Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 59
1861 IAM .82 auoAautGia^ aioAjaviuoHOT/ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 Morgunbladið/Silli í fremstu röð skólameistarinn og nýstúdentarnir, t.v. Hákon Gunnarsson, Húsavík, og Þorlákur Þorláksson, Grímsey. Húsavík: Framhaldsskólanum slitið Húsavík. FRAMHALDSSKÓLANUM á Húsavík var slitið fyrir skömmu og úrskrifuðust frá honum tveir stúdentar og á öðrum brautum 3 á viðskiptabraut, 2 húsasmiðir, 2 netagerðarmenn og 1 raf- virki. í framhaldsdeildinni voru 135 nemendur og fjölgar þeim ár hvert, og að lokinni næstu önn munu um 10 stúdentar útskrif- ast. Skólameistari Guðmundur Birkir Þorkelsson sagði í skóla- slitaræðu sinni m.a.: „Fjölgun í framhaldsskólanum varð lítil sem engin frá síðasta skólaári, þrátt fyrir að sem næst allir nemendur sem luku grunnskólanámi á Húsavík og fóru í framhaldsnám, skiluðu sér til skólans. Skýringin á þessu væri sú að margir nem- endu hættu nám í miðjum klíðum, í bili að minnsta kosti. Sumir vegna námsleiða, aðrir stóðu í miklum fjárfestingum, aðallega bílakaupum og þurftu að afla sér fjár til kaupanna. Það er umhugs- unarefni fyrir okkur sem eldri erum og viljum veg barna okkar sem mestan og bestan, hvort við erum á réttri leið, þegar börnin fóma dýrmætum tíma menntun- arskeiðsins til að uppfylla hávær- ar kröfur auglýsinga- og alls- nægta þjóðfélagsins um hóflausa neyslu. Til nýlundu í skólastarfínu má telja svonefndan Farskóla Þingeyinga, sem er samstarfverk- efni við Framhaldsskólann á Laugum. Farskólanum er ætlað að sinna þörfum atvinnulífs og almennings, hvað varðar styttri námskeið til endurmenntunar eða símenntunar. Þessi starfsemi fer vel af stað og lofar góðu um fram- haldið. Stjómandi farskólans af hálfu framhaldsskólans er Gunn- ar Baldursson, sem einnig hefur umsjón með öldungadeild, en að- sókn í hana er nokkuð jöfn og góð.“ Skólinn sá um og skipulagði öldunganám á Raufarhöfn í vetur og reyndist mikill áhugi fyrir þeirri fræðslu og þátttaka var mjög góð. A síðastliðnu haust var skólan- um veitt leyfí til að reka sjúkra- liðabraut og á síðustu vorönn hófst kennsla á þeirri braut. Hjúkrunarfræðíngar við Sjúkra- hús og Heilsugæslustöð Húsavík- ur sáu um kennslu faggreina undir stjórn Aldísar Friðriksdótt- ur, hjúkrunarforstjóra. Félagslíf nemenda hefur verið gott, og skipar leiklistin og íþrótt- imar þar hæstan sessinn. Segja má að fjórða starfsár skólans hafi verið mjög viðburðaríkt og skólinn er í örri þróun. - Fréttaritari Ráðstefna um bleikju: Þekkingu á bleikju^ safnað á einn stað í FYRSTA sinn hefur verið haldin á íslandi ráðstefna, þar sem saman eru komnir allir þeir sem fást við bleikjueldi eða bleikjurannsóknir, hvort sem um er að ræða eldisfisk eða villta bleikju. Ráðstefnan hófst fimmtudaginn 16. maí og henni lauk laugardaginn 18. maí. Þeir aðilar sem að þessari ráð- stefnu standa era auk Hólaskóla; Búnaðarfélag íslands, Fagráð bleikjuframleiðenda. Kennaraháskóli íslands, Fjölbrautaskóli Suðurlands, fiskeldisbraut á Kirkjubæjarklaustri, Líffræðistofnun Háskóla íslands, Rannsóknarstofa Háskólans í lífeðl- isfræði, Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, Vatnafang hf. Veiðimál- astofnun og fleiri. í stuttu spjalli við nokkra þátttak- endur kom fram að meginmarkmið ráðstefnunnar er ná saman öllum þeim sem fást við bleikjuna á ein- hvern hátt, menn vissu raunar hver að öðrum, þó ekki væri alltaf vitað hvað hver væri að gera, en nú væri reynt að ná saman á einn stað allri þekkingu um bleikju á íslandi, reynt að fá menn til að miðla hver öðrum af þekkingu sinni og reynslu, og hugsanlega að samræma rannsóknir. Ráðstefnan spannaði eins vítt svið og möguleiki væri á, allt frá ýmsum mjög sérhæfðum rannsóknum á erfðaeiginleikum og/eða hegðunar- munstri bleikjunnar, og allt til mark- aðssetningar á afurðunum, þegar og ef þessi fiskur reynist arðvænlegur til eldis. Hins vegar er ekki enn vitað hvort unnt er að markaðssetja bleikju, þannig að svari kostnaði að framleiða þessa matvöra. Aftur á móti er ljóst að bleikjan er auðveld- ari í eldi, en ýmsir aðrir fískar. Þa kom fram að, fyrst á árunum 1985-86 hefði verið farið alvarlega að skoða bleikjuna sem valkost í eld- isfiski, hins vegar hefðu bleikjumerk- ingar og ýmsar rannsóknir á bleikju hafist mun fyrr, og væri vitneskja um merkingar allt frá árinu 1956, en einnig á sjöunda áratugnum skip- ulegar rannsóknir á stofni Þingvalla- bleikjunnar. Alia þessa rannsóknarþætti, allt frá fyrstu áranum, þyrfti að kanna og ná allri vitneskju saman á einn stað. Þeir sem að þessum málum ynnu þyrftu að