Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
Nú þegar stuttum kynnum mín-
um af Geir Arnesen lýkur, langar
mig að minnast vinar míns í þakk-
læti fyrir samfylgdina. Kynni okkar
hófust lyrir rúmum þremur árum
er ég réðst til starfa við deild þá
er hann veitti forstöðu, snefilefna-
deild Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins. Þó þessi kynni hafi ekki
verið löng urðu þau fljótt náin og
innileg. Eg var nýkominn frá námi
og ætlaði mér tveggja vikna hvíld
áður en ég hæfi störf með Geir.
En aðeins örfáum- dögum eftir
heimkomuna tók Geir að hafa sam-
band við mig sem hefðum við unnið
saman svo árum skipti. Hann fýsti
mjög í glænýjan fróðleik af vísind-
unum í útlöndum og svo langaði
hann að ræða hugmyndir að nýjum
verkefnum. Það kom mér þægilega
á óvart hve starfið var honum hug-
leikið og hann opinn fyrir nýjungum
og dögum oftar ræddum við efna-
fræðilega náttúru sjávarfangs og
þreyttist hann aldrei á að leita nýrra
hliða á viðfangsefnunum, en enginn
hlutur var honum sjálfgefinn. Ég
mun um alla ævi búa að þessum
notalegu samverustundum okkar.
Frá fyrsta degi kynna okkar lagði
hann mikið kapp á að miðla mér
sem mest af reynslu sinni og þekk-
ingu sem fjörutíu ára rannsóknir
höfðu fært honum. Hann var sífellt
með hugann við starfið og ósjaldan
hringdi hann í mig að vinnudegi
loknum eða um helgar til að greina
frá nýjum hugmyndum sínum á
lausn einhvers vandamálsins eða til
að gefa góð ráð. Það er óþægileg
tilhugsun að eiga ekki lengur von
á að Geir hringi til að spjalla.
Af miklu lítillæti ræddi hann
árangur rannsókna sinna sem áttu
og eiga enn brýnt erindi á alþjóðleg-
an vettvang. En sökum margvís-
legra anna gafst honum aldrei tóm
til að ganga þannig frá þeim að
hann teldi þau fullunnin og birting-
arhæf. Er hér af mörgu að taka
þó ef til vill beri þar hæst lausn
hans á vandamálum gulaðs þorsk-
holds við saltfiskverkun. Það eru
ekki ýkjur að tala um að stórvirki
hafí verið unnið og aðdáunarvert
hvemig hann fyrstur manna gat
gert grein fyrir því að kopar í svo
litlu magni í saltinu ylli svo miklum
skemmdum sem raun varð á. Er
hér um að ræða sem svarar til eins
gramms af kopar í tíu tonnum salts.
En fyrir fjörutíu árum, þegar Geir
vinnur þetta afrek, var sporgreining
af þessu tagi ekki algeng, en enn
í dag er þessi mæling framkvæmd
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast mætrar konu sem nú hefur
hlotið hvíld eftir erfíð veikindi. Ég
kynntist Fjólu og manni hennar,
Sigurði Runólfssyni rakara, í gegn-
um foreldra mína en þau hafa farið
til veiða í Vatnsdalsá í Húnavatns-
sýslu nokkrum sinnum á sumri ár
hvert. Það var alltaf sami kjarninn
sem fór í þessar ferðir og voru Siggi
og Fjóla þar lífíð og sálin í hópnum.
Það er stórt skarð höggvið í hóp
veiðifélaganna þegar Fjóla er horfin
úr hópnum, en þó held ég að andi
hennar verði veiðifélögunum ávallt
nálægur í Steinkoti og niðri við á.
Það er erfitt að raða minningarbrot-
unum um hana Fjólu saman nema
að fjölskylda hennar og þá einkum
Siggi, blandist þar inn í. Fjólu var
ákaflega annt um fjölskyldu sína
og samhentari hjón en hana og
Sigga er erfitt að ímynda sér. Sam-
heldni og styrkur þeirra kom greini-
lega fram í veikindum Fjólu. Bar-
átta við slík veikindi hlýtur að vera
með erfiðustu þrautum sem fyrir
manneskjuna eru lögð á lífsleiðinni,
en þessa þraut tókst Fjóla á við
með sama hætti og aðra þá erfíð-
leika sem Guð lætur okkur kljást
við, með reisn, skynsemi og styrk.
