Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIfiJUDAGUR 2$. MAÍ J^l
uþa& vcróa. So krónur -fyrir veréí is iaw
og ISO hr fyrir kjzPfi^’. "
Bjór og rör, takk ...
Hér kemur dálítið óvænt.
HVAÐ TEKUR VIÐ?
Nú þegar ný ríkisstjórn er komin
til valda hef ég hugleitt hverjir
möguleikar mínir séu að fá atvinnu
við mitt hæfi. Fyrir tæpum tveimur
árum fékk ég úrskurð lækna um
að ég þyrfti að ganga undir hjarta-
Ég hef að undanförnu fylgst með
umfjöllun í blöðum og sjónvarpi um
deilu milli nýráðinna yfirlækna og
náttúrulækningamanna á heilsu-
hæli Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði.
Mér finnst ómaklega að heilsu-
hælinu vegið þar sem ég þekki
margt fólk sem hefur öðlast bætta
heilsu og betra líf eftir dvöl á heilsu-
hælinu með því heilnæma matar-
æði, leirböðum, nuddi og öðru sem
þar er boðið uppá.
Nú skilst manni að læknanir vilji
að hælinu verði breytt, það verði
aðgerð og yrði að hætta í því starfi
sem ég var í og kunni vel við, og
er reyndar iðnmenntaður til. Nú,
við því var lítið annað að gera en
sætta sig við það og vona hið besta,
að aðgerð og endurhæfing tækist
tekið úr höndum þess hugsjóna-
fólks, sem það hefur byggt og verði
í umsjá heilbrigðisyfirvalda rétt ein
og venjuleg sjúkrahús.
Eitt er það atriði sérstaklega sem
vekur furðu mína í þessari deilu og
því vil ég beina spuringu til yfir-
læknanna: Hvers vegna réðuð þið
ykkur í vinnu á náttúrulækninga-
hæli ef þið viljið ekki starfa við
náttúrulækningar en kjósið heldur
að vinna á almennu sjúkrahúsi?
Fyrrverandi gestur
á Heilsuhælinu.
sem best. Það fór eftir. Ég fékk
frábæra læknis og hjúkrunarþjón-
ustu. Eftir fáa mánuði fór ég að
líta eftir vinnu. Ég talaði við fólk
og skrifaði umsóknir. Víst var mér
vel tekið en lítið hefur komið út úr
þessari viðleitni. Virðist að aldur
minn (50 ára) og kannski ekki síst
það að ég hef skerta orku til líkam-
legs erfiðis vera minn Akkillesar-
hæll.
Nú er það svo að fyrir nokkrum
árum var ég á miður góðri leið
vegna áfengisneyslu. En ég fór í
viðeigandi meðferð og hef verið laus
við Bakkus síðan. Eins hef ég hætt
tóbaksreykingum svo að mörgu
leyti tel ég mig mun hæfari starfs-
kraft í dag en áður. En það skrýtna
er að meðan ég var í óreglunni og
nokkrum árum yngri skorti mig
aldrei atvinnu eða tækifæri til að
vinna mér til framfæris. Sú lífs-
reynsla sem ég hef hlotið síðustu
árin hefur þó kennt mér að tapa
aldrei voninni og að missa ekki
trúna á það góða. Vona ég að svo
verði áfram. G.
Gott heilsuhæli
HÖGNI HREKKVÍSI
V/TTNASKE. M/V\TlGrtkLE>lNN ...
Víkverji skrifar
Menn hafa furðað sig á því í
samtölum við Víkveija, hvað
samningafundir um álmálið eru
haldnir í mörgum löndum. A dögun-
um var fundur í Zurich'og oft hafa
fundir verið í London. Hvers vegna
eru þessir fundir ekki einfaldlega
haldnir annað hvort í Reykjavík eða
Atlanta, þar sem höfuðstöðvar Alu-
max eru? Eða í þessum tveimur
borgum og þá hugsanlega Amster-
dam eða Stokkhólmi vegna aðildar
hollenzku og sænsku fyrirtækjanna
að málinu?
Getur það verið að ferðagleði
hafi heltekið samningamenn?!
Ferðalög af þessu tagi eru tímaþjóf-
ur og þar að auki kostnaðarsöm.
Það getur varla verið auðveidara
að ræða þessi málefni í London og
Zurich en í Reykjavík og Atlanta -
eða hvað?
Raunar læðist sá grunur að Vík-
verja, að ferðagleðin sé óhófleg
ekki einungis í þessum samninga-
viðræðum heidur í fjölmörgum til-
vikum hjá stjórnmálamönnum og
embættismönnum. Nú er símasam-
band landa á milli mjög gott og þar
að auki eru komin til sögunnar hin
nýju tæki, þar sem hægt er að senda
bréf og skjöl landa í milli á nokkrum
sekúndum. Er ekki hugsanlegt að
draga eitthvað úr þessum ferðalög-
um og þar með kostnaði við þau.
Hvað segir hinn nýi fjármálaráð-
herra um það, sem ætlar að beita
niðurskurðarhnífnum, svo um.mun-
ar á þessu ári?
xxx
Hvort sem mönnum líkar betur
eða verr, er staðreyndin sú,
að ferðalög á vegum opinberra að-
ila eru tekjuauki fyrir stjórnmála-
menn og embættismenn. Dagpen-
ingagreiðslur eru svo ríflegar, ekki
sízt þegar ráðherrar og æðstu emb-
ættismenn eiga í hlut, að það er
beinlínis hagsmunamál fyrir marga
þessara manna að vera á tíðum
ferðalögum.
Þegar þeir ferðast þar að auki
yfirleitt á dýrustu fargjöldum, þ.e.
svonefndu Saga-farrými, er aug-
ljóst, að þessi ferðalög eru dýrt
spaug fyrir skattgreiðendur. Önnur
sjónvarpsstöðin gerði á dögunum
athugasemdir við húsgagnakaup
ráðherra á niðurskurðartímum. Það
yrði áreiðanlega tekið mjög ræki-
lega eftir því, ef fjármálaráðherra
tæki til hendi og stöðvaði þá vit-
leysu, sem hér hefur viðgengist
árum saman í ferðalögum, risnu-
kostnaði og öðru slíku hjá opinber-
um aðilum.
XXX
Erlendir menn, sem hingað
koma, veita athygli flottræf-
ilshætti af þessu tagi hjá okkur
Islendingum. Sumum þeirra þykir
raunar nóg um þær miklu opinberu
byggingar, sem við reisum yfir
margvíslega starfsemi. Við megum
ekki fá það orð á okkur að opin-
bera kerfið hér hagi sér í þessu
sambandi eins og einræðisherrarnir
í Afríku, sem lifa lúxuslífi þrátt
fyrir fátækt fólksins. Hér ríkir að
vísu ekki fátækt í þeim skilningi
en við höfum nóg annað við pening-
ana að gera.