Morgunblaðið - 01.06.1991, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C/LESBOK
121. tbl. 79. árg.
LAUGARDAGIJR 1. JUNI 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Hermenn, sem teknir voru höndum í uppreisninni gegn marxistastjórninni í Eþíópíu, kaupa vindlinga
og tyggigúmí af óbreyttum borgara í Addis Ababa, höfuðborg landsins. Þúsundum stríðsfanga er haldið
á íþróttaleikvangi í borginni.
Eþíópía:
Flóttamenn verða
fyrir loftárásum
Nairobi, Addis Ababa. Reuter.
UM 400.000 súdanskir flóttamenn, sem höfðu orðið fyrir árásum skæru-
liða í Eþíópíu, flúðu til Súdans í gær og hluti þeirra varð þá fyrir loft-
árásum súdanska flughersins.
Súdanirnir höfðu flúið stríðið í
heimalandi sínu til flóttamannabúða
i suðvesturhluta Eþíópíu. Þeir
hrökkluðust þaðan eftir bardaga við
uppreisnarmenn í Frelsishreyfmgu
Oromo (OLF), einni af þeim hreyfing-
um sem steyptu Eþíópíustjórn í vik-
unni. OLF nýtur stuðnings stjórnar-
innar í Súdan, sem lagt hefur fæð á
flóttamennina vegna stuðnings
þeirra við súdanska uppreisnarmenn
í suðurhluta landsins. Hún hefur
haldið því fram að súdanskir upp-
reisnarmenn notfæri sér flótta-
mannabúðirnar til árása á Súdans-
her. Þegar flóttamennirnir komu á
yfirráðasvæði uppreisnarmanna í
Súdan urðu þeir fyrir loftárásum
súdanska stjórnarhersins. Ekki var
vitað í gær hversu margir féllu.
Starfsmenn hjálparstofnana hafa
hafið viðræður við nýju bráðabirgða-
stjórnina í Eþíópíu um hvemig bjarga
megi átta milljónum manna, sem
eiga á hættu að verða hungurmorða
í landinu. Fjöldi manna deyr nú þeg-
ar á degi hveijum á afskekktum stöð-
um í landinu, einkum börn og sjúk-
lingar. Að sögn hjálparstofnana er
hætta á að hungursneyð skelli á verði
ekki hægt að koma matvælum til
verst 'settu svæðanna innan viku.
Helstu vegir landsins eru ófærir
vegna stríðsins og því verður að
flytja matvælin með flugvélum frá ’
flugvellinum í Addis Ababa, sem
bráðabirgðastjómin hefur ekki viljað
opna.
George Bush Bandaríkjaforseti:
Auknar líkur á vestrænni
aðstoð við Sovétstjórnina
Washington, London, Moskvu. Rcuter, Daily Telegraph.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti segir að ný áætlun Sovétmanna um
efnahagsumbætur sé jákvæð og auki líkurnar á því að Vesturveldin
veiti þeim stórfellda fjárhagsaðstoð sem rætt hefur verið um. Banda-
rískir embættismenn hafa undanfarna daga kynnt sér drög að áætlun-
um Sovétmanna. Vaxandi líkur eru á að Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét-
leiðtogi verði viðstaddur fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í júlí
og kynni þar hugmyndir stjórnar sinnar.
„Ég sé já-
kvæð teikn á
lofti varðandi
fjölmörg atriði,“
sagði Bush í gær
eftir að hafa
rætt við sendi-
mann Gorb-
atsjovs, Jevgeníj
Prímakov, og ______________
taldi að von væri George Bush
á „róttækum
efnahagsumbótum“. Heimsókn
Prímakovs hefði verið einstaklega
gagnleg. Ljóst er að í tillögunum
er m.a. kveðið á um frjálst verð-
lag, strangt aðhald í peningaprent-
un, stóraukna einkavæðingu at-
vinnuveganna og skiptingu risa-
samsteypufyrirtækja ríkisins í
minni fyrirtæki. FASS-fréttastof-
an sovéska hafði ennfremur eftir
Gorbatsjov á fimmtudag að minna
fé yrði eytt til hermála, forsetinn
sagðist vilja „auka áherslu á þarf-
ir einstaklingsins í efnahag Sov-
étríkjanna, sem er þjakaður af allt
of miklum útgjöldum til hermála“.
Heimildarmenn í Washington
sögðu að Prímakov hefði tjáð Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum að aðstoð-
in þyrfti að nema 30-50 milljörðum
dala á ári í fimm til sex ár.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefur gefið í skyn
að aðstoðin, ef til hennar komi,
verði stöðvuð fari svo að Sovét-
stjórnin heykist á umbótatillögum
sínum eða harðlínumönnum takist
að bregða fæti fyrir þær. Hann
taldi í fyrstu tillögur Sovétmanna
ganga of skammt en ónafngreind-
ur, bandarískur embættismaður
sagði að Sovétmenn væru opnir
fyrir breytingum á þeim. Fyrir
skömmu kynnti Moskvustjórnin til-
lögur um að leyfa útlendingum að
eiga að fullu og öllu fyrirtæki í
landinu og flytja hagnað úr landi.
Jacques Attali, franskur yfir-
maður nýs alþjóðlegs banka er
hefur það hlutverk að styðja við
bakið á þróun til lýðræðis og mark-
aðsbúskapar í A-Evrópu, bauð í
gær Gorbatsjov að heimsækja höf-
uðstöðvar bankans í London. Att-
ali benti á júlí sem hentugan mán-
uð en þá verður haldinn reglulegur
fundur sjö helstu iðnríkja heims,
G-7 hópsins svonefnda, í borginni.
Sovétmenn sækja fast að Gorb-
atsjov verði viðstaddur og hafa til
þess stuðning Frakka og Þjóðveija.
Bush sagði aðspurður í gær að
hann þyrfti meiri tíma til að kanna
málið áður en hann tæki afstöðu
til þátttöku Gorbatsjovs.
Sjá „Forsetar á móti vest-
rænni aðstoð ...“ á bls. 26.
Angóla:
Aratuga
blóðsúthell-
ingum lokið
Lissabon. Reuter.
JOSE Eduardo dos Santos,
forseti Angóla, og Jonas Sav-
imbi, leiðtogi UNITA-skæru-
liða, undirrituðu sögulegan
friðarsamning í Lissabon í
gær og bundu þar með form-
lega enda á 16 ára borgara-
styrjöld í landinu.
I samningnum er kveðið á um
að efnt verði til fyrstu frjálsu
kosninganna í landinu í síðasta
lagi í nóvember á næsta ári.
Viðstaddir undirritunina voru
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Alexander
Bessmertnykh, starfsbróðir hans
frá Sovétríkjunum, sem lofuðu
fyrir hönd stjórna sinna að hætta
vopnasendingum til landsins.
Sovétmenn studdu marxista-
stjórn landsins en Bandaríkja-
menn UNITA.
Að minnsta kosti 300.000
manns biðu bana í borgarastyij-
öldinni, sem hófst 1975 er Ang-
ólamenn hlutu sjálfstæði eftir
14 ára stríð gegn Portúgölum.
Þýskaland:
Jafnaðarmenn andvígir
breyttu hlutverki hersins
Bremen. Reuter.
ÞÝSKIR jafnaðarmenn höfnuðu í gær hugmyndum Helmuts Kohls
kanslara um breytingar á þýsku stjórnarskránni í þá veru að heimil-
aðar yrðu aðgerðir þýska hersins utan varnarsvæðis Atlantshafs-
bandalagsins. Flokkurinn samþykkti þá stefnuyfirlýsingu að þýskir
hermenn mættu einungis taka þátt í hernaðaraðgerðum utan svæðis-
ins væru þær á vegum friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna.
Samþykktin er túlkuð sem sigur
fyrir Björn Engholm, nýkjörinn
formann þýska Jafnaðarmanna-
flokksins (SPD). Jafnaðarmenn eru
í aðstöðu til að koma í veg fyrir
að þýsku stjórnarflokkarnir geri
áðurnefnda stjórnarskrárbreytingu
vegna þess að 2/3 hluta atkvæða
þingmanna þarf til. Volker Riihe,
framkvæmdastjóri Kristilega demó-
krataflokksins (CDU), gagnrýndi
samþykktina harkalega og sagði
að hún þýddi að jafnaðarmenn vildu
ekki axla þá ábyrgð sem fylgdi
sameiningu Þýskalands og fullveldi.
Kristilegir demókratar hafa haldið
því fram að Persaflóastríðið, þar
sem Þjóðveijar gátu ekki tekið þátt,
hafi sýnt fram á nauðsyn þess að
afnumið verði stjórnarskrárákvæði
er bannar hernaðaraðgerðir utan
varnarsvæðis NATO. Þetta ákvæði
var sett í stjórnarskrána á sínum
tíma vegna fortíðar þýska hersins.
Flokksþing jafnaðarmanna sam-
þykkti einnig í gær með 203 at-
kvæðum gegn 202 ályktun um að
þýska þingið skyldi ekki flutt til
Berlínar frá Bonn. 20. júní næst-
komandi munu þingmenn greiða
atkvæði um það hvort þingið og
stjórnarstofnanir verði fluttar til
Berlínar. Engholm lýsti því yfir að
hann teldi að halda ætti þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hvort Berlín eða
Bonn yrði aðsetur þessara stofnana.