Ég er þess sannfærð að út úr þess-
ari þraut fá þau Fjóla og Siggi
hæstu einkunn í þá einkunnabók
sem okkur er öllum afhent við út-
skrift okkar úr þessu lífí. Reyndar
er ég þess viss að lokaeinkum Fjólu
hefur verið fyrsta ágætiseinkunn.
Ég hugsa að segja megi að Fjóla
hafi ekki verið allra og að hún hafí
litið svo á að ekki væru allir viðhlæj-
endur vinir. Hún sagði alltaf það
sem henni bjó í bijósti og kom fram
af hreinskilni. Það sem ég tók fyrst
með sama hætti og Geir gerði hana
í upphafí þrátt fyrir að sporgrein-
ingartækni hafi fleygt fram á þeim
tíma sem liðinn er. Hann hélt áfram
rannsóknum sínum á hlutverki og
áhrifum sporefna í salti við verkun
saltfisks og nýtur íslenskur saltfisk-
iðnaður þess í dag og um ókomna
framtíð.
Vegna aldurs lét hann af störfum
1989, en ekki til að taka út verð-
skuldaða hvíld heldur til að taka
aftur upp rannsóknir þar sem frá
var horfíð við skýringar á eðli þeirra
efnabreytinga sem eiga sér stað
þegar þórskhold gulnar. Hann hafði
ómælda ánægju af að ræða þetta
verkefni sitt og síðast þremur dög-
um fyrir andlát hans lögðum við á
ráðin um hvernig haga mætti sem
best vinnunni í haust, þegar hann
kæmi endurnærður úr sumarhúsi
fjölskyldunnar við Þingvallavatn.
Vonandi tekst okkur að verða verð-
ugir sporgöngumenn Geirs og halda
merki hans á lofti.
Geirs er nú sárt saknað en hann
skildi eftir sig orðstír, sem seint
deyr, minningu um góðan mann.
Ég vil þakka fyrir þessi góðu við-
kynni um leið og við hjónin vottum
ástríkri eiginkonu hans, Asu Vald-
ísi, og allri fjölskyldunni, okkar
dýpstu samúð.
Guðjón Atli Auðunsson
Andlátsfregnir koma alltaf á óvart,
svo var með undirritaðan er hann
frétti andlát Geirs Amesen, efna-
verkfræðings, en hann varð bráð-
kvaddur á heimili sínu 16. maí síð-
astliðinn. Geir átti við vanheilsu
að stríða síðustu árin en þó sérstak-
lega frá síðasta hausti. í veikindum
Geirs komu fram skapgerðareigin-
leikar hans og viljafesta sem voru
aðalsmerki hans í lífinu.
Geir fæddist 14. maí 1919 á
Eskifirði og var því nýbúinn að
fylla 72. aldursárið. Undirrituðum
em lítt kunnar ættir Geirs en hann
var sonur hjónanna Jons, útgerðar-
manns, Arnesen og Jonínu Frið-
riksdóttur. Geir ólst upp á Eskifírði
til 2ja ára aldurs og síðar á Akur-
eyri. Hann varð stúdent frá Mennt-
askólanum á Akureyri 1938 og tók
próf í forspjallavísindum frá Há-
skóla íslands 1939. Síðar hóf hann
nám í efnaverkfræði við Danmarks
Tekniske Höjskole og lauk prófí
þaðan 1947. Geir dvaldist því öll
stríðsárin í Danmörku og átti um
skeið við alvarleg veikindi að stríða
eftir í útliti Fjólu voru greindarleg
leiftrandi augu hennar. Fjóla var
líka ákaflega vel gefin og skemmti-
leg kona og kynni við hana voru
forréttindi. Eg vil með þessum orð-
um þakka Fjólu fyrir þau forrétt-
indi. Þær voru margar minningarn-
ar sem skutu upp kollinum þegar
síminn hringdi hjá foreldrum mín-
um 19. maí, daginn sem sonur minn
varð 11 mánaða, og fréttin um að
Fjóla hefði hlotið hvfldina komu.
