Morgunblaðið - 01.06.1991, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
• •
Oryggisgæsla
fyrir atlögu að
föður sínutn
SAKADÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt 24 ára gamlan mann,
sem talinn er ósakhæfur, til að
sæta öryggisgæslu á viðeigandi
stofnun fyrir að stinga föður sinn
með hnífi í brjóstið að kvöldi 15.
febrúar síðastliðins. Stungan
gekk í gegnum brjóstkassann og
inn í hægra lunga.
Faðir hans þurfti að gangast
undir aðgerð á sjúkrahúsi en varð
ekki fyrir varanlegu líkamlegu
heilsutjóni, að mati læknai
Með athæfi sínu taldi sakadómur
að maðurinn hefði gerst sekur um
tilraun til manndráps en með hlið-
sjón af geðheilbrigðisrannsókn á
honum og framburði föður hans og
vitnis, taldi dómarinn, Hjörtur 0.
Aðalsteinsson sakadómari, að mað-
urinn væri ósakhæfur og var honum
því ekki dæmd refsing en gert að
sæta öryggisgæslu á viðeigandi
stofnun.
Stakk mann
með hnífi
MAÐUR á þrítugsaldri var fluttur
með sjúkraflugvél frá ísafirði til
Reykjavíkur í fyrrinótt eftir að
maður á Iíkum aídri hafði stungið
hann með hnífi í kvið og læri.
Hann er ekki talinn í lífshættu.
Arásarmaðurinn er í haldi lög-
reglu.
Arásarmaðurinn kom á heimili
mannsins í fjölbýlishúsi á ísafírði um
klukkan fjögur að morgni og komst
óboðinn inn í íbúð hans. Til stymp-
inga kom sem lyktaði með því að
árásarmaðurinn tók hníf í eldhúsi og
stakk húsráðandann. Að sögn lög-
reglu höfðu mennirnir átt í eijum
um skeið en ekki var talið víst að
árásarmaðurinn hefði komið á stað-
inn með þann ásetning að vinna hin-
um mein.
Sjúkrabíll og lögregla voru kvödd
á staðinn og var hinn slasaði fluttur
á sjúkrahúsið á ísafirði en síðan flug-
leiðis ti) Reykjavíkur. Að sögn lög-
reglu var hann ekki talinn í lífshættu
í gær.
Árásarmaðurinn var færður I
fangageymslur lögreglu vestra en
hann var mjög ölvaður, að sögn lög-
reglu, og í gær var ekki lokið yfir-
heyrslum yfir honum og vitni sem
var viðstatt atburðinn.
Jóhannes Þórðarson
Morgunblaðið/Árni Helgason
Kristberg Finnbogason
Sjómanni bjargað eftir 12 tíma volk:
Fannst af tilvilj-
un í svartaþoku
KRISTBERGI Finnbogasyni sjómanni og eiganda Trausta SH 372,
fjögurra tonna stálbáts frá Stykkishólmi, var bjargað er fjögurra
tonna bátur hans sökk á Breiðafirði í fyrrakvöld. Kristberg hafði
verið á lítilli gúmmítuðru í um það bil hálfan sólarhring er Jóhann-
es Þórðarson á Gusti SH, sigldi fram á hann af tilviljun í svarta-
þoku er hann var á leið að vitja lóða sinna. Kristberg var íklæddur
flotgalla en var talsvert kaldur og þrekaður þegar komið var með
hann til hafnar í Stykkishólmi síðdegis í gær. Hann sagði fréttarit-
ara Morgunblaðsins að bátur hans hefði skyndilega fyllst af sjó og
hann hefði Iítinn tíma haft til að koma gúmmítuðrunni á flot áður
en Trausti var sokkinn.
Síðast sást til Trausta SH í mynni
Breiðafjarðar um kl.20.00 í fyrra-
kvöld. Talið er að báturinn hafi
sokkið á milli kl. 20.00 og 22.00.
--------------------------j—
Skipverjinn á Trausta SH fannst
laust eftir kl. 11.00 í gærmorgun á
gúmmífleka á miðjum Breiðafirði.
