Morgunblaðið - 01.06.1991, Page 9

Morgunblaðið - 01.06.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 9 Ungmennabúðir HSH, Lýsuhóli, Snæfellsnesi HSH hefur á undanförnum árum starfrækt sumarbúðir fyrir börn á aldrinum 6-12 ára á Lýsuhóli. Ýmislegt verð- ur á dagskrá: Farið verður m.a.í veiðiferð, bátsferð, fjöru- ferð, heimsóttur sveitarbær, skroppið á hestbak og farið í leiki. Á kvöldin eru kvöldvökur og fá börnin að spreyta sig við leiklist, söng o.fl. 1. námskeið hefst 3.-7. júní, aldur 8-10 ára. 2. námskeið hefst 10.-14. júní, aldur 10-12 ára. 3. námskeið hefst 18.-21. júní, aldur 6-8 ára. Athugið að rútuferð er frá BSÍ kl. 9.00 f.h. og til baka á föstudegi kl. 18.00. Allar nánari upplýsingar gefur Þóra Kristín í síma 93-56707 og í síma sumarbúðanna 93-56730. TRYGGIHGASTOFHUN RÍKISINS óskar eftir kaupum á húsnæði undir starf- semi sína. Auglýst er eftir 4-5.000 fermetra húsnæði, hluti þess geymsluhúsnæði. Hús- næðið þarf að hafa greiða aðkomu fyrir hreyfihamlaða, bílastæði og vera nálægt strætisvagnaleiðum. Til greina koma skipti á núverandi húsnæði Tryggingastofnunar á Laugavegi 114, Reykjavík. Tilboð skilist á skrifstofu forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 150 Reykjavík, fyrir 12. júní 1991. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS SKEMMTIFERÐ 1991 Ferðalag með eldri félaga, 60 ára og eldri og maka þeirra, um Vesturland og „Dalina(i. Gist í„HótelEddu(i, Sælingsdal. Farið verður frá Suðurlandsbraut 30 kl. 8.30 laug- ardaginn 15. júní og komið heim sunnudaginn 16. júní um kl. 18.00. Leiðsögumenn: Árni Björnsson, þjóðháttafræð- ingur, Jón Böðvarsson, ristj. Iðnsögu ísl. Skráning í síma 813011 milli kl. 8.00 og 16.00. KÚIULEGUR ITnifaen Suðurlandsbraut 10, sími 68 64 99. Fræðslu- og menningar- sjónvarp Háskóla íslands í Fréttabréfi Háskóla íslands [maí 91] er ræða Sigmundar Guðbjarnasonar, fráfar- andi rektors skólans, við brautskráningu kandídata síðastliðinn vetur. Staksteinar staldra við þann kafla í ræðu rektors sem fjallar um fræðslu- og menningarsjónvarp Háskólans, sem þjónað getur margs kon- ar tilgangi með fjarkennslu, endurmennt- un og kynningu á vísindum og listum. Hlutverk Háskóla- sjónvarps Háskólarektor sagði m.a. í kveðjuræðu sinni til kandidata: „Við Háskóla íslands er hafin kennsla í hag- nýtri fjölmiðiun en mark- miðið með slíkri kennslu er að efla fagmennsku, traust og vönduð vinnu- brögð í heimi fjölmiðla sem í vaxandi mæla móta lífsviðhorf okkar, óskir og þarfir. Fyrir skömmu sam- þykkti Háskóli íslands að ieita eftir stuðningi við uppbyggingu á fræðslu- og menningarsjónvarpi Háskólans. Hlutverk þessa Háskólasjónvarps er: * 1) að annast fjar- kcnnsiu. * 2) að efla endur- menntun. * 3) að miðla fræðslu- efni til almennings. * 4) að fjalla um menn- ingarmál almennt og styrkja íslenzka tungu og menningu sérstaklega. Ástæðurnar fyrir því að þessi hugmynd kemur fram nú eru margar. Ein ástæðan er, að sú tilraun sem gerð var til að byggja upp fjarkennslu á vegum ríkisútvarpsins, hefur ekki tekizt og hef- ur fræðsluvarpið fallið niður. Fjarkennsla í sjón- varpi á engu að síður erindi hingað, því að þetta kennsluform hefur gefið góða raun i fjöl- mörgum Iöndum nær og fjær. Önnur ástæðan er upp- bygging á aðstöðu til keimslu í hagnýtri fjöl- miðlun og innrétting á