Minningarnar um þann hlýhug er
Fjóla og Siggi sýndu mér ávallt,
meðal annars þegar sonur minn
fæddist, urðu áleitnar í tilefni dags-
ins, en einnig skaut upp í kollinn
minningum um ánægjulegar og
skemmtilegar samverustundir með
þeim hjónum.
Elsku Siggi og fjölskylda. Ég
votta ykkur mína dýpstu samúð við
þennan mikla missi. En það er nú
svo að þegar missirinn er mikill þá
er það sem hinn látni skilur eftir
sig í sama hlutfaili. Það sem hún
Fjóla skilur eftir sig í minningum
og afkomendum er geysilega mikill
og dýrmætur fjársjóður. Guð veiti
ykkur styrk. Blessuð sé minning
hennar.
Rúna S. Geirsdóttir
Elsku amma okkar er látinn 59
ára að aldri. Okkur ömmubörnin
langar að minnast hennar með
fáum orðum.
Veikindi ömmu byrjuðu nokkrum
dögum fyrir síðustu jól, það voru
tómleg jól, engin jólaboð hjá ömmu
og afa á Langholtsvegi. Það var
alltaf líf og ijör hjá ömmu og afa
þegar við vorum saman komin og
ætíð vorum við velkomin til henn-
sem hann þó fékk bót á. Án efa
hefur dvölin í Danmörku verið hon-
um sem öðrum erfið, en Geir ræddi
ekki oft um þetta tímabil.
Þegar Geir kom heim frá námi
hóf hann störf hjá Rauðku og Síld-
arverksmiðjum ríkisins á Siglufirði
1947-1948. Frá 1948 var hann
settur sérfræðingar við rannsókna-
stofu Fiskifélags íslands. Þegar
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
var stofnuð 1965 fluttist Geir til
hennar og starfaði sem verkfræð-
ingur og síðar yfirverkfræðingur
allt til ársins 1990 er hann lét af
störfum fyrir aldurssakir, en starf-
aði upp frá því að sérverkefnum.
Geir var settur forstjóri Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins
1979-1980. Geir fór til framhalds-
náms 1958-1959 við Hormel-stofn-
unina við háskólann í Minnesota
og við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn 1965. Geir fór í
margar kynnisferðir til Spánar og
Ítalíu vegna saltrannsókna og til
Noregs til að kynnast lýsisiðnaði
Norðmanna. Auk þess sótti Geir
ýmsar alþjóðlegar ráðstefnur um
fagmál.
Geir var í stjórn Verkfræðingafé-
lags íslands 1963-65 og gegndi
fleiri trúnaðarstörfum fyrir það fé-
lag.
Ævistarf Geirs var að glíma við
efnafræðileg og tæknileg vandamál
fiskiðnaðarins. Nokkur verkefni
ber hærra en önnur þegar minnst
er vísindastarfs Geirs og voru ofar-
lega á baugi í fiskiðnaðinum hvetju
sinni. Gæfuríkust voru störf Geirs
fyrir saltfískiðnaðinn, en hann fann
orsakir guluskemmda á saltfiski,
sem stöfuðu af koparmengun í
salti. Þessi uppgötvun verður seint
metin til fjár, svo miklir hagsmunir
voru í húfi. En Geir lagði gjörva
hönd á plóginn til lausnar ýmsum
öðrum vandamálum í fiskiðnaði og
skulu hér nefndar lýsisrannsóknir
og tilraunir með nýtingu á slógi
og úrgangsfíski. Þá var Geir einn
af frumheijum hérlendis með rann-
sóknum sínum á þungmálmum í
físki og fiskafurðum. Geir annaðist
efnafræðilegt gæðaeftirlit með
hvalkjötskrafti og hvalafurðum fyr-
ir Hval hf. í mörg ár og naut trausts
framkvæmdastjóra þess fyrirtækis.
Sem vísindamaður naut Geir
trausts og viðurkenningar sam-
starfsmanna og yfírmanna sinna
svo og frammámanna í fiskiðnaði,
sem leituðu ásjár hans við lausn á
vandamálum. Geir kom mér þann-
ar, hvenær sem var, hvort sem það
var til að gista eða koma í heim-
sókn. Alltaf var nóg af mat og
kökum, enda var amma snillingur
í matargerð og bakstri.