samstilla sig í verk- efnum og marka framtíðar áformin, og sérstaklega væri nauðsynlegt að fá vitneskju um það, hvort hægt væri að markaðssetja bleikjuna sem matfísk, þannig að um arðvænlega framleiðslu gæti verið að ræða. Þátttakendur í ráðstefnunni á Hólum um Bleikju á íslandi vora tæplega fímmtíu, fyrirlestrar voru þrjátíu og tveir og fjölluðu þeir um tuttugu og þijá málaflokka. - BB. Kirkjubæjarklaustur: EUefu fiskeldisfræð- ingar brautskráðir Kirkj ubæj arklaustri. FISKELDISBRAUT Fjölbrautaskóla Suðurlands útskrifaði nýverið 11 fiskeldisfræðinga. Brautskráning fór fram við hátíðlega athöfn í kapellu Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Auk skóla- meistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, Þórs Vigfússonar, fluttu ávörp Hanna Hjartardóttir skólastjóri og Hjörtur Þórarinsson formaður skólanefndar. Fyrir hönd útskriftarnema talaði Védís Guðjónsdóttir. Það setti hátíðlegan blæ á at- höfnina að sóknarpresturinn, sr. Siguijón Einarsson, skírði þar barn eins fískeldisfræðingsins. Rannsóknir og nýjungar í máli skólastjóra kom fram að við skólann voru í vetur skráðir 24 nemendur. Ýmsar rannsóknir og nýjungar er verið að gera á vegum skólans, m.a. tekur skólinn þátt í 18 mánaða tilraun sem fer fram víða um land og gengur út á það að bera saman 20 bleikjustofna með tilliti til vaxtar og markaðshæfni. Þá mun skólinn vera með í rann- sóknum á grunnvatni á svæðinu í tengslum við Orkustofnun og innan skamms hefst tilraun með kvíaeldi í stöðuvatni. Einnig er verið að gera tilraun með nýjan hreinsibún- að við fískeldisstöðvar. Þá er búið að leggja drög að verkefni í sambandi við rannsóknir á ál, en ein bestu skilyrði á landinu fyrir ála eru einmitt á þessu svæði. Það verkefni er m.a. unnið í sam- vinnu við atvinnumálanefnd Skaft- árhrepps. Skýrsla um bleikjueldi Nýlega kom út skýrsla Þuríðar Pétursdóttur, deildarstjóra við skól- ann, um bleikjueldi við náttúrulegar aðstæður. Sú tilraun hefur staðið yfír í 15 mánuði og miðaðist eins og áður segir við að gera tilraun með að ala bleikju við náttúrulegar aðstæður, náttúrulegt hitastig, og fá úr því skorið hvort eldi af þessu tegi væri arðbært og gæti orðið tekjuauki fyrir bændur. Um það bil 8 þúsund 95 g seiði voru sett I ker og vatn leitt í það beint úr stöðuvatni í nágrenninu og hitastig vatnsins að sjálfsögðu misjafnt eftir árstíðum og veðráttu. Þess má þó geta að meðallofthiti í héraðinu er sá besti á landinu og hefur auðvitað bein áhrif á hitastig yfirborðsvatns. Nákvæmlega var útreiknað fóð- Utskriftamemar ásamt skólasljóra og deildarstjóra. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir ur, vinna, slátrunarkostnaður, pökkun o.s.frv. svo raunverulegur kostnaður kæmi í ljós. Ári seinna var byrjað að slátra bleikjunni og setja á markað. Markaðsverð var mjög gott, enda neytendur mjög ánægðir með gæði fisksins, bragð og litur ekki síðri en á bleikjum úr góðum veiðiám, þá var meðalþyngd hvers físks um 850 g. í stuttu máli, tilraunin lofar góðu, bleikjueldi sem aukabúgrein virðist verða arðvænleg. Þegar er kominn af stað annar árgangur í svipaðri tilraun og lítur út fyrir að vöxtur þess árgangs sé ennþá betri. Fiskeldisnámið Þrátt fyrir fréttir af gjaldþroti fiskeldisstöðva, sem dunið hafa yfir landsmenn á undanförnum mánuð- um, var bjartsýni ríkjandi hjá nýút- skrifuðum fískeldisfræðingum, enda ekki líkur á öðru en fiskeldi sem búgrein sé komin til að vera, þó syrti í álinn um stundarsakir. Fiskeldisfræðingar sem útskrif- ast frá þessum skóla hafa að baki sem svarar fjögurra ára námi innan fjölbrautaskólakerfisins. Útskrifast með 128 einingar og því þarf ekki nema örfáar einingar til þess að taka stúdentspróf. Þetta er eini skólinn sem starfar hér á landi sam- kvæmt þessum grunni og er þarna um mjög áhugaverða braut að ræða, ekki síst með tilliti til þess að inntökuskilyrði eru hagstæð þeim sem hafa reynslu í skyldum störfum, þeir aðilar fá metna sína starfsreynslu auk þess sem þeim gefst kostur á að ljúka öllum til- skyldum einingum á skömmum tíma. En að öðru jöfnu er gert ráð fyrir að nemendur hafi lokið tveggja ára námi við fjölbrautaskóla og tek- ur síðan námið við fískeldisbrautina 2 ár eða 4 annir. Á undanförnum árum hafa nem- endur því komið inn í skólann á ýmsum aldri, frá 18 ára til 40 ára. Nemendur eru hvaðanæva af landinu enda heimavist við skólann. Námið er bæði bóklegt og verklegt, auk þess sem verklega námið fer fram við fiskeldisstöð skólans, fara nemar til náms og starfa við fískeld- isstöðvar í fullum rekstri. - H.S.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.