Morgunblaðið - 28.05.1991, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
161 brautskráðist frá Verkmenntaskólanum:
Framhaldsskólinn er fjár-
festing til framtíðarinnar
- sagði Bernhard Haraldsson skólameistari við skólaslitin
VERKMENNTASKOLANUM
á Akureyri var slitið í sjöunda
sinn við hátíðlega athöfn í
íþróttahöllinni á Akureyri á
laugardag. Við það tækifæri
brautskráðist 161 nemandi
frá skólanum, stúdentar,
sjúkraliðar, sjókokkar og
nemar í ýmsum iðngreinum.
I upphafi skólaársins sl. haust
voru liðlega 1.000 nemendur
innritaðir í dagskóla og nærri
200 í öldungadeild. A vorönn
voru kenndar 2.135 stundir í
viku hverri, eða rúmlega 400
kennslustundir dag hvern við
skólann, en kennarar eru 92
auk stundakennara.
Um tveir þriðju hlutar nem-
endahópsins eru Akureyringar,
margir koma úr nærliggjandi
byggðum og eru 9 af hveijum
10 úr kjördæminu. Bernharð
Haraldsson skólameistari lagði
áherslu á það í ræðu sinni við
skólaslitin, að nemendanna væri
þörf hér á svæðinu. „Kynnist
heiminum, lærið hið góða af
honum en komið aftur, þvi hér
er ykkar þörf.“
Bernharð gerði mikla aðsókn
að framhaldsskólum m.a. að
umtalsefni og sagði að sam-
kvæmt lögum um framhalds-
skóla væri hann nú fyrir alla,
nemendur ættu völ á fjölbreyttu
bók- og verklegu námi sem til
þeirra höfði. Þetta væri göfug
hugsjón, en yrði aldrei nema
*
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Elva Þórisdóttir með dóttur sinni, Ásdísi Oddu.
hjóm eitt ef hún ekki væri tekin
alvarlega.
„Tvennt er þó öðru brýnna:
að samfélagið skilji að skólinn
er ekki aðeins útgjaldaliður á
fjárlögum, ekki bruðl og óráð-
síða, heldur fjárfesting vegna
framtíðarinnar og að hann sem
stofnun og starfsmenn hans
skipi þann sess í samfélaginu
sem þeim ber. Á tímum aukinn-
ar samvinnu milli ríkja og ríkja-
hópa, á tímum bandalaga um
efnahags- og stjórnmál er smá-
þjóð eins og okkur íslendingum
lífsnauðsyn að standa sem
fastast í ístaðinu, að beita öllum
ráðum til að hverfa ekki spor-
laust í ríkjahópinn. Við verðum
að horfast í augu við þá stað-
reynd, að við erum aðeins rúm-
lega 250.000 að tölu, dropi í
útsæ 5.400 milljóna manna. Þess
vegna verðum við að eiga vel
Bára Eyfjörð Heimisdóttir af
náttúrufræðibraut, dúx VMA.
menntað ungt fólk, ekki bara
langskólagengið með erlendar
og innlendar háskólagráður,
heldur líka og ekki síður með
menntun af annarri gerð,
menntun þar sem fer saman
hugur og hönd, þar sem starf
er gert mikilvægt af sjálfu sér.
Þess vegna er framhaldsskólinn
ekki bruðl heldur íjárfesting,“
sagði Bemharð m.a. í ræðu
sinni.
Röskun á starfsemi FSA í sumar:
Áhersla lögð á bráðaþjónustu
Dregið úr innlögnum á legudeildir
RÖSKUN á starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri verður
með svipuðum hæjtti í sumar og
var í fyrrasumar. Áhersla er lögð
á að sinna bráðþjónustu, dregið
verður úr innlögnum á legudeild-
ir, skurðstofur verða reknar með
helmingsafköstum, en starfsemi
nokkurra deilda verður óskert
yfir sumarmánuðina. Fá þarf til
starfa yfir 100 hjúkrunarfræð-
inga og um 30 lækna yfir sumar-
mánuðina auk fjölda sérhæfðs
starfsfólks. Að því hefur verið
unnið á síðustu vikum og mánuð-
um, en gengið nokkuð erfiðlega.