Einatt biðum við með eftirvænt-
ingu þegar amma og afi komu frá
útlöndum þá komu þau með fulla
ferðatösku af fötum og alls kyns
dóti handa okkur. Á sumrin fóru
þau í marga veiðitúra norður í
Vatnsdalsá, og þegar þau komu
heim nutum við góðs af veiðinni,
því þá var okkur alltaf boðið í sil-
ungaveislu til ömmu og afa. Amma
var mjög handlagin, hvort sem hún
pijónaði á okkur eða saumaði handa
okkur, málaði postulín eða ræktaði
garðinn sinn. Alveg sama hvað
amma gerði allt fórst henni vel úr
hendi. Við viljum þakka elsku
ömmu okkar fyrir allt. Við munum
alltaf geyma minningu hennar í
hjörtum okkar.
Ommu kveðjum við með sökn-
uði. Guð varðveiti minningu hennar.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(Matth. Jochumsson)
Barnabörnin
Kveðja frá skólasystrum
Við vorum ungar og hraustar
stúlkur sem settumst á skólabekk
í Kvennaskólanum á Blönduósi árið
1949. Stórt skarð er höggvið í hóp-
inn nú þegar við kveðjum Fjólu,
en hún er sú fjórða af okkur sem
gengin er þá braut sem allra bíður.
ing fyrir sjónir að vera traustur,
varfærinn og leitandi maður og
vísindamaður, sem var með sífijóan
áhuga á verkefnum sem snertu fisk
og fiskiðnað. Hans verður minnst
sem eins af frumheijum á sviði
efnarannsókna sem vörðuðu fisk
og fiskafurðir.
Kynni okkar Geirs hófust 1954
og voru náin í um 20 ár, en þá hóf
undirritaður störf við aðra stofnun
og samband okkar varð slitrótt en
rofnaði aldrei. Ég ætla ekki að rifja
upp minningar frá liðnum samveru-
og gleðistundum, því þær eru per-
sónulegs eðlis. Ég er þakklátur
fyrir að hafa átt samleið með Geir
og getað leitað í smiðju til hans
þegar þörf var.
I einkalífi sínu var Geir gæfu-
maður. Hann kvongaðist Ásu Vald-
ísi Jonasdóttur 1951 og lifír hún
mann sinn. Þau eignuðust fjögur
mannvænleg börn, sem öll lifa föð-
ur sinn. Ása bjó manni sínum og
börnum hlýlegt heimili og gott at-
hvarf, sem Geir kunni að meta að
verðleikum.
Ég votta frú Ásu, börnum henn-
ar og barnabörnum mína innile-
gustu samúð og geymi minningu
um góðan dreng og hæfan vísinda-
mann.
Guðlaugur Hannesson
Látinn er í Reykjavík, Geir
Arnesen, yfirverkfræðingur Rann-
sóknastofnunar fískiðnaðarins, 72
ára. Með honum er genginn óvenju
mikilhæfur maður.
Hann fæddist á Eskifirði 14. maí
1919, sonur hjónanna Jóns Arnesen
útgerðarmanns þar og síðar á Akur-
eyri og Jónínu Friðriksdóttur Möll-
er. Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1938 og prófi í efnaverkfræði frá
Danmarks Tekniske Höjskole í
Kaupmannahjöfn 1947. Geirstund-
aði framhaldsnám í efnafræði í
Hormel Institute, University of
Minnesota, í Bandaríkjunum
1958-59 og við Landbúnaðarhá-
skólann í Kaupmannahöfn 1965.
Hann fór og margar náms- og
kynnisferðir til útlanda, ekki síst
vegna saltrannsókna, sem síðar
verður getið.
Geir starfaði sem verkfræðingur
hjá Síldarverksmiðjunni Rauðku og
Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglu-
firði 1947-48. Hann réðst sem sér-
fræðingur til Rannsóknastofu Fiski-
félags Islands 1948 og starfaði þar
og hjá Rannsóknastofnun fiskiðn-
Til eru þau bönd sem aldrei
bresta. Sh'kum böndumst bundumst
við skólasysturnar strax í upphafí
og á 20 ára útskriftarafmælinu
hittumst við hressar og glaðar.
Einn af kennurunum okkar hafði
þá á orði að ekki kæmi sér á óvart
að sjá svo margar okkar þarna, þar
sem við hefðum verið óvenju sterk-
ur og samstæður hópur. Síðar hitt-
umst við á 5 ára fresti og nú á 2
ára -fresti.
Fjóla var mjög trúuð kona og í
trúna sótti hún styrk í veikindum
sínum. Um síðustu páska var ljóst
hvert stefndi og að ekki tækist
henni þrátt fyrir dugnað sinn og
styrk að sigrast á veikindum sínum.
Af sama æðruleysi horfðist hún í
augu við líf sitt og væntanlegan
dauða. Hún vildi að við skólasystur
hennar og vinkonur yrðum látnar
vita svo við fengjum tíma til að
aðlagast þeirri staðreynd að hún
væri að yfirgefa þennan heim. Fátt
getur lýst henni betur en einmitt,
★ GBC-lnnbinding
Fjórar mismunandi
gerðir af efni og tækjum
tit innbindingar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík
Simar 624631 / 624699
49
aðarins, síðast sem yfirverkfræð-
ingur og staðgengill forstjóra, þar
til hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Hann vann þó að sérstökum
rannsóknaverkefnum þar til hann
lést.
Við Geir kynntumst fyrst lítillega ,
veturinn 1939-40 er hann var að
hefja nám í Kaupmannahöfn og síð-
ar er hann var samstarfsmaður
minn í rannsóknastofu SR á Siglu-
firði 1947-48, er brædd var Hval-
fjarðarsíld. Tókst þá með okkur góð
vinátta sem hélst síðan. Síðustu 20
árin urðum við aftur samstarfs-
menn eftir að ég gerðist starfsmað-
ur rannsóknastofnunarinnar.
Ræddum við þá oft saman og skipt-
umst á skoðunum um fagmál og
landsins gagn og nauðsynjar. Var
alltaf gott að leita til Geirs. Hann
var góðum gáfum gæddur, marg-
fróður og víðlesinn.
Geir vann að mörgum verkefnum
í rannsóknastofnuninni, en einkum
þá á sviði saltfiskverkunar og síð-
ustu árin að nýjungum í hagnýtingu
lýsis.
Eftir hann liggja margar greinar
og skýrslur (sumt óbirt).
Af rannsóknum .Geirs verður
lengst minnst þeirra er leiddu til
skýringar á saltguluvandamálinu,
en það heijaði á saltfiskvinnsluna
á fimmta og sjötta áratugnum og
olli milljóna tjóni. Með umfangs-
miklum rannsóknum sýndi hann
fram á að orsök vandamálsins var
örlítið magn af kopar í saltinu.
Minna en einn milljónasti hluti af
kopar veldur skaða. Ástæða þess
að svona fór var að saltframleiðend-
ur höfðu farið að nota koparrennur
við framleiðslu í stað járnrenna.
Geir skýrði frá rannsóknum sín-
um í grein í Ægi 1954 og ber hún
vitni um vönduð vinnubrögð, sem
einkenndu öll störf hans.
Geir gegndi mörgum trúnaðar-
störfum fyrir stétt sína og hið opin-
bera og sótti margar fagráðstefnur
erlendis.
Hann var kjörinn félagi í Vísinda-
félagi íslendinga 1976 og hlaut
verðlaun frá Fiskimálasjóði 1955
fyrir lausn á saltguluvandamálinu.
Hann var og sæmdur riddarakrossi
Fálkaorðunnar 1990.
Geir kvæntist 22. júní 1951 Ásu
Valdísi Jónasdóttur Guðmundsson-
ar, skipasmiðs, hinni ágætustu
konu. Eignuðust þau 4 börn.
Við hjónin sendum Ásu og böm-
um þeirra hjóna innilegustu samúð-
arkveðjur.
Páll Olafsson
þessi ákvörðun hennar. Einnig seg-
ir þetta okkur að hún leit á okkur
sem hluta af sínum nánustu. Fjóla
var sannur vinur og þegar hún gaf
einhveijum vináttu sína, var það
til æviloka.
Við kveðjum nú góða vinkonu
og óskum henni heilla á nýjum
brautum. Sigga, börnunum og fjöi-
skyldum þeirra sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja þau í sorg
þeirra.
Skólasystur frá Kvennaskól-
anum á Blönduósi.