húsnæði því sem hannað var í Odda fyrir mynd- ver. Nú þegar hafin er kennsla í hagnýtri fjöl- miðlun er bæði unnt og eðlilegt að byggja upp nútima myndver og að- stöðu til kennslu og fram- leiðslu á fræðsluefni. Óskað hefur verið eftir því við menntamálaráðu- neytið, að Háskólasjón- varpið fái þá fjárveitingu sem nú er á fjárlögum til fjarkennslu til að reka slíkt myndver. Einnig hefur verið óskað eftir því við Ríkisútvarpið að Háskólasjónvarpið fái endurgjaldslausan að- gang að dreifikerfi ríkis- sjónvarpsins með það í liuga að sjónvarpa á morgnana beint til skól- airna og til almennings á timum sem ekki eru nú nýttir af ríkissjónvarp- inu... Þriðja og í raun veiga- mesta ástæðan fyrir upp- byggingu Háskólasjón- varps er að skapa vett- vang fyrir viðleitni Há- skólans að treysta menn- ingarlegt sjálfstæði þjóð- arinnar, að auðga islenzka tungu og styrkja sjálfsvitund íslendinga og sjálfsvirðingu." Fjarkennsla, endurmennt- un, kynning á vísindum og listum Viðfangsefni Iláskóla- sjónvarps yrðu einkum þessi, að mati rektors: * A) „Endurménntun, t.d. miðlun á námsefni og námskeiðum sem hafa tekizt vel þjá Endur- mcnntunardeild Háskól- ans. Þar er boðið upp á fjölbreytt efni, bæði sér- hæft efni fyrir sérfræð- inga á ýmsum sviðum og almennt efni, svokölluð menningarnámskcið,' sem hafa verið mjög eft- irsótt. Þá er einnig boðið upp á mikið framboð af hentugu erlendu efni fyr- ir endurmenntunarstarf- ið. * B) Fjarkennsla fyrir framhaldsskólastig og jafnvel grunnskóla i þeim tilgangi að treysta undir- stöðumenntun, m.a. þá sem háskólakennslan byggist á. Slík stuðnings- kennsla gæti verið mjög örvandi bæði fyrir nem- endur og kennara. Síðar ætti að stefna að fjar- kcnnslu og samnýtingu námskeiða á háskóla- stigi. * C) Kymiing á vísind- um og listum í landinu. Sá þáttur í menningarlífi þjóðaiTimar sem erfiðast virðist að kymia er vísindastarfsemm. Sjón- varpið er mikilvirkast fjölmiðla í slíku starfi. íslenzka þjóðin gerir vax- andi kröfur til vísinda- manna sinna og er mikil- vægt að kymia þá miklu grósku, sem nú er í visindum hér á landi ... Vonir standa til að einkaframtakið skynji og skilji að það hefur hér hlutverki að gegna, því að góð almeim menntun er forsenda framfara í þjóðfélaginu; góð almenn menntun þjóðar þjónar bæði hagsmunum fyrir- tækja og stofmma- og þá um leið hagsmmium heildarinnar. Þegar Hskólasjón- varpið verður að veru- leika þá verður leitað samstarfs við aðra skóla og fræðslustofnanir um uppbyggingu starfsem- innar scm nýtast mun yngri sem eldri, strjálbýli sem þéttbýli, án tillits til fyrri memitunar. Með þessum hætti vill Háskóli íslands, kæri kandidat, veita börnum þínum stuðningskennsiu á ýmsum skólastigum, auðvelda þér endur- memitun og ntiðla til þín fræðsluefni ýmiskonar, ekki sízt á efri árum þeg- ur þú hefur loks nægan tíma til að njóta þekking- ar og skilnings á lifinu og tilvenmni." Skyndibréfin eru alltaf án innlausnargjalds Fjárfesting í eina viku? Mánuð? Ár? Skyndibréfin eru einu verðbréfasjóðsbréfin sem eru alltaf innleysanleg án innlausnargjalds. ✓ Avöxtun umfram verðbólgu er 6,3% m. v. sl. 3 mánuði. i ■3 X < > X VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI. 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 RÁÐHÚSTORGl 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.