Vignir Sveinsson skrifstofustjóri
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,
FSA, sagði að röskun á starfsemi
sjúkrahússins yrði hliðstæð í sumar
og verið hefði síðasta sumar.
Ástæður þess að gripið er til sér-
stakra aðgerða í rekstri sjúkrahúss-
ins yfir sumarmánuðina eru einkum
tvær. í fyrsta lagi nægja fjármunir
þeir sem spítalinn hefur tií umráða
ekki til að halda uppi fullum afköst-
um í rekstri allt árið og í öðru lagi
er skortur á sérhæfðu starfsfólki
til afleysinga. Yfir sumarmánuðina
þarf að fá afleysingafólk fyrir u.þ.b.
100 hjúkrunarfræðinga og 30
lækna, auk mikils fjölda annars
sérhæfðs starfsfóiks sem tekur út
sín samningsbundnu leyfi.
„Það hefur gengið frekar erfið-
lega að fá starfsfólk, en við höfum
þó fengið það fólk sem þarf til að
geta haldið uppi bráðaþjónustunni.
Það hefur tekið langan tíma að fá
fólk til starfa og við höfum ekki
fengið þann fjölda sem við þurf-
um,“ sagði Vignir. Hann ástæðurn-
ar einkum tvær, skort á hjúkrunar-
fræðingum og mikla samkeppni um
þá og einnig leyfðu fjárlög sjúkra-
hússins ekki að fullri starfsemi
væri haldið úti.
Á FSA verður haldið uppi fullri
þjónustu fyrir slysa- og bráðatil-
felli, en starfsemi gjörgæslu-, fæð-
ingar- og slysadeildar verður óskert
í sumar. Skurðstofur verða reknar
með helmingsafköstum, en innlögn-
um og þar með aðgerðum á hand-
lækninga-, bæklunar-, háls-, nef-
og eyrna-, augn- og kvensjúkdóma-
deildum verður haldið í lágmarki.
Öllum bráðatilfellum verður þó
Gagnfrapða-
skólinn Is-
landsmeistarí
SVEIT Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar varð Islandsmeistari í Is-
landsmóti grunnskólasveita í
skák, en mótið fór fram í Reykja-
vík um helgina. Tólf sveitir tóku
þátt í mótinu og voru tefldar sjö
umferðir eftir Monradkerfi.
Röð efstu sveita varð þannig að
Gagnfræðaskólinn á Akureyri hlaut
21 vinning, Æfingaskóli Kennarahá-
skólans 20,5 vinninga, Breiðholts-
skóli fékk 19 vinninga og Hólabrekk-
uskóli 16. í sigursveit GA voru Þór-
leifur Karl Karlsson, Örvar Arn-
grímsson, Pétur Grétarsson og Páll
Þórsson, en varamaður var Helgi P.
Gunnarsson. Bestum árangri sveitar-
manna náði Þórleifur, 6 vinningum
af 7, og Páll 7 vinningum af 7. Liðs-
stjóri var Þór Valtýsson.
sinnt, en dregið úr innlögnum á
öðrum legudeildum.
Með þessum aðgerðum er starf-
semin í heild dregin nokkuð saman
á tímabilinu 1. júní til 15. septem-
ber, án þess að til lokunar deilda
þurfi að koma. Talið er að með
þessum aðgerðum megi ná mark-
miðum um nauðsynlegt aðhald í
rekstri og veita starfsfólki samn-
ingsbundin leyfi.
Hestamannafé-
lagið Léttir:
Elvar, Birna
og Hólmgeir
hlutskörpust
GÓÐ þátttaka var í hinni árlegu
firmakeppni Hestamannafélags-
ins Léttis á Akureyri, sem haldin
var hringvelli félagsins í Breið-
holti.
