíglum, og við 2 hjörtum félaga sagði ég 2 grönd, sem sýndu 6-lit í spaða og 2-lit í hjarta. Félagi spurði áfram með 3 laufum og ég vandaði mig vel þegar ég tók upp 3 hjarta miðann, sem sýndi 3-lit í tígli og 2-lit í laufi. En þegar miðinn kom á borðið sá ég mér til skelfingar að 3 spaða miðinn hafði af einhverri ástæðu fylgt með. Ég var því búinn að sýna 1 tígul og 4 lauf. Félagi spurði nú um háspil með 4 laufum og ég gat svarað þeirri spurningu neitandi með góðri sam- visku. Og þá sagði hann í 5 tígla, lokasögn. Mér létti óneytanlega, því ég átti talsvert betri tígul en ég hafði lofað. En undrun mín varð mikil þegar félagi sagði andstæð- ingunum að ég væri búinn að sýna skiptinguna 6-2-3-2. Það kom nefni- lega í ljós að hann hafði líka ruglast í ríminu og misskilið sagnirnar mínar! Og svóna var allt spilið: Norður Norður 4 4Á10874 ¥ ¥ Á10832 ♦ ♦ AK7 4 4 Vestur Austur Vestur Austur 4 4 4Á10964 4 87 ¥ ¥ ¥ K93 ¥ DG6 ♦ ♦ ♦ K6 ♦ G74 4 Suður 4 4 942 Suður 4 108653 4 KDG532 4 KDG532 ¥52 ¥52 ♦ D95 ♦ D95 4DG 4DG Vestur spilaði út litlum tígli (!) sem ég hleypti heim á níuna. Síðan trompsvínaði ég spaða til vonar og vara og henti hjarta í blindum, henti hjarta heima í lauf, tók hjartaás og trompaði hjarta, trompaði spaða, trompaði hjarta, sem þá var orðið frítt, trompaði spaða í blindum og þegar austur yfírtrompaði ekki tók ég tígulás og gaf aðeins einn slag á tromp. Það þarf varla að taka það fram að við vorum eina parið í 5 tíglum og um leið eina parið sem vann geim. Allt biðsagnakerfinu að þakka. En sumum nægir ekki að spila biðsagnakerfí. Eitt parið í mótinu, Magnús Ólafsson og Jakob Kristins- son, hafði stigið eitt skref áfram í sagnþróuninni og breytt þessu kerfi í passkerfi. Kerfíð þeirra var nánast eins uppbyggt og biðsagnakerfið, nema opnanir á 1. og 2. sagnstigi sýndu veik spil og samskonar skipt- ingu og svör við sterku laufi sýna. Svo pössuðu þeir í upphafi með 12-15 punkta, opnuðu á 1 laufi með 16-1 punkta og 1 tígli með 0-6 punkta. Með þessu móti var auðvitað nán- ast tryggt að andstæðingarnir fengju ekki að spila kerfið sitt óhindrað. En svona þerfum fylgja einnig aukaverkanir. I fyrsta spilinu í leiknum gegn Jakobi og Magnúsi fékk ég þessi spil í annari hendi utan hættu gegn á. Norður 4 ¥ ♦ 4 Austur 4 ¥ ♦ 4 Suður 4 963 ¥76 ♦ 10543 4KG103 Magnús opnaði á veika tíglinum í fyrstu hendi, við Jakob pössuðum báðir, Sverrir doblaði, sem átti í flestum tilfellum að sýna jafna skiptingu og 13-15 punkta, og Magnús sagði pass, sem sýndi a.m.k. 3-lit í tígli. Ég sagði sam- viskusamlega 2 lauf, og eftir smá umhugsun stökk makker í 4 tígla. Þetta hlaut að vera laufasamþykkt og sýna stuttan tígul, og ég sagði því 5 lauf. Það virtist ekki gleðja félaga mikið og hann lagði umsvifa- laust og ákveðið 5 tígla á borðið. Ég verð að viðurkenna að það hvarflaði að mér að passa, því mér fannst þessi staða svo einkennileg; makker gæti ekki verið að bjóða mér upp á laufaalslemmu. En loks komst ég að þeirri niðurstöðu að fyrst Magnús var búinn að lofa 3-lit í tígli, og Jakob hafði passað 1 tígul í upphafi, gæti makker varla verið að sýna tígullit. Ég sagði því 6 lauf sem voru pössuð út, að vísu með semingi víða. Og svo kom út tromp og þetta voru öll spilin: Norður 4 ÁD2 ¥ ÁDG054 ♦ - 4ÁD64 Austur 4 754 ¥8 ♦ KG9862 4 852 Suður 4 963 ¥76 ♦ 10543 4KG103 Eg tók útspilið heima, svínaði hjarta, tók trompin, svínaði aftur hjarta og trompaði hjarta þegar austur henti tígli. Síðan svínaði ég spaða og lagði upp: 12 slagir í einu slemmunni sem stóð og sennilega var þetta ein af fáum vitrænum leið- um í hana. Hún hefði a.m.k. verið erfiðari viðfangs ef vestur hefði opnað á 1 tígli, og austur sagt 2 eða 3 tígla eftir dobl norðurs. Og hver var svo niðurstaðan? Eru biðsagnakerfi betri en eðlileg kerfi eða venjulegt Precision? Ég er svo- sem litlu nær eftir þetta eina mót; það eina sem ég veit er að þeim sagnstöðum virðist ekki fækka þar sem þarf að beyta hyggjuviti eða spilamati. Og að sagnkerfi vinna ekki mót fyrir menn, ein og sér. Vestur 4 ¥ ♦ 4 Vestur 4KG108 ¥ K932 ♦ ÁD7 497
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.