BREIÐAF JÖRÐU R
40 km
Kristberg kom ekki til hafnar í
Stykkishólmi um miðnætti í fyrra-
kvöld eins og hann hafði áætlað
og hófst þá eftirgrennslan í höfnum
á norðanverðu nesinu en um klukk-
an 20 í fyrrakvöld hafði Felix SH
frá Stykkishólmi séð til ferða báts-
ins norður af Rifi og virtist hann
þá vera að halda til hafnar í þokka-
legu veðri, golu eða kalda, en
dimmri þoku. Þegar í ljós kom að
báturinn hafði hvergi komið til
hafnar hófst leit snemma í morgun
með þátttöku báta á Snæfellsnesi
og rannsóknaskipsins Árna Frið-
rikssonar sem statt var á Breiða-
fírði. Um ellefu í gærmorgun, í
þann mund sem verið var að senda
Fokker-flugvél Landhelgisgæsl-
unnar til leitar, tilkynnti Jóhannes
á Gusti að hann hefði fundið Krist-
berg á litlum gúmmíbáti eða -fleka.
Þeir komu til hafnar laust eftir
klukan 14.
í samtali við fréttaritara Morg-
unblaðsins í Stykkishólmi, sagðist
Jóhannes Þórðarson hafa farið
snemma morguns að vitja um lúðu-
og hákarlalóðir sínar. í einhverri
svörtustu þoku sem hann myndi
eftir á Breiðafirði hafi hann skyndi-
lega séð eitthvað fljótandi á sjónum
rétt við bát sinn, en kvaðst fyrst í
stað ekki hafa áttað sig á að þetta
væri gúmmíbátur og maður á. Jó-
hannes sagðist fljótlega hafa náð
Kristbergi, sem orðinn var mjög
kaldur, um borð og látið vita um
atburðinn í iand.
Leggja til úrsögn íslands
úr Alþjóða hvalveiðiráðinu
Þetta eru meingölluð samtök, segir formaður íslensku sendinefndarinnar
FORMAÐUR íslenzku sendinefnd-
arinnar á ársfundi Alþjóða hval-
veiðiráðsins, Guðmundur Eiríks-
son, lýsti því yfir í lok fundarins
í gær, að hvalveiðiráðið væru
meingölluð samtök. Því Iegði
sendinefndin það til við stjórnvöld,
að þau tækju ákvörðun um úrsögn
Islands úr ráðinu. Áður höfðu full-
trúar sjómanna gengið af fundi í
mótmælaskyni. Formaður norsku
sendinefndarinnar, Arvesen, segir
að Norðmenn muni íhuga vand-
lega viðbrögð sín og svipaða sögu
er að segja af Japönum. Friðunar-
sinnar réðu ferðinni við allar at-
kvæðagreiðslur í lok fundarins,
knúðu fram breytingar á tillögu
vísindanefndarinnar um veiði-
stjórnun og komu í veg fyrir at-
kvæðagreiðslu um umsókn Islend-
inga um veiðikvóta á hrefnu og
langreyði.
Hvalveiðiráðið samþykkti veiði-
kvóta á hvölum fyrir Alaska-eski-
móa, Grænlendinga og St. Vincent
og The Grenadines til neyzlu heima
fyrir og hafnaði í atkvæðagreiðslu
Morgunblaðið/Knstjíin G. Amgrímsson
Borgarkringlan opnuð í dag
Borgarkringlan, ný verslunar- og þjónustumiðstöð í
Kringlunni 4 og 6, verður opnuð með formlegum
hætti klukkan 13.30 í dag. Húsin voru ekki byggð
með þessa notkun í huga og hefur að undanförnu
farið fram mikið starf við endurhönnun þeirra og
breytingar. Síðustu daga hafa iðnaðarmenn ásamt
eigendum verslana og þjónustufyrirtækja lagt nótt
við dag til að gera húsnæðið sem glæsilegast úr
garði og gefst almenningi kostur á að skoða það í
dag og á morgun. Myndin var tekin í gær þegar
framkvæmdir stóðu sem hæst. Á henni eru, ofar í
stiganum, Halldór Guðmundsson og Bjarni Snæ-
bjömsson, arkítektar að endurhönnun hússins, og
fyrir framan þau Helga Björns, búninga- og fata-
hönnuður í París, en hún gerði fána og loftbelgi,
sem skreyta húsið, og Björn Ólafs, arkítekt í París,
ráðgjafi við endurhönnun hússins.
Sjá nánar fylgirit Morgunblaðsins í dag um
Borgarkringluna.
umsókn Japana um veiði á 50 hrefn-
um til handa íbúum ákveðinna
strandhéraða. Jafnframt var um-
sóknum Japana og Sovétmanna um
leyfí til vísindaveiða hafnað. Þá var
töluvert deilt um umsókn íslendinga
um veiðar á hrefnu og langreyði.
Varð niðurstaðan sú, að friðunar-
sinnum tókst að koma í veg fyrir
atkvæðagreiðslu um þær. Þá gengu
fulltrúar sjómanna í sendinefnd Is-
lands af fundi og sögðust ekkert þar
hafa að gera.
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, sagði ís-
lendinga ekkert hafa að gera í sam-
tökum, sem hefðu snúizt upp í hval-
verndunarsamtök. Því yrðum við,
ásamt öðrum hvalveiðiþjóðum, að
stofna alþjóðleg samtök til að stjórna
skynsamlegri nýtingu á hvalastofn-
unum. Fyrr um daginn gengu fulltrú-
ar norska sjómannasambandsins af
fundi af sömu ástæðum.
Kjartan Hoydal, formaður hins
færeyska hluta dönsku sendinefndar-
innar, sagði ómögulegt fyrir Færey-
inga að vinna innan Alþjóða hvalveið-
iráðsins. Hver framvinda mála yrði,
vildi hann ekki segja. Hann teldi þó
líklegast, yrðu ekki breytingar á
vinnuaðferðum ráðsins, að stofnuð
yrðu sérstök samtök hvalveiðiþjóða
við norðanvert Atlantshaf.
Ray Bambell, framkvæmdastjóri,
Alþjóða hvalveiðiráðsins, sagði úr-
sögn íslands tæpast hafa mikil áhrif,
yrði hún að raunveruleika. Hann
sagði fjölda þjóða innan ráðsins mjög
breytilegan og því hefði brotthvarf
eða innganga þjóðar lítil áhrif.
Guðmundur Eiríksson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að hvalveiði-
ráðið væri meingallað. Starfsháttum
þess væri þannig farið, að minnihlut-
inn gæti ráðið ferðinni vegna þess
hve stór hluti þyrfti að samþykkja
breytingar. Ákvarðanir þær, sem
teknar hefðu verið undir lok fundar-
ins, hefðu í raun verið ólöglegar og
gegn starfsreglum og markmiðum
ráðsins. Þá hefði friðunarsinnum
tekizt að fá samþykktar breytingar
á tillögu vísindanefndarinnar um
veiðistjórnun, sem gerðu það að verk-
um að nánast ómögulegt væri að
vinna eftir þeim.
í Iok fundarins var Luis Fleischer
frá Mexíkó kosinn formaður ráðsins
í stað Svíans Sture Irberger. Vara-
formaður var kosinn Ástralinn Peter
Bridgewater.
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Ekki ótrúlegt að ís-
land segi sig úr ráðinu
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að tillaga sendinefndar íslands
hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu um að Island segi sig úr ráðinu, eftir að
niðurstaða ársfundar ráðsins lá fyrir í gær, sé skiljanleg og ekki sé
ótrúlegt að íslendingar segi sig úr ráðinu. „Þessi tillaga mun verða
lögð fyrir ríkisstjórn fljótlega og þar munu menn taka afstöðu til henn-
ar,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi.
„Mér finnst þessi tillaga sendi- þessi veiðigrein taki til,“ sagði for-
nefndarinnar mjög skiljanleg, eftir
að fyrir lá hvernig málin þróuðust á
fundinum. Það er ekki ótrúlegt að
niðurstaða okkar verði sú að við segj-
um okkur úr ráðinu. Rikisstjórnin
hefur ekki tekið afstöðu til málsins
ennþá. Menn vilja fara yfir málin í
heild og hvaða skilyrði eru sett um
nauðsyn þess að íslendingar séu aðil-
ar að einhveijum samtökum sem
sætisráðherra.
Davíð var spurður hvort hann teldi
persónulega að fara bæri að tillögu
sendinefndarinnar: „Ég hef ekki tek-
ið neina ákvörðun um það. Sjávarút-
vegsráðherrann mun leggja málið
fyrir ríkisstjórnina, sem mun um það
fjalla. Fyrr er ekki tímabært að gefa
upp sína afstöðu," sagði Davíð Odds-
son forsætisráðherra.