í unglingaflokki varð Elvar Jón-
steinsson á Freyju í 1. sæti, en hann
keppti fyrir Eimskip, í 2. sæti varð
Þórir Rafn Hólmgeirsson á Feld, sem
keppti fyrir Akoplast og í 3. sæti var
Erlendur Óskarsson á Stubb, sem
keppti fyrir Bautann, Smiðjuna og
Bautabúrið. Knapaverðlaun hlaut
Elín Margrét Kristjánsdóttir á Vara,
en hún keppti fyrir Mat og Mörk.
í kvennaflokki sigraði Birna
Björnsdóttir á Jörfa, en hún keppti
fyrir Véjbátatryggingu Eyjaíjarðar,
Herdís Ármannsdóttir á Elvu varð í
2. sæti, en hún keppti fyrir Matvöru-
markaðinn, en í 3. sæti varð Aldís
Björnsdóttir á Aron og keppti hún
fyrir Lögmenn í Brekkugötu. Hugrún
ívarsdóttir á Rosa hlaut knapaverð-
laun, en hún keppti fyrir Utvegs-
mannafélag Eyjaijarðar.
Hólmgeir Valdimarsson á Sabínu
sigraði í karlaflokki, en hann keppti
fyrir Stjörnuapótek, í 2. sæti varð
Birgir Arnason á Skotta, en hann
keppti fyrir S.J.S. verktaka og í 3.
sæti varð Björn Þorsteinsson á
Drafnari og hlaut hann einnig knapa-
verðlaun, en hann keppti fyrir Jón
Bjarnason úrsmið.
KEA gaf eignarbikara til fyrir-
tækjanna og Hestasport gaf
knapaverðlaun.
Margrét frá Munka-
þverá 100 ára
MARGRÉT Júlíusdóttir ’ frá
Munkaþverá í Eyjafirði varð
100 ára á laugardaginn, 25
maí. Margrét býr nú á Dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri, en
afmælið var haldið í Laxdals-
húsi, elsta húsi bæjarins og hinu
fyrsta sem Margrét kom í sem
barn í kaupstaðarferð.
Föðursystir Margrétar, Rann-
veig Laxdal, og maður hennar,
Eggert Laxdal er húsið er kennt
við, bjuggu í húsinu og þangað
kom Margrét í heimsóknir sem
barn og var það fyrsta húsið sem
hún dvaldi í á Akureyri, fyrir
97-8 árum.
Margrét fæddist að Munka-
þverá í Eyjafirði 25. maí árið
1891 og ólst þar upp hjá foreld-
rum sínum. Hún giftist Jóni Jó-
hannessyni árið 1914 og hófu þau
búskap á hluta jarðarinnar
Munkaþverár, en þau bjuggu
lengi félagsbúi með bræðrum
Margrétar, Jóni og Hallgrími.
Margrét missti mann sinn árið
1934, en hélt áfram búskap eftir
lát hans fram til ársins 1959, en
þá fluttist hún til Akureyrar
ásamt Jóni bróður sínum og fjöl-
skyldu hans.
Síðustu tíu ár hefur Margrét
búið á Dvalarheimilinu Hlíð, hún
er ern og hefur fótavist á hverjum
degi, sjón hennar er góð sem og
heyrn og hún er ungleg og létt á
fæti. Nærminni hennar hefur
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Margrét Júlíusdóttir frá Munkaþverá varð 100 ára laugardaginn
25. maí og hélt hún upp á afmælið í Laxdalshúsi, elsta húsi á
Akureyri. Við hlið hennar er Sólveig Kristjánsdóttir.
veislunni, þar sem mikið var sung-
ið og tók afmælisbarnið þátt í
söngnum af lífi og sál.
nokkuð hrakað síðustu ár, en
gamla tímann man hún vel.
Yfir 70 manns voru